Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GÓÐA KVÖLDIÐ, ÉG HEITI ARMANDÓ OG VERÐ ÞJÓNNINN YKKAR Í KVÖLDI ÆJÆJÆJÆ!! ÞESSI SKYRTA! ARMANDO, ERU SÉRRÉTTIR Í KVÖLD? VONT! VONT! JÓN, HNEPPTU JAKK- ANUM ÉG GERÐI MYNDASÖGU... LESTU HANA OG HLÆÐU! MÉR FINNST HÚN EKKI FYNDIN... ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ HLÆJA! HE HE HE HE HE HE ÞETTA ER VANDAMÁLIÐ VIÐ MYNDASÖGUR Í DAG... MAÐUR HLÆR EKKI AÐ ÞEIM HÆ, KALVIN ÞÚ ÆTTIR AÐ LABBA FYRIR FRAMAN VALTARA! MIKIÐ GETUR ÞÚ VERIÐ LEIÐINLEGUR! HVER ÞARF Á ÞÉR AÐ HALDA?!? ÞÚ GETUR BARA STAÐIÐ ÞARNA EINN Í DAG OG VERIÐ Í FÝLU! ÞAÐ ER MIKLU BETRA AÐ DREIFA VONDA SKAPINU MIKIÐ ERT ÞÚ SKEMMTI- LEGUR Í DAG! HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ? ÞETTA SVERÐ VAR Í EIGU FRANSKS RIDDARA SEM VAR KALLAÐUR „HEPPNI PIERRE“ AF HVERJU ER SVERÐIÐ TIL SÖLU? EINN DAGINN VAR HANN EKKI SVO HEPPINN VAR ÞAÐ EITTHVAÐ SEM ÉG SAGÐI? LALLI, INTERNETIÐ ER DOTTIÐ ÚT! GETUR ÞETTA EKKI BEÐIÐ? ÉG ER AÐ HORFA Á ÞÁTT ÉG ER Í MIÐJU SAMTALI VIÐ GULLU Á SKYPE! ÉG VERÐ AÐ KOMAST AFTUR Á NETIÐ! PRÓFAÐU BARA AÐ ENDURRÆSA MÓDEMIÐ ÉG ER ENGINN TÖLVUSNILLINGUR SJÁLFUR ÞÚ ERT BETRI Í ÞESSU EN ÉG. EF ÞÚ VILT AÐ ÉG REYNI ÞÁ GERI ÉG ÞAÐ PASSAÐU ÞIG BARA AÐ KLÚÐRA EKKI NEINU! ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR EKKI GERA ÞETTA? ÉG HELD AÐ ÉG HAFI STUNGIÐ LJÓSMYNDARANA AF HEY! RÓLEGUR! VERTU ÁNÆGÐUR AÐ ÞÚ ERT EKKI Á BLÆJUBÍL! LOKSINS ER ÉG KOMINN AFTUR! M.J. ÆTTI AÐ VERA BÚIN Í SÍMANUM NÚNA dagbók|velvakandi Vídeó með fyrirlestri um kyn- líf fyrir unglinga og fullorðna LAUGARDAGSMORGUNN, ég er að vafra um á netinu og dett inn á fyrirlestur um kynlíf á youtube.com sem heitir „The Secret Behind True Love: Love v. Lust“ og er brotinn niður í tólf vídeó. Eftir að hafa verið límd við tölv- una í dágóðan tíma – (hvert vídeó um 8 mínútur margfaldað með 12 gera …) var mín hugsun. Vá, ég vildi að ég hefði fengið þennan fyr- irlestur þegar ég var 18, 17, 16, 15, ok. 14 ára! Þessi fyrirlestur um kynlíf er fluttur af ungu fólki á háskólaaldri sem langar að leiða ungt fólk af villigötum og ranghugmyndum um sambönd og kynlíf. Þetta er allt frábærlega vel gert hjá þeim og það sést greinilega á unga fólkinu í salnum að það hefur mikinn áhuga á efninu og þarna kemur flóð af upplýsingum sem það hefði ekki haft hugmynd um að spyrja um fyrr en það yrði líklega um seinan að fara vel með sjálfan sig. Þetta myndband snýst nefnilega ekki bara um kynlíf, heldur um virðingu fyrir sjálfum sér og fólkinu í kringum sig, hvort sem maður þekkir það eða ekki. Þetta er vitundarvakning í formi kynlífs- fræðslu, eitthvað sem hefur alltaf vantað í kynlífsfræðsluna í grunn- skólunum. Sú fræðsla sem ég fékk sat allavega ekki eftir í mér – ann- að en hvað hún var vandræðaleg. Unga fólkið þarf snemma að skilja það af hverju það er mik- ilvægt að fara vel með sjálfan sig og hvað það leiðir af sér. Ég hefði a.m.k. lagt mig meira fram við að halda heiðri mínum og bera virðingu fyrir náunganum ef ég hefði fengið að sitja þennan fyrirlestur á mínu fyrsta ung- lingsári. Trúmálin koma við sögu í þátt- unum en þau eru samt ekki aðal- boðskapurinn, heldur að hafa trú á sjálfum sér að geta lifað lífinu á heiðarlegan hátt fyrir sjálfan sig. Ef þú ferð ekki vel með þig ger- ir það enginn annar, nema kannski í formi vorkunnar og ef þú hefur ekki lifað lífinu eins og dýrlingur þá er samt alveg hægt að snúa við blaðinu og bara byrja að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér. Þá fer fólk að byrja að bera virðingu fyrir þér. Ég skrifa þetta í von um að ein- hverjir vilji taka þetta verkefni að sér – að fræða ungmenni landsins um þetta efni. Guðbjörg Marta. Hrákadalla á Laugardalsvöll! ÞAÐ var nánast hneisa að sjá Eið Smára hrækja og spýta út úr sér í nærmynd á fótboltaleiknum sl. sunnudag, maður átti nánast vona á slummunni inní stofu! Eiður ætti að kaupa sér hrákadall og eitt stykki þjón til að hlaupa á eftir sér út um víðan völl, eða láta af svona sóðaskap. Guðrún Björnsdóttir Grenigrund 32, Selfossi. Slys í Hyrnunni í Borgarnesi 19 ágúst sl. ÉG varð fyrir slysi í Hyrnunni Borgarnesi 19. ágúst sl., rann í gubbi og þarf að hafa uppi á konu sem varð vitni að slysinu eða öðr- um sem sáu þetta gerast. Konan var með barn sem hafði kastað upp og var að bíða eftir starfsfólki til að þrífa, en mér láð- ist að fá hjá henni nafn og síma- númer. Vinsamlegast hafið sam- band við Soffíu í síma 867 2331. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is NÚ mun veturinn senn ganga í garð og hver að verða síðastur að njóta haustlitanna áður en laufið fýkur af trjánum. Á milli trjánna má sjá glitta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum. Haust í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Sörlaskjól - Einbýli Til sölu fallegt einbýlishús, 242,6 fm á þremur hæðum, þar af 30 fm bílskúr. Möguleiki á að vera með tvær íbúðir í húsinu. Húsið er vel skipulagt og eru herbergin rúmgóð, gott ris með svölum. Frábær staðsetning. Fallegur garður. Húsið er í mjög góðu ástandi að utan sem innan. Verð 77,5 millj. M bl 9 25 46 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.