Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 25
vinnustaður rafiðnaðarmanna. Á þessum tíma var mikið um uppbygg- ingu og endurnýjun í dreifikerfinu og þörf á fjölmennum línuflokkum. Það var ekki á færi hvers sem er að vinna við línukerfin og oft fyrirferðarmiklir menn í hópum rafiðnaðarmanna RA- RIK. Jón hafði sérstakt lag á því að vera í góðu sambandi við sína menn þó svo þeir notuðu oft á tíðum orðfæri sem sjaldan heyrist og gengju um samningaherbergin með ákveðnu lagi til þess að leggja áherslu á skoð- anir sínar. Harkalega var tekist á um tímaskriftir og önnur ákvæði kjara- samninga. Rafiðnaðarmenn í línu- flokkum brutust ekki til byggða til þess að komast í löglegar kaffistofur, það skildi Jón vel og kom með góða lausn á því með því að bæta inn í launakerfi RARIK svokölluðum hnjápeningum, en það gjald kom í stað þess að menn þurftu að borða nesti sitt á þúfukollum uppi á heiðum. Ekki var alltaf til staðar við línukerfi RARIK á heiðum uppi starfsmanna- aðstaða í samræmi við lágmarks- ákvæði kjarasamninga og það var leyst með svokölluðum „pungþvotta- peningum“ eins og Jón kallaði það og starfsmenn hans skildu fullkomlega. Þannig mætti lengi telja, ávallt var hægt að leita til Jóns með deilumál og ef fram voru færð skiljanleg rök fyrir kröfum rafiðnaðarmanna var hann ætíð tilbúinn að setjast niður og finna ásættanlegar lausnir. En ef menn gátu ekki fært rök fyrir kröfum sín- um þá mætti maður vegg. Það segir mikið um þá starfsmannastefnu sem Jón mótaði hjá RARIK að það var engin starfsmannavelta hjá rafiðnað- armönnum RARIK, hann þekkti ekki bara til starfa sinna manna, hann þekkti vel til heimilisaðstæðna hjá þeim flestum ef ekki öllum. Jón fór reglulega um allt land og hitti sína menn og gaf sér góðan tíma til þess að stoppa og ræða málin. Hann gjör- þekkti allt sem sneri að starfsmönn- um RARIK hvar sem var á landinu og á samningafundum kom hann oft að fyrra bragði með tillögur um það sem betur mætti fara og hvernig leysa mætti það sem gagnrýnt var. Jón var með afbrigðum minnugur og drengur góður. Ef eitthvað var sagt á samningafundi eða í símtali þegar deilumál voru tekin fyrir var í sjálfu sér ekki þörf á að skrifa ná- kvæmlega inn í samning RSÍ og RA- RIK þær niðurstöður sem menn fundu, orð Jóns stóðu ætíð sem stafur á bók. Mér verður þetta stundum hugstætt þegar við starfsmenn stétt- arfélaganna erum í dag að glíma við tiltekna aðila vinnumarkaðarins. Það að fá að starfa með Jóni við gerð samninga og finna lausnir á deil- um sem risu milli starfsmanna og fyrirtækis voru forréttindi fyrir okk- ur starfsmenn Rafiðnaðarsambands- ins, svo maður tali ekki um okkur sem vorum að stíga okkar fyrstu skref og settumst við samningaborð- ið gegnt Jóni. Ég vil fyrir hönd samtaka rafiðn- aðarmanna þakka Jóni fyrir margar góðar stundir og árangursríka fundi og þau heillaríku spor sem hann markaði. Jafnframt sendum við fjöl- skyldu Jóns hugheilar samúðar- kveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Í dag kveðjum við fyrrverandi vinnufélaga og góðan vin, Jón Helga- son tæknifræðing. Jón starfaði á fjórða áratug hjá Rafmagnsveitum ríkisins, RARIK, lengst af sem fulltrúi á skrifstofu rafmagnsveitu- stjóra og síðan starfsmannastjóri með aðsetur í Reykjavík. Jón útskrifaðist sem tæknifræð- ingur frá Ósló 1953, en hann var einnig lærður loftskeytamaður og rafvirki. Hann hóf störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins sem rafveitu- stjóri á Raufarhöfn á árinu 1959, en tók síðan við starfi rafveitustjóra Austurlands 1961 og gegndi hann því starfi til ársins 1967. Á þessum árum var rafvæðing sveitanna eitt helsta verkefni RARIK, umfangsmikið og erfitt verkefni enda samgöngur ólík- ar því sem nú þekkist og verkfæri og tækjabúnaður frumstæður miðað við það sem gerist í dag. Bilanir voru tíð- ar og raforkuframleiðsla á þessum tíma aðallega með dísilvélum, ekki síst á Austfjörðum. Vinnutíminn var því ekki alltaf reglulegur og sjaldn- ast fyrirséð að morgni hvenær vinnu- degi lyki að kvöldi. Jón fluttist ásamt eiginkonu sinni Valgerði og þremur sonum þeirra til Reykjavíkur og tók við fulltrúastarfi á skrifstofu rafmagnsveitustjóra RARIK í Reykjavík að loknu sér- námi 1968. Því starfi gegndi hann til 1988 er hann tók við starfi starfs- mannastjóra, sem hann sinnti þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1994. Jón gegndi á þessum árum fjölda trúnaðarstarfa fyrir RARIK, ritaði fundargerðir stjórnar fyrir- tækisins sem og framkvæmdastjórn- ar til fjölda ára og sat í mörgum nefndum og ráðum fyrir hönd þess. Mestan hluta starfstíma síns hjá RA- RIK var Jón einn þeirra sem skipuðu yfirstjórn fyrirtækisins og við sam- starfsmenn hans munum flest minn- ast hans sem slíks. Jón var úrræða- góður og gott að leita til hans, en gat haft ákveðnar skoðanir á hlutunum og ef hann var ekki sammála síðasta ræðumanni lét hann það óhikað í ljós. Jón var í góðum tengslum við starfsmenn fyrirtækisins um land allt og var vinsæll meðal starfs- manna. Hann naut þess að fylgjast með starfseminni vítt og breitt um landið, hélt miklu sambandi við starfsmenn og safnaði sögum úr starfseminni og hafði gaman af að endursegja þær. Eftir starfslok sín mætti Jón reglulega á vinnustað til að heilsa upp á gamla félaga og lét sig sjaldan vanta þegar menn gerðu sér glaðan dag, enda hrókur alls fagnaðar þegar svo bar við. Fyrir hönd RARIK þakka ég Jóni fyrir allt hans fórnfúsa starf fyrir fyrirtækið og þá vináttu sem hann sýndi okkur samstarfsmönnum sín- um. Um leið vil ég þakka fyrir per- sónulegan vinskap okkar til margra ára og þann velvilja og hlýhug sem hann sýndi mér allt fram á það síð- asta. Ég votta eiginkonu hans Valgerði, sonum hans Þorsteini, Helga og Þórði og fjölskyldunni allri innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Jóns Helgasonar. Tryggvi Þ. Haraldsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 25 MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Guðfinnur Krist-berg Gíslason fæddist á bænum Hóli í Bíldudal í Arnarfirði 2. októ- ber 1925. Hann and- aðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 11. október síðastliðinn. Hann var sonur Gísla Finnssonar, f. 17.6. 1882, d. 28.10. 1958, og Maríu Petrínu Finnbogadóttur, f. 28.11. 1898, d. 6.8. 1974. Systkini Guðfinns eru: Guð- rún f. 29.10. 1928, d. 18.7. 1999, Ólafur, f. 8.3. 1931, Guðbjörg Júl- íana Esther, f. 6.7. 1936. Guðfinnur fluttist með foreldrum sínum, syst- eldrar Birnu voru Jakob Adolf Sig- urðsson kaupmaður, f. 29.8. 1901, d. 20.9. 1969, og Margrét Krist- jánsdóttir, f. 12.2. 1899, d. 15.10. 1968. Börn Guðfinns og Birnu eru: 1) María Guðbjörg, f. 17.9. 1952. 2) Gerður Björg, f. 3.8. 1955. 3) Gísli, f. 7.4. 1962. Fyrir átti Birna soninn Jakob Adolf Traustason, f. 18.8. 1946, sem Guðfinnur gekk í föð- urstað. Barnabörn Guðfinns og Birnu eru nú 10 og barnabarnabörn sjö. Guðfinnur var athafnamaður og varð ungur að aldri verkstjóri hjá HB Akranesi en stundaði síðar sjálfstæðann atvinnurekstur á ýmsum sviðum. Guðfinnur átti m.a. og rak fiskbúð, var í útgerð, átti bílaleigu, sjoppur, var hesta- maður og stórbóndi. Hann átti fjölda íbúða sem hann leigði út, stundaði módelstörf, lék í kvik- myndum og seldi snyrtivörur. Útför Guðfinns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur og Guðbjörgu föð- ursystur að Fossi í Arnarfirði árið 1929. Þar ólst hann upp og kenndi sig jafnan við Foss. Við fyrsta tækifæri fór Guðfinnur til sjós og vann sér inn nægt fé til að fara á Hér- aðsskólann á Laug- arvatni. Þaðan lauk hann burtfararprófi eftir tveggja ára nám, 18 ára gamall. Haustið eftir lauk hann vélstjórnarnámi á Ísafirði. Á Akranesi kynntist Guðfinnur Birnu Vilborgu Jakobsdóttur, sem hann svo kvæntist hinn 31. júlí 1954 á Fossi í Arnarfirði. For- Elsku pabbi, þá ert þú kominn á betri stað sem við trúum að þér líði vel á. Á þessum tímamótum kemur ýmislegt upp í hugann. Oft fórum við til Reykjavíkur og eftir að Reykja- nesbrautin varð bein og breið syfjaði þig svo mikið við að keyra að ég var tekin með, og dagblaðið Vísir, sem ég las hátt upp úr, líka auglýsing- arnar, til að halda þér vakandi. En svo þegar þú varst alveg að sofna þá fórst þú að kveða, sem mér sem krakka fannst ekki skemmtilegt, en alltaf komumst við á leiðarenda. Mikið unnum við saman á Braut í málningarvinnu og annarri bygging- arvinnu, við að þrífa bíla og allt ann- að sem til féll á stóru bisnessheimili, þú stjórnaðir og ég hlýddi. Af þér lærði ég mikið sem ég hef getað nýtt mér í mínu lífi og hef, eftir að ég komst til vits og ára, kunnað að meta, en sem lítil stelpa var ég ekki alltaf sátt. En svona er lífið. Hvíl í friði pabbi minn. Kveðja, Maja Gugga. Elsku pabbi, þá ertu farinn. Þú féllst fyrir Alzheimers, eins og amma. Þú varst snillingur í að fela að þú værir ekki alveg með á nótunum undir það síðasta. Þessi sjúkdómur varði þó bara í örfá ár. Þú varst snillingur á flestum svið- um. Hver getur haft þau áhrif á börnin sín að þau vilji frekar vera með pabba á unglingsárunum en fé- lögunum. Ég var ekkert alltaf til í að gefa rollunum og moka skítinn und- an hrossunum, hélt að mig langaði miklu frekar að djamma með krökk- um á mínum aldri. Samt var það nú þannig að ég valdi frekar að eyða helgunum með þér. Með þér var ég alltaf sá langklárasti, gat allt. Auð- vitað lærði ég flóknari og úthugsaðri blótsyrði en flestir, en ég lærði líka bænir sem ég hef kennt börnunum mínum. Ég lærði að vera fordóma- laus gagnvart trúnni en jafnframt að dást að og virða trú annarra. Þú signdir þig oft á dag, alltaf þegar þú fórst í peysu, bol, komst út fyrst á morgnana eða keyrðir framhjá kirkju eða kirkjugarði. Þú last morg- unbæn fyrir mig á hverjum morgni: Vertu guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Þú varst persóna sem átti sitt prí- vatlíf, aldrei datt mér í hug að spyrja hvar þú værir þegar ég hringdi í gemsann, enda kom mér það ekkert við. Þú reyndar spurðir mig aldrei. Bara vissir að ég var í góðum málum. Við gátum alltaf rætt framtíðar- plön. Þú varst alltaf í framtíðinni og ræddir aldrei um fortíðina. Núna ertu kominn í nýja framtíð. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Gísli. Guðfinnur ólst upp við fagra en harða náttúru í Arnarfirði utan veg- sambands og án húsþæginda. Örna varð utandyra án veðraskjóls, en föt- in úti skrúbba og í ánni skola þá ekki var í klakaböndum, kolin dýr og tor- sótt, talin munaður. Ekki rafmagn, engin ljósapera, ekki sími og hús- hitun á því stigi að ís á lagði næt- urgagn. Enginn vegur og þá ekki bíll og engin vél til verka. Kennsla í far- skóla og þá fór drengur á fæti að vetri 15 km til hennar. Sveit án síma og vonin ein að drengur hefði af komist milli bæja þó í lenti vetrarbyl og myrkri. Sem strákur elstur systkina, við aðstæður og hugarfar forneskju, mátti Finnur svo þarna axla tímans vinnukröfu, t.d. bera vatn á sjálfum sér til gripahúsa, gefa á garða, brynna o.fl. Fjórtán ára munstrast hann á fiskibátpung við aðstæður sem vestfirskir sjómenn þá máttu þola og hreppir m.a. skaðaveður, bátur og áhöfn um tíma talin af. Afla- hlutur fór til mennta við Héraðsskól- ann á Laugarvatni þar sem hann út- skrifast nítján ára með fyrstu einkunn. Sat mótornámskeið og lauk með 1. einkunn og því næst sigldur á Dettifoss og kom þá sem stóri bróðir með allar niðursoðnu útlendu ávaxtadósirnar heim í átthaga sem varð slík upplifun yngri systkina að ekki hefur úr minni runnið enda aldrei áður því um líkt þar á borðum verið. Lauk fiskiðnaðarnámskeiði með ágætiseinkunn 1950 og því næst verkstjóri hjá fiskvinnslu H.B. Akra- nesi. Úr hér greindum aðstæðum og átaki til manndóms var Guðfinnur mótaður. Sem æðstu og fyrstu skyldu lagði hann á sig að byggja fjölskyldu afar fallegt heimili að Melteig 10 Keflavík, með öllu því sem hann fór á mis við í uppvexti. Var þar ekki sparað og fengum við öll hvert sitt eigið herbergi. Móður sína ásamt föðursystur tók Finnur svo til sín seinni æviárin þeirra. Kærleikur Guðfinns pabba mun því vitna og ávöxt bera meðal vor þá er við víkjum öðru frá og þá mun og sá sannleikur standa að nú farinn vinur og faðir vildi okkur aðeins það besta. Við skulum svo saman skilja það að það læra ekki allri sömu að- ferðafræði og að við í eigin visku er- um ekki í öllu dómbær. Við getum verið sammála um að í tjáningu og lífsstíl var Guðfinnur heill og hræsn- islaus og þóttist aldrei annað eða meira en hann með réttu var. Hann sýndi í öllu dugnað og ósérhlífni og kvartaði ekki yfir kjörum né kveink- aði sér og krafðist aldrei meir af öðr- um en sér sjálfum. Til að skilja þurfti ég að þekkja úr hverju hann kom og þá vissi ég að innræti var gott þó að meðvirkni og smámuna-vorkunn hafi ekki verið honum tömust. Síðustu árin veitti hann mér svo þá gæfu að ég fékk að vera sonur míns förunautar þá er beggja var þörfin. „Situr nú eftir orðstír góður.“ Að lokum það sem samtíma vinum Guðfinns úr heimasveit varð að orði er ég færði þeim andlátsfrétt: Er hann nú dáinn, hann Guðfinnur ,,þetta glæsimenni sem hann var“. Þessi ummæli lýsa best um ásjón, at- gervi og framgöngu og hvet ég til þess, kæru vinir, og fylgjendur að við hefjum þau og látum þau ganga áfram til vorra niðja og annarra sem á vegi verða. Jakob (Addi.) Guðfinnur Kr. Gíslason Ekki hvarflaði það að mér á fimmtudaginn fyrir tveimur vikum þegar ég sótti ömmu mína að hún myndi fara rúmri viku seinna. Þótt hún væri orðin 83 ára gömul var Kristín Friðrikka Hjörvar ✝ Kristín Frið-rikka Hjörvar fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1924. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 7. október síðastlið- inn. Útför Kristínar var gerð frá Graf- arvogskirkju 17. október sl. hún einstaklega ung í anda og sjálfstæð. Hún fór daglega í strætó á þjónustu- miðstöðina við Vest- urgötu og stundaði handavinnu þar. Amma bjó á neðri hæðinni í sama húsi og ég ólst upp í. Hún var stór partur af minni æsku og alltaf var gott að koma nið- ur til ömmu. Við gerðum ýmislegt saman þegar ég var að alast upp og hún var alltaf til staðar fyrir mig. Eftir að ég varð fullorðin vorum við í daglegu símasambandi og var það óskráð regla að við töluðum alltaf saman kl. 18.30 hvern dag. Einnig voru alltaf reglulegir ömmudagar. Þá fórum við iðulega saman út að borða skyndibitamat og rúntuðum um. Fórum í sumarbústaðinn til foreldra minna, keyrðum til Hveragerðis eða keyrðum bara um bæinn. Amma mín var einnig stór part- ur af lífi dóttur minnar og tel ég það forréttindi að hafa fengið að alast upp með henni og að dóttir mín skyldi fá tækifæri til að kynn- ast langömmu sinni. Amma var mér fyrirmynd á svo margan máta. Hún var sjálfstæð, dugleg, vinnusöm, mikill dýra- og barnavinur og góður og traustur vinur minn. Amma vildi hafa hlut- ina í föstum skorðum og ekki þýddi að segjast ætla að koma kl. 13 og mæta hálftíma síðar. Það kunni amma mín ekki að meta og lét mann vita af því. Hún lagði áherslu á stundvísi og að fólk stæði við það sem það segði. Í fjár- málum sýndi hún sömu staðfest- una. Hún sagði að maður ætti allt- af fyrst að borga reikningana sína, leggja svo fyrir og fyrr ætti ekki að eyða peningunum. Þetta var það sem henni var kennt í for- eldrahúsum og hún stóð fast á alla tíð. Við amma og dóttir mín höfum átt ótalmargar góðar stundir sam- an og fyrir okkur er mikill missir að henni. Ég og dóttir mín söknum hennar mikið og það er skrýtið að eiga ekki eftir að heyra í henni dag hvern eða hitta hana aftur og eiga með henni ömmudag. Ótalmargar minningar koma upp í hugann og munu fylgja okk- ur. Ég og dóttir mín erum þakk- látar fyrir þann tíma sem við átt- um með ömmu og finnst heiður að því að hafa fengið að kynnast henni. Kristín Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína. Minningargreinar Góða ferð elsku pabbi minn. Þín Gerður. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.