Morgunblaðið - 13.01.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.01.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2008 B 25 Starf heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir laust starf heilbrigðisfulltrúa Starfsmaðurinn hefur aðsetur á Akranesi. Starf- ið er mjög fjölbreytilegt og starfssvæðið er allt Vesturland. Meðal verkefna eru eftirlitsstörf, út- tektir, undirbúningur funda og skýrslugerð. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. febrúar nk. eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi skv. lögum nr. 7/1998 og reglugerð nr. 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa. Leitað er að starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og er lipur í samskiptum. Viðkomandi þarf ekki að hafa bíl til umráða. Umsóknarfrestur er til 28. janúar nk. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 433 7117. Orkustofnun óskar eftir að ráða vefstjóra og kynningarfulltrúa. Helstu verkefni: ● Umsjón með vef stofnunarinnar. ● Umsjón með útgáfu- og kynningarmálum og þ.m. samskipti við hönnuði og prentsmiðjur. ● Umsjón og skipulagning á ráðstefnum og fræðslufundum. ● Ritstjórn á ársskýrslu stofnunarinnar. Menntun og hæfniskröfur: ● Háskólamenntun sem nýtist í starfi. ● Reynsla af vefmálum og vefumsjónarkerfum. ● Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli. ● Færni í ensku og einu norðurlandamáli. ● Skipulögð vinnubrögð. ● Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. ● Lipurð í samskiptum og hæfileiki til að vinna í hóp. Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins við viðkomandi stéttarfélög svo og stofnanasamningum stofnunarinnar við þau. Orkustofnun stefnir að því að hækka hlutfall kvenna í starfsliði sínu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðni Jóhannesson, sími 569-6000, netfang gudni.a.johannesson@os.is. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, eða á netfang gd@os.is, eigi síðar en 28. janúar 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Orkumálastjóri Vefstjóri og kynningarfulltrúi á Orkustofnun Aðstoðarskólastjóri við Sunnulækjarskóla Staða aðstoðarskólastjóra við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus til umsóknar Umsækjandi þarf að hafa kennarapróf, góða stjórnunar- og skipu- lagshæfileika, mikla hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi. Þekking og færni á sviði stjórnunar, reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsókn fylgi greinargerð þar sem fram komi hver er reynsla og menntun umsækjanda, hvaða sýn hann hefur á skólastarf, nýbreytni og hlutverk skólastjórnenda í skólastarfi. Við Sunnulækjarskóla eru 340 nemendur í 1. – 7. bekk veturinn 2007– 8 en einn árgangur mun bætast við skólann næstu þrjú árin. Frekari upplýsingar má finna á vef skólans http://www.sunnulaekjarskoli.is og hjá skólastjóra, Birgi Edwald, í síma 480 5400 eða tölvupósti: birgir@sunnulaek.is. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2008. Laun fara eftir kjarasamningi LN og KÍ. Umsókn sendist til skólastjóra Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, 800 Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.