Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grandaskóli óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi störf: Þroskaþjálfa eða kennara til að vinna með einstökum nemendum, 75 – 100 % starfs- hlutfall. Starfsmanni til að hafa umsjón með kaffistofu starfsfólks, 75 % starfshlutfall. Umsóknarfrestur til 14. janúar 2008. Umsjónarmanni skóla, 100 % starfshlutfall. Umsóknarfrestur til 1. febrúar 2008. Íþrótta- /sundkennara v/forfalla frá 1. febrúar. Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri á borkur@grandaskoli.is og Inga aðstoðar- skólastjóri á inga@grandaskoli.is , sími 561 1400. Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í vest- urbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um 290 tal- sins í 1. – 7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska, metnaður og góður andi. Sérfræðingur Umhverfisstofnun auglýsir starf sérfræðings laust til umsóknar. Meginverkefni sérfræðingsins eru undirbúningur og gerð starfsleyfa fyrir atvinnurekstur, einkanlega stóriðju (málmbræðslur, verksmiðjur), og samskipti við ýmis fyrir- tæki. Í boði er starf með margvíslegum þróunarmöguleik- um hjá nýlega endurskipulagðri stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: ● Háskólapróf á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda eða sambærileg menntun ● Framhaldsmenntun æskileg ● Þekking og/eða reynsla af iðnaðarferlum og starfsemi stóriðju ● Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: ● Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir ● Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi ● Er skipulagður og með ríka þjónustulund ● Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Sjá nánar: www.ust.is Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri mengunarvarna á sviði hollustuverndar og mengunarvarna. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir um ofangreint starf skulu sendar til Umhverfisstofnununar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eigi síðar en 21. janúar 2008. Upplýsingar um starfið veita Kristján Geirsson, deildarstjóri (kristjan@ust.is) og Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri (gunnlaug@ust.is), sími 591 2000. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík Sími 591 2000 M bl 9 55 35 3 Ritari óskast! Rótgróin fasteignasala í Reykjavík óskar eftir ritara í framtíðarstarf. Starfsreynsla ekki skilyrði. Vinnutími frá 9-17 virka daga. Góð framkoma, íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist á box@mbl.is merktar R 21050 fyrir 13. janúar næstkomandi. í leit að liðsauka Lífstykkjabúðin óskar að ráða öflugan starfs- kraft í sölu og almenna afgreiðslu. Verslunin þjónar breiðum hópi viðskiptavina og býður mikið úrval af hágæða undirfötum og nátt-fat- naði. Leitað er að heiðarlegum og þjónustulunduð- um einstaklingi á aldrinum 30-60 ára, sem er stundvís og hefur góða framkomu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af af- greiðslustörfum. Um er að ræða starf hálfan og/eða allan daginn. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist til lifstykkjabudin@simnet.is eða berist í verslunina að Laugarvegi 82. Lífstykkjabúðin var stofnuð árið 1916. Verslunin hefur alla tíð þjónað breiðum hópi traustra viðskiptavina sem samanstendur af ungum konum á öllum aldri. Allt frá upphafi hefur Lífstykkjabúðin verið þekkt fyrir gæði, gott vöruúrval og afbragðs góða þjónustu. Rafsmiðjan ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja og rafvirkjanema til framtíðarstarfa. Mikil og fjölbreytt verkefni fram undan. Hæfniskröfur: Rafvirkjar:  Meistara- eða sveinspróf í rafvirkjun.  Sjálfstæð vinnubrögð.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Stundvísi. Rafvirkjanemar:  Starfsreynsla í rafvirkjun æskileg.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Stundvísi. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á rafsmidjan@simnet.is Öllum umsóknum verður svarað. Hrafnista í Hafnarfirði Aðstoðardeildstjóri. Við leitum að aðstoðardeildastjóra á 3b. Um er að ræða fullt starf og er staða laus nú þegar. Við leitum að reyndum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra og er tilbúin(n) til að taka þátt í uppbyggingu og þróun hjúkrunar á Hrafnistu. Upplýsingar gefur Þórdís B. Kristinsdóttir forstöðumaður í síma 585 3101 eða 664 9400. Netfang: thordis@hrafnista.is SECURITY GUARD The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard in the Security Section. The closing date for this postion is January 20, 2008. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://iceland.usembassy.gov/vacan- cies.html. Please send your application and resumé to : reykjavikvacancy@state.gov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.