Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 1
Forsetakosningarnar: Eru átökin að haröna? FIMMTUDAGUR KEFLAVIKURGANGA Samtök hernámsandstæ'Singa gangast fyrir Keflavíkurgöngu mnnudaginn 23. júní næstkomandi, daginn fyrir ráðherrafund \tlantshafsbandalagsins. Fer fréttatilkynning samtakanna hér á eftir: Sunnudaginn 23. júní n. k. efna Samtök hemámsandstæíS- ¦"*.-' inga til mótmælagöngu frá Keflavíkurflugvelli til Reykja- víkur og lýkur göngunni með útifundi í Reykjavík. Göngudag- ur er valinn meÖ hbðsjón af því, a$ næsta dag, 24. júní, hefst i Framh. á bls. 7. . 23. JÚNÍ Kennurum gefnar einkunnir Stúdentar í háskólanum hafa nú snúið við hinum venjubundnu hlutverkum þar og gefiS prófessorum sínum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra við kennsluna. Er skýrt frá niðurstöðum af einni slíkri einkunnargjöf í Vettvangi Stúdentaráðs, sem nýlega er kominn út. Þar birtist einkunnagjöf prófess- ora í íslenzkum fræðum, en áformað er að halda áfram í öðrum deildum síðar, segir í frásögn blaðsins. Er það Menntamálanefnd Stúdenta- ráSs, sem gengst fyrir þess- ári könnun. Niðurstöðurnar eru ekki aðeins einkunn, heldur eru birt svör við ýmsum spurn- ingum, t. d. um þekkingu prófessors, kennsluaðferðir, undirbúning hans undir tíma, gamansemi hans og fyndni í kennslu. Niðurstöður eru því aðeins birtar, að svörum nem snda beri yfirleitt saman. Er könnun þessi sniðin eftir bandarískri fyrirmynd, þar sem slíkar athuganir hafa unniS sér mikla viðurkenn- ingu. Eins og vænta má, fá próf- essorar næsta misjafnan vita- isburð hjá nemendum sínum, ekki síður en tíðkast, þegar einkunnir eru gefnar á hinn véginn. Frá Keflavíkurgöngu Barátta stuðningsmanna for setaefnanna var framan af heldur hógvær, að minnsta kosti á yfirborðinu. Nú má sjá nokkur merki þess, að meiri harka sé að færast í leikinn. Blað Gunnarsmanna reið þar á vaðið og setti upp stóra fyrirsögn á forsíðu: „Af hverju dreifa þeir röngum upplýsingum um afskipti Kristjáns Eldjárns af stjórn- málum?" Ber þetta öll merki æsi- fréttastils, enda er innihald greinarinnar í næsta litlu sam ræmi við fyrirsögnina og feit- letraða inngangskafla. Hins vegar lét Þjóðkjör sér m. a. sæma að greina alrangt frá ummælum Frjálsrar þjóðar um kosningarnar. í síðasta tölublaði Þjóðkjörs er aftur farið heldur vægar í sakirnar. Þar er skætingurinn kominn á baksíðu, og er þar m. a. haldið fram, að þeir sem vinna að kosningaundir- búningi fyrir Kristján dreifi hviksögum um Gunnar Thor- oddsen. Óþarft er að ræða um „Unga fólkið", blað ungra Gunnarsmanna, í þessu sam- bandi. Eftir að siðara tölublað þess kom út, er ljóst, að því er ekki ætlað neitt hlutverk í kosningabaráttunni. Það er að Framhald á bls. 7. VERÐUR KOMIZT HJÁ NEYZLURANNSÓKNUM? Stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar hafa boðað það óspart síðasta árið, að við yrðum að leggja hart að okkur að draga úr eyðslu vegna erfiðleika þjóðarbúsins. Einkum hefur þetta verið notað til að verja árásir á kjör launþega og bænda. Allir vita, að við höfum átt og eigum enn í nokkrum erfiðleikum, og þjóðartekjurnar hafa rýrnað taks- vert. Launþegar hafa líka viðurkennt í verki þörfina á að draga úr neyzlu. í vetur sömdu verkalýðsstéttirnar um miklum mun lakari kjör en þær hafa áður notið. Enginn heldur því þó fram, að verkamenn hafi lifað við bílífi fyrir, þetta var af ölhim talin neyðarráðstöfun. Launþeguni og bændiun er sennilega fnllt eins ljíift og öðrum að taka á sig sinn hhita af efnahagsáfölLum. En krafa þeirra hlýtur að vera, að eríiðlcikarnir verði ekki gerðir að einkamáli þeirra og enginn komizt hjá að axla sína byrði. Hins vegar kemur sífellt í ljós, að einhverjir hafa orðið út- undan í skiptunum. Sú staðreynd blasir við, að hér er fjöldi fólks, sem veður í peningum, þrátt fyrir alla efna- hagsörðugleika. Ferðaskrifstofur virðast til dæmis sízt hafa minni umsvif við að skipuleggja utanlandsférðir eil áður. Fyrir nokkru var haLdið hér uppboð á persneskum teppum, og seldust þau á geypiverði, langt ofan við sann- virði. Stundum kunna auðvitað allsendis eðlilegar orsakir að liggja til þessa. En eftir því ætti þá að mega komast. Það hlýtur að vera athugunarefni fyrir ríkisvaldið, hvort ekki þarf að rannsaka, hverjir það eru, sem ganga með fidla vasa fjár, meðan kjör launalægstu stéttanna eru sí- fellt skert með ríkisaðgerðum. Þarf ekki að athuga, hvaða atvinnugreinar hafa ekki enn tekið á sig sinn hluta af byrðunum, hvernig þess fjár er aflað, scm mí er eytt í hreinan óþarfa? NeyzLurannsóknir eru víða tíðkaðar, og sums staðar eru þær viðamikill þáttur í skattaeftirliti. Við íslendingar yrð- um sjálfsagt ekkert stórhrifnir af slíku. En stjórn landsins hefur lýst yfir neyðarástandi, og þá verður að grípa til neyðarráðstafana, eða hvqð?

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.