Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Bragason náttúrufræðingur hyggst óska eftir rökstuðningi Þór- unnar Sveinbjarnardóttur umhverf- isráðherra á ráðningu Kristín- ar Lindu Árna- dóttur í starf for- stjóra Umhverfisstofn- unar (UST). „Ég ætla líka með málið til um- boðsmanns Al- þingis þegar rök- stuðningur ráðherra liggur fyrir,“ segir Árni og tekur fram að hann bíði þess nú að ráðuneytið tilkynni umsækjendum bréflega hver hafi verið ráðinn í stöð- una, en þegar það bréf berist hafi um- sækjendur fjórtán daga til að óska eftir rökstuðningi. Bendir hann á að hann muni alfarið virða þá fresti sem stjórnsýslan bjóði upp á og því ekki óska eftir rökstuðningi fyrr en bréfið hafi borist. Í samtali við Morgunblað- ið útilokar Árni ekki að hann muni jafnframt óska eftir áliti Jafnréttis- ráðs, en frestur til slíks sé allt að eitt ár frá ráðningu. Fyrrverandi stað- gengill forstjóra „Ég tel að ég, ásamt alla vega sjö öðrum einstaklingum, sé hæfari en sá sem fékk starfið,“ segir Árni og tekur fram að í því mati sínu vísi hann bæði til menntunar og reynslu umsækj- enda sem og þekkingar þeirrar á starfinu og starfsemi UST. Árni var forstjóri Náttúruverndar ríkisins í tæp fimm ár, forstöðumaður Náttúruverndarsviðs Umhverfis- stofnunar (UST) og staðgengill for- stjóra UST í rúm fjögur ár. Umsækjendur um stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar voru auk Krist- ínar Lindu, sem ráðin var í stöðuna, þau Áki Ármann Jónsson forstöðu- maður, Árni Bragason sérfræðingur, Bergur Sigurðsson framkvæmda- stjóri, Guðmundur Rúnar Svavars- son rekstrarstjóri, Gunnlaug Einars- dóttir sviðsstjóri, Halldór Árnason framkvæmdastjóri, Halldór Ó. Zoëga forstöðumaður, Hjalti J. Guðmunds- son sviðsstjóri, Jón Örvar Geirsson Jónsson nemi, Karl Friðriksson framkvæmdastjóri, Kristín Elfa Guðnadóttir ritstjóri, Kristján Geirs- son fagstjóri, María Theodórsdóttir nemi, Már Karlsson fjármálastjóri, Ólafur Ólafsson ráðgjafi, Sigurbjörg Gísladóttir forstöðumaður, Sigurður Magnús Garðarsson prófessor, Soffía B. Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri, Stefán Örn Guðmundsson vaktstjóri, Tómas J. Knútsson fram- kvæmdastjóri, Trausti Baldursson fagstjóri og Þórður B. Sigurðsson að- stoðarframkvæmdastjóri. Hjá aðstoðarmanni umhverfisráð- herra fengust síðdegis í gær þær upplýsingar að ein beiðni um rök- stuðning hefði þegar borist. Hyggst óska eftir rökstuðningi Telur a.m.k. átta umsækjendur hæfari en þann sem var ráðinn Árni Bragason „VIÐ erum hér í húsnæði sem út af fyrir sig er að mörgu leyti ágætt. Hins vegar eru þessar byggingar sem Vegagerðin á hér í Borgartúni 5 og 7 orðnar á skjön við það sem er verið að gera hér í kring. Þetta eru gamlar verkstæðisbyggingar og nýtingin á þeim er orðin lítil. Auk þess sem þessar byggingar þarfnast orðið töluverðs viðhalds,“ segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri en Ríkiskaup hefur auglýst eftir að taka á langtímaleigu skrifstofu- og þjónustuhúsnæði fyrir starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborg- arsvæðinu. Í auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag kom fram að vel kæmi til greina að bíða eftir húsnæði sem byggja þyrfti frá grunni, ef það væri talið gefa hagstæðustu lausnina. Í samtali við blaðamann bendir Jón á að ekki hafi verið sett nein tímamörk í auglýsingunni, enda sé ekki aðkallandi fyrir Vegagerðina að flytja úr Borgartúninu þar sem núverandi húsnæði rúmi vel starf- semi Vegagerðarinnar. „Það var valin sú leið að auglýsa eftir hús- næði og kanna hvað væri á markaði,“ segir Jón og tekur fram að bjóðist húsnæði sem for- svarsmenn telji æskilegt og gott þá sé ljóst að eignir Vegagerð- arinnar í Borgartúni verði seldar. Í fyrrnefndri auglýsingu kemur fram að húsrýmisþörf Vegagerð- arinnar sé áætluð um 5.000 fermetr- ar sem skiptist annars vegar í skrif- stofur og hins vegar grófstarfsemi, þ.e. þjónusturými fyrir m.a. búnað og tæki. Að sögn Jóns er ekki úti- lokað að annars vegar stjórnsýslu- hluti Vegagerðarinnar og hins veg- ar grófstarfsemin verði sitt á hvorum staðnum í höfuðborginni reynist það fjárhagslega hagkvæm- ara. Bendir hann á að gróf- starfsemin þurfi þó að vera staðsett nálægt helstu samgönguæðum. Húsnæðis leitað fyrir Vegagerðina Jón Rögnvaldsson  Aðkallandi viðhald á núverandi húsnæði  Sala þess ekki útilokuð STARFSMENN ríkislögreglustjóra sóttu í gær gögn hjá skattrannsókn- arstjóra ríkisins sem varða rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum Óskars Magnús- sonar, fyrrum stjórnarformanns Baugs. Eins og kunnugt er hafði skatt- rannsóknarstjóri margoft neitað að afhenda gögnin. Embætti ríkislög- reglustjóra greip þá til þess ráðs að óska eftir húsleit hjá skattrannsókn- arstjóra. Málinu var vísað til héraðs- dóms sem féllst á húsleitina og það sama gerði Hæstiréttur. Eftir að Hæstiréttur hafði fallist á kröfu rík- islögreglustjóra um að embættið mætti gera húsleit hjá skattrann- sóknarstjóra, var skatttrannsóknar- stjóra nauðugur einn kostur. Ekki fór þó fram eiginleg leit í húsakynn- um skattrannsóknarstjóra heldur voru gögnin afhent. Ríkislög- reglustjóri kominn með gögninVIGDÍS Finnbogadóttir opnaði, ásamt nemendum úr Landakots- skóla, vefnámskeiðið www.engl- ishgame.is í gær. Námskeiðið er ætlað byrjendum í enskunámi og gerir þeim kleift að bæta við kunnáttu sína á nýstár- legan hátt. Nemendur hanna eigin leikpersónu sem leysir tungu- málaþrautir í björgunarleiðangri. Enskri málfræði og málnotkun er fléttað inn í atburðarásina. Vefnámskeiðið er byggt á nýjustu kenningum um máltöku barna og markmið þess fylgja aðalnámskrá grunnskólanna. Námskeiðið er þróað í Flash- forriti í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, verkefn- isstjóri var Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslu- fræði erlendra tungumála í ensku- skor. Nemendur í Landakotsskóla aðstoðuðu við gerð námskeiðsins. Læra í leiknum Árvakur/Golli Opnuðu Vigdís Finnbogadóttir opnaði vefleikinn englishgame.hi.is ásamt nemendum Landakotsskóla. Vigdís Finnbogadóttir og nemendur Landakotsskóla opnuðu nýjan vefleik Í LOK janúar sl. biðu 139 einstak- lingar á deildum Landspítalans eftir framhaldsúrræðum. Sextíu bíða á geðsviði, flestir eftir sambýli, 58 bíða á öldrunarsviði eftir vist á hjúkrun- arheimili og 21 bíður á öðrum deild- um, flestir eftir vist á hjúkrunar- heimili. Rúmlega 2.500 legudagar voru á síðasta ári skráðir sem bið- dagar sjúklinga sem höfðu lokið meðferð á bæklunardeildum spítal- ans, en biðu úrræðis. Voru þeir og tæplega 1.800 árið á undan. Ef mögulegt hefði verið að nýta alla þessa legudaga fyrir aðgerðarsjúk- linga hefði verið hægt að fjölga að- gerðum um allt að 360 á árinu 2006 og nálægt 500 aðgerðum á síðasta ári. Líkur má leiða að því að sú við- bót hefði orðið til þess að fækkað hefði svo um munaði á biðlista eftir bæklunaraðgerðum. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Starfsemisupp- lýsinga LSH. Í janúar biðu 544 eftir bæklunar- aðgerðum á LSH, þar af höfðu 376 beðið lengur en þrjá mánuði. 1.356 manns bíða eftir aðgerð á augasteini og hafa 1.010 beðið lengur en í þrjá mánuði. Nú er verið að taka í notkun nýja skurðstofu við augndeild spít- alans og mun bið eftir aðgerð á auga- steini styttast til mikilla muna á næstu mánuðum. Um helmingur þeirra sjúklinga sem þurfa á bæklunaraðgerðum að halda gerir það í kjölfar bráðra slysa eða óhappa. Stór hluti þess hóps eru aldraðir einstaklingar sem þurfa oft lengri legutíma, sérhæfða endurhæf- ingu og öldrunarþjónustu í kjölfar bráðameðferðar á bæklunardeildum. Í Starfsemisupplýsingum kemur fram að undanfarin ár hefur reynst erfitt að finna viðeigandi úrræði og of stór hluti þessa hóps þurft að dvelja langdvölum á bráðadeildum. Unnið hefur verið að fækkun bið- sjúklinga á LSH í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið, m.a. með samn- ingum við nágrannasjúkrahúsin og nokkur hjúkrunarheimili. Mögulegt að gera mun fleiri aðgerðir Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „UPP úr fimmtugu byrjar tíðni rist- ilkrabbameins að vaxa og því þótti okkur skynsamlegt að skima fyrir því hjá fólki á aldrinum 55-69 ára,“ segir Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, sem sæti átti í nefnd er vann að undirbúningi þingsályktunartillögu um skimun fyrir ristilkrabbameini hér á landi. Í nefndinni áttu auk fagaðila sæti fulltrúar Krabbameinsfélagsins og Landlæknis. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að skimun hefjist á næsta ári en til að byrja með hjá fólki á aldrinum 60-69 ára. Tuttugu millj- ónum króna verður varið í undirbún- ing verkefnisins í ár. Ekki hefur ver- ið gefin skýring á því að ráðuneytið ákvað að þrengja aldursbilið sem nefndin hafði lagt til. Hefði álit nefndarinnar verið haft að leiðarljósi og byrjað að skima hjá fólki strax við 55 ára aldurinn, fengju 13 þúsund manns skimunar- próf á hverju ári og innan við þús- und þyrftu í fram- haldinu að fara í ristilspeglun, að sögn Ásgeirs. „Við töldum að þetta væri auðvelt að framkvæma með þeirri tækni og þeim mannskap sem við höfum yfir að ráða,“ segir Ásgeir. „Við getum auðveldlega sinnt öllum þessum hópi en það þarfnast auðvitað undirbún- ings sem hvort eð er þarf að fara út í.“ Krabbameinsfélagið er tilbúið að halda utan um framkvæmd skimun- arinnar og niðurstöður prófana enda góð reynsla og mikil þekking hjá fé- laginu varðandi slíkt. Hins vegar þarf að koma upp aðstöðu til rist- ilspeglunar sérstaklega fyrir þetta verkefni. Telur Ásgeir það vel við- ráðanlegt að skima hjá stærri hópi en heilbrigðisráðherra leggur til. Greinist við 65-70 ára aldur „Mér finnst mjög mikilvægt að við byrjum að skima við 55 ára aldurinn því þá er hugsanlegt að við náum til fólks þegar sjúkdómurinn er enn á forstigi,“ segir Ásgeir. Á því stigi myndast separ í ristlunum sem mögulegt er að fjarlægja við ristil- speglun og koma þar með í veg fyrir krabbamein. Séu separnir ekki fjar- lægðir getur myndast krabbamein og greinist það yfirleitt við 65-70 ára aldurinn. Á árunum 2002-2006 greindust 136 tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi hér. Er það 15-17% aukn- ing frá fimm ára tímabili á undan. Vill hefja skimun við 55 ára aldur í stað sextíu Ásgeir Theodórs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.