Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 7
Ferðahandbókin Sjöunda útgáfa Ferðahand bókarinnar er nýkomin á markað. AcS vanda hefur efni bókarinnar verið endurskoíS- aS og ýntsu nýju efni bætt vicS. Má þar sérstaklega nefna grein um Öræfasveit eftir Siguró Björnsson á Kvi skerjum. FerSahandbókin er að þessu sinni að nokkru helguð Austurlandi og auk áðurnefndrar greinar um Ör- æfasveit er kafli eftir Gísla Guðmundsson leiSsögumann, er nefnist Leiðir um Austur- land. í þeim kafla lýsir Gísli ökuleiðum frá Mývatni til Jökulsár á SkeiSarársandi. Einn vicSamesti kafli bók- arinnar veitir mjög ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um hvers konar þjónustu og fyrir greiðslu í kauptúnum og kaupstöSum, sem ferSafólki j má að gagni koma. Þessi kafli, eins og raunar allt efni bókarinnar, er endurskoðaður árlega í samvinnu við for- rácSamenn viðkomandi sveit- arfélaga. Auk þess efnis sem áður getur, er aS finna í FerSa- handbókinni mjög yfirgrips- mikinn fróSleik varðandi ferSalög, svo sem skrár yfir veiSiár, veiðifélög og leigu- taka, skrá yfir gömul hús, minja- og byggðasöfn, skrá yfir sæluhús, upplýsingar um friðun fugla og skrá yfir þá, skrá yfir alla sundstaði og böð, ítarlegar áætlanir ferSa- félaga, sérleyfisbifreiða, ferSaskrifstofa, og fjölda margt annaS, sem of langt mál yrði upp aS telja. Úr víðri veröld Framhald af bls. 3. kvarði peningagildis hefur á þessari öld lagt undir sig stöðugt fleiri svið mann- lífsins. Það er mál til kom- ið að þeirri stefnu sé snúið við. Vonandi boða atburðir síðustu mánaða í Frakk- landi, Tékkóslóvakíu og víðar slíka stefnubreytingu. Kennarar! Framhald af bls. 5. ölmusur og senda heim til föðurhúsa allt hljóðskraf um sumarhýru, enda getur slíkt í engu samræmzt þeim kröf- um, sem við gerum til okkar starfs og nemendur eiga heimtingu á. Við skulum nú þegar kvitta fyrir þær miklu umræður, sem fram hafa far- ið um störf okkar og hlutverk, með því acS reynast menn til aS skapa okkur þá starfsaS- stöðu sem þarf til ac$ vera vanda okkar vaxnir. Eru átökin að harðna? Framh. af bls. 1. eins auglýsing nokkurra fram gjarnra ungra manna á sjálf- um sér. Skrif Þjóðkjörs bera vitni um dálitla hugaræsingu í liði Gunnars. Stuðningsmenn Kristjáns hafa hins vegar hald ið stillingu sinni að fullu fram að þessu. Þeir hafa ekki svar- að ásökunum Þjóðkjörs einu orði enn og hvergi getið Gunn ars öðru vísi en mjög vinsam- lega. Verður fróðlegt að sjá, hvaða kost þeir taka, þegar nær aregur Kosningum og spennan fer að aukast. En lík- legast er, að sá hafi bezt að lokum, sem mesta stillingu sýnir, þótt hann verði að láta einhverjum ásökunum ósvar- að. Keflavíkurganga Framh. aí bis. i. Reykjavík ráðhenafundur Atl- antshafsbandalagsins. Samtökin vilja m .a. nota þetta tilefni til að vekja athygli landsmanna á því, atS á næsta ári (1969) gefst íslendingum kostur á að endur- sko'Sa afstöðu sína til þessa bandalags.. Nú sem endranær leggja sam- tökin áherzlu á friðsamlegar að- gerðir, og þau hvetja alla þá, sem munu skipa sér undir merki samtakanna þennan dag, að stuðla að því, aS gangan og úti- fundurinn takist sem bezt og fari friðsamlega fram. Það hefur jafnan veriÖ megin- stefna Samtaka hernámsand- stæSinga, að sameina fólk — án tillits til stjórnmálaskoðana — til baráttu fyrir uppsögn her- stöðvasamningsins og fyrir hlut- leysi Islands. Aðild þjótSarinnar að Atlantshafsbandalagi sam- rýmist ekki slíkri hlutleysisstefnu og úrsögn úr Nato er ófrávíkj- anleg krafa samtakanna, enda forsenda sjálfstætSrar utanríkis- stefnu. Hernaðarbandalög í austri og vestri eru arfur kalda stríðsins, og þróun mála á alþjóðavett- vangi sítSustu ár hefur leitt til víðtækrar endurskoðunar og end urmats margra þjótSa á tilveru- gnmdvelli hernatSarbandalaga. Æ fleiri þjóðir hafa á allra sítS- ustu árum snúitS baki við fyrra þjónshlutverki í herbútSum risa veldanna og kosið sér annað og betra hlutskipti. Atlantshafsbandalagið, sem ís land á aíSild að, hefur brugðizt því ætlunarverki sínu að vernda „frelsi og lýtSrætSi“. Órækust vitni þessa er valdataka fasista í Grikklandi og nýlendustefna Portúgala, að ekki sé minzt á yfirgang forysturíkis bandalags- ins, Bandaríkjanna, í Vietnam. Frainlag Islands á vcttvangi Sameinuðu þjóðanna hefur ötSru fremur einkennzt af algeru ósjálf stæði gagnvart Bandaríkjum N- Ameríku. — Sú krafa á vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinn- ar, að mótutS vertSi ný utanríkis- stefna, er taki fullt tillit til þeirr ar heimsmyndar, er vitS blasir í dag: þeirrar statSreyndar, að heimurinn skiptist ekki einungis í þjóíSir andstætSra hagkerfa, heldur einnig í þjóðir auðs og allsnægta, þjóðir fátæktar og hungurs. Þeir gífurlegu fjármunir, sem varið er til hemaðar og vígbún- atSarkapphlaups í heiminum, gætu gerbreytt þessari heims- mynd, væri þeim varið til að- stoðar við vanþróutS ríki. Atl antshafsbandalagið, undir for- ystu Bandaríkjanna, er eitt af helztu tækjum þeina, sem vilja viðhalda þessum skörpu and stæðum auðs og allsleysis. I slíkum samtökum á Island ekki heima. Samtök hernámsandstæðinga hvetja alla stuðningsmenn þessa málstaðar að fylkja liði í göng- una og á útifundinn 23. júní næst komandi. Undirbúningur göngunnar er þegar hafinn, og hafa Samtökin opnað skrifstofu í Aðalstræti 12 (2 hæð). Skrif- stofan verður fyrst urn sinn opin alla virka daga kl. 16—19, sunnudaga kl. 13—19. Sími skrif stofunnar er 24701. Starfsmaður er Eyvindur Eiríksson.“ Vanrækt námsefni Framh ar bls 8. um úti á landi að taka þátt í störfum þess, gera fundinn að eins konar landsfundi samtak- * anna. Menntamálaráðstefna F.H.K. fer fram i Leifsbúð í Hóteli Loft ! leiða og hefst kl. 10 árdegis n. k. : föstudag. Dagskrá er á þessa leið: Jón j Baldvin Hannibalsson, formað- ! ur félagsins, setur ráðstefnuna. i Dr. Matthías Jónasson flytur á- | varp er nefnist: Hefðbundin i fræði og þekkingarkrafa nútím- ans. Um vanrækt námsefni í i hugvísindum og raunvísindum fjalla Arnór Hannibalsson mag- ister (þjóðfélagsfræði), og Páll Theódórsson, eðlisfræðingur (eðlis- og efnafræði). Að loknu matarhléi kl. 2 e. h. hefur Ing- ólfur A. Þorkelsson, kennari, framsögu um kennaramenntun og kennaraskort og Hörður Berg mann, kennari, um landspróf cg leiðir til framhaldsnáms. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði og Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1968. Skoðun fer fram sem hér segir: Gerðahreppur: Þriðjudagur 4. júní Miðvikudagur 5. júní. Skoðun fer fram við barnaskólann. Miðneshreppur: Fimmtudagur 6. júní. Föstudagur 7. júní. Skoðun fer fram við Miðnes h. f. Njarðvíkurhreppur og Hafnahreppur: Mánudagur 10. júní Þriðjudagur ll.júní. Skoðun fer fram við samkomuhúsið Stapa. Grindavíkurhreppur: Miðvikudagur 12. júní Fimmtudagur 13. júní Skoðun fer fram við barnaskólann. Vatnsleysustrandarhreppur-' Föstudagur 14. júní. Skoðun fer fram við frystihúsið. Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Þriðjudagur 18. júní. Miðvikudagur 19. júní Fimmtudagur 20. júní. Föstudagur 21. júní. Skoðun fer fram við Hlégarð, Mosfellssveit. Seltjarnarneshreppur: Mánudagur 24. júní. Þriðjudagur 25. júní. Skoðun fer fram við barnaskólann. Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaðahreppur: Mánudagur 1. júli G- 1 — 2S0 Þriðiudagur 2. júlí G- 251 — 500 Miðvikudagur 3. iúli G- 501 — 750 Fimmtudagur 4. júlí G- 751 — 100G Föstudagur 5. júlí G-1001 — 1250 Mánudagur 8 júli G-1251 — 1500 Þnðiudagur 9 júii G-1505 — 200p Miðvikud’agur 10 júlí G-2001 — 2250 Fimmtudagur 11. júli G-2251 — 2500 Föstudagur 12. júli G-2501 — 2750 Mánudagur 15. júlí G-2751 — 3000 Þriðjudagur 16. júli G-3001 — 3250 Miðvikudagur 17. júlj G-3251 — 3500 Fimmtudagur 18. júli G-3501 — 3750 Föstudagur 19 júlí G-3751 — 4000 Mánudagur 22. júli G-4001 — 4250 Þriðjudagur 23. júli G-4251 — 4500 Miðvikudagur 24 júll G-4501 — 4750 Fimmtudagur 2S júh G-4751 — 480C Föstudagur 26. iúll G-4800 og bar yfir in fer frain við Suðurgötu 8, Hafnarfirði. — Skoðað am frá 9—12 og 13 - 16,30 (1—4.30 e. h. á öllum áðurnefndum skoðunarstöðum. Skylt er að sýna ljósastillingarvottorð við skoðun. Gjöld af viðtækjum bifreiða skulu greidd, við skoðun eða sýnd skilríki fyrir, að þau hafi áður verið greidd. Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skilríki fyrir þvi að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma varðar ábyrgð skv. umferðarlögum nr. 1958 og verður bifreið- in tekin úr umferð hvar sem til hennar næst, ef vanrækt er að færa hana til skoðunar. — G-eti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega. Athygli er vakin á því að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er þvi þeim, er þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega á- minntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. etta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu, 26. maí 1968. EINAR INGIMUNDARSON. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 13. júní 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.