Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 50
50 F MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ BORGARHRAUN - EINBÝLI Til sölu 166 fm einbýli, þar af er bílskúrinn 46 fm Um er að ræða timburhús, byggt 2001. Þrjú svefnherbergi, parket á gólfum. Baðherbergi með flísum á gólfi, innrétting og sturtuklefi. Eldhús með góðri innréttingu úr beyki með ljósum hurðum. Parket á eldhúsi, gangi og stofu. Verð 34,6 millj. BIRKIMÖRK - ENDARAÐHÚS 108 fm steinsteypt endaraðhús, byggt 2005 steinað að utan með marmarasalla. Svefnher- bergin eru tvö, með skápum og eikarparketi. Að auki er eitt geymsluherbergi með flísum á gólfi. Upptekið loft, opið á milli eldhúss og stofu. Lóð frágengin með þökum og timbur- verönd. Verð 23,9 milljónir. FLJÓTSMÖRK - EINBÝLI Til sölu gott eldra hús sem er 129 fm, þar af er bílskúrinn 37 fm Þrjú svefnherbergi. Nýleg eldhúsinnrétting. Garðskáli og heitur pottur. Hús á frábærum stað, miðsvæðis í bænum, rétt við skólann. Verð 23,2 millj. HEIÐARBRÚN-RAÐHÚS. Vorum að fá til sölu steypt 129 fm raðhús með bílskúr. Húsið skiptist í anddyri, hol, þrjú góð herbergi, stofu, eldhús og bað. Á gólfum er korkur, flísar og parket. Útg.á timburverönd úr stofu. Bílskúr er 22 fm og er inni í ferm.tölu húss. Verð 25,8 millj. HEIÐARBRÚN - PARHÚS Athyglisvert hús. Mikið pláss fyrir lítinn pen- ing. Þetta er 139 fm parhús á þremur pöllum, þar af er bílskúrinn 22 fm. Gengið er inn á mið- pall, þar er forstofa, tvö herbergi og baðher- bergi. Þaðan er gengið upp í stofu. Neðst er eldhús, þvottahús og tvö herbergi. Í stofu er loft panilklætt. Verð 21,8 millj. BJARKARHEIÐI - PARHÚS Til sölu 180,3 fm parhús með innbyggðum bíl- skúr. Svefnherbergin eru fjögur, stórt baðher- bergi með útgangi út. Opið er á milli stofu og eldhúss. Upptekin loft, klædd með þiljum. Parket á gólfum, nema á baðherbergi, for- stofu og þvottahúsi sem er flísalagt. Bíl- skúrinn er 35,8 fm Verð 35,2 millj. HEIÐARBRÚN - EINBÝLI Til sölu gott steinsteypt 172,9 fm einbýli, þar af er bílskúrinn 50,5 fm Íbúðin skiptist í: 3-4 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, for- stofu, eldhús, þvottahús og stofu. Borðstofa og gangur með parketi, teppi á stofu, dúkur á herbergjum, baðherbergi og forstofa flísa- lögð. Fallegur garður. Verð 25,6 millj. BJARKARHEIÐI - PARHÚS 137 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Bygg- ingarár 2002. Allar innréttingar eru úr ma- hogny. Opið er á milli stofu og eldhúss. Gólf með ljósum flísum. Svefnherbergin eru þrjú og eru öll með skápum og þar er parket á gólf- um. Innangengt er í bílskúrinn. Stór timbur- verönd. Mjög sérstakur arkitektúr. Verð 27,9 millj. BORGARHRAUN - EINBÝLI Til sölu 189 fm einbýli í grónu hverfi. Húsið er steinsteypt, 143 fm og bílskúrinn 46 fm Þetta er mikið endurnýjað hús. Eldhúsið með nýlegri innréttingu og nýjum tækjum. Baðherbergið nýuppgert með baðkari og sturtu. Svefnher- bergin eru fjögur. Vinkillaga stofa með arin, upptekið loft og viðarklætt. Verð 34,8 millj. LAUFSKÓGAR - NÝJAR ÍBÚÐIR Til sölu nýjar íbúðir í fjórbýlishúsi. Um er að ræða 148 fm íbúðir á efri hæð og þeim fylgir 38,4 fm bílskúr, en íbúðir á neðri hæð eru 131 fm Sérinngangur í allar íbúðir. Skipulag: þrjú svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, þvotta- hús og opið rými með eldhúsi og stofu. Inn- réttingar og parket úr ljósri eik. Verð 25,9 - 34,5 millj. Þorlákshöfn - Básahraun - Einbýli Til sölu fallegt 219 fm einbýlishús, þar af 52 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stóra stofu, gott sjónvarpshol, eldhús, for- stofu, baðherbergi og þvottahús. Flísalagt stórt baðherbergi þar sem er baðker, sturta og innrétting. Gólfefni eru flísar og parket. Eldhús með eikarinnréttingu. Verð 28.7 millj. HEIÐARBRÚN - PARHÚS Fallegt og vandað, 140 fm parhús með innb. bílskúr í steinsteyptu húsi. Tvö rúmgóð svefn- herb., björt stofa og sjónvarpsstofa. Glæsilegt baðherbergi. Fallegar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Húsið er viðhaldslítið að utan, ma. eru veggir marmarasallaðir, litað bárustál á þaki og gluggar álklæddir. Verð 28,5 millj.. ÞORLÁKSHÖFN - LAUS Til sölu 65,9 fm, tveggja herbergja íbúð í snyrtilegu fjölbýli í Þorlákshöfn. Eikarparket á stofu og holi. Eldhús með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Svefnherbergi með dúk og stór- um skápum. Flísalagt baðherbergi. Stórar svalir. Ath!! laus strax!! Verð 10,9 millj. HRAUNBÆR HVERAGERÐI - PAR- HÚS Til sölu 153,4 fm parhús með innbyggðum bíl- skúr. Húsið selst tilbúið að utan og tilbúið til innréttinga. Þetta er timburhús, klætt liggjandi vatnsklæðningu, þakið er með lituðu báru- stáli. Gólfhiti í allri íbúðinni. Svefnherbergin eru þrjú. Rúmgott baðherbergi og gestasnyrt- ing. Góð geymsla. Verð 24,9 millj. Grensásvegi 13, 2. hæð - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - Fax 570 4810 Kristinn G. Kristjánsson löggiltur fasteignasali Ingibjörg Sverrisdóttir sölufulltrúi Hveragerði Árni Stefánsson viðskiptafræðing- ur og löggiltur fasteignasali KAUPENDUR ATH. HÖFUM TIL SÖLU Í HVERAGERÐI SÉRBÝLI FRÁ KR. 21. MILLJ. VILTU VERA MEÐ GARÐ, PALL OG HEITAN POTT? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ GIMLI HVERAGERÐI HVERAGERÐI - ÞORLÁKSHÖFN SUÐURLAND - S: 483 5900 AUSTURMÖRK - IÐNAÐARHÚS- NÆÐI Gott iðnaðarhúsnæði við Austurmörk í Hvera- gerði. Grunnflötur húsnæðisins er 83,1 fm Mjög góð aðkoma. Hiti í plani. Bakdyrainn- gangur að sunnanverðu. Eignin er öll máluð í hólf og gólf. Búið er að innr. kaffistofu, skrif- stofu og snyrtingu. Hitalagnir í gólfi. Verð 13,4 millj. EINBÝLI RAÐ- OG PARHÚS FJÖLBÝLI ATVINNUHÚSNÆÐI ÞORLÁKSHÖFN ARNARHEIÐI - EINBÝLI Til sölu gott 157,5 fm einbýlishús þar af er bíl- skúrinn 26,6 fm Svefnherbergin eru þrjú. Ljós eldhúsinnrétting. Parket og hurðir eru úr ma- hogny. Gestasnyrting í anddyri. Flísalagt bað- herbergi með fallegri innréttingu, hvort tvegg- ja baðkar og sturtuklefi. Verð 30,7 millj. HEIÐARBRÚN - EINBÝLI Vorum að fá til sölu 171 fm einbýli, þar af er bílskúrinn 39 fm Svefnherbergin eru þrjú. Eld- hús með nýlegri hvítri innréttingu. Flísar á skála, forstofu, stofu, eldhúsi og gangi. Gott þvottahús með bakdyrainngangi. Upptekið og viðarklætt loft í eldhúsi og stofu. Stór timbur- verönd er fyrir framan húsið. Verð 29,9 millj. BIRKIMÖRK - RAÐHÚS Til sölu 152,8 fm nýlegt raðhús með 27,3 fm innbyggðum bílskúr. Húsið er steinsteypt og steinað. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, forstofa og geym- sla. Allar innréttingar eru úr eik, eins og park- etið. Baðherbergið flísalagt, sturtuklefi og baðkar. Opið er á milli stofu og eldhúss. Verð 29,7 millj. Minjasafnið á Akureyri opnaði um helgina ljósmyndasýninguna „Þekkir þú … fjölbreytileika mannlífsins?“ Á vefsíðu Akureyrarbæjar kemur fram að Minjasafn Ak- ureyrar óskar eftir aðstoð mann- glöggra einstaklinga meðal al- mennings við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp. „Sýningin samanstendur af 70 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Þær eru teknar víða um landið á árunum 1920- 1960 og eru flestar úr safni ljós- myndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Það ljósmyndasafn er eitt af mörgum sem eru í eigu Minjasafnins, en ljósmyndadeild þess státar af safnkosti upp á 2,5 milljónir mynda. Það er því í hópi stærstu safna sinnar tegundar á landinu,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Margar myndanna eru óþekkt- ar og því hefur verið brugðið á það ráð að að setja saman sýn- ingaröðina „Þekkir þú …?“ Þessi sýning er önnur í þeirri sýn- ingaröð. Þannig vekur safnið at- hygli og áhuga glöggra ein- staklinga á því að koma og vita hvort þeir kannist við það sem fyrir augu ber á ljósmyndunum. Sýningin var opnuð sl. laug- ardag, 2. febrúar, og verður opin alla laugardaga til 26. apríl. Allir eru velkomnir og enginn að- gangseyrir er tekinn fyrir að heimsækja þessa skemmtilegu sýningu. Óþekktar ljósmyndir Skerða hefur þurft afhendingu á heitu vatni á Akranesi og í Borg- arnesi frá því á mánudag. Þetta kemur fram á vefsíðu sveitarfé- lagsins Borgarbyggðar. Þar segir að þetta hafi verið gert í öryggisskyni eftir að vatnsborð í heitavatnsgeymum hafði lækkað mjög í kjölfar rekstrartruflana um síðustu helgi. Frekari skerðing möguleg „Ekki er útilokað að til frekari skerðinga komi næstu daga. Bæj- arfélögin sjálf, sem reka m.a. sund- laugarnar, og Laugafiskur, þar sem skerðingarheimildir eru í samn- ingum, hafa orðið fyrir skerðing- unni. Óvíst er hvort ástandið kemur til með að bitna á almennum not- endum.“ Þá segir að stöðuna nú megi rekja til rafmagnsleysis í óveðrinu um síðustu helgi. Þá hafi dælur stöðvast og í kjölfarið hafi lækkað mjög í heitavatnsgeymum. „Eftir að dælur fóru af stað brast aðalæð sem leiddi til þess að vatns- borð í tönkum lækkaði enn frekar. Nú er verið að fylla á þá og á vatns- borð að verða viðunandi undir kvöld. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vesturlandi síðustu ár og hefur það kallað á aukna notkun á heitu vatni. Bara á Akranesi hefur t.a.m. aukningin numið 37% frá árinu 2000. Flutningsgeta verður aukin Akurnesingar og Borgnesingar fá vatn úr Deildartunguhver og fleiri jarðhitasvæðum í héraðinu um lögn sem komin er til ára sinna. Hún er í eigu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB), sameig- inlegs fyrirtækis Orkuveitu Reykja- víkur og ríkisins. Dælugeta á lögn- inni annar ekki lengur eftirspurn við langvarandi álagstoppa. Næsta sumar verður byggð dælustöð við lögnina sem tryggja mun verulega aukna flutningsgetu hennar. For- stjóri Orkuveitunnar og nýr stjórn- arformaður OR auk fram- kvæmdastjóra HAB áttu í dag fund með sveitarstjórnarfólki frá Akra- nesi og Borgarbyggð og fóru yfir stöðuna, segir að lokum í frétta- tilkynningunni. Skortir heitt vatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.