Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 24
þýðir að sigri Liverpool Marseille í Frakklandi í lokaumferð riðla- keppninnar fer liðið áfram í sextán liða úrslitin. Raunar gæti jafntefli dugað til framgöngu vinni Besiktas sigur á Porto í hinum leiknum í riðl- inum en á það er varla að stóla. Það er þó ekki frammistaða liðs- ins sem veldur öldurótinu í hinu rauða vígi Bítlaborgarinnar heldur ósætti knattspyrnustjórans, Spán- verjans Rafa Benítez, og hinna bandarísku eigenda félagsins, auð- kýfinganna Tom Hicks og George Gillett. Deila þeirra um stefnu fé- lagsins varðandi kaup og sölur á leikmönnum hefur ekki farið framhjá neinum sparkelskum manni og fyrir fáeinum dögum leit út fyrir að Benítez yrði hreinlega settur út af sakramentinu. Það lítur nú ögn betur út. Í fjötrum fjarlægðar Í fljótu bragði virðist fjarlægðin milli málsaðila vera helsti vandinn. Benítez vill styrkja lið sitt þegar skrúfað verður frá viðskiptum með leikmenn í janúar en eigendurnir, sem búa í Bandaríkjunum, vilja ekki ljá máls á útgjöldum fyrr en þeir munu heiðra Rauða herinn með nærveru sinni í tilefni af viðureign- inni við meistara Manchester Unit- ed 16. desember næstkomandi. Fram hefur komið að Benítez þykir það heldur seint enda verða menn að hafa unnið heimavinnuna sína þegar leikmannaglugginn verð- ur opnaður svo keppinautarnir skjóti þeim ekki ref fyrir rass. Bení- tez óttast að hinir háu herrar vestur í Ameríku skilji þetta ekki enda eignuðust þeir félagið bara í febrúar á þessu ári og hafa kannski ekki gert sér grein fyrir mikilvægi leik- mannagluggans í janúar sem er eina tækifæri liða til að styrkja sig fyrir lokaátökin á tímabilinu. Blaðamannafundurinn fyrir rúmri Rafa bundinn á klafa Rafa Benítez knattspyrnustjóri hefur átt í útistöðum við eigendur Liverpool en er öldurnar að lægja á Anfield? Reuters Okkar maður Aðdáendur Liverpool lýsa yfir stuðningi við Benítez á Anfield. KNATTSPYRNA»Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Það hefur verið öldugangurá gjöfulustu miðum enskuknattspyrnunnar, Anfieldí Liverpool, að undan- förnu – eiginlega bara haugasjór. Gengi liðsins hefur ekki verið öllum stuðningsmönnum þess að skapi á yfirstandandi leiktíð enda menn góðu vanir gegnum tíðina. Það stendur þó allt til bóta, Liverpool hefur mjakað sér nær efstu liðunum í úrvalsdeildinni og er enn á lífi í meistaradeildinni eftir afleita byrj- un. Góður sigur á Porto í vikunni 24 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Úrskurður dómstóls á Spánium að birting skopmynd-ar af Filippusi prinsi ogLetiziu prinsessu bryti í bága við lög hefur vakið deilur. Manel Fontdevila, ritstjóri skopmynda hjá spænska ádeilutímaritinu El Jueves, og skopteiknarinn Guillermo Torres voru dæmdir fyrir að „skaða orðspor krúnunnar“ og gert að greiða 3.000 evrur (270.000 kr.) hvorum í sekt. Umrædd teikning birtist á forsíðu El Jueves í júlí. Á myndinni mátti sjá Filippus og Letiziu í ástarleik og voru krónprinsinum lögð í munn orðin: „Gerir þú þér grein fyrir því að ef þú verður ólétt er það það næsta, sem ég hef komist því að vinna allt mitt líf?“ Tilefni brandarans var ákvörðun spænsku ríkisstjórnarinnar um að hvetja til aukinna barneigna með því að verðlauna mæður og greiða þeim 2.500 evrur (225.000 kr.) við fæðingu barna þeirra. Fyrst ritskoðun, svo málsókn Höfundar skopmyndarinnar sögðu að ætlunin hefði ekki verið að gera grín að krónprinsinum, heldur barna- greiðslum stjórnarinnar. Dómurinn vísaði því á bug með þeim rökum að ekki hefði þurft teikningu af kónga- fólkinu til að koma ádeilunni á stjórn- ina til skila. Ritskoðunin hófst um leið og blaðið kom út. Upplagið var gert upptækt með dómsúrskurði á þeirri forsendu að teikningin væri móðgun við spænsku konungsfjölskylduna nokkrum klukkustundum eftir að því var dreift og var lögreglu sigað á blaðasala um allan Spán til að taka upplagið í sína vörslu. Þeir náðu þó ekki þeim hluta upplagsins, sem þeg- ar hafði selst, og verða þau eintök sennilega einhvern tímann verðmæt. Viðbrögð spænskra yfirvalda við teikningunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Sú gagnrýni hefur komið úr ýmsum áttum. Þau hafa verið sök- uð um að skora sjálfsmark og vekja miklu meiri athygli á teikningunni en hefði hún verið látin óátalin og um leið að draga neikvæða athygli að Spáni með ritskoðunartilburðum. Grundvallarmál eða afstætt? Mörgum þykir skjóta skökku við að eftir allt írafárið vegna birtingar skopteikninganna af Múhameð spá- manni í Jyllands-Posten skuli yf- irvöld í vestur-evrópsku ríki bregðast við skopteikningu af kóngafólki með því að fara í mál. Í fyrra tilfellinu hafi verið vísað í málfrelsið til að verja birtingarréttinn, í því síðara hafi hvorki verið um að ræða hættu á því að kynt væri undir spennu milli ólíkra hópa, né aðför að þjóðaröryggi. Fil- ippusi hafi ekki verið lýst sem hryðju- verkamanni, heldur við iðju, sem vit- að var að hann stundaði þar sem hann ætti þegar tvö börn með konu sinni. Einnig var spurt hví þetta mál hefði ekki valdið uppnámi meðal mál- svara málfrelsisins. Ef um grundvall- aratriði – það er að einu gilti um efn- ið, birtingin ein skipti máli – hefði verið að ræða þegar skopmyndirnar birtust af Múhameð í Danmörku, átti þá ekki það sama við á Spáni? Eða var málfrelsið afstætt eftir allt sam- an? Reyndar var mótmælt á Spáni og Flísast úr viðkvæmu frelsi fjölmiðla MÁLFRELSI» H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 2 0 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.