Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 19 DAVID Camer- on, leiðtogi breska Íhalds- flokksins, hefur sínar skoðanir á sumum styrkjum til listamanna en hann þótti kom- ast heldur óheppilega að orði hjá breska listráðinu nýlega. Mail On Sunday sagði, að Cam- eron hefði sagt, að vonandi færi enginn styrkur til „einfættra, lithá- ískra lesbía“ en sjálfur segist hann hafa talað um „einfætta, litháíska dansara“. Hvort sem er, þá hafa þessi orð vakið mikla reiði í Litháen og sendiherra landsins í Bretlandi hefur mótmælt þeim opinberlega. Litháar æfir Cameron David Cameron PAUL Warfield Tibbets Jr er látinn en hann var frægur fyrir að stjórna B-29-flugvélinni, sem varpaði kjarnorkusprengjunni á Hiroshima 6. ágúst 1945. Hún varð um 140.000 manns að bana. Hann var 92 ára. Fyrsta sprengjan ÞAÐ þótti bylting þegar rafrænu kortin leystu peningana af hólmi að mörgu leyti en nú eru þau á útleið líka. Í Chicago er nú hægt að kaupa bensín hjá Shell með fingraför- unum einum. Rafrænir fingur LÖGREGLAN í Lundúnum var í gær dæmd fyrir að hafa brotið gegn lögum þeg- ar Brasilíu- maðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn til bana í misgripum fyrir hryðjuverka- mann 22. júlí 2005. Fjölskylda Menezes er ósátt við dóminn og hyggst halda málinu áfram, en lögreglan var m.a. dæmd fyrir brot gegn öryggi þegnanna. Lögreglan sek Saklaus Jean Charles de Menezes BANDARÍSKUR almenningur er andvígur því að atvinnurekendur reki starfsfólk sem er reykinga- menn eða of þungir, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Aðeins fjórir af hundraði þeirra sem tóku þátt í könnun Harris Int- eractive, sem gerð var fyrir The Wall Street Journal, töldu réttlæt- anlegt að reka þá sem ekki vilja grennast, sjö af hundraði töldu rétt að reka þá sem ekki vildu hætta að reykja. Borið hefur á brottrekstri vegna hvors tveggja vestanhafs, jafnvel vegna reykinga utan vinnu. Þá hefur þeim fækkað verulega sem telja að þeir sem lifa óheil- brigðu lífi eigi að greiða hærri sjúkratryggingar, þeir eru 37 af hundraði nú en voru 53 af hundraði í fyrra. Styðja of feita og tóbaksfíkla MIKIL mengun fylgir skógareldi og nú hefur verið reiknað út, að 8,7 millj. t. af koltvísýringi hafi borist út í andrúmsloftið í eldinum í Kali- forníu, meira en frá öllum bílum og orkuverum í Bandaríkjunum. Eldarnir menga Til bo ði ð gi ld ir til 2. 11 .2 00 7 og a ðe in s v ið S m ár at or g. F yr irv ar i v ar ða nd i p re nt vil lu r o g vö ru fra m bo ð. 1.999,- AÐEINS 100 EINTÖK Í BOÐI. TILBOÐ: ÞÚ SPARA R 2.000 ,- 1.849,- AÐEINS 100 EINTÖK Í BOÐI. TILBOÐ: ÞÚ SPARA R 1.850 ,- 1.749,- AÐEINS 100 EINTÖK Í BOÐI. TILBOÐ: ÞÚ SPARA R 1.750,- 749,- AÐEINS 120 EINTÖK Í BOÐI. TILBOÐ: ÞÚ SPAR AR 750 ,- 8.999,- AÐEINS 30 EINTÖK Í BOÐI. TILBOÐ: ÞÚ SPARA R 9.000 ,- SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800 124658 BARBIE HÚS Á 3 HÆÐUM Með raunsæislegum hljóðum, mörgum herbergjum og stiga. Meira en 60 hlutir. Húsið er 90 sm hátt. Notar 3 C-rafhlöður og 2 E-rafhlöður. Venjulegt lágvöruverð er 17.999,- OPIÐ LENGIALLA DAGAVirka daga 10-19 Nema fi mmtudaga 10-21 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-18 222593 CUSTOM GARAGE Notar 2 E-rafhlöður. Margar gerðir í boði. Venjulegt lágvöruverð er 1.499,- 431279 DISNEY PRINSESS-KJÓLAR 4 stk. í tösku. Með Öskubusku-, Mjallhvítar-, Þyrnirósar- og fegurðardísarkjólum. Hárband við hvern kjól. Venjulegt lágvöruverð er 3.699,- 520824 TOY STORY RAFMAGNS BUZZ Með flugskeytum og handfall- byssu. Notar 3 C-rafhlöður. Venjulegt lágvöruverð er 3.499,- 531304 PONY HÁRSKERASETT Pony-fjölskylda sem samanstendur af 2 stórum smáhestum (30 sm), 2 folöldum (15 sm) og litlum smáhesti (10 sm). Með síðu tagli og faxi. Innifalið er hárskraut, límmiðar, greiða, bursti og hárþurrka. Notar 1 C-rafhlöðu. Venjulegt lágvöruverð er 3.999,- Bagdad. AP. | Mannfallið í röðum óbreyttra borgara og bandarískra hermanna í Írak virðist hafa minnk- að verulega í síðasta mánuði, sam- kvæmt samantekt fréttastofunnar Associated Press. Er þetta í sam- ræmi við aðrar vísbendingar um að dregið hafi úr blóðsúthellingunum í landinu. Í september létu að minnsta kosti 1.023 óbreyttir íraskir borgarar lífið, en í síðasta mánuði a.m.k. 875. Er þetta lægsta tala óbreyttra borgara sem fallið hafa á einum mánuði und- anfarið ár, en í október í fyrra féllu að minnsta kosti 1.216 manns. Tölurnar byggjast á upplýsingum frá lögreglunni, sjúkrahúsum, lík- húsum og staðfestum frásögnum vitna. Fréttastofan tekur fram að mannfallið sé líklega meira í raun þar sem ekki er skýrt frá öllum árás- unum, einkum utan Bagdad og An- bar-héraðs. Mannfallið virð- ist minnka í Írak AP Blóði enn úthellt Bandarískir hermenn á varðbergi eftir sprengjutilræði í Bagdad. A.m.k. sextán manns biðu bana í árásum í borginni í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.