Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 27 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Kárastíg 11 í Reykjavík 14. maí 1931. Hún andaðist á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili í Reykjavík, 10. októ- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Hall- varðssonar lögfræð- ings og síðar sýslu- manns, f. 16. maí 1899, d. 13. apríl 1968, og Ólafar Bjarnadóttur héraðslæknis Jens- sonar, f. 18. nóvember 1895, d. 11. júlí 1988. Systkini Sigríðar eru Baldur, f. 6. september 1926, Bjarni Bragi, f. 8. júlí 1928, og Svava, f. 25. apríl 1932, d. 1. júní 1952. Eiginkona Bjarna Braga er Rósa Guðmundsdóttir, f. 25. mars 1930, og börn þeirra: 1) Jón Bragi, á Sigurrós, Sigríði Dröfn og Bjarna Braga og fimm barnabörn, 2) Ólöf Erla, á Benedikt Braga og SÍS í Reykjavík vorið 1955, lengst af í verðlagningardeild, en réðst svo til hagfræðideildar Lands- bankans í október 1960 og færðist með deildinni til sjálfstæðs Seðla- banka árið eftir. Vann hún þar einkum við móttöku og upplagn- ingu gagna og dreifingu rita bank- ans, þar til hún fór á eftirlaun í mars 1995. Á skólaárunum dvaldi Sigríður ásamt Svövu systur sinni nokkur sumur hjá vinafólki á Keldunúpi á Síðu, á ættarslóðum móður sinnar. Einnig sótti hún sumarnámskeið á Löngumýri í Skagafirði. Síðar átti hún sér sumarathvarf á Seljum á Mýrum á slóðum föðurfólksins. Hún lifði ógift og barnlaus, en lagði rækt við bróðurbörn sín og fjölskyldur þeirra. Lengst af bjó hún með móður sinni í Sörlaskjóli og annaðist hana undir ævilokin. Sjálf átti hún við vaxandi heilsu- brest að etja og vistaðist á Grund vorið 2004. Þar naut hún góðrar umönnunar, uns hún fékk hægt andlát í svefni að morgni 10. þ.m. Útför Sigríðar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kristínu Erlu, og 3) Guðmundur Jens, á Steinar Braga og Rósu. Ársgömul flutti Sigríður með for- eldrum sínum til Vestmannaeyja og árið 1937 til Stykk- ishólms. Árið 1941 flutti fjölskyldan aft- ur til Reykjavíkur, þar sem Sigríður lauk barnaprófi frá Laugarnesskóla 1944 og landsprófi gagn- fræðastigs frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla) 1948. Hún hóf menntaskólanám í Reykjavík, en hélt því svo áfram í máladeild MA 1951-52 og 1953-55 og lauk þaðan stúdentsprófi. Því næst byrjaði hún málanám í heim- spekideild Háskóla Íslands og lauk prófi í forspjallsfræðum (cand. phil.) vorið 1956, en tók síðar frönskunámskeið í París 1959-60. Sigríður hóf skrifstofustörf hjá Sigríður systir mín var í stytt- ingu kölluð Síta eftir fagurri og skapstyrkri keisaraynju Austurrík- is. Í uppvextinum var Síta tápmikil og ævintýragjörn og með öðrum krökkum í nokkuð djörfu slarki, einkum í Stykkishólmi, þar sem frelsið ríkti á opnum grundum. Hún fylgdi mér fast í reiðtúra, og með stöllum sínum lagði hún á sig langar göngur allt upp að Skildi í slagviðri, og ballinu þá aflýst og sama slarkið til baka. Út yfir hásk- ann tók þó, þegar sjóinn lagði og Síta fór fyrir krakkahópi og féll niður um ísinn og bjargaðist naum- lega fyrir kjark og ráðsnilld hinna. Við búferlaflutninga í bernsku er ekki auðgert að viðhalda áunnum tengslum né ætíð að mynda ný. Urðu þær systur því mjög nánar gegnum það ferli. Að sama skapi var áfallið þungt að missa Svövu aðeins tvítuga, afburða ljúfa, ljóð- og söngelska og á myndlistarbraut. Upp úr því myndaði Síta þó var- anlega vináttu við vænan hóp stúlkna í samleið gegnum MA, auk góðra heimilistengsla þar nyrðra. Deildi hún með þeim flestum áhuga á málum, einkum frönsku og bókmenntum og þar með skáldum. Eftir að ljóst varð, að slík kynni leiddu ekki til nánara og varanlegs sambands, um leið og fjölskylda okkar tók að vaxa úr grasi, helgaði Síta sér æ meiri hlutdeild í því ungviði, sem þannig hændist eðli- lega að henni. Kom það sér vel á uppaárunum þá er ómældur tími og elja fór í að efla álit og ábyrgð og óæskilega lítið aflögu til að gefa af sér í sumarferðum og dvölum. Fyllti Síta dyggilega í það skarð með þátttöku sinni, risnu og rausn og jafnvel ofrausn. Á miðjum starfsferli henti það mig að lenda fyrir innan stokk hjá Sítu í hagfræðideidinni. Hafði raunar áður kynnst deildinni allvel af líflegum frásögnum Sítu. Leyndi sér ekki, að henni þótti vænt um starfsvettvang sinn og enn frekar um samstarfsfólkið, þótt heilsu- brestur leyfði ekki svo fasta vinnu- sókn, sem æskileg hefði verið. Ástundun og samgangur hélt anda og þreki nokkuð uppi, og dapraðist fremur við að láta af starfi og sam- skiptum á vinnustað. Móður okkar var sambýlið við Sítu mikils virði, þótt hún teldi sig andlega sjálfnóga. Síta tryggði henni meiri samgang við umheim- inn, hélt uppi risnu og tók hana með á hljómleika og listsýningar. Þegar loks elliglöp og hrumleiki tóku við stóð Síta sig frábærlega í að stunda hana og fresta því, að hún yrði að fara á stofnun. Meðan báðar voru uppréttar var talið þakkarvert, hve vel þær liðsinntu fyrri andbýlingum sínum í hrum- leika þeirra. Síðustu árin hefur þetta snúist við, þannig að vert er að þakka aðgát og liðsinni andbýl- inganna Rósu og Sveins við þær mæðgur og síðast við Sítu eina. Ekki er síður ástæða til að þakka aðbúnað og atlæti við Sítu á Grund, og sjálf bar hún lof fyrir umhyggju við Sigrúnu fyrrum her- bergisfélaga sinn. Við þökkum af alhug alla vináttu og góðverk við Sítu og henni fyrir allt, sem hún hefur verið okkur og fjölskyldu okkar. Megi hún eiga í vændum meiri uppfyllingu trúar og vona en gefist hefur til þessa. Bjarni Bragi og Rósa. „Sæl Síta mín. Hvernig hefur þú það? Manstu hver ég er?“ „Auðvit- að, Gummi minn. Hvernig læt- urðu!?“ Þannig hljómaði kveðjan stundum þegar ég heimsótti hana síðustu árin. Hún ljómaði öll þegar hún sá mig og þannig vissi ég að hún þekkti mig, þótt hún myndi ekki alltaf hvað ég hét eins og í síðustu heimsókninni. Ég hafði þá laumast inn með lítinn gítar og sat við rúmstokkinn hennar og við sungum saman gamla rútubíla- söngva. Alla texta mundi hún og við skemmtum okkur alveg frá- bærlega. Minningar mínar um Sítu frænku ná aftur til bernskunnar. Alltaf var hún einstaklega góð við okkur systkinin og kepptist við að spilla okkur með eftirlæti. Hún hlóð á okkur gjöfum, sælgæti, leik- hús- og bíóferðum. Bíóferðir og barnaleikrit eru nátengd hennar minningu. Sítu tókst að gera þess- ar ferðir að sérstökum dekurdegi fyrir okkur systkinin. Vinir mínir öfunduðu mig oft af þessari „Mary Poppins“-frænku sem ég átti. Stundum fór ég með henni vest- ur á Mýrar, að Seljum. Þar var sérstök paradís fyrir krakka, það besta var báturinn og stöðuvatnið. Ég og vinur minn fengum að fara í bátsferð með skilyrði um að fara meðfram landi. Ég tók hins vegar stefnuna á mitt vatnið. Það yrði ekkert mál; Síta frænka er svo góð, hún skammar mann aldrei. Á bakaleiðinni sáum við í fjarlægð Sítu standandi uppi á hól, heldur ógnvekjandi, og vini mínum leist ekki á blikuna. Er við nálguðumst varð ljóst að ég var í vanda, frænka var eins og illvíg haustlægð í framan. Þarna fékk ég mínar fyrstu og einu skammir frá henni. Ég minnist unglingsáranna þeg- ar ég var að selja blöð og seinna skólaáranna í MR. Alltaf tók hún vel á móti manni og aldrei gagn- rýndi hún klæðnaðinn eða hártísk- una eins og algengt var með full- orðið fólk. Hún hafði áhuga á öllu sem maður var að gera. Við borð- uðum oft saman í hádeginu og stundum laumaði hún að manni smá pening. Síta var góðhjörtuð, örlát og hafði ríka réttlætistilfinningu. Einnig var hún skapstór þótt hún færi vel með það og stjórnsöm gat hún verið. Það var venja hennar að við færum saman niður í bæ fyrir jól að velja gjöf. Hún hafði ákveðnar hugmyndir um hvað mér væri fyrir beztu og stundum fékk ég föt sem ég var ekki alveg tilbú- inn að ganga mikið í! Seinna þegar ég eignaðist fjöl- skyldu ferðuðumst við mikið saman um allt land og á jólunum var hún alltaf hjá okkur. Síta sýndi börnum mínum sömu gæskuna og hún hafði sýnt mér og systkinum mínum; eftirlætisspill- ing með gjöfum, bíóferðum og nammi. Hún gerði sér far um að muna afmælisdagana og fá þau með sér í þessa klassísku Sítu-ferð að fá sér eitthvað gott að borða og finna einhverja flík sem henni leist vel á! Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Sítu frænku mína, sem var svo stór í öllu sem hún gerði fyrir mig og mína alla tíð. Ég sakna hennar og þess sem hún var fyrir mig og ég gat verið fyrir hana meðan hún hafði líf og heilsu. Guðmundur Jens Bjarnason. Hún hafði algjöra sérstöðu í lífi okkar systkinanna hún Síta frænka. Ljómi yfir nafninu. Hún var eins og besta og blíðasta amma og eftirlát eftir því þótt hún væri föðursystir okkar en ekki amma. Við héldum, systkinin, að hún væri rík af peningum af því hún var svo gjafmild og mikill höfðingi. Vinir okkar kynntust líka þessari gjaf- mildu og ljúfu frænku og öfunduðu okkur af henni. Seinna þegar ég fullorðnaðist og þroskaðist skildi ég náttúrlega að svo var ekki, hún var ekki rík, hún vildi bara gefa okkur systkinunum og seinna börnunum okkar allan þann ver- aldlega auð sem hún átti. Helst vildi hún ekki eyða neinu í sjálfa sig, bara okkur. Síta frænka giftist aldrei og átti ekki börn sjálf, þess vegna vorum við henni eins og værum við hennar eigin börn. Henni þótti afar vænt um okkur og okkur um hana. Margar mínar bestu minningar úr æsku eru tengdar henni. Síta frænka að koma í heimsókn með Andrésblöð og nammi. Í þá daga var Andrés önd eingöngu á dönsku svo við settumst öll saman í sóf- ann, ég og Guðmundur bróðir minn sitt hvorum megin við Sítu, vel birg af nammi frá henni og svo hófst skemmtunin. Síta þýddi heilu blöðin og skemmti sér konunglega sjálf, hló og tísti og þýddi allt nema „gisp“ það fékk að fara óbreytt. Stundum hló hún svo mik- ið að við urðum að bíða í ofvæni eftir að hún gæti þýtt fyrir okkur. Þegar við vorum í sveitinni komu skemmtilegustu pakkarnir frá Sítu frænku, ekkert heilsusamlegt í þeim pökkum, eingöngu sælgæti og kannski boltar eða önnur leik- föng. Þegar ég varð táningur var hún óþreytandi að þræða tísku- verslanirnar, hverja á fætur ann- arri þar til ég fann loksins eitt- hverja flík sem mér líkaði. Þá var hún glöð yfir því að mega gefa mér hana og spurði oftast hvort ég vildi ekki einhverja aðra flík með. Þegar svo börnin mín fæddust fengu þau að kynnast þessari gjafmildi og elskusemi og þeirra vinir fengu líka að kynnast þessari einstöku Sítu frænku sem alltaf gaf og gaf og var líka alltaf svo blíð og góð. Síðustu ár hafa verið Sítu erfið vegna heilsuleysis þar sem henni hrakaði jafnt og þétt, bæði andlega og líkamlega með vaxandi örygg- isleysi og vanlíðan. Því var það léttir og lausn að hún skyldi fá að kveðja þetta líf í værum svefni. Guð geymi Sítu frænku og minn- ingu hennar. Ólöf Erla Bjarnadóttir. Í dag kveðjum við Sigríði Jóns- dóttur, eða Sítu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Síta var afa- systir okkar, en hún var engin venjuleg frænka. Við kynntum hana fyrir vinum okkar sem Sítu frænku og sögðum að hún væri nú hálfgerð amma okkar. Síta var mjög örlát bæði á tíma sinn og gjafir. Síta kom oft heim til okkar í mat, og við systurnar nutum þess alltaf. Hún var afslöppuð og góð við okkur. Hún þýddi fyrir okkur Andrésblöðin úr dönsku sem var alveg rosalega spennandi fyrir okkur. Virtist aldrei vera að flýta sér eins og annað fullorðið fólk. Við sátum oft með henni inni í stofu bara að spjalla um daginn og veginn á meðan mamma eldaði matinn. Hún virtist hafa óendan- legan áhuga á að hlusta á hvað við höfðum að segja, hvað væri að ger- ast í okkar lífi. Síta vildi vita hvað við vorum að gera, hverjir væru vinir okkar og hvaða dót var skemmtilegt. Við máttum helst ekki segja hvaða dót var spennandi því þá vildi hún endilega fá að kaupa það fyrir okkur. Við syst- urnar vorum sannfærðar um að eina skýringin á gjafmildi Sítu væri sú að hún væri í raun svaka- lega rík kona, með tvo rauða seðla í veskinu. Það voru góðar minn- ingar þegar við fórum með mömmu niður í bæ og heimsóttum Sítu í bankann, þá fór hún með okkur á Nýja kökuhúsið í Austurstræti og bauð okkur upp á heitt kakó og langloku með roast beef og remúl- aði, sem engin leið var fyrir ungar stúlkur að torga, en það þurfti vissulega að fá tertu líka, annað var ekki hægt, samkvæmt Sítu. Við verðum hreinlega saddar af til- hugsuninni einni saman. Eftir kaffihúsaferðina var gjarnan farið í bókabúðina. Þegar Síta fór með okkur í búðir var eins og hún ætti búðina. Eitt sinn spurði hún okkur hvort okkur vantaði ekki eitthvað í bókabúðinni og við munum nú ekki hverju við svöruðum en okkur varð á að skoða glansandi lakkskjala- töskur og þá voru tvær töskur keyptar og hálf bókabúðin líka að okkur fannst, jafnvel mamma kom engu tauti við hana, þegar henni fannst þetta of dýrt. Bæjarferðinni var ekki lokið þarna því að lokum fengum við hvor sinn rauða pen- inginn (500 kr.) til þess að kaupa sælgæti í sjoppunni sem nú hýsir Kaffi París. Þegar Síta varð sextug fengum við að gefa smá til baka. Við héld- um upp á afmælið hennar með mömmu og pabba. Það var mikill heiður og okkur þótti gaman að fá að vera með í því. Loksins fengum við að gera eitthvað fyrir hana. Það er mikil synd að Síta skyldi ekki eignast sína eigin fjölskyldu eða eiginmann. En það er okkur systrum minn- isstætt eitt sinn þegar Síta var að passa okkur að hún sagði okkur að sér fyndist aðaleikarinn í Derrick sætur, seinna þegar hann heim- sótti Ísland veltum við mikið fyrir okkur hvernig við gætum komið þeim saman. Með miklum söknuði og væntumþykju kveðjum við Sítu frænku, en geymum með okkur all- ar góðu minningarnar. Sigurrós og Sigríður Dröfn Jónsdætur Það er með þakklæti fyrir marg- ar góðar stundir og mikið örlæti sem við kveðjum Sítu. Síta var ákaflega góð kona, hæg- lát og mátti aldrei vamm sitt vita, bóngóð með afbrigðum og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Ég kynntist Sítu fyrir meira en 30 árum þegar ég kom inn í fjöl- skyldu bróður hennar. Þar sem Síta átti hvorki mann né börn varð hún þriðja amma barnanna minna, sem tóku miklu ástfóstri við hana. Hún var mikið með okkur fjöl- skyldunni, bæði erlendis og hér heima. Þegar við bjuggum í Dan- mörku kom Síta gjarnan til okkar í fríunum sínum og ferðaðist með okkur. Hún hafði mikla gæsku til barnanna og sumir myndu segja þolinmæði, var óþreytandi við að lesa yfir þeim hvers kyns Andr- ésblöð og leyfði þeim að teyma sig inn í lególönd eða upp í rússíbana jafnvel þótt það kostaði ógleði og óstyrka fætur lengi á eftir. Síta hafði mikið yndi af íslenskri náttúru og það er Sítu að þakka og hinum tíðu sumarbústaðaferðum okkar með henni að við fjölskyldan fórum svo víða um Ísland. Ég minnist líka allra jólanna sem hún kom til okkar, borðaði með okkur og opnaði gjafir, og hversu gott var að hafa hana hjá sér, nærvera hennar var hlý og rík af kærleika. Nú er komið að leiðarlokum hjá Sítu eftir erfið veikindi og við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja hana, minning hennar verð- ur alltaf ljós í huga okkar, hennar hlýtur að bíða bjartur og fallegur staður. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guðrún Steinarsdóttir, Steinar Bragi Guðmunds- son, Rósa Guðmundsdóttir. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir (Þorsteinn Valdimarsson) Kynni okkar Sítu hófust í heima- vist MA fyrir margt löngu. Hún kom norður í 5. bekk, hafði áður verið í MR. Hvernig myndi Reykjavíkurdömunni hugnast heimavistarbragurinn, þar sem maður var „lokaður“ inni kl. 22.00 virka daga? Slíkar hugrenningar bærðu á sér ásamt öðrum. Sjálf kom ég úr síldinni og hafði margar sumarnæturnar vakað við síldar- söltun og þótti þessi kvöð afspyrnu fyndin. Síta fann sig mjög vel í þessu andrúmslofti og lét það oft í ljós. Á þessum árum eignast maður sína bestu vini og skemmtilegustu minningarnar. Tel ég að svo hafi verið með Sítu okkar sem bæði var hörku námsmaður og hafði næmt auga fyrir hinu skoplega. Síta var ákaflega ljúf og viðkvæm mann- eskja og kurteisi hennar var slík að mesta skammaryrði sem hún lét sér um munn fara var að kalla okk- ur „beljur“ þegar ærslin náðu há- marki. Ég kveð nú með trega forna vin- konu sem lífið lék ekki alltaf við. Vandaða manneskju sem öllum vildi gott. Jóhanna D. Skaftadóttir. Sigríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.