Morgunblaðið - 14.11.2007, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6
Good Luck Chuck kl. 8 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4
Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10
Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali
Sími 564 0000Sími 462 3500
Lions for Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
This is England kl. 6 - 8 - 10
Rouge Assassin kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Superbad kl. 5:30 - 10:40 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 5:40 B.i. 14 ára
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Ver
ð aðeins
600 kr.
Ve
rð a
ðeins
600 kr
.
Með íslensku tali
Gríðarstór
gamanmynd
með litlum
kúlum!
„...prýðileg skemmtun sem ætti
að gleðja gáskafull bíógesti...!“
Dóri DNA - DV
Stórkostleg ævintýra-
mynd í anda Eragon.
eeee
- H.J. Mbl.
eeee
- T.S.K., 24 Stundir
BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ
SVAKALEG SPENNA
FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
Hættulega
fyndin grínmynd!
Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum.
KATE Thompson vann til verðlauna og
fékk mikið lof fyrir fyrstu bók sína, The
New Policeman, sem segir einkar skemmti-
lega frá því hvaða máli tónlist skiptir í írskri
þjóðarsál og fléttar sam-
an við frásögnina þáttum
úr írskum ævintýrum,
meðal annars um landið
týnda, Tir na n’Og.
The Last of the High
Kings er einskonar
framhald af þeirri ágætu
bók, einskonar, segi ég,
þar sem atburðarásin er
ekki tengd, en ýmsar
persónur í bókinni, og reyndar grunnstef
hennar líka, er sameiginlegt.
JJ er tónlistarmaður sem snúið hefur sér
alfarið að tónlist til þess að geta verið meira
heima hjá fjölskyldunni. Honum gengur
aftur á móti það vel að hann er eiginlega
aldrei heima; hann er á sífelldu flandri um
heiminn að spila á tónleikum og fyrir vikið
finnst eiginkonu hans sem hún sé komin í
ómögulega stöðu; þarf að leggja sitt líf á
hilluna til að hindra ekki frama hans. Verst
af öllu er þó eitt barnanna, sérlundað og
eiginlega alveg ómögulegt, en á bak við til-
vist er fjölskylduleyndarmál.
Líkt og í The New Policeman skiptir tón-
list miklu í sögunni, en að þessu sinni eru þó
írskar þjóðsögur í aðalhlutverki og írskt
huldufólk, sem ekki síður óútreiknanlegt en
íslenskt.
Það er kostur við The Last of the High
Kings, líkt og The New Policeman, að þó
hún sé upp full af tilfinningum er ekkert
væl í henni, ekkert tilfinningaklám, og þó
örlögin séu grimm mæta menn þeim með
bros á vör (og fiðlu við kinn). Thompson
sýnir líka skemmtilega að lífið getur verið
erfitt í ævintýrum, ekki síst ef menn taka
rangar ákvarðanir.
Ekkert
væl
The Last of the High Kings, barnasaga eftir Kate
Thompson. Bodley Head gefur út.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Protect and Defend –Vince
Flynn
2. Book of the Dead – Patricia
Cornwell
3. Home to Holly Springs – Jan
Karon
4. Playing for Pizza – John Gris-
ham
5. Amazing Grace – Danielle Steel
6. World Without End – Ken Follett
7. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
8. The Choice – Nicholas Sparks.
9. Lick of Frost – Laurell K. Hamil-
ton
10. The Almost Moon – Alice Sebold.
New York Times
1. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
2. The Ghost – Robert Harris
3. Sepulchre – Kate Mosse
4. World without End – Ken Fol-
lett
5. Crossfire – Andy McNab
6. The Kite Runner – Khaled Hos-
seini
7. The Gathering – Anne Enright
8. Blind Faith – Ben Elton
9. A Spot of Bother – Mark Had-
don
10. One Good Turn – Kate Atkinson
Waterstone’s
1. Sword of God – Chris Kuzneski
2. Cross – James Patterson
3. Anybody Out There? – Marian
Keyes
4. Treasure of Khan – Clive Cuss-
ler
5. Wintersmith – Terry Pratchett
6. Making Money – Terry Pratc-
hett
7. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
8. Kite Runner – Khaled Hosseini
9. The Moomin Book 1 – Tove
Jansson
10. The Woods – Harlan Coben
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Í SPJALLI við indverska rithöf-
undinn Vikram Chandra, höfund
Sacred Games sagði hann mér frá
því hve algengt væri orðið að menn
teldu hann vera að skrifa fyrir út-
lendinga. Þannig tiltók hann að
sumir frammámenn í indverskri
menningu fettu fingur útí að hann
notaði indversk heiti á þættina í
smásagnasafninu Love and Long-
ing in Bombay, Dharma, Shakti,
Kama, Artha og Shanti (trú eða
skylda, afl, kynlíf, fjársýsla og frið-
ur), héldu því að fram að það væri
gert til að gera sögurnar fram-
andlegri fyrir vestræna lesendur.
Greinasafn eftir Pamuk
Þetta rifjast upp við lestur Ot-
her Colours, sem er greinasafn eft-
ir Orhan Pamuk og einni smásögu
betur. Eftir því sem hróður Pa-
muks hefur orðið meiri víða um
heim hafa æ fleiri landar hans
hnýtt í hann og þær raddir orðið
háværari að hann sé ekki nógu
tyrkneskur höfundur, hann sé í
raun að skrifa fyrir útlendinga,
ekki landa sína.
Í Tyrklandi er togstreita á milli
vestrænna lifnaðarhátta og vest-
rænnar menninar og íslamsks upp-
runa. Kemal Ataturk ákvað á sín-
um tíma að gera Tyrkland að hluta
Evrópu. Slík breyting tekur þó
langan tíma og eftir því sem mjak-
ast í áttina eykst andstaðan og um
leið þversagnirnar. Í Snjó, Kar,
skrifar hann einmitt um togstreit-
una og ekki síst það að þjóð sem
ekki gerir upp fortíð sína getur
ekki mætt framtíðinni.
Segja má að hápunkti andúðar
áhrifamikilla manna meðal tyrk-
neskra mennta- og listamanna hafi
verið náð með því er Pamuk var
kærður fyrir að móðga tyrkneska
þjóðarvitund á sínum tíma.
Myndin af Mehmed
Ein besta greinin í bókinni segir
frá því er ítalski listamaðurinn
Gentile Bellini hélt til Miklagarðs
1479 og málaði fræga mynd af
Mehmed II, eða Mehmed Sig-
urvegara, eins og hann er nefndur
þar fyrir austan. Vegna þess að
forboðið var í íslam að mála mynd-
ir, ekki síst andlitsmyndir, og gekk
svo langt að samtímamenn veigr-
uðu sér við að lýsa nákvæmlega út-
liti manna, er þessi mynd af þess-
um merka soldáni sú eina sem til
er – Tyrkir geta aðeins séð fyrir
sér útlit hans í gegnum vestræn
augu.
Í Other Colours er pistill þar
sem Pamuk veltir því fyrir sér
hvar Evrópu sé að finna og því
hvernig Tyrkir hafi þráð það að
vera hluti af henni en á sama tíma
talið hana svo framandlega að það
geti eiginlega aldrei orðið. Sam-
tímis missa þeir þó sjónar á fortíð-
inni sem birtist meðal annars í því
að þeir geta ekki lengur lesið sín
fornu rit; í landi þar sem latínu-
letur hefur verið allsráðandi í ára-
tugi kann enginn að lesa arabískt
letur lengur.
Forvitnilegar bækur: Safn greina Nóbelsskálds
Hvar er Evrópa?
Greinasafn Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk er ekki nógu
tyrkneskur að mati margra landa hans.