Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÚSSAR OG NÁGRANNAR Forsætisráðherrar Norður-landanna og Eystrasaltsríkj-anna ræddu samskiptin við Rússland á fundi í Osló í gærkvöldi. Þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöður þeirra viðræðna er þó ljóst að fullt til- efni er til að forráðamenn þessara ríkja taki samskiptin við Rússland til umræðu sín í milli enda eiga öll þessi ríki margvíslegra hagsmuna að gæta af vinsamlegum og jákvæðum sam- skiptum við þennan öfluga nágranna í austri. Á nokkrum misserum hefur orðið mikil breyting á stöðu Rússlands á al- þjóðavettvangi. Rússar hafa komið fram á sjónarsviðið á ný sem stórveldi, sem krefst þess að eftir því verði tek- ið. Þótt ekki sé saman að jafna Rúss- landi nútímans og Sovétríkjum kalda- stríðsáranna fer þó ekki á milli mála, að taka verður tillit til Rússa. Eystrasaltsríkin eiga mikilla hags- muna að gæta í samskiptum við Rússa. Þau geta ekki látið Rússa kúga sig beint eða óbeint og eru auðvitað í miklu sterkari stöðu nú en þau voru fyrr á tíð. En þau hafa líka hagsmuni af vinsamlegum samskiptum við Rússa. Finnar eru komnir út af áhrifasvæði Rússa en engu að síður eru það hags- munir þeirra að eiga jákvæð sam- skipti við þá. Hið sama á við um aðrar Norður- landaþjóðir og þá ekki sízt Norðmenn en sú var tíðin að Rauði herinn og her- sveitir Norðmanna með stuðningi Atl- antshafsbandalagsins og Bandaríkj- anna stóðu gráir fyrir járnum á landamærum Noregs og Sovétríkj- anna. Við Íslendingar höfum líka hags- muni af góðum samskiptum við Rússa og deilum með þeim áhuga á því, sem gerist á Norður-Atlantshafi á milli Noregs og Íslands. Spurningin er hins vegar hvernig Rússar skilja vinsamleg og jákvæð samskipti við þessar smáþjóðir á landamærum þeirra. Felast þau sam- skipti í jafnræði á milli þessara ná- granna eða freistast Rússar til að beita því bolmagni, sem þeir hafa, til þess að leggja óþægilegan þrýsting á þessar þjóðir. Af þessum ástæðum er mikilvægt að forsætisráðherrar Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna ræði þessi mál sín í milli. Í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Helsinki er mikil þekking til á rússneskum mál- efnum og tengsl frá fyrri tíð. Það ætti að auðvelda nágrannaríkjunum að skilja hvað um er að vera í Moskvu. Gorbastjov, fyrrum leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, hafði uppi tölu- vert sannfærandi málflutning í viðtali við danska sjónvarpsstöð í fyrrakvöld, þegar hann varði og skýrði stefnu Pútíns með því risavaxna verkefni, sem Pútín hefði staðið frammi fyrir, þegar hann tók við völdum í Rússlandi um leið og hann viðurkenndi að ýmis mistök hefðu verið gerð á síðustu ár- um. Skilningur og þekking skiptir mestu í þessum samskiptum. FRAMKVÆMDAGLEÐI OG FÚSK Mikill hraði er í framkvæmdum áÍslandi um þessar mundir og rísa heil hverfi á nokkrum árum. Þrátt fyrir aukið framboð á íbúðar- húsnæði hefur íbúðarverð hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og mun hraðar en kostnaðurinn við að reisa hús. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir verktaka. Framkvæmdahraðinn á sér dökkar hliðar og þær hafa komið fram í Morgunblaðinu á undanförnum dög- um. Í haustrigningunum „rignir gallamálum“ hjá Húseigendafélag- inu, svo vitnað sé til orða Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns fé- lagsins, í Morgunblaðinu fyrir helgi. Í frétt blaðsins segir Gylfi Gísla- son, framkvæmdastjóri JÁ verks ehf., að menn séu almennt sammála um að byggingarhraðinn sé orðinn óraunhæfur: „Það er alltaf verið að ganga út á ystu nöf með að steypa sé orðin nógu hörð þegar hitt eða þetta er gert.“ Ef húsnæði er reist svo hratt að ekki vinnst tími til þess að ganga al- mennilega frá er komið í óefni. Það er segin saga að mál af þessu tagi bitna verst á neytandanum. Eigendur hús- næðis eiga sérlega erfitt með að sækja rétt sinn og það getur kostað mikinn tíma og peninga að fá gert við húsnæði eða tjón bætt þegar eitthvað fer úrskeiðis. Eigendur eru líka í sér- lega slæmri stöðu vegna þess að með því að kvarta og sækja rétt sinn geta þeir einfaldlega verið að rýra verð- mæti húsnæðis, sem keypt hefur ver- ið dýrum dómum. Það er vitaskuld slæmt ef verk- kaupar og verktakar þurfa ekki að gjalda fyrir slæleg vinnubrögð. Ef ábyrgðin er ekki skýr og afleiðing- arnar afgerandi verður freistandi að stytta sér leið. Eftirlit með framkvæmdum þarf að vera í lagi. Í Morgunblaðinu á laug- ardag kom fram að iðulega slepptu menn lögbundinni lokaúttekt, sem gera skal á húsum með tilliti til ör- yggis og heilsu fólks. Oft sé hún ekki gerð fyrr en kvartanir taki að berast. Það er óþolandi fyrir einstaklinga, sem rétt hafa lagt í mestu fjárfest- ingu ævinnar, að uppgötva að nýja húsnæðið heldur ekki vatni. Það kost- ar ekki bara ergelsi, heldur tíma og peninga. Þá er sá tími, sem sparaðist við að hraða framkvæmdum, fljótur að hverfa. Spurningin er hins vegar hvernig best er að veita þeim, sem standa í og bera ábyrgð á fram- kvæmdum, viðunandi aðhald. Verður það gert með sektum? Hvernig á að tryggja að fúskararnir haldi ekki áfram að byggja og vinnubrögð þeirra bitni ekki á fleirum? Í liðinni viku var tilkynnt að skera ætti upp herör í þágu neytenda. Þeir þurfa einnig vernd á húnæðismarkaði og tryggingu fyrir því að réttur þeirra sé ekki bara orð á blaði heldur raun- verulegur og auðsóttur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ó skir Verne Holding, sem sýnt hefur ein- dreginn vilja til að setja hér upp net- þjónabú, vógu þyngst í þeirri ákvörðun Farice að leggja frekar Danice-fjarskiptastrenginn en að semja við Hibernia Atlantic um afnot af fjarskiptastreng þeirra sem ætlunin er að leggja til Ír- lands. Þetta segir Steinn Logi Björnsson, en hann er bæði stjórn- arformaður Eignarhaldsfélagsins Farice (E-Farice) og Farice. Fyr- irtækið á nú fjarskiptastreng sem liggur frá Seyðisfirði, um Fær- eyjar, og til Danmerkur. Farice er í 80% eigu Íslendinga og 20% eru í eigu Færeyinga. Þrír stærstu ís- lensku hluthafarnir, þ.e. íslenska ríkið, Síminn og Vodafone, hafa stofnað E-Farice um sinn hlut. Ís- lenska ríkið er stærst og á yfir helming, Síminn á rúman þriðjung og Vodafone töluvert minna í E- Farice. Verne Holding kemur til sögunnar Steinn Logi kvaðst hafa komið að stjórn Farice í byrjun þessa árs. Þá var hafinn undirbúningur að lagningu annars sæstrengsins í eigu félagsins. Steinn Logi sagði það hafa legið fyrir frá því að fyrsti strengurinn var lagður að leggja þyrfti annan streng, m.a. vegna rekstraröryggis. Þegar undirbún- ingur hófst að lagningu nýja strengsins voru framtíðarhorfur og þarfir íslenska fjarskiptamark- aðarins lagðar til grundvallar. Á liðnu vori var síðan byrjað að ræða um möguleika á rekstri netþjóna- búa hér á landi. Sagði Steinn Logi að m.a. hefðu komið hingað menn til viðræðna og verið haldnir fundir um þau mál. Hann sagði að þá hefði orðið ljóst að kröfurnar sem gerðar höfðu verið varðandi nýja sæstrenginn myndu breytast. Margir hefðu sýnt því áhuga að tekið yrði tillit til þessara breyttu þarfa til þess að hægt yrði að þjóna þörfum mögulegra netþjónabúa. Steinn Logi sagði að í þessu ferli hefði m.a. verið skoðað samstarf við Hibernia Atlantic um afnot af sæstreng sem þeir ráðgera að leggja milli Íslands og Írlands og látið reyna á hvort það gæti geng- ið. Hann sagði að þeir hefðu verið verið komnar langt. Hann sag staðið hefði á fimm milljón do tryggingu Hibernia fyrir lagn strengs, sem Farice setti skil um til að tryggja það að af lag ingu strengsins yrði, og að hú hefði ekki enn verið komin þe ákveðið var að hætta viðræðu Hitt skilyrði Farice var að str urinn myndi fullnægja þörfum þjónabúanna. Það hefði ráðið miklu að Verne Holding tók þ ákveðnu afstöðu að vilja mikl frekar Danice-strenginn og þ hefðu sagt að Hibernia-stren urinn myndi ekki fullnægja þ þeirra. „Þetta eru mennirnir eru tilbúnir að fjárfesta í þess þeir segja það þá hljóta penin arnir þeirra að tala,“ sagði St Logi. Þegar greint var frá ákvör ríkisstjórnarinnar, sem fer m stærsta eignarhlutinn í Faric lagningu sæstrengs milli Ísla og Danmerkur nú í byrjun ok kom fram að nýi strengurinn myndi kosta um fimm milljar króna. Þá var jafnframt grein því að framlag ríkisins væri u milljónir en Landsvirkjun, Or veita Reykjavíkur og Hitavei Suðurnesja hefðu lýst áhuga koma að fjármögnuninni. Me myndu þau eignast meirihlut Farice ehf. sem rekur Farice strenginn. Báðir strengirnir, komnir „nokk- uð langt í því ferli“ með Bjarna Þor- varðarsyni, for- stjóra Hib- ernia. Þá hefði komið til sög- unnar fyr- irtækið Verne Holding, sem er í eigu Nova- tors og bandaríska áhættufjárfest- isins General Catalyst, og þeir lýst eindregnum áhuga á að setja hér upp netþjónabú. Steinn Logi sagði að vissulega hefðu ýmsir lýst áhuga á netþjónabúskap hér á landi og jafnvel hefðu þekkt vöru- merki verið nefnd í því sambandi en Verne Holding væri sá aðili sem hefði viljað ganga lengst allra í þessu og væri tilbúinn til þess að koma með fé og fjárfesta í þetta. Hann sagði að Verne Holding hefði lagt fram mjög ákveðna ósk um það, m.a. við ríkisstjórn Íslands og Farice, að nýi strengurinn yrði lagður til Danmerkur. Því hefði verið ákveðið að fara Danice- leiðina. Orkufyrirtækin að koma inn Steinn Logi sagði það rétt hjá Bjarna Þorvarðarsyni að alvar- legar viðræður hefðu farið fram á milli Farice og Hibernia og þær Stjórnarformenn Farice og Verne Holding telja sæstre ekki jafngóðan kost og fyrirhugaðan Danice-streng frá Óskir væntanlegs skiptavinar vógu þ        ! "#$   %&    *   & &      Steinn Logi Björnsson Verne Holding ehf. hyggstsetja upp netþjónabú, eðagagnaver, hér á landi að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar stjórnarformanns. Hann sagði að eigendur Verne Holding ehf., Novator og General Catalyst, væru meðal stærstu hluthafa í CCP þar sem Vilhjálmur er einn- ig stjórnarformaður. „Segja má að þessir aðilar hafi kynnst í CCP og að kynni Banda- ríkjamannanna í General Cata- lyst af íslenska markaðnum og tækifærum hér hafi orðið til þess að Verne Holding var stofnað,“ sagði Vilhjálmur. Undirbúningur að uppsetningu gagnavers hér á landi er kominn nokkuð á veg. Vilhjálmur sagði að samningur um sæstreng sem unnið er að sé stærsti áfanginn í verkefninu hingað til. Vonaðist Vilhjálmur til að gengið yrði frá samningnum mjög fljótlega. er stærsta internet-miðstöð ópu. Næst stærsta internet- miðstöð Evrópu er Amsterd Við teljum mun seljanlegra fara beint til Amsterdam me annan streng,“ sagði Vilhjál Meðal ástæðna nefnir hann anleika, flutningshraða og a gang að meginlandsmörk- uðunum. Hann sagði einnig óttast að ef eitthvað kæmi fy London eða þar í kring væru varaleiðir takmarkaðar. Bjarni Þorvarðarson, fors Hibernia, sagði í Morgunbla gær að þeir hefðu rætt við ý þekkt tölvufyrirtæki sem te að Hibernia-strengurinn my þjóna þeim vel, ef þau kysu setja upp netþjónabú hér á l „Við höfum t.d. einnig ræ bæði við Microsoft og Yahoo höfum fengið önnur skilabo hann,“ sagði Vilhjálmur. „Þ töldu ótvírætt betra að fara Hann sagði að málið hefði verið til ít- arlegrar skoð- unar frá því fyrr á þessu ári og hefur m.a. verið rætt við hugsanlega viðskiptavini gagnaversins. Vilhjálmur sagði að valkostir varðandi sæ- strengi hefðu verið skoðaðir mjög vel. „Við vissum að Hibernia var með hugmyndir um að fara til Ír- lands með streng og tengjast þar streng sem þeir eiga og liggur frá Dublin til Boston. Þegar við skoðuðum málið ofan í kjölinn sáum við að það var mun eft- irsóknarverðara að fara beint til meginlandsins. Við erum með Farice 1 sem fer til London sem Telja Danice betri kost en Vilhjálmur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.