Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RANNSÓKNASJÓÐI Öldrunarráðs Íslands óx ásmegin í gær en þá af- hentu stjórnendur Kaupþings hon- um tvær milljónir króna, Grund lagði fram aðrar tvær milljónir og Öldrunarráð Íslands lagði loks fram eina milljón í minningu Gísla Sigurbjörnssonar. Gísli var for- stjóri Grundar í 60 ár en hann átti frumkvæði að stofnun sjóðsins. Höfuðstóll öldrunarsjóðsins var tæpar fjórar milljónir og munar því mikið um þessi framlög, hann er nú kominn í nær níu milljónir alls. Efnt var til móttöku á Grund í tilefni af 85 ára afmæli stofn- unarinnar og þess að Gísli hefði orðið 100 ára í gær. Tveir styrkir voru veittir úr sjóðnum í gær og var það Gísli Páll Pálsson, formaður Öldr- unarráðs Íslands, sem afhenti þá eftir að hafa tekið við áðurnefnd- um framlögum. Lovísa A. Jóns- dóttir, meistaranemi og hjúkr- unarfræðingur, fékk tæplega 300 þúsund krónur en rannsókn henn- ar fjallar um reynslu aldraðra sem bíða á bráðadeild sjúkrahúss eftir framtíðarúrræði þrátt fyrir að hafa lokið meðferð. Hinn styrkinn, sem einnig var tæplega 300 þúsund krónur, hlaut Sigþrúður Ingimundardóttir, meistaranemi og hjúkrunarfræð- ingur, sem rannsakar hvaða áhrif ljós og birta hafa á heilsu og vel- líðan aldraðra. Morgunblaðið/Sverrir Fagnað Afmæli Grundar var fagnað í gær. Á myndinni sést Magnús Sveins- son ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú en forsetahjónin mættu í veisluna. Styrkja öldrunarrannsóknir LANGRÆÐSLAN og Háskóli Ís- lands hafa undirritað viljayfirlýs- ingu um að efla rannsóknir og sam- starf þessara stofnana. Háskólinn hyggst koma á fót fræðasetri í Gunnarsholti því hann stefnir að því að útvíkka fræðasetur sitt á Reykjum í Ölfusi, þannig að það verði rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi með þremur starfstöðvum; að Reykjum í Hveragerði eins og nú er, á Selfossi auk Gunnarsholts. Landgræðslan mun láta Háskólanum í té húsnæði auk rannsókna- og skrifstofuað- stöðu í Gunnarsholti auk sérfræði- starfsfólks. Markmiðið er að nýta sérstakar aðstæður á Suðurlandi til rannsókna á ýmsum fræðasviðum m.a. á sviði skipulagsfræða, land- fræði, líffræði, umhverfisfræði, jarðfræði, félagsfræði, o.s.frv. Há- skóli Íslands mun stuðla að því að nemendur eigi þess kost að vinna að ofangreindum fræðasviðum á Suðurlandi og geti nýtt sér þá að- stöðu sem í boði er í Gunnarsholti. Ljósmynd/Jón Ragnar Björnsson Undirskrift Sveinn Runólfsson og Rögnvaldur Ólafsson hjá HÍ. Fræðasetur í Gunnarsholti SAMVINNUFÉLAGIÐ Auðhumla, hefur opnað nýja upplýsingaveitu á vefnum. Á slóðinni www.aud- humla.is, má finna á einum stað allar helstu upplýs- ingar um mjólkurframleiðslu, s.s. gæða- og verðlags- mál, þjónustu við framleiðendur, margvíslegar leiðbeiningar og fleira. Á vefnum birtast einnig fréttir um hvaðeina sem varðar framleiðslu mjólkur, greinar sem tengjast mjólkurframleiðslu á einn eða annan hátt og margháttaða tölfræði sem tengist greininni. Til þessa hafa mjólkurbændur haft aðgang að innri vefum afurðastöðvanna. Nú er búið að sameina þá vefi í einn, Bændavefinn og er innangengt á hann af vef Auðhumlu. Þar geta framleiðendur mjólkur skoðað allar upplýsingar vegna innlagðrar mjólkur, s.s. gæðaniðurstöður, flokkun mjólkur og greiðslur. Auglýsingastofan Hvíta húsið sá um hönnun og uppsetningu á vefnum, og var hann opnaður formlega sl. föstudag. Vefur um mjólkurframleiðslu ENDURSKOÐUÐ fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 23. október sl. Niðurstöðutölur í rekstri og fjárfestingum eru í sam- ræmi við upphaflega fjárhags- áætlun. Gert er ráð fyrir að bæj- arsjóður skili um 2,1 milljarði króna í rekstrarafgang, segir í frétt frá Kópavogsbæ. Helstu frávik eru hækkun heild- artekna um 480 milljónir króna, þar sem munar mest um hærri út- svarstekjur, en rekstrarnið- urstaðan er engu að síður svipuð vegna hækkunar gjalda, einkum á sviði fræðslumála, félagsþjónustu og samgangna. Endurskoðaða fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 má finna á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is (stjórnsýsla/ fjárhagsáætlanir/ársskýrslur). Rekstrarafgangur HARALDUR Sigurðsson, prófessor við University of Rhode Island, Bandaríkjunum, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu mið- vikudaginn 31. október kl. 20. Fyrirlesturinn nefnir hann: Stór- gos á bronsöld í Miðjarðarhafi og áhrif þess. Haraldur Sigurðsson hefur starf- að við eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár víðs vegar um heim, en hefur unnið lengst af sem prófessor við Graduate School of Oceanog- raphy við University of Rhode Isl- and í Bandaríkjunum. Haraldur er einn af fremstu vísindamönnum heims á sínu sviði. Allir eru velkomnir. Kaffistofa Norræna hússins verð- ur opin að fundi loknum. Ræðir stórgos RANNSÓKNARNEFND flugslysa (RNF) hefur tekið til rannsóknar al- varlegt flugatvik sem vélin TF-JXF lenti í á Keflavíkurflugvelli aðfara- nótt sl. sunnudags. Samkvæmt upp- lýsingum frá nefndinni fékk áhöfn- in í aðflugi að Keflavíkurflugvelli veðurupplýsingar í Keflavík ásamt bremsuskilyrðum fyrir flugbraut 02 og voru þá bremsuskilyrði upp- gefin sem góð með ís á stöku stað. „Í lendingarbruni varð áhöfnin vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og þeir bjuggust við. Áhöfnin reyndi að hægja á flugvél- inni með beitingu knývenda og há- marks handvirkri hemlun. Þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann beygði flugstjórinn flugvélinni til vinstri af flugbraut 02 og yfir á ak- braut N-4 sem liggur þvert á enda flugbrautarinnar. Þar skreið flug- vélin til í hálku og hafnaði með hægri aðalhjól og nefhjól utan ak- brauta,“ eins og segir á vef RNF. Skoða þarf verklag við bremsumælingar Að sögn Braga Baldurssonar, hjá RNF og stjórnanda rannsóknar- innar, hefur nefndin þegar tekið flugmennina í viðtal, nefndin mun hlusta á upptökur úr flugturninum, þ.e. samskipti flugumferðarstjóra og flugmanna og síðar er ráðgert að hægt verði að láta lesa af flugrit- anum. Meðal þeirra upplýsinga sem þá fáist fram séu hvernig aðflugi og lendingu flugvélarinnar hafi verið háttað, t.d. hvar vélin hafi nákvæm- lega lent á flugbrautinni og á hversu miklum hraða. „Síðan eigum við eftir að skoða verklag við bremsumælingar, þ.e. hvernig þær eru nákvæmlega fram- kvæmdar, en það er skilgreint eftir ákveðnum alþjóðlegum stöðlum,“ segir Bragi. Aðspurður segir hann bremsu- mælingar, sem ætlað er að mæla hver bremsuskilyrði á flugbraut eru, framkvæmdar með tæki sem keyrt sé eftir flugbrautinni. „Flug- brautinni er skipt í þrjá hluta og á hverjum þriðjungi kemur út með- altala, en þessar tölur eru síðan notaðar til upplýsinga fyrir flug- menn. Við vitum að bremsu- skilyrðin á síðasta þriðjungi flug- brautar voru verri en á þeim tveim fyrri.“ Að sögn Braga getur ísing á flug- braut myndast óhemjuhratt við ákveðin veðurskilyrði, þ.e. þegar hitinn er rétt um 0 gráður, plús eða mínus ein gráða. Þannig voru ein- mitt veðuraðstæður aðfaranótt sunnudags þegar vélinni hlekktist á í lendingu. „Skilyrðin eru mjög fljót að breytast, því það getur verið al- gjör hláka á brautinni og aðeins nokkrum mínútum seinna er komið gler. Við þessi skilyrði getur verið mjög erfitt að meta aðstæður.“ Spurður hvernig þá sé hægt að meta og mæla bremsuskilyrði svar- ar Bragi: „Það er í raun eitthvað sem menn eru að vinna í og miklar rannsóknir hafa farið fram í á al- þjóðavísu.“ Aðspurður hvenær von sé á nið- urstöðum rannsóknarinnar segist Bragi ekki gera ráð fyrir að skýrsl- an komi út í ár. Segir hann senni- legast að hún komi út seinni part næsta árs. Hins vegar megi gera ráð fyrir að frumniðurstöður sem og þær úrbætur sem nefndin leggi hugsanlega til liggi fyrir nokkru fyrr og verður þá, að sögn Braga, fundað með viðkomandi aðilum. Í tilkynningu frá flugfélaginu JetX ehf. segir Sighvatur Bjarna- son, aðstoðarflugrekstrarstjóri JetX ehf. að lending vélarinnar hafi verið með eðlilegum hætti. „En við lok lendingarbruns varð áhöfninni ljóst að bremsuskilyrði voru alger- lega ófullnægjandi og önnur en samkvæmt upplýsingum frá flug- turni. Skilyrðin voru með þeim hætti að klakabrynja huldi aksturs- svæðið og við þessar aðstæður reyndist erfitt að hafa eðlilega stjórn á hraða vélarinnar,“ segir í tilkynningunni. Hreinsun jafn góð og áður „Við erum að fara yfir atvikið með Rannsóknarnefnd flugslysa. Þannig að við tjáum okkur ekki um málið fyrr en eitthvað haldbært liggur fyrir,“ segir Friðþór Eydal, fulltrúi hjá flugmálastjórn á Kefla- víkurflugvelli. Spurður hvort hreinsun flugbrauta og hálkuvarnir séu sambærilegar nú við það sem var þegar Varnarliðið hafði umsjón með þeim svarar Friðþór því ját- andi. Bendir hann á að braut- arhreinsunardeild flugmála- stjórnar Keflavíkurflugvallar sé nú betur mönnuð en á síðustu miss- erum sem Varnarliðið sá um braut- arhreinsunina. „Þrátt fyrir fækkun þeirra þá fór afkastageta og að- stæður á flugvellinum aldrei niður fyrir ásættanleg mörk. Menn voru bara svo góðu vanir svo lengi, því hér störfuðu orrustuþotur sem þurfti að hafa sérstaka nærgætni gagnvart,“ segir Friðþór. Alvarlegt flugatvik á Keflavíkurflugvelli rannsakað Telja hálku um að kenna                          !" #! $ !%    !%"  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.