Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 25
mælt með MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 25 SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR TLF.: 55 00 800 Til bo ði ð gi ld ir til og m eð 2 8. 10 .2 00 7 og a ðe in s í S m ar at or g. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g vö ru fra m bo ð. 062569 FLEXI-TRAX DINO 312 Sett með 312 brautarhlutum, 2 bílum með ökuljósum, risaeðluhreiður með risaeðluunga, 4 árasagjarnar risaeðlur, búr, göng með „grjóthruni“, löng og lítil trébrú, klettagöng, hæð, sporbreytir, 3 skiptiteinar o.fl. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 8.999,- 063115 SPIDER-MAN 3 HÚÐFLÚRSVÉL Með húðflúrspenna, 9 myndir og 3 liti. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.499,- 116290 PLAY2LEARN GÖNGUBÍLL Með marga möguleika, hljóðum og geymsluplássum. Frá 1 ára. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.999,- 146545 HÚÐFLÚRSSETT Með nálabyssu, 5 vantstússpennum, 20 húðflúrsmyndum, glimmergeli og límmiða. Notar 4 B-rafhlöður. 2.399,- 532050 FURÐULEGUR HEIMUR ÁLFADÍSANNA Töfraheimili þar sem þú getur virkjað ímyndunaraflið! Okkar eðlilega lágvöruverð er 5.799,- 31 x 52 x 51 SM 1.499,- ÞÚ SPARA R 1.500 ,- 4.499,- ÞÚ SPARA R 4.500 ,- 1.249,- ÞÚ SPARA R 1.250 ,- 2.899,- ÞÚ SPARA R 2.900 ,- 1.199,- ÞÚ SPARA R 1.200 ,- ÞAÐ ER ALLTAFOPIÐ LENGIVirkadaga 10-19 Nema fi mmtudaga 10-21 laugadaga 10-18 Sunnudaga 12-18 Kristján Bersi Ólafssonskrifar hugleiðingu á föstudegi „af því að mig grunar að einhverjir félaga okkar muni hafa í huga að væta kverkarnar örlítið í kvöld, þá finnst mér ekki út í hött að minna á séra Ólaf Jónsson á Söndum í Dýrafirði (1560-1627). Ég er afkomandi hans í tíunda lið og kannski er það ættarfylgja frá honum, að ég hef gaman af vísum og hafna ekki bjór eða öðrum veigum þegar svo ber undir. En séra Ólafur var í fremstu röð skálda á sinni tíð og orti mikið, einkum sálma og andlegar vísur, en einnig veraldlegar. Eftir hann er til að mynda vísubrot sem margir halda að sé úr þjóðkvæði: Eitt sinn fór ég yfir Rín á laufblaði einnar lilju; lítil var ferjan mín. Séra Ólafur orti kvæði um öldrykkju sem hann kallaði Drykkjuspil. Það var ort í stíl síns tíma með viðlagi og var upphaf þess á þessa leið, Hýr gleður hug minn hásumartíð. Skæran lofi skapara sinn öll skepnan blíð. Skín yfir oss hans miskunnin. – Hýr gleður hug minn. Gleður mig enn sá góði bjór, guði sé þökk og lof; þó mín sé drykkjan megn og stór og mjög við of, mun þó ei reiðast drottinn vór. – Hýr gleður hug minn. Mjög leikur nú við manninn ört hið mæta drottins lán. En þó með því að illt sé gjört og aukin smán, af því magnast syndin svört. – Hýr gleður hug minn. Vond öldrykkjan veldur oft að vináttan forgár öll, sundurþykkja er senn á loft og sárleg föll. Sumum fer það heldur gróft. – Hýr gleður hug minn. En þegar dánumenn drekka vel, sem drjúgum oft hefir skeð, þá vex af ölinu vináttuþel og virðing með. Veislu góða eg svoddan tel. – Hýr gleður hug minn. Gott er að drekka það góða öl, gleður það mannsins líf, meðan að enginn bruggar böl né byrjar kíf og bróðurleg elska ei líður kvöl. – Hýr gleður hug minn. Þessar vísur séra Ólafs held ég geti verið gott vegarnesti þeim sem skella sér út á lífið á föstudagskvöldi. Kveðja, Bersinn.“ pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af brag og öldrykkju Kynlaust og litblint fólk Um helgina gefst einstakt tækifæri til að setja sig vel inn í jafnréttisumræðuna og hafa loks á takteinum fleyg orð feminista. Á morg- un verður nefnilega haldin ráðstefna Fem- inistafélags Íslands, Kynlaus og litblind, í Rúgbrauðsgerðinni en efni hennar er jafn- réttið og margbreytileikinn. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra og þar kemur fram fólk úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt að vera virkt í einhvers kon- ar jafnréttisbaráttu út frá kyni, kynhneigð, uppruna eða fötlun. Meðal þess sem er á dag- skránni má nefna athyglisverða vinnustofu sem ber yfirskriftina „Hvítur, gagnkyn- hneigður, innfæddur karlmaður – hverju á hann að berjast fyrir?“ og er í höndum Gísla Hrafns Atlasonar og Viðars Þorsteinssonar. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Taktu á móti vetri Fyrsti vetrardagurinn er á morgun og því ærin ástæða til að taka vel á móti vetri kon- ungi, hálft í hvoru til að hafa hann góðan. Og hvar fer betur á því en úti í náttúrunni? Oft eru hæg heimatökin hjá þeim sem búa svo vel að hafa náttúruna allt um kring en hinir þurfa kannski að tölta örlítið lengra, og þá helst út fyrir malbikaðar og skipulagðar slóðir. Náttfatapartí hjá Sinfóníunni Fyrstu tónleikar vetrarins í fjölskyldu- tónleikaröðinni Tónsprotanum hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands verða haldnir í Há- skólabíói á morgun. Yfirskrift tónleikanna er náttfatapartí enda næturtónlist af ýmsum toga í hávegum höfð. Hljómsveit og stjórnendur verða í náttfötunum og áhorfendur eru líka hvattir til þess arna og bangsar og brúður fá ókeypis inn í fylgd með börnum! Rafmagnslaust á Eyrarbakka Í október og nóvember eru rafmagnslausir dagar í Rauða húsinu á Eyrarbakka og í kvöld spilar Eyjólfur Kristjánsson einn með gít- arinn. Tilvalið fyrir Árnesinga og nærsveita- menn í austri og vestri að skella sér – að líta Rauða húsið sjálft augum er svo algjör bónus. Liggur lífið við? Nú er tími til kominn að fríska upp á andann með innblæstri frá sprækum háskólanemum. Annað kvöld frumsýnir Stúdentaleikhúsið al- varlega skrifstofufarsann Lífið liggur við í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur en hún endur- skrifaði leikritið í samvinnu við Stúdentaleik- húsið. Sýningin hefst kl. 20. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.