Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkrahúsið Vogur Móttökuritari - læknaritari Lausar eru til umsóknar stöður ritara við Sjúkrahúsið Vog. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir í síma 824 7600. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til Sjúkrahúsins Vogs, Stór- höfða 45, 110 Reykjavík, merktar viðkomandi störfum, eigi síðar en 14. jan nk. Laus störf hjá Olíudreifingu ehf. Verkefnastjóri / verkstjóri Óskað er eftir að ráða verkefnastjóra á Þjónustudeild Olíudreifingar í Reykjavík. Um fjölbreytt starf er að ræða við skipulagn- ingu og umsjón verka, bæði nýframkvæmdir og viðhald á tækjabúnaði tengdum eldsneytis- afgreiðslu. Umsækjandi þarf að hafa iðnmenntun, helst meistararéttindi, á sviði járniðnaðar eða raf- virkjunar. Umsækjandi þarf að hafa góða framkomu og eiga gott með að hafa samskipti við viðskipta- vini og samstarfsmenn. Stjórnunarreynsla er skilyrði Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Árni Ingimundarsson, sími 550 9940. Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 og Olís. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996. Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is Krýsuvík Meðferðarheimilið í Krýsuvík óskar að ráða áfengis og vímuefnaráðgjafa, í fullt starf, sem fyrst. Nánari upplýsingar á netfanginu: lovisa@krysuvik.is Málarar Óska eftir að ráða vana málara til framtíðar- starfa. Upplýsingar gefur Alfons í síma 663 5003, eða senda umsókn á netfang alfons@simnet.is ALHLIÐAMÁLUN EHF . Matráður óskast Leikskólinn Sælukot óskar eftir matráði til starfa í 50% stöðu. Leikskólinn notast eingöngu við grænmetisfæði. Nánari upplýsingar veitir Didi í síma 562 8533 . Leikskólinn Sælukot, Þorragötu 1. Grunnskóli Mýrdalshrepps, Vík í Mýrdal Aðstoðarskólastjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra vegna fæðingarorlofs frá 1. febrúar 2008 til eins árs. Grunnskóli Mýrdalshrepps er fámennur skóli með um 70 nemendur í 1. -10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og öflugt starfs- lið. Aðaláherslur í skólastarfinu eru á mann- rækt og umhverfi, unnið er að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar, unnið markvisst með einstaklingsmiðað nám og skrefin sjö að Grænfánanum. Skólinn er þátttakandi í verkefni Lýðheilsu- stöðvar: Allt hefur áhrif, einkum við sjálf. Heimasíða skólans er http://gsm.ismennt.is Heimasíða Mýrdalshrepps: http://vik.is Nánari upplýsingar gefa : skólastjóri Kolbrún Hjörleifsdóttir í síma 487 1242 / 866 7580, netfang: kolbrun@ismennt.is - og sveitarstjóri Sveinn Pálsson í síma 487 1210. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja umsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.