Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 56

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 56
56 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á VORDÖGUM fór ég og fjárfesti í nýrri tölvu. Ég ákvað að kaupa mér Apple-tölvu því af auglýsingunum að dæma og starfsfólki verslunarinnar átti ég ekki von á öðru en að þar myndi ég ekki einungis fá frábæra tölvu á góðu verði heldur einnig fyr- irtaks þjónustu og einfaldar lausnir á öllum tölvuvandamálum mínum sem hingað til höfðu þó ekki verið stórvægileg. Í kjölfarið ákvað tengdafaðir minn að fjárfesta í slík- um grip enda hélt ég ekki vatni yfir öllu því fagra sem mér var lofað þeg- ar kaupin voru fest. Til samans höfum við tengdafaðir minn eytt um 450.000 krónum í tölv- ur og búnað frá Apple og að auki um 40.000 krónum í hugbúnað sem þörf var á. Skömmu eftir að síðari tölvan var keypt byrjuðu þó að koma upp ýmis vandamál í samskiptum okkar við Apple-búðina. Þar sem aðra tölvuna átti einnig að nota við vinnu og þurfti að bæta við ákveðnu bókhaldsforriti sem ein- ungis virkar í Windows-umhverfi reyndist nauðsynlegt að fara og kaupa forrit erkióvinarins og setja í tölvuna. Til þess að koma Windows inn í fallegu Apple-tölvuna þurfti að ná í eitt forrit af netinu og reyndist það okkur ekki beint mjög auðvelt. Þegar ég hringdi í Apple-umboðið til þess að fá hjálp voru mér gefin þau svör að forritið væri einhvers staðar á síðunni og ef ég fyndi það ekki þar þá væri það á erlendu heimasíðunni. Til að gera langa sögu stutta fannst forritið hvergi og þá fékk ég þau svör að ég yrði bara að leita betur. Sem ég og gerði en fann ekkert. Næsta skref var því að kaupa for- rit hjá Apple sem átti að gera svip- aða hluti og fyrra forritið og því var eytt meiri peningum í Apple-búðinni í þeirri von að loksins myndi tölvan fara að gegna sínu tilætlaða hlut- verki. Þegar heim var komið og bækl- ingurinn hafði verið lesinn urðum við tengdafaðir minn að sætta okkur við að það verk að koma forritinu fyrir í tölvunni yrði að vera í höndum mágs míns þar sem hann hafði ívið meiri tölvuþekkingu en við. Þegar mágur minn komst í það verk að setja forritið í tölvuna kom í ljós að umbúðirnar, sem rifnar höfðu verið utan af forritinu í æsingnum við að koma tölvunni í gagnið, gegndu stærra hlutverki en að hlífa leiðbein- ingarbæklingum. Leyndist þar utan á lykilorðið að sjálfu forritinu. Og það var komið eitthvert lengst út á hauga. Við fórum því álútir niður í Apple- búð til að segja þeim frá raunum okkar en þegar þangað var komið var viðmót starfsfólks Apple- búðarinnar ansi súrt. Ekki nóg með að það væri okkur að kenna að lyk- ilorðið væri týnt, sem við höfðum nú þegar fyllilega gert okkur grein fyr- ir, þá væri hreinlega bara ekkert hægt að gera í stöðunni. Við gætum jú keypt nýtt forrit eða ef við værum tilbúnir að borga fyrir símtöl og tímavinnu starfsmanna væri hægt að senda diskinn út til þess að reyna að fá nýtt lykilorð en það tæki lang- an, langan tíma eins og þau orðuðu það. Og hingað er ég kominn. Frekar sár út í starfsmennina fimm sem höfðu ekkert að gera í afgreiðslunni í dag á meðan mér var bent á að rukk- að yrði fyrir tímavinnu og símtals- kostnað við það að reyna að ná í lyk- ilorðið. Frekar sár út í þjónustustýruna sem sagði að þetta tæki reyndar langan, langan tíma og hafði greinilega engan áhuga á að finna lausn á vandamáli okkar. Og það sem verst er er að ég er frekar sár út í sjálfan mig fyrir að trúa á fögur loforð Apple-búðarinnar um betra og einfaldara tölvulíf. Viktor Ellertsson, nemandi í Reykjavík. Apple – þar sem einblínt er á vandamálin en ekki lausnirnar Frá Viktori Ellertssyni: Vorum að fá í sölu stórglæsilega neðri sérhæð í 3-býlishúsi við Háteigsveg. Um er að ræða eitt af þessum gömlu virðulegu húsum í nágrenni Miklatúns. Hæðin skiptist m.a. í mjög rúmgott hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og tvö þrjú herbergi. Hæðin hefur öll verið standsett á vandaðan og smekklegan hátt m.a. eldhús, baðherbergi, gólfefni, innréttingar, tæki og fleira. Verð 47,5 millj. HÁTEIGSVEGUR - STÓRGLÆSILEG 5 HERB. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.