Morgunblaðið - 15.01.2008, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ég verð að fá DNA-test á strákinn, Pétur fer ekki ofan af því að ég hafi ekki valið þann hæf-
asta, hann virðist bara ekki trúa því að Steini litli sé sonur Dabba.
VEÐUR
Morgunblaðið var helzti þátttak-andinn í Silfri Egils í fyrra-
dag, jafnt hjá viðmælendum sem
stjórnandanum, Agli Helgasyni.
Fulltrúar allra stjórnmálaflokka
nema Frjálslynda flokksins sátu í
Silfri Egils á sunnudag og ræddu
mál líðandi stundar og vitnuðu í
bak og fyrir í skrif Morgunblaðsins.
Margt varskrafað og
skeggrætt, fátt
nýtt kom fram,
og þó.
Þau Árni PállÁrnason,
Ragnheiður Elín
Árnadóttir,
Björn Ingi Hrafnsson og Álfheiður
Ingadóttir, sem tilheyra fjórum
ólíkum stjórnmálaflokkum, Sam-
fylkingu, Sjálfstæðisflokki, Fram-
sóknarflokki og Vinstri grænum,
voru þverpólitískt sammála um að
Morgunblaðið héldi uppi öflugri
stjórnarandstöðu.
Eitt skondnasta atriði þessa sjón-varpsleikrits voru orðaskipti
Egils og Álfheiðar, þar sem Egill
spurði Álfheiði hvers vegna „Mogg-
inn væri svona hallur undir vinstri
græn“.
Álfheiður svaraði eitthvað á þessaleið: „Mogginn telur sig geta
hampað einhverjum til þess að slá
hann niður. Við vinstri græn látum
það ekki trufla okkur. Við sofum al-
veg óháð því hver er uppi í náðinni
hjá Mogganum og hver er það ekki
vegna þess að það er bara til skiptis
eftir því hvernig vindurinn blæs.
Hugsunin þarna er völd. Samstarf í
ríkisstjórn er um verkefni, ekki
völd.“
Þá vitum við það! Skyldi Álfheiður hafa borið
þessa stjórnmálaskýringu undir
Svandísi Svavarsdóttur, flokks-
systur sína? Voru berin nokkuð súr,
Álfheiður?
STAKSTEINAR
Álfheiður
Ingadóttir
Helzti þátttakandinn fjarverandi
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#"
##
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
$ $ $
$
$
$
$
$ $
*$BC %%
!" "
#
$
*!
$$B *!
& ' ( %
%' %
" )"
<2
<! <2
<! <2
& (# %* +,%-#".
D2
E
/
%&
' !"
<7
#
!"(
)*
8
$&
(
+" * "() /0##
%%"11#"%%2 "
"%* +
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Kristín M. Jóhannsdóttir | 14. janúar
Dómarafífl
Einhvern tímann í vor
eða sumar skrifaði ég
langa færslu um dóm-
arafífl sem dæmdi leik-
inn okkar í Presto og
gjöreyðilagði gamanið
því hann dæmdi ein-
göngu á okkar lið. Dómarinn í leiknum
okkar í dag er í harðri samkeppni um
titilinn ’Versti dómari allra tíma’.
Þessi var reyndar skárri en hinn að því
leyti að hann dæmdi jafnmikið á bæði
lið en það var yfirleitt ekki heil brú í því
sem hann gerði. ...
Meira: stinajohanns.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 14. janúar
Á hverju stendur,
Jóhanna?
Allra augu mæna nú til
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, félags- og
tryggingamálaráðherra.
Menn bíða þess að sjá
hvað hún ætlar að gera
í lífeyrismálum aldr-
aðra. Hún hefur ekkert gert enn. Hún
tók við lífeyristryggingum almanna-
trygginga og yfirstjórn Tryggingastofn-
unar um síðustu áramót. En hún var
byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir
áramót og búin að skipa nefndir
Meira: gudmundsson.blog.is
Egill Bjarnason | 14. janúar
Gleðilegan
flugdrekadag
Hundruð flugdreka svifu
yfir smábænum Pus-
hkar í dag, á degi flug-
drekans. Eftir því sem
ég best veit fór ekki
fram nein formleg
keppni í að fljúga drek-
unum en það var augljós metingur
milli nágranna, bæði barna og fullorð-
inna. Enginn sem ég spjallaði við virt-
ist vita hvers vegna þessi hefð væri
tilkomin en hún er víst nokkuð út-
breidd á Indlandi. …
Meira: austurlandaegill.blog.is
Andrea Ólafsdóttir | 14. janúar
Drepa skólar sköp-
unarhæfileika?
Mannrækt í skólum?
Menntun fyrir betri
heim? Sittu kyrr og
gerðu verkefnin þín,
barn! Ef þú getur ekki
setið kyrr og einbeitt
þér tímunum saman þá
ertu sennilega bara veikur og þarft að
fara á lyf. Eða hvað? … Skrifaðu
svona og reiknaðu svona. Þú mátt
helst ekki teikna, syngja eða dansa
alltof mikið í skólanum, því þar áttu
að læra „mikilvægari“ námsgreinar.
Er það börnum virkilega eðlilegt að
sitja kyrr klukkutímum saman með ör-
stuttum frímínútum þar sem þau fara
aðeins út að viðra sig? Er kerfið
kannski gallað, en ekki börnin? Sir
Ken Robinson segir að svo sé og að
það besta fyrir börnin okkar sé að
leyfa þeim að finna hæfileika sína og
rækta þá, en ekki vera algerlega föst í
kerfinu eins og það er í dag með alla
áherslu á akademíu í hausnum.
Árið 1930 var ung stúlka í skóla og
foreldrar hennar fengu sífellt kvartanir
um að hún bara gæti ekki setið kyrr
og einbeitt sér og væri kannski veik,
svo móðirin fór með hana til læknis.
Læknirinn var greinilega ekki þröng-
sýnn og einblíndi ekki á sjúkdóma-
væðinguna eins og hún hefur tekið yf-
ir núna. Hann horfði á barnið og svo
fór hann fram með móðurina og
kveikti á tónlist og skildi barnið eftir.
Stelpan byrjaði strax að hreyfa sig í
takt við tónlistina og læknirinn sagði;
líttu á dóttur þína, hún er ekki veik,
hún er dansari!
Litla stúlkan fór í dansskóla og
samdi stóra söngleiki sem urðu fræg-
ir og varð milljónamæringur fyrir vikið.
Í dag myndi hann mjög líklega einfald-
lega setja hana á rítalín og segja for-
eldrunum að hún væri bara ofvirk.
Endilega hlustið á þennan mann
sem hefur hlotið mikla virðingu á
heimsvísu fyrir hugmyndafræði sína
um menntun framtíðarinnar. Ég veit
að ég er sammála þessum manni og
hef stórkostlegar efasemdir um að
hið hefðbundna skólakerfi sé gott fyr-
ir börn og þroska þeirra.
Spurningar sem ég tel að við þurf-
um í það minnsta að spyrja okkur að
er hvort börnum sé virkilega eðlilegt
og náttúrlegt að sitja kyrr mestallan
daginn yfir bókum? Þarf meiri leik og
meiri listir í skólana sem hluta af
venjulegu námi til að ...
Meira: andreaolafs.blog.is
BLOG.IS
NEFND félagsmálaráðherra um úr-
bætur í húsnæðismálum hefur skilað
skýrslu sinni og tillögum til félags-
málaráðherra.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hag-
fræðingur í félagsmálaráðuneytinu
og formaður nefndarinnar, kvaðst
ekki geta greint frá niðurstöðum
nefndarinnar á þessu stigi. Þær séu
nú á borði félagsmálaráðherra sem
muni kynna þær í ríkisstjórn. Síðan
verði tekin ákvörðun um áframhaldið.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði í utandagskrár-
umræðu í nóvember sl. að hún vonaði
að tillögurnar gætu bætt hag fyrstu-
íbúðarkaupenda, byggt upp almenni-
legan leigumarkað og fjölgað búsetu-
formum, m.a. með húsnæðissam-
vinnufélögum.
Í nefndinni sátu fulltrúar félags-
málaráðuneytis og fjármálaráðuneyt-
is, Reykjavíkurborgar, Sambands
sveitarfélaga, Alþýðusambands Ís-
lands, Samtaka atvinnulífsins og
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Nefnd um húsnæðismál
hefur lokið störfum
BÚÐDÆL-
INGAR!
Er ég kem heim í Búðardal bíður mín brúðarval,
en 44 annarra íbúa Búðardals beið líka vinningur
í Happdrætti Háskólans á síðasta ári.
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
TIL HAMINGJU