Morgunblaðið - 30.10.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 30.10.2007, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E f að er gáð kemur í ljós að meginástæðan fyrir því að nokkrir ungir menn í Sjálf- stæðisflokknum – nánar tiltekið á hægri væng þess flokks – vilja leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum er sú að það er prinsippmál að ríkið hafi ekki vit fyrir fólki. Þetta hefur ekk- ert með aukið aðgengi að gera. Eins og margoft hefur verið bent á er aðgengið og úrvalið nú þegar harla gott og fátt bendir til að þetta tvennt muni í rauninni aukast þótt frumvarpið nái að verða að lögum. Setjum sem svo að frumvarpið hljóti samþykki. Næsta krafa ungu hægrimannanna verður þá auðvit- að sú að ÁTVR hætti að selja bjór og léttvín því að ríkið eigi ekki að vera í samkeppni við einkaaðila. Þetta er það sama og ungu hægri- postularnir hafa klifað á í sambandi við auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Þar með yrðu Bónus og Hagkaup einu verslanirnar í landinu sem gætu selt bjór og léttvín. Er líklegt að í Bónusi fengist jafn gott úrval og í ÁTVR? Svarið blasir við. Og þó, málið kannski ekki alveg svona einfalt. Vísast yrðu til sérverslanir sem selja myndu dýrari bjórtegundir og háklassaléttvín, en verðið í þessum verslunum yrði eflaust hærra en verðið á þessu áfengi er núna hjá ÁTVR, einfaldlega vegna þess að viðskiptavinir þessara verslana yrðu efnað fólk sem væri tilbúið að borga meira fyrir vöruna. Því myndu bjór- og léttvínskaupmenn einfaldlega hækka verðið. Með öðrum orðum, aðgengið myndi kannski aukast í heildina en fyrir meðaljóninn myndi úrvalið snarminnka. Fyrir efnamenn myndi úrvalið kannski aukast og áreiðanlega telja ungu hægripost- ularnir víst að þeir muni sjálfir verða í hópi þeirra sem hafa munu efni á þessu aukna úrvali. Þannig að það verður ekki nóg með að þeir geti valið úr meiru og keypt vínið sem þeim er sagt að sé gott, þeir fá þarna að auki enn eina leiðina til að skilja sig frá almúg- anum og stíga þrepi ofar í þeim eina þjóðfélagsvirðingarstiga sem þeir taka mark á; áberandi auðlegð. Æi, þetta er nú kannski ekki sanngjarnt. Það getur varla verið að mennirnir séu svona ofboðslega grunnhyggnir, jafnvel þótt þeir séu hægripostular. Þá er nú skárra að ímynda sér að það sem búi að baki sé, eins og fullyrt var hér í byrjun, einhverskonar prinsipp, eins og til dæmis það að ríkið eigi ekki að hafa vit fyrir fólki. Maður á sjálfur að sjá fótum sínum forráð, og geti maður það ekki á maður ekki að geta við annan sakast en sjálfan sig. Kannski er ég að því leytinu hægrisinnaður sjálfur að ég er al- veg til í að skrifa upp á þetta. En þá vandast nú málið. Vegna þess að ef nánar er að gáð og hugs- að lengra en nemur manns eigin nefi kemur í ljós að það er allt eins líklegt að sala bjórs og léttvíns í matvöruverslunum leiði til þess sem ég er alveg hjartanlega sam- mála ungu hægrimönnunum um að sé af hinu illa, það er að segja auk- innar skattheimtu. Ef rík- iseinkasala á áfengi kemur í veg fyrir að skattheimta aukist er ég henni enn meira hlynntur en ég hef hingað til verið, og var þó vart á bætandi fylgispekt mína við rík- iseinokun á áfengi. Lógíkin í þessu er með sem ein- földustum hætti einhvern veginn svona: Fyrsta forsenda: Afnám ríkisein- okunar á áfengissölu eykur aðgengi að áfengi (ef ekki úrvalið). Önnur forsenda: Aukið aðgengi að áfengi eykur almenna neyslu á því. Þriðja forsenda: Aukin almenn áfengisneysla eykur lýðheilsutjón af völdum áfengis. Fjórða forsenda: Aukið lýð- heilsutjón krefst aukinnar heil- brigðisþjónustu. Fimmta forsenda: Aukin heil- brigðisþjónusta kallar á aukin op- inber útgjöld til heilbrigðisþjón- ustu: Sjötta forsenda: Aukin opinber útgjöld (til heilbrigðisþjónustu) kalla á aukna skattheimtu. Niðurstaða: Afnám ríkisein- okunar á áfengissölu kallar á aukna skattheimtu. Hvað segja ungu hægripost- ularnir um þetta? Síðan hvenær hafa þeir verið fylgismenn auk- innar skattheimtu? Það skyldi þó ekki vera að þeim hefði yfirsést eitthvað? Kannski hafa þeir bara ekki hugsað málið nógu langt. Að minnsta kosti er mjög undarlegt að sjá unga menn í Sjálfstæð- isflokknum mæla fyrir laga- frumvarpi sem við nánari athugun mun vísast kalla á aukin opinber útgjöld og þar með aukna skatt- heimtu. (Ef bregðast á við þessari nið- urstöðu með því að krefjast einfald- lega afnáms ríkiseinokunar á heil- brigðisþjónustu, og þar með afnáms skattheimtu, má benda á að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum, sem er líklega það „frjálsasta“ í heimi er einnig það langdýrasta í heimi og jafnframt eitt það óskil- virkasta og versta). Til að forðast niðurstöðuna í rök- semdafærslunni hérna að ofan þarf að sýna fram á að einhver for- sendan sé röng. Fljótt á litið eru þrjár fyrstu forsendurnar einna grunsamlegastar en þó hafa að undanförnum bæði landlæknir og velferðarráð Reykjavíkur vísað til rannsókna er renna stoðum undir þær, þannig að líklega verður ekki hjá niðurstöðunni komist. Þannig greindi mbl.is frá því fyr- ir tíu dögum eða svo, að velferð- arráð hefði „vísað til þess að rann- sóknir í Svíþjóð, Finnlandi, Bandaríkjunum og Kanada sýni fram á margföldun á neyslu þegar aðgengi sé aukið með afnámi einka- sölu.“ Það er líklega helst þarna sem má reyna að höggva gat í lógíkina. Það má rífast um túlkanir á þess- um rannsóknum. En einfalda spurningin sem ekki hefur verið svarað er þessi: Hvers vegna er svona mikilvægt að afnema rík- iseinkasölu á áfengi og bjór þrátt fyrir að eindregnar vísbendingar séu um að það hafi slæmar afleið- ingar? Hugsað stutt »Hvað segja ungu hægripostularnir um þetta?Síðan hvenær hafa þeir verið fylgismenn auk- innar skattheimtu? Það skyldi þó ekki vera að þeim hefði yfirsést eitthvað? Kannski hafa þeir bara ekki hugsað málið nógu langt. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÞAÐ er tímanna tákn að Al Gore skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nób- els í ár og til marks um að loftslags- mál séu eitt af mikilvægustu við- fangsefnum samtímans. Á fundi Norðurlandaráðs 29. okt. til 1. nóv. verða þau í brennidepli. Til þess að takast á við loftslags- vandann er mikilvægt að gera mark- tækar áætlanir um að dregið verði úr orkunotkun og reynt að koma í veg fyrir hvers konar orkusóun. Marka þarf orkustefnu til framtíðar sem byggist á sjálfbærri nýtingu takmarkaðra orkulinda um leið og tryggt verður fjármagn til að þróa orkuframleiðslu úr sannanlega end- urnýjanlegum auðlindum. Það verð- ur þó ekki gert með því að auka raf- orkuframleiðslu með kjarnorku en kröfur um slíkt gerast nú háværari á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkj- unum. Um þessar mundir er unnið að fimmta kjarnorkuveri Finna, Olki- luoto 3, og drög lögð að fleiri kjarn- orkuverum þar. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að raforkuframleiðsla með kjarnorku verði veigamikill þáttur í orkustefnu Rússlands í framtíðinni, þaðan sem Finnland flytur inn mikið af rafmagni. Í ná- grenni Sankti Pétursborgar, Sos- novy Bor, eru starfræktir fimm kjarnakljúfar og Eystrasaltsríkin hafa þegar ákveðið að reisa nýtt kjarnorkuver við Ignalina í Litáen enda þótt kjarnorkuverinu sem er þar fyrir verði lokað skv. samn- ingum við ESB á árinu 2009. Þá eru uppi vangaveltur um það í Póllandi að til greina komi að Póverjar taki þátt í að reisa hið nýja Ignalina-ver, ellegar að smíða eigin kjarnorkuver. Heimildamynd Al Gores um lofts- lagsbreytingar nefnist „Óþægilegur sannleikur“. Það eru aftur á móti þægileg ósannindi að halda því fram að kjarnorka geti átt þátt í að leysa loftslagsvandann. Þægileg vegna þess að með því kemur orkugeirinn sér undan því að grípa til óvinsælla aðgerða til þess að draga úr núver- andi orkunotkun og hefðbundinni raforkuframleiðslu. Ósannindi vegna þess að kjarnorkuframleiðslu fylgir gríðarleg áhætta, svo sem við að flytja, geyma og eyða geislavirk- um úrgangi sem og við það eitt að starfrækja kjarnorkuver og með- höndla úran. Engin leið er að vernda öll kjarnorkuver með fullnægjandi hætti, koma í veg fyr- ir slys eða útiloka að þau verði fyrir árás- um og því telja and- stæðingar nýs Ignal- ina-vers að það, eins og önnur kjarn- orkuver, geti orðið skotmark hryðju- verkamanna. Að mati vinstri- græna flokkahópsins í Norðurlandaráði er hér um varhugaverða þróun að ræða. Það leiðir einnig af sjálfu sér að ef fjárfestingar aukast í kjarnorkuframleiðslu verður minna fé varið til orkuframleiðslu úr end- urnýjanlegum orkugjöfum. Nær væri að fara að vilja Greenpeace á Norðurlöndum, en samtökin hafa nýverið kynnt framtíðarsýn um sjálfbæra orkustefnu fyrir Norð- urlönd þar sem ekki verður þörf fyr- ir kjarnorkuna. Á fundi Norð- urlandaráðs í Ósló leggur vinstri-græni flokkahópurinn fram slíka tillögu og vonast eftir stuðningi þingmanna úr fleiri flokkum. Það er mikilvægt að ríkisstjórnir Norður- landanna tali skýrt og taki af öll tví- mæli um vilja sinn í þessum efnum. Ef takmarkið er í raun að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af orku- framleiðslu verður það einungis trú- verðugt án kjarnorkunnar. Virk loftslagsstefna byggist á heildstæðri nálgun í umhverfis- og orkumálum. Það leysir ekki vandann að stefnan verði geislavirk. Virk loftslagsstefna ekki geislavirk! Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa um loftslagsvandann » Það eru aftur á mótiþægileg ósannindi að halda því fram að kjarnorka geti átt þátt í að leysa loftslagsvand- ann. Steingrímur J. Sigfússon Höfundar eru fulltrúar á þingi Norð- urlandaráðs sem haldið er í Ósló 29.10.-1.11. Kolbrún Halldórsdóttir FYRIR níu árum skrifaði und- irritaður grein í Morgunblaðið, sem hét „Dulkauðalegur miðlægur glámbekkur“. Fjallaði greinin um fyrirtækið Íslensk erfðagreining og um miðlæga gagnagrunninn. Þá átti að breyta þekk- ingu í verðmæti. Nú eru gróðaöfl aftur komin í gang með dalalæðu í aug- um, sem líður með- fram fljótum landsins í morgunsárið, á með- an þjóðin sefur. Fé- gráðugir vargar eru enn á ferli í véum hennar. Það hefur lít- ið breyst. En nú svíf- ur holtaþokan líka yf- ir hverasvæðum landsins. Græðgin og gróðahyggj- an hefur náð nýjum hæðum. Sami maður og galaði upp gengi hluta- bréfa forðum, vekur mann nú við illan draum. Ég birti nú þessa grein lítið breytta. Hef aðeins skipt um ein- staka orð, aðallega breytt hug- tökum mannheima í hugtök steinaríkisins: Þjóðin er að vakna inn í nýja tíma og nýjan heim, undirheima orkunnar þar sem rætur fjallkon- unnar liggja og er jörð forfeðra okkar. Sumir eru vaknaðir, aðrir eru í svefnrofunum. Þó eru flestir enn sofandi. Og það sem verra er, margir vaka en láta sem þeir sofi og eru komnir á kreik í rökkrinu fyrir allar aldir. Kalt vatn rennur milli skinns og hörunds, þegar hugsað er til þess, hvernig keyra á dularfullan samruna REI og GGE án um- ræðu þeirra manna í þjóðfélag- inu, sem bera ábyrgð slíks gagn- vart þjóðinni. Þessi staðreynd vekur tortryggni og segir e.t.v. allt sem segja þarf. Áróður, sem síðan hefur verið rekinn í krafti peninga, magnar enn frekar þessa tilfinn- ingu. Maður í bleikri gæru fjármagnsins, líkur morgunroð- anum, talar eins og saklaus farandsali sem lofar gulli og grænum skógum. Glópagulli úr iðrum jarðar. Er verið að breyta þekkingu í blekkingu? Og blekk- ingu í verðmæti? Verðmætum í gróða fárra fjárfesta? Með dalalæðu í augum, blindaðir af fíkn í fé, frægð og frama, skrá þeir nafn sitt á blöð þessa Brekkukotsannáls. Sumir í sauðagærum. Berja á málið í gegn af þeim, sem halda þeir hafi vald á orku- sprotanum. Sá sem notar þann sprota sem barefli, er í sporum þess sem svívirðir svanna, og not- ar vopn sitt til að þjóna sömu lund. Hann er í sama flokki og giljagaurar Landsvirkjunar, sem spjallað hafa og limlest Fjallkon- una. Og þeir, sem blekkja þjóðina með fagurgala og loforðum um lífselexír, eru í sporum flagarans sem fíflar fljóð. Og orkan á að vera sjálfbær. Að orkan deyi aldrei, því að hún hvílir í jarð- grunni landsins, er kannski draumur þeirra svefndrukkinna sem fallið hafa fyrir hinu vís- indalega fagnaðarerindi. Draumur sem gæti orðið martröð. Ég hefi áhyggjur af andliti þjóðarinnar sem snýr að útlönd- um, ef samruni huglægs gróða og jarðlægrar orku verður slíkur sem þjófhyggjumenn vilja. Óþægilegt verður fyrir íslenska ráðamenn og vísindamenn að þinga með fé- lögum sínum á erlendri grundu í framtíðinni. Dulbúnir fjárfestar verða þá e.t.v. horfnir á braut með sinn skjótfengna gróða, og félagslegir sjóðir sitja þá kannski uppi með verðlaus hlutabréf, en þjóðin nakin og svívirt undir bleikum árroðanum, sem brosir blítt eins og í kvenlegu kastljósi. Fyrirtækin REI/GGE og jarð- grunnur landsins eru aðskilin mál. Eða hvað? Fyrirtækið hið besta mál? Eða hvað? Jarðlægi orku- bekkurinn setinn af gróðapungum hið versta mál! Ef fjárfestar fyr- irtækisins hafa í upphafi verið að kaupa jarðgrunninn, þá hefur þjóðin verið blekkt. Og Alþingi líka? Gang hægt undir jarðgrunnsins men. Dulbúinn jarðlægur orkubekkur Nú eru gróðaöfl aftur komin í gang með dalalæðu í augum, segir Sigurður V. Sigurjónsson » Sumir eru vaknaðir,aðrir eru í svefnrof- unum. Þó eru flestir enn sofandi. Og það sem verra er, margir vaka en láta sem þeir sofi og eru komnir á kreik í rökkr- inu fyrir allar aldir. Sigurður V. Sigurjónsson Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.