Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRISTÍN S. Kvaran, kaupmaður og fyrrv. alþingismaður, er lát- in. Kristín fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Foreldrar henn- ar voru Stefán Guð- mundsson og Guðrún Benediktsdóttir. Fyrri maður Kristín- ar er Ólafur Engil- bertsson. Þau skildu. Eftirlifandi eiginmað- ur Kristínar er Einar B. Kvaran. Kristín stundaði nám í Fósturskóla Íslands 1973–1976 og fluttist síðan til Noregs með fjöl- skyldu sína til að nema við Barne- vernsakademiet í Osló á árunum 1977–1978. Kristín átti sæti í stjórn Fóstrufélags Íslands frá 1978 og var formaður þess um skeið. Hún var for- stöðumaður dagvistarheimila hjá Reykjavíkurborg 1976–1977 og 1980– 1981 og hjá Hafnarfjarðarbæ 1982– 1983. Hún var einnig um tíma kennari í hagnýtri uppeldisfræði við Fóstur- skóla Íslands. Kristín sat á Alþingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna og síðar Sjálfstæðisflokkinn á ár- unum 1983–1987. Hún var formaður Neytenda- félags Reykjavíkur og nágrennis árin 1986— 1988. Kristín stofnaði og gaf út bæjarblað í Garða- bæ 1987–1990, Blaðið okkar, og var ritstjóri þess. Hún vann einnig við Ríkissjónvarpið og Stöð 2 að sjónvarpsþáttum um neytendamál og um- ræðuþáttum á árunum 1988–1990. Hún sat í stjórn Norræna félagsins í Garðabæ frá 1987–1999, var formað- ur Norræna félagsins 1997–1999 og formaður sambands Norrænu félag- anna á Norðurlöndum 1998–1999. Kristín gerðist kaupmaður og heild- sali árið 1990 ásamt Einari manni sín- um. Þau stofnuðu árið 2002 kvenfata- verslunina Feminin Fashion sem er í Bæjarlind í Kópavogi. Kristín lætur eftir sig þrjár dætur. Andlát Kristín S. Kvaran Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is Þinn draumur ...okkar veruleiki X E IN N IX 0 7 10 0 23 Í TILEFNI af alþjóðadegi psoriasissjúklinga í gær efndu SPOEX, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga, til baráttugöngu frá Hlemmi og niður að Lækjatorgi. Þótt kalt hafi verið í veðri skiptist göngufólk á um að ganga í stuttermabol til þess að undirstrika að það væri sýnilegt þrátt fyrir útbrotin á húðinni, að því er segir í tilkynningu. Með göngunni vakti það einnig athygli á Rannsókn- arsjóði SPOEX en ætlunin er að safna í hann fimm milljónum króna. Á Íslandi eru 6–9 þúsund manns með psoriasis og enn fleiri með exem. Að sögn Valgerðar Auðunsdóttur, formanns SPOEX, þurfa samtökin enn að berjast gegn fordómum gagnvart fólki með húð- sjúkdóma. Valgerður sést lengst til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/Ómar Baráttuganga á psoriasisdegi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ELEA Network, sem er íslenskt hugbúnaðarfyr- irtæki, er að íhuga hvort það muni stefna ís- lenska ríkinu fyrir brot á samkeppnislögum en fyrirtækið telur að þróun Hagstofunnar og Seðlabanka Íslands á tölvukerfum, sem eru sam- bærileg við það kerfi sem Elea hefur lokið við, feli í sér brot á samkeppnislögum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valdimar Kristjánsson, tæknistjóri Elea Network, að ríkið stundaði gríðarlega umfangsmikla hugbúnað- arþróun sem færi fram í ýmsum ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. Þessi ríkisrekni hugbúnað- ariðnaður væri umfangsmeiri en sá einkarekni. „Ef þeir ætla að stunda hugbúnaðarþróun þá ættu þeir að sjálfsögðu að stofna hugbúnað- arþróunarráðuneyti og setja á laggirnar stofnun sem gerði ekkert annað,“ sagði Valdimar. Í stað- inn færi þróunin fram vítt og breitt innan op- inbera kerfisins með tilheyrandi óhagræði. Kerf- ið sem Elea Networks hefur hannað er sérhæft fyrir hagstofur og seðlabanka. Um þrjú ár eru síðan kerfið var tilbúið en enn hefur hvorki Hag- stofan né Seðlabankinn fest á því kaup. Valdimar sagði engan vafa leika á því að kerfi Elea hefði yfirburði yfir innanhússkerfi þessara stofnana. Þá væri það í hæsta máta óeðlilegt að eftir kynn- ingarfundi með Elea hefðu þessar stofnanir ítrekað auglýst eftir forriturum til að vinna að smíði sambærilegra tölvukerfa. Spurður um hugsanlegar ástæður fyrir því að ríkið vildi frekar smíða sín eigin kerfi, sagði Valdimar að það væri ódýrara, til skemmri tíma litið. Ríkið slyppi við að greiða virðisaukaskatt af tölvukerfunum auk þess sem ríkið greiddi lægri laun en einkageirinn. Það væri á hinn bóginn ljóst að tölvukerfi ríkisins væru lakari og ríkið gæti ekki selt tölvukerfin sem það smíðaði á frjálsum markaði. Framlegðin af vinnunni við kerfin væri því mun lægri en hjá einkafyrirtækj- um sem gætu haldið áfram að þróa sín tölvukerfi, selt þau á frjálsum markaði innanlands sem utan og þar með skapað meiri tekjur og fleiri störf. Þá væru stjórnendur hjá ríkinu almennt vankunn- andi í tölvumálum. Þeir yrðu því að treysta á tæknimenn sína en tæknimennirnir hefðu sjálfir hagsmuni af því að verkin væru unnin innanhúss. Hugbúnaðarráðuneyti?  Elea Network gagnrýnir harðlega umfangsmikla hugbúnaðargerð ríkisstofnana  Íhugar að kæra Hagstofuna og Seðlabankann til Samkeppniseftirlitsins Í HNOTSKURN » Elea Network hefur hannað hugbúnaðsem er sérhæfður fyrir hagstofur og seðlabanka. » Tæknistjóri Elea gagnrýnir HagstofuÍslands harkalega fyrir að leggja fé í að hanna eigin hugbúnað enda sé hugbún- aðargerð ekki í verkahring hennar. » Ríkið eigi ekki að framleiða hugbúnaðí samkeppni við einkageirann. TVEGGJA ára barn var í framsæti bíls sem lögreglan stöðvaði í Kópa- vogi um helgina. Barnið var í ör- yggisbelti en barnabílstóll eða ámóta öryggisbúnaður var hvergi sjáanlegur. Í tilkynningu frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu seg- ir að þetta hugsunarleysi öku- mannsins, þrítugs karlmanns, sé með ólíkindum. 51 umferðaróhapp Um helgina var ellefu ökumönn- um á höfuðborgarsvæðinu gert að hætta akstri en þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðl- ast ökuréttindi. Tveir þeirra reyndu að villa á sér heimildir. Annar gaf upp nafn bróður síns en lögreglan sá við þessum lygum. Fimmtíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt um helgina. Sjö þeirra má rekja til ölvunaraksturs og eitt til aksturs undir áhrifum fíkniefna. Um helgina hafði lögregla afskipti af 29 körlum og einni konu fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Langflestir voru á milli 20 og 30 ára gamlir. Tveggja ára barn í framsætinu 30 teknir fyrir brot gegn samþykkt ICELANDAIR hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli Ís- lands og Toronto í Kanada 2. maí 2008 og flug til Halifax hefst á ný 21. apríl. Icelandair skoðaði möguleika á að fljúga jafnframt til annarra kanadískra borga en ekki verður af því á næsta ári, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Flugið milli Íslands og Toronto verður allt árið. Yfir sumarmán- uðina verður flogið fimm sinnum í viku eða alla daga nema fimmtudaga og laugardaga, en færri flug verða yfir vetrartím- ann. Flugið til Halifax verður sem fyrr þrisvar í viku yfir sum- artímann. Icelandair hefur skoðað mögu- leika á flugi til kanadísku borg- anna Montreal, Winnipeg, Ottawa og St. John’s á Nýfundnalandi, en Guðjón segir að ekki verði flogið til þeirra á næsta ári. Hefja flug til Toronto í byrjun maí HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem teng- ist starfsmannaleigunni NCL og GT verktökum. Hann sæti far- banni til 6. nóvember nk. Í greinargerð ríkislög- reglustjóra kemur fram að mað- urinn sé m.a. grunaður um að hafa boðið starfsmönnum fyr- irtækjanna fé ef þeir færu úr landi og gæfu ekki skýrslur hjá lögreglu. Einnig segir að rök- studdur grunur sé fyrir því að manninn eigi að senda úr landi, en félagi hans hafi áður yfirgefið landið í flýti – daginn eftir að kæra vegna meintra hótana barst lögreglu. Maðurinn sá m.a. um að af- henda starfsmönnum laun og láta þá kvitta fyrir móttöku þeirra. Í farbanni til 6. nóvember LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu stöðvaði 14 ökumenn fyrir ölvunarakstur. Þrír voru stöðvaðir á föstudagskvöld, fimm á laugardag og sex á sunnudag. Ellefu voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Þetta voru ellefu karl- ar á aldrinum 20-45 ára og þrjár konur. Þá voru þrír karlar, 19, 28 og 33 ára, teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ en í bíl þess yngsta og á honum sjálfum fund- ust ætluð fíkniefni, að því er seg- ir í tilkynningu frá lögreglunni. Um helgina hafði lögregla af- skipti af 29 körlum og einni konu fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Langflestir voru á milli 20 og 30 ára gamlir. Tóku 14 ölv- aða ökumenn ÖKUMAÐUR sem lögreglan á Seyðisfirði stöðvaði fyrir of hrað- an akstur á þjóðvegi 1 aðfaranótt laugardags sló hraðamet, sam- kvæmt upplýsingum frá embætt- inu. Bifreið mannsins mældist á 186 km hraða sem er mesti öku- hraði sem mælst hefur hjá emb- ættinu, en sá mesti fram að því var 159 km og mældist fyrir nokkrum árum. Ökumaðurinn var sviptur öku- réttindum til þriggja mánaða á staðnum og má búast við sekt. Slá hraðamet á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.