Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 79

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 79 Í bókinni Til fundar við skáldið Halldór Laxness ræðir Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi við Halldór um ljóðagerð jafnt sem tilurð skáldsagna hans, Erlend í Unuhúsi og Stalín, klæðaburð og filmumannavín, eilífa menn í Leipzig og sporthundakyn á langdvalarhóteli, svo fátt eitt sé nefnt. Njóttu þess að fara til fundar við Halldór Laxness! Síðustu óbirtu samtölin við nóbelsskáldið! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Skemmtilegas ta Laxnessbókin? OFURHJÓNIN Tom Cruise og Katie Holmes mættu með dóttur sína, Suri, á Spice Girls tónleika síðastliðið miðvikudagskvöld. Cruise, Holmes og hin 19 mánaða gamla Suri deildu einkastúku með David Beckham á Staples Centre leikvanginum í Los Angeles til að horfa á konu hans, Victoriu, á 90 mínútna tónleikum. „Þau litu út fyrir að vera mjög hamingjusöm og virtust skemmta sér mjög vel. Þau dönsuðu meira að segja við sum lögin,“ sagði einn tón- leikagesta sem sá til þeirra. David var einnig með syni sína þrjá á tónleikunum og þeir klædd- ust allir svörtum bolum sem á stóð Spice Boy eða Kryddstrákur. Þegar Kryddstúlkurnar sungu lagið „Mamma“ var myndum varp- að á skjá bak við þær af börnum þeirra. Þegar fjölskylda Victoriu birtist á tjaldinu veifaði hún til Dav- ids og strákanna í stúkunni og veif- uðu þeir til baka. Spice Girls Á tónleikum í Vancouver í Bandaríkjunum 2. desember síðastliðinn. Hamingjusöm Tom Cruise og Katie Holmes eru sæl saman. Stjörnurnar á Spice Girls- tónleikum ORÐRÓMUR er uppi um að söng- konan Madonna hafi sent sveit und- irmanna sinna til Malaví til þess að finna fyrir sig stúlkubarn til ættleið- ingar. Poppstjarnan ættleiddi son- inn David frá Malaví í fyrra og er sögð áköf í að finna honum systur sömu þjóðar. „Þið skuluð ekki hætta fyrr en þið finnið handa mér prins- essu,“ á Madonna að hafa sagt við útsendara sína. Fyrirmæli þeirra voru að útbúa lista yfir níu mun- aðarlausar stúlkur sem tryggt væri að ættu ekki fjölskyldur sem myndu setja sig upp á móti ættleiðingunni. Madonna hefur áður brennt sig á að setja það skilyrði ekki nógu skýrt fram, því hún var búin að velja tæp- lega tveggja ára gamla stúlku að nafni Mercy, en varð fyrir von- brigðum þegar frændi hennar kom í veg fyrir að hún yrði send úr landi. „Ég vil frekar berjast við að sjá fyrir Mercy hér en að senda hana óra- langt í burtu til að búa með hvítri stjörnu,“ var haft eftir Peter Banet, nánasta ættingja Mercy. Reuters Madonna leitar að prinsessu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.