Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 34
inlegan en þeim tókst það með þessum leik. Maður horfir niður á leikborðið og eins og áður sagði hleypur um ganga í leit að aðgang- skortum eða fólki og undan skrímslum. Reyndar hleypur maður svo mikið að maður gæti í raun komist í gegnum hann allan án þess að hleypa af skoti, ef það væri ekki fyrir enda-kallanna í borðunum. Skrímslin eru hæg- fara klessur sem koma aftur og aftur, sama hversu maður drepur margar af þeim. Þetta verður allt mjög leiðinlegt mjög fljótt og það er erfitt að nenna að halda áfram með þessa hörmung. Grafíkin er skelfileg, ómerkileg og illa hönn- uð, öll borð líta nánast eins út og geimverurnar líkjast óræðum klessum sem breyta um lit seinna meir í leiknum. Hljóðið í leiknum hljómar eins og það hafi verið fengið að láni úr 10 ára gömlum leik og gerir lítið fyrir leikinn. Þetta er ómerkilegur pakki sem hefði átt að svæfa í fæðingu. ALIEN Syndrome er endurgerð á gömlum leik sem var nokkuð vinsæll á árum áður. Mað- ur hefði haldið að með nútímatækni hefðu framleiðendurnir getað gert nokkuð skemmti- legan leik úr frekar einföldum söguþræði en útkoman er bæði ljót og það sem verra er hundleiðinleg. Markmiðið í leiknum er að skjóta vondar geimverur sem hafa tekið sér bólfestu í geimstöð. Maður spilar sem ung kona sem hleypur um ganga og dritar niður hóp af óendanlegum skrímslum í tíma og ótíma. Frekar einfalt allt saman og það þarf mikið til þess að gera þannig leik mjög leið- Úff! TÖLVULEIKIR PSP Sega Alien Syndrome  Ómar Örn HaukssonAlien Syndrome Ómerkilegur. 34 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SÍ ÐU ST U SÝ N. Verð aðeins300 kr. - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! eee Dóri DNA - DV Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Brjálæðislega fyndin mynd!! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST 3 MEISTARAVERK FRUMSÝND eeee - Anna Sveinbjarnardóttir, Morgunblaðiðð eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið Bölvun eða blessun ? Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. KVIKMYND EFTIR ALEXANDR SOKUROV KVIKMYND EFTIR FATIH AKIN Toppmyndin á Íslandi í dag! HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" Las Vegas er horfin... Jörðin er næst! Þriðji hlutinn í framtíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Fór beint á toppinn í USA! Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 3:45 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Heartbreak Kid kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Kingdom kl. 6 - 10 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára 4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára Alexandra Enskur texti kl. 6 B.i. 14 ára Halloween kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Shoot´em Up kl. 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 - Dóri DNA, DV- T.S.K., Blaðið - H.J., MBL - J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? eee - T.S.K., Blaðið Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Ver ð aðeins 600 kr. ÉG verð að viðurkenna að þrátt fyrir að margir vinir mínir séu miklir hjólabrettamenn þá get ég sjálfur ekki staðið á bretti í tvær sekúndur án þess að fljúga á and- litið. Mér hefur heldur ekki geng- ið vel í tölvuleikjum sem snúast um hjólabretti því þeir snúast yf- irleitt um það að hitta á rétta takka í ákveðinni röð til þess að framkvæma ákveðin „trikk“ og það hefur einhverra hluta vegna alltaf vafist fyrir mér. Tony Hawk-hjólabrettaserían hefur verið nánast einráð á leikjamark- aðinum undanfarin ár en nú hefur Electronic Arts gefið út leikinn Skate sem mun að öllum líkindum jafna vinsældir Tonys Hawks, ef ekki toppa þær. Það sem gerir þennan leik svo góðan og skemmtilegan fyrir viðvaninga eins og mig er stjórnunin sem nýtir stýripinnana tvo á fjarstýr- ingunni. Maður notar þann hægri til þess að framkvæma trikkin og þann vinstri til þess að stýra. Leikurinn er byggður upp eins og flestir íþróttaleikir sem EA gefur út. Maður ákveður útlit þess sem maður vill vera og styrkir svo orðspor sitt sem brettasnillingur til að komast á toppinn. Einnig er það takmark manns að koma sér í brettablöð, keppa við aðrar þekkt- ar brettakempur og taka þátt í brettamótum. Það er engin pressa á manni að klára þetta allt saman innan ákveðins tíma, heldur getur maður dúllað sér við að renna sér um gríðarlega stóra borg þar sem maður þarf að forðast gangandi vegfarendur og ökutæki, allt þar til maður treystir sér til að taka þátt í keppnum og leysa aðrar flóknari þrautir. Það eru helst þessar síðastnefndu þrautir sem reynast of flóknar á köflum og draga þar með leikinn ofurlítið niður. Allt annað er hins vegar frábærlega vel gert. Sérstaklega er hljóðvinnslan framúrskarandi og niðurinn í hjólunum, sem breytist eftir því hvernig yfirborð götunnar er, er sérstaklega vel unninn. Grafíkin er einnig góð, hreyfingar raunverulegar og mið- að við fyrsta leik í seríu (það vona ég alla vega) hafa menn svo sann- arlega hannað frábæran leik. Á bretti skemmt’ ég mér tralalala TÖLVULEIKIR PS3 EA Games Skate  Ómar Örn Hauksson Skate „Maður ákveður útlit þess sem maður vill vera og styrkir svo orðspor sitt sem brettasnillingur til að komast á toppinn.“ TÖLVULEIKIR» Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is TÖLVULEIKJAFRAMLEIÐANDINN Naughty Dog, sem er hvað þekktastur fyrir Crash Bandicoot-seríuna, vinnur nú hörðum höndum að því að senda frá sér nýjan leik sem á að sameina ævintýrahasarinn úr Tomb Raider-leikjunum og testósterónið úr Pitt fall og Indiana Jones-myndunum. Leikurinn fjallar um Nathan Drake, þekktan heims- hornaflakkara og ævintýramann sem á ættir að rekja til Sir Francis Drake, sem var að- allega þekktur hér á öldum áður sem mikill leiðsögugarpur en átti sína dökku hlið sem blóðþyrstur sjóræningi. Drake yngri er mikið karlmenni sem leitar að fjársjóðum víða um heim og þá sérstaklega að fjársjóði forföður síns sem hann á að hafa skilið eftir sig. Þetta er fyrsti leikurinn sem framleiðend- urnir hanna fyrir nýjustu leikjatölvurnar og mikið hefur verið lagt í grafíkina og gervi- greindina í leiknum og ef marka má yfirlýs- ingar Naughty Dog eru menn þar á bæ sann- færðir um að þeir hafi í höndunum leik sem á að keyra Löru Croft- og Tomb Raider-leikina í kaf. Af þeim myndbrotum og ljósmyndum sem þegar hafa verið sýndar á netinu lítur allt út fyrir að það geti vel orðið raunin. Lara Croft eignast verð- ugan keppinaut Lofar góðu „Drake yngri er mikið karlmenni og leitar fjársjóða víða um heim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.