Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargreln HÁSKÓLA ÍSLANDS LOKAÐ Frjáls þjóð hefur oft að undanförnu vakið athygli á þörfum liáskólans og var- að við afleiðingunum af þeirri vanrækslu, sem hon- um hefur verið sýnd. Bent hefur verið á, hvernig fjár- veitingarvaldið hefur svelt háskólann og innleitt þar nær fullkomna stöðnun. Þá hefur hér í blaðinu verið rætt ýtarlega um skortinn á háskólamenntuðum sér- fræðingum og sýnt fram á, að hann er afleiðing af ó- fremdarástandinu í háskól- anum. Frjáls þjóð hefur að vísu ekki verið alein um að ræða háskólamálin. Stöku sinn- um komast þau til umræðu í öðrum blöðum. Útvarpið hefur sýnt háskólanum þá rausn í vetur að helga hon- um nokkra stund annan livern sunnudagsmorgun fyrir messu. Einnig má geta ágætrar sjónvarpsdag- skrár um líf og málefni há- skólastúdenta fyrir skömmu. Engu að síður má segja, að háskólinn sé furðu lítið á dagskrá í almennum umræðum blaða og útvarps hér á landi. Þar skipar landsprófið eitt miklu meira rúm en allt skóta- kerfið, sem tekur við af því. -m- í flestum Evrópulöndum hefur allt annað verið upp á teningnum að undan- förnu. Þar hefur víða ekki verið um annað rætt en málefni háskóla og háskóla stúdenta. Stúdentar hafa sjálfir haft frumkvæði að því að vekja athygli á þess- um málum. Víða liafa þeir gripið til róttækra aðgerða, og hvað eftir annað hefur orðið að loka heilum há skólum vegna stúdenta- óeirða. í mótmælaaðgerðum stúd enta liefur margt blandazt saman; vissan um þörf á skjótum úrbótum í háskóla- málum, réttlát reiði vegna samstöðu Evrópuríkja með þjóðmorðingjanum í Víet- nam, óraunverulegar stjórn málahugmyndir, ævintýra- löngun og tízka. Auðvitað eru ofbeldisaðgerðir for- dæmanlegar, jafnt í há- skólum scm annars staðar, en stundum getur verið vafamál, hver eigi mesta sökina. -m- Engum kunnugum manni dettur víst í hug, að háskóli okkar sé betur vaxinn hlut- verki sínu eða verðskuldi síður gagnrýni en þeir, er ó- starfhæfir hafa orðið vegna mótmælaaðgerða stúdenta í Evrópu í vetur. Samt sem áður liefur hér allt verið með friði og spekt. Háskól- inn hefur starfað með sínu úrelta sniði eins og áður, og stúdentar vona, að augu ráðamanna opnist einhvern tímann fyrir úrbótaþörfinni án þess að bcnda þurfi þeim á hana með vaklbeit- ingu. Ber vissulega að fagna því; mikið er vinnandi fyr- ir friðinn. -m- Þrátt fyrir þetta er nú svo komið, að Háskóla ís- lands verður lokað með lög- regluvaldi eftir nokkra daga. Því valda ekki að- é gerðir stúdenta, heldur þarf T Atlantshafsbandalagið á 4 honum að halda. Erlendir ♦ stjórnmálamenn og hern- 9 aðarsérfræðingar þurfa að t nota húsið til þess að ræða I launmál um hernaðarmáL ♦ efni Ameríku- og Vestur- I Evrópuríkja. íslenzkum ♦ stúdentum, háskólakennur- X um og vísindastofnunum é verður vísað á dyr, og inn 1 setjast fulltrúar þeirrar á stjórnar, sem hefur espað ♦ evrópska stúdenta til óeirða 4 með aðgerðum sínum í Víet ♦ nam. X Aðgerðir stúdenta megin- T landsins, sem leitt hafa til é lokunar háskóla, eru ekki T til fyrirmyndar, en þær 4 eiga sér sína afsökun. En sú ♦ stjórn ríkis eða háskóla, 4 sem Lætur loka háskóla sín ♦ um til að hleypa inn ráða- f gerðum um vopnaðar of- é beldisaðgerðir, sú stjórn á t sér enga afsökun. 4 —x FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: Hermann Jóhannesson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. VerS i lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði. Hriktir í undirstöðum Það er engu líkara en de Gaulle ætli að standa af sér þaS brot sem riðið hefur á veldi hans síðustu vikur. At burðirnir hafa neytt hann til að gefa verulega eftir gagn- vart kröfum þegnanna, en veldi hans stendur. Eigi a<S síður hlýtur staða hans að vera öll önnur eftir en áSur, og athyglisvert er að velta fyrir sér þeim öflum sem að verki voru. Augljóst er að kauphækkanir eru ekki nema að sáralitlu leyti svar viS þeim kröfum sem stúdentar og verkamenn héldu mest fram, en það voru fyrst og fremst kröfur um aukiS frelsi hvers og eins til að ráSa ör- lögum sínum, kröfur um rík- isstjórn er miðaSi viS siSférð islegar grundvallarreglur. Sérstök ástæða er til að gefa gaum aS viðbrögðum forystumanna og flokka stjómarandstöSunnar í Frakk landi. Vitanlega reyndu þeir aS færa sér andstöðuna gegn de Gaulle í nyt, en það kom brátt á daginn aS stúdent- arnir og róttækustu öflin meS al verkamanna voru litlu hliS hollari þeim en ríkisstjórninni sjálfri. Franski kommúnista- flokkurinn er, eins og allir vita, geysiöflugur og vel skipulagður en því fór fjarri að honum tækist að láta bylt ingarölduna lyfta sér til valda. Foringjar hans og hin- ir gömlu verkalýðsleiðtogar reyndu hvaS eftir annaS að stöSva byltingarmenn, vildu ganga að kröfum sem þeir sættn sig ekki viS. Og sann- arlega voru kommúnistar ekki hrifnir af stúdentaleiStogan- um Cohn-Bendit, sem hafði lýst því yfir að þeir væru „stalínískir drullusokkar“. Engan þarf að undra þótt stúdentarnir og kommúnistar ættu ekki samleið. Kommún- istaflokkurinn er þrælskipu- lagður og krefst eins og aðrir slíkir allmikils aga í röðum sínum, þótt breyting muni hafa orSiS þar á á síSari ár- um. í rauninni virðist hann, þrátt fyrir byltingarpró- grannn sitt, hafa lagaS sig eftir aSstæSum, og hann reynir að leysa allan vanda innan rannna ríkjandi stjórn skipunar. Kröfur stúdenta og róttækustu afla verkalýðsins ógna tilveru allra fastmót- aðra stofnana hins gamla skipulags, þ. á. m. sjálfs kommúnistaflokksins. Þess vegna virtist hann oft meðan á byltingunni stóð standa uppi ráðþrota og reyndi jafn- vel aS vinna meS stjórninni aS því að koma á röS og reglu. Eini franski stjórn- málamaðurinn, sem reyndist De Gaulle — ógnun innan frá. koma nokkurn veginn meS heilu skinni í gegnum at- burði síðustu daga og vikna var kempan gamla — Men- dés-France. Atburðir síðustu mánaða ^Frakklandi, Vestur-Þýzka- tandi, Tékkóslóvakíu og kynþáttaóeirðir síðustu sumra í Bandaríkjunum hafa opnað augu manna fyr ir því að þjóðskipulag þró- aðra ríkja í Evrópu og Ameríku, hvort sem þau eru kommúnistísk eða kapí- talistísk eða eitthvað þar á milli, hvílir á veikum und- irstöðum. Allar þessar þjóð ir sem nú voru nefndar, verja ógrynni fjár til varna gegn hugsanlegri árás utan frá, en það verður nú æ augljósara að þeim er fyrst og fremst ógnað innan frá. Róttæk öfl í þessum ríkj- urn, með stúdenta í broddi fylkingar virðast i þann veg inn að hafna goðsögninni um lýðræði og frelsi, eða alþýðulýðræði eða hvað það er nefnt. I tækniþjóðfélög- um þessara landa stefnir allt að því að gera einstak linginn að tannhjóli í risa- stórri vél, neyzluþjóðfélag- ið rænir hann mikilsverð- ustu þroskamöguleikum, hann glatar manngildi sínu. Gegn þessu rísa nú stúdent ar og róttæk öfl hvarvetna en fulltrúar valdakerfa hins gamla skipulags virðast ekki skilja kröfur þeirra. Það getur orðið afdrifaríkt fyrir þjóðir heims að bíða eftir að atvikin sjálf opni augu þeirra til fulls — eða veiti þeim nábjargirnar: hvorttveggja getur gerzt. Enginn er fær um að spá, hvert framhald verði á þeim atburðum sem hér hef ur verið fjallað um, en hyggilegast er að vera við því búinn að nýtt bylting arskeið sé að hefjast í sög- unni. Andspænis þeim vandamálum sem skapast kunna. mun lítið tjóa að beita gömlum hugmyndum og hefðbundnum viðbrögð- um. En ef niðurstaðan verð ur að gildi manneskjunn- ar verði hafið til vegs. vinnst mikið, jafnvel þótt einhverju af efnislegri vel- ferð verði fórnað. Mæli Framhald á bls. 7. FrjáLs þjóð — Fimmtudagur 13. júní 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.