Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jónas Sen sen@mbl.is V erdi, sem hét fullu nafni Gu- iseppe Fortunino Fran- cesco fæddist þann 10. október árið 1813. Fæðing- arbær hans var þorpið Le Roncole á Norður-Ítalíu, og bjó fjölskyldan þar við þröngan kost. Húsakynnin voru ömurleg og ekki mikill menningarbragur á heimilinu. Verdi sagði eitt sinn að hann hefði ekki hlotið neina menntun sem barn, því faðir hans hefði verið ólæs. Það var ekki rétt; Verdi átti það til að ýkja og vera dramatískur þegar hann talaði um fortíð sína, hann lýsti stundum liðnum atburðum eins og þeir væru senur í óperuharmleik. Faðir Ver- dis var ritari féhirðisins í Le Roncole á Norður- Ítalíu, þar sem fjölskyldan bjó, og hlýtur því að hafa kunnað að lesa og pára á blað. Rétt mun þó vera að tónlistaruppeldi Verdis hafi í fyrstu verið fábrotið. Fæðingarbær hans, Le Roncole var ekki stór, menningarlífið tak- markað og menntun bæjarbúa á lágu stigi. Sem ungur drengur lærði hann að lesa og skrifa hjá öldruðum prestinum í bænum, en orgelleik- arinn þar, sem einnig var aldurhniginn, kenndi honum undirstöðuatriðin í tónfræði. Verdi þótti strax efnilegur, og þegar hann var orðinn átta ára keypti faðir hans handa honum spínettu, sem er nokkurskonar semball. Á þetta hljóðfæri gat hann æft sig eins og hann vildi og hefur það sjálfsagt reynst honum vel, þótt hann kallaði það öllum illum nöfnum síðar á ævinni. Fram á veginn Námið í Le Roncole stóð ekki lengi yfir. Þegar Verdi var um tíu ára gamall dóu bæði prest- urinn og orgelleikarinn úr hárri elli. Þá var stráksi sendur í heimavistarskóla til Busseto, sem er smábær í u.þ.b. fimm kílómetra fjar- lægð. Þar hélt hann áfram tónlistarnáminu hjá kórstjóra og orgelleikara nokkrum, Ferdin- ando Provesi, og til að eiga einhverja aura spil- aði hann í messum í heimabæ sínum. Hann varð að ganga á milli í hvert skipti, og hélt oft á stígvélunum sínum á leiðinni til að slíta þeim ekki út. Í Busseto fékk Verdi ekki sérlega bitastæða tónlistarmenntun. Hann lærði þó tónsmíðar, og var iðinn við að semja músík. Þar á meðal var fjöldinn allur af hergöngulögum fyrir lúðra- sveitir, nokkrir konsertar, allskyns tilbrigði fyrir píanó og einnig trúarleg verk. Tónlist þessi er í sjálfu sér ekki merkileg en þótti þó bera vott um miklar gáfur. Hún vakti áhuga kaupmannsins sem faðir Verdis keypti vín af, en hann hét Antonio Barezzi og var áhugamaður um tónlist. Barezzi gat leikið sæmilega vel á nokkur hljóðfæri og hafði stofn- að tónlistarfélag í bænum. Hann tók Verdi und- ir verndarvæng sinn og hvatti hann til dáða. Verdi fékk að æfa sig á píanóið heima hjá hon- um, og gekk kaupmaðurinn honum að nokkru í föðurstað. Á endanum fór hann burt úr heima- vistinni sem hann hafði verið í frá því hann hélt til Busseto, og flutti inn á heimili Barezzis. Þá var hann átján ára gamall. Kynnist fyrri konu sinni Eftir að hafa dvalið á heimili Barezzis í góðu yf- irlæti í u.þ.b. ár hélt Verdi til menningarborg- arinnar Mílanó og sótti um að komast inn í tón- listarháskólann í borginni. Honum var synjað inngöngu, enda kominn fjórum árum yfir há- marksaldur. Í þokkabót þótti hæfni hans við pí- anóið ekki mikil, og svo var námi hans í ýmsum tónfræðigreinum mjög ábótavant. Ofan á allt var skólinn þegar yfirfullur. Prófdómararnir gerðu sér þó grein fyrir hæfileikum Verdis og ráðlögðu honum að finna sér einkakennara, sem hann gerði. Hann hóf nám hjá Vincenzo Lavigna, og var hjá honum í nokkur ár. En hann fyrirgaf aldrei tónlistarhá- skólanum í Mílanó fyrir að hafa hafnað sér, og minntist þess oft. Löngu síðar, þegar ráða- menn tónlistarháskólans ætluðu að heiðra hann sérstaklega, hefndi hann sín með því að hreyta framan í þá: „Þið vilduð mig ekki þegar ég var ungur, þið skuluð svo sannarlega ekki fá mig nú þegar ég er orðinn gamall.“ Fyrsta óperan Eftir að Verdi hafði dvalið í Mílanó í nokkur ár, sneri hann aftur til Busseto og hóf að starfa að tónlist. Hann kvæntist Margheritu, elstu dótt- ur Barezzis, og eignaðist með henni tvö börn. Um þessar mundir samdi hann fyrstu óp- eruna sína, sem var Oberto greifi af San Bo- nifacio, og var hún frumsýnd í La Scala í Míl- anó árið 1839. Þá var Verdi tuttugu og sex ára gamall, og lofuðu viðtökur áheyrenda góðu um glæsta framtíð á óperusviðinu. Hann hófst því strax handa við gerð þeirrar næstu, Konungur í einn dag, sem er gamanópera. Um svipað leyti flutti hann aftur til Mílanó, og þá með fjöl- skyldu sinni. Gæfan virtist blasa við honum; hann var nú virtur tónlistarmaður og ham- ingjusamur með eiginkonu sinni og börnum. Ógæfan dynur yfir En er Verdi var önnum kafinn við að semja Konungur í einn dag dó annað barn hans, og var það aðeins rétt rúmlega árs gamalt. Rúmu ári seinna dó hitt, og skömmu síðar lést eig- inkona hans. Þá var hann tæplega tuttugu og sjö ára gamall. Verdi og Margherita höfðu aðeins verið gift í fjögur ár, og eins og nærri má geta var fráfall hennar og barnanna gífurlegt reiðarslag. Það hafði varanleg áhrif á lífsviðhorf hans, og löngu síðar skrifaði hann í bréfi: „Fólk segir að óp- erur séu alltof dapurlegar, og að í þeim séu allt- of margir dauðdagar. En þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá er dauðinn það eina í lífinu. Hvað annað hefur það upp á að bjóða.“ Tveimur mánuðum eftir dauða konu hans var Konungur í einn dag færð upp. Sýningin mistókst gersamlega, áheyrendur púuðu og gagnrýnendur skrifuðu um hana eitraðar níð- greinar. Verdi hafði heldur ekki getað sinnt verkinu; óperan var ekki fullunnin þegar áföllin dundu yfir og átti eftir að lagfæra margt í handritinu. Afleiðingin af þessu var sú að Verdi lagðist í þunglyndi og missti sjálfstraustið. Hann var sannfærður um að hann gæti ekki fundið neina huggun í að semja tónlist og tók þá ákvörðun að hætta því fyrir lífstíð. Semur Nabucco Nokkru eftir að öll áföllin höfðu dunið yfir rakst Verdi fyrir tilviljun á umboðsmann sem hann þekkti, Bartolomeo Merelli. Merelli sagð- ist vera í vandræðum, því hann bráðvantaði nýja óperu fyrir La Scala. Hann hefði undir höndum texta um Gyðingana og Nebúkadnezar konung sem var eftir Temistocle nokkurn Sol- era. Annað tónskáld hafði átt að semja óperu við hann en hefði guggnað á verkinu. Væri Verdi kannski til í að lesa handritið og sjá til? Verdi samþykkti það, tók það með sér heim en óhugur fyllti hjarta hans. Hann hafði þegar ákveðið að hætta öllum tónsmíðum, og tilhugs- unin um að byrja á nýjan leik vakti með honum óþægilegar tilfinningar. Á endanum hugsaði hann með sér: Nei, að semja tónlist – það skal ég aldrei framar gera! Þegar hann kom heim grýtti hann handritinu á borð. Við það opnaðist það, og þegar hann ætlaði að loka því aftur varð honum litið á eina setningu í texta óperunnar: „Fljúgðu, hugsun, á gullnum vængjum.“ Alveg óvænt kom þá andinn yfir hann; hann fylltist áhuga og las handritið. Morguninn eftir var hann þó aftur búinn að missa móðinn. Fór hann því beina leið til Me- rellis til að skila handritinu. Hann sagði honum að hann gæti ekki tekið að sér verkefnið, en Merelli vildi ekki heyra á það minnst, tróð handritinu í frakkavasa hans, ýtti honum út úr húsinu og lokaði á nefið á honum. Þetta spark í afturendann varð til þess að Verdi herti upp hugann og byrjaði að semja aftur. Von bráðar var óperan, sem hét Na- bucco, fullgerð. Hún var frumsýnd 9. mars árið 1842 og áhorfendurnir urðu frá sér numdir af hrifningu. Verdi sló í gegn, og má segja að ferill hans hafi byrjað þá. Hróður hans barst fljótt um víða veröld og samdi hann eftir það hverja óperuna á fætur annarri. Kona með fortíð Í einu hlutverkinu í Nabucco var ung söng- kona, Guiseppina Strepponi. Hún átti eftir að verða síðari kona Verdis, og varð hjónaband þeirra farsælt. Í uppfærslunni á Nabucco var hún þegar orðin fræg, en hafði áður sungið svo mikið að rödd hennar var í hættu. Hlutverkið í Nabucco batt næstum enda á feril hennar; hún hóstaði stöðugt þegar hún var ekki að syngja, og læknarnir óttuðust að hún væri að fá berkla. Guiseppina átti vafasama fortíð. Hún hafði eignast tvö börn utan hjónabands, og á þeim tíma kallaðist það að vera „laus í rásinni“. Það var því margt sameiginlegt með Guiseppinu og Víólettu, sem er aðalpersónan í La Traviata. Víóletta er nokkurs konar yfirstéttargleðikona, er deyr úr berklum í lok óperunnar, en það er ástæðan fyrir því að verkið heitir La Traviata, sem er ýmist þýtt sem „fallna konan“ eða „hin afvegaleidda“. Í rauninni er Víóletta tákn beggja kvennanna í lífi Verdis. Hún deyr ung eins og fyrri kona hans, Margherita, og á sér litríka fortíð eins og Guiseppina, sem var einmitt vör- uð við berklum af áhyggjufullum læknum. Það var því kannski engin furða að La Traviata yrði svo mögnuð ópera sem raun ber veitni, enda var Verdi að semja músík um konu er hann þekkti í raun náið. La Traviata var frumflutt um áratug á eftir Nabucco. Hún fékk dræmar undirtektir í fyrstu. Ástæðan var sú að söngkonan í hlut- verki Víólettu var spikfeit og þótti ekki sann- færandi í hlutverki fagurrar gleðkonu, hvað þá veikburða gleðikonu með tæringu. En er óper- an var sett upp aftur með nýjum söngvurum varð hún strax gríðarlega vinsæl, þrátt fyrir tragískan endi. Það hefur hún verið allar götur síðan, þótt háðfuglar hafi stundum bent á að eitthvað sé bogið við óperu um konu sem þjáist af lungnasjúkdómi, en syngur engu að síður fullum hálsi allt fram í andlátið! Verdi í auglýsingum Um Verdi hefur verið sagt að hann hafi verið „góður“ maður, þótt hann hafi stundum verið fullur biturleika út í fortíð sína og talað niðr- andi um föður sinn og uppvaxtarár. Þegar hann komst til áhrifa reyndi hann oft að láta gott af sér leiða, m.a. stofnaði hann um síðir elliheimili fyrir tónlistarfólk. Um tvö hundruð þúsund manns voru við- staddir útför tónskáldsins árið 1901 og söfn- uðust saman fyrir utan kirkjuna þar sem at- höfnin fór fram. Guiseppina, síðari eiginkona hans, lést fáeinum árum áður. Tónlist Verdis er sígild vegna þess að hún túlkar á svo áhrifaríkan hátt einföldustu, en þó um leið dýpstu tilfinningar sem bærast í mannshjartanu. Hún er vissulega ekki byggð upp á jafnglæsilegan hátt og óperur Wagners, en laglínurnar eru stórfenglegar og þær ná á einstakan hátt að skapa stemningu sem hægt er að gleyma sér í. Að því leyti eiga óperur Ver- dis margt sameiginlegt með dægurtónlist. Og rétt eins og góð dægurmúsík er hún orðin svo samofin nútímamenningunni að hún er leikin í bíómyndum og auglýsingum fyrir allt mögu- legt. Einu sinni var ég staddur á tónleikum þegar forleikur eftir Verdi var meðal verka á efnis- skránni. Þá heyrði ég lítinn dreng segja: „Heyrðu pabbi, er þetta ekki dömubindaaug- lýsingin?“ Ljóst er að allir þekkja eitthvað eftir Verdi. Og þannig verður það eflaust um ókomna tíð. La Traviata ... fallna konan La Traviata eftir Verdi, sem var frumsýnd á fjölum Íslensku óperunnar í gær, er ein vin- sælasta ópera tónbókmenntanna. Enda var Verdi snillingur sem átti auðvelt með að búa til grípandi laglínur. La Traviata er um efni sem hann þekkti af persónulegri reynslu. Hann missti ungur eiginkonu sína úr heila- bólgu, en síðari konan hans þótti eiga litríka fortíð. Báðar þessar konur endurspeglast í aðalkvenpersónunni í La Traviata, hinni vafasömu Víólettu, sem deyr í lok óperunnar. Höfundur er píanóleikari, þáttagerðarmaður og tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Kvöldverðarboð Víólettu Sigrún Pálmadóttir (Víólet

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.