Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Íþróttamaður ársins  Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt- spyrnukona úr Val, var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins 2007 af Samtökum íþróttafréttamanna. » Forsíða Útlendingum fækkar  Allt útlit er fyrir að allnokkuð dragi úr innflutningi á erlendu vinnuafli á næsta ári. » Forsíða Lögreglumenn  Fullt var út úr dyrum á fé- lagsfundi Lögreglufélags Reykja- víkur í gær. Formaður LR segir menn hafa kvartað undan miklu vinnuálagi og þá í samhengi við mannfæð innan lögreglunnar. » 2 Tengslin við Pakistan  Morðið á Benazir Bhutto gæti kippt grundvellinum undan stefnu Bandaríkjamanna í Pakistan síðustu árin en með stuðningi sínum við Musharraf forseta vildu þeir tryggja sér stuðning múslímaríkis í barátt- unni gegn hryðjuverkaöflum. » 12 SKOÐANIR» Staksteinar: Tilkynningaskylda … Forystugreinar: Ógnin af eitrinu | Enn eitt verkfærið Viðhorf: Stóískt nýtt ár UMRÆÐAN» Pakistan og kjarnorkan Feður í fangelsum Of lítið og of seint Almenn virðing fyrir góðu starfi Lesbók: Sigur Baltasars Getum við elskað Bandaríkin á ný? Börn: Jólatölvuleikur í Engjaskóla Gætum okkar á gamlárskvöld LESBÓK | BÖRN» 4  4  4  4 4 4 4 4  4  5 (6&) / &, ( 7''&& %&(/&    4  4   4  4   4  4  4 . 8 #2 )  4  4  4 4 4 4 4   9:;;<=> )?@=;>A7)BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA)8&8=EA< A:=)8&8=EA< )FA)8&8=EA< )3>))A%&G=<A8> H<B<A)8?&H@A )9= @3=< 7@A7>)3,)>?<;< Heitast 1 °C | Kaldast -10 °C  Fremur hæg N-átt og stöku él austan til. Annars SA og A 8-13 m/s og bjart, dálítil snjókoma f. vestan síðdegis. » 10 Dóra Jóhannsdóttir naut þess að leika í Legi á árinu og er nú við æfingar á Baðstofu Hugleiks Dagssonar. » 40 FÓLK» Viðburða- ríkt ár LEIKLIST» Fool 4 Love frumsýnt í kvöld í Austurbæ. » 46 Randver Þorláks- son, Anna Nicole Smith, hundurinn Lúkas, Owen Wilson o.fl. í óvæntustu fréttum ársins. » 48 ÁRAMÓTALISTI» Randver, Anna, Lúkas TÓNLIST» Urður hætt í GusGus, hyggur á sólóferil. » 40 FÓLK» Barton komst í kast við lögin. » 46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lést af völdum höfuðhöggs 2. 3 konur féllu í yfirlið á útsölu Next 3. Fegursti femínistinn valinn 4. Maður handtekinn eftir sjálfsmorð ÞETTA var metár í íslenskri kvikmyndasögu, í klassískri tón- list mátti finna vísbendingar um stóra hluti, djassinn blómstrar, dansinn var mannbætandi með Helga Tómasson í fararbroddi, myndlistin var til marks um að sigurför mannsandans sé hvergi nærri lokið og þannig mætti áfram telja. Íslensk menning hefur líklega sjaldan staðið með öðrum eins blóma ef marka má gagnrýn- endur Morgunblaðsins sem skrifa uppgjörsgreinar í Lesbók í dag. Árið var Sprengjuhallarinnar í dægurtónlist að mati Arnars Eggerts Thoroddsen en bestu plötuna gerði Ólöf Arnalds. Með- al athyglisverðustu bóka ársins voru Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur og Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stef- ánsson að mati Björns Þórs Vil- hjálmssonar. | Lesbók Stórir hlut- ir í menn- ingunni Í HUGUM margra er það órjúfanlegur hluti af því að kveðja gamla árið að fara og horfa á áramótabrennu í kuldanum. Þetta árið verða ellefu ára- mótabrennur í Reykjavík. Þar af eru fjórar stórar brennur, við Ægisíðu, Geirsnef, Gufunes og Rauðavatn, og sjö litlar, við Suðurhlíðar, Suðurfell, Leirubakka, Kléberg á Kjalarnesi, í Skerjafirði, vestan Laugarásvegar á móts við Valbjarnarvöll og í Ártúnsholti sunnan við Ártúnsskóla. Starfsmenn hverfastöðva framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga tekið á móti efni og séð um uppröðun í bálkesti sem gleðja munu borgarbúa á mánudagskvöldið kemur. Við Rauðavatn í gær voru menn í óðaönn að taka við timbri og raða því þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið framhjá. Kveikt verður í borgarbrennunum stund- víslega kl. 20.30 á gamlárskvöld. Kveikt verður í ellefu brennum í borginni Undirbúningur áramótabrenna í Reykjavíkurborg í fullum gangi Morgunblaðið/RAX Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BETUR fór en á horfðist þegar Markús Benjamínsson, 67 ára gamall staðarhaldari í Miklaholti í Borgar- byggð, fór niður um ís á Másvatni á Mýrum á vélsleða sínum í gær. Björg- unarsveitin Brák frá Borgarnesi var rétt ókomin á staðinn þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að og náði honum upp úr vatninu með hjálp sig- manns. Markús lýsir óhappinu þannig að hann hafi verið á leið á milli bæja og ekki áttað sig á hversu þunnur og blautur ísinn á vatninu var, enda minni tjarnir í námunda þess frosnar til botns. „Ég þekki aðstæður þarna og passaði bara að sleðinn ylti ekki með mig, svo ég gæti staðið ofan á honum. Ég var vel klæddur,“ segir Markús sem hringdi eftir hjálp úr far- síma og stóð svo í vatnskrapanum hátt upp á læri í 40 mínútur. Honum þótti nóg um að fá þyrluna og reyndi að afþakka hana, vildi helst að sér yrði skutlað heim á bæ. Í ofanálag gekk björgunarsveitar- mönnum brösuglega að finna hann og sá hann þá í fyrstu aka framhjá, en hringdi þá aftur og lét snúa þeim við. „Ég get nú fundið íbúðarhús og götur í Kópavogi, en þeim virtist ganga erf- iðlega að finna stærðarstöðuvatn,“ segir Markús, en gerir ekki mál úr því. Læknar tóku ekki í mál að flytja hann beint heim á bæ og var farið með hann til aðhlynningar á Land- spítalann í Fossvogi. Misskilningur um alvarleikann „Mér fannst þyrlulæknirinn hálf- skrýtinn á svipinn þegar hann neitaði að láta mig heim á bæ. Þegar komið var hálfa leið til Reykjavíkur spurði hann mig hvort ég væri ekki örugg- lega á leiðinni í hjartaaðgerð bráð- lega. Þá leiðrétti ég það, en það var misskilningur hjá lækni í Borgarnesi, sem taldi að það væri bróðir minn sem hefði lent ofan í vatninu,“ segir Markús. Hann er við hestaheilsu, varð ekki meint af volkinu og var út- skrifaður af sjúkrahúsinu seinni part- inn í gær. Sleðinn varð líklega fyrir nokkrum skemmdum, en enn var eftir að ná honum upp eftir því sem Markús komst næst þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Töldu mig bróður minn“  Vélsleðamaður á sjötugsaldri fór niður um ís á Másvatni á Mýrum  Stóð í 40 mínútur í köldu vatni ofan á sleðanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Grunnt Markús Benjamínsson upp- lifði sig ekki í mikilli hættu. Var í 40 mínútur í vökinni mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.