Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJÖR íþróttamanns Seltjarn- arness fór fram með viðhöfn í lok janúar. Fyrir valinu að þessu sinni urðu Anna Kristín Jensdóttir sundkona og Snorri Sigurðsson frjálsíþróttamað- ur. Anna Kristín hefur æft sund hjá ÍFR sl. átta ár og unnið til fjölda verðlauna bæði hér- lendis og erlendis. Hún hamp- ar nú 6 Íslandsmetum, 4 Ís- landsmeistaratitlum og einu Norðurlandameti. Hún stund- ar nám við Valhúsaskóla og mun ljúka 10. bekk í vor. Snorri Sigurðsson er einn efnilegasti hlaupari landsins um þessar mundir og er afar upprennandi frjálsíþróttamað- ur, segir í tilkynningu. Hann hefur sett fjölda Íslandsmeta og auk þess unnið til margra annarra verðlauna. Snorri stundar nú nám við MR. Ásamt kjöri á íþróttamanni ársins voru aðrar viðurkenningar veittar ungum íþróttamönnum fyrir ástundun og árangur. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður frá árinu 1993 í umsjón íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, sem vill með þessum viðburði vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi, forvörnum og að láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styður við bak þess. Anna Kristín og Snorri íþróttamenn Seltjarnarness Viðurkenning Snorri Sigurðsson, Anna Kristín Jensdóttir og Lárus B. Lárusson, formaður ÍTS. DANSKI blaðaljósmyndarinn Erik Refner hjá Berlingske Tidende hlaut fyrir helgi verðlaun World Press Photo-samkeppninnar fyrir ljósmyndaröð sína af Glitnis-maraþoninu í Kaupmannahöfn. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í tíu flokkum og hlaut Refner verðlaun í flokki íþrótta- mynda. Um er að ræða tíu myndir af þátttakendum í maraþoninu sem teknar voru við endamark hlaupsins hinn 18. maí 2007. Hinn árlega blaðaljósmyndakeppni World Press Photo er ein virtasta keppni sinnar tegundar í heiminum, segir í tilkynningu. World Press Photo er sjálfstæð og óháð samtök sem stofnuð voru árið 1955 í Hollandi. Verð- launamyndirmar verða í kjölfarið sýndar í 45 löndum þar sem er áætlað að ríflega 2 milljónir manna muni líta þær augum auk þess sem verðlauna- myndir hvers árs eru birtar í veglegri bók sem er gefin út á sex tungu- málum. Myndirnar má sjá á heimasíðu World Press Photo. Átök Á marklínunni í maraþoninu, mynd eftir Erik Refner. Verðlaun fyrir Glitnis-maraþon GRUNNSKÓLAHÁTÍÐ ÍTH verður haldin í Hafnarfirði á morgun og fimmtudag. Hátíðin er ein sú umfangsmesta sem krakkar í Hafnarfirði standa fyrir og í öllum undirbúningi er lögð mikil áhersla á frumkvæði krakkanna sjálfra, sem hafa staðið sig vel, segir á hafnarfjordur.is. Í ár er 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar og litast undirbúningurinn af því. Í tilefni afmælisins bauð afmælisnefnd bæjarins frítt á hátíðina, en að frumkvæði krakkanna sjálfra var ákveðið að aðgangseyrir yrði 100 kr., ein króna fyrir hvert ár, og að öll innkoma rynni til góðgerðarmálefna. Ákveðið var að styrkja starfsemi sem snýr að börnum og ungmennum. Þá stendur til að bjóða sérstaklega öllum áhugasömum íbúum Hafn- arfjarðar að koma á leiksýningar sem haldnar verða 13. febrúar í íþróttahúsinu við Strandgötu. Fimmtudaginn 14. febrúar er svo haldinn risadansleikur í íþróttahúsinu og er búist við um 1.000 krökkum. Grunnskólahátíð á afmælisári BÆJARRÁÐ Akraness hefur samþykkt, að tillögu menningarmála- og safna- nefndar, samkomulag við Snorrastofu í Reykholti sem gilda mun árin 2008-2010. Framlag Akraneskaupstaðar til Snorra- stofu mun verða um 2,3 milljónir í heild sinni á tímabilinu. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir samstarfi á milli Snorrastofu og Byggða- safnsins að Görðum sem snúi að sameig- inlegum málefnum beggja staðanna. Jafnframt gerir samningurinn ráð fyrir að Snorrastofa standi fyrir við- burðum á Akranesi í tengslum við Vökudaga sem höfði sérstaklega til tengsla Akraness við Snorra Sturluson, en móðir Snorra var frá Akranesi, segir í frétt á akranes.is. Samvinna við Snorrastofu Reykholt Snorrastofa og kirkj- an setja sterkan svip á staðinn. STUTT KRISTINN Hallgrímsson, hrl og lögmaður Kers hf., segir að dómur Hæstaréttar í máli Reykjavíkur- borgar og olíufélaganna sé einstak- ur „og ekki líklegur til að gefa for- dæmi í öðrum málum, enda er engum öðrum svipuðum málum til að dreifa,“ segir hann. „Það er rangt sem haldið hefur verið fram að Hæstiréttur slái því föstu að ol- íufélögin hafi hagnast af samráðinu í umrætt sinn, heldur eru olíufélög- in einfaldlega látin bera halla af því að sönnun tókst ekki um hið gagn- stæða, sem er allt annar hlutur,“ segir Kristinn. „Ég reikna með að olíufélögin muni setja fyrir þann leka með enn ítarlegri dómkvöddum mötum í framtíðinni ef á þetta reynir,“ bætir hann við. Lækkun um 50-60 milljónir Kristinn bendir einnig á að það sé rangt sem haldið hafi verið fram í fjölmiðlum að Hæstiréttur hafi staðfest héraðsdóm í þessu máli. Niðurstaða Hæstaréttar feli í sér lækkun krafna um 50 til 60 millj- ónir vegna þess að dráttarvaxta- krafa sé leiðrétt í Hæstaréttar- dómnum. „Bara þessi eina forsenda út af fyrir sig réttlætir áfrýjun málsins,“ segir Kristinn. Haft hefur verið eftir lögmanni Samkeppniseftirlitsins að olíufélög- in geti ekki haldið því fram að þau hafi ekki hagnast á ólöglegu sam- ráði eftir að Hæstiréttur dæmdi borginni skaðabætur. Kristinn segir vegna ummæla lögmannsins að í máli olíufélaganna gegn Samkeppn- iseftirlitinu reyni á ýmsar forsend- ur í útreikningum Samkeppniseft- irlitsins og Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þar liggja fyrir niðurstöður dómkvaddra mats- manna sem staðfesta að útreikn- ingar Samkeppniseftirlitsins eru rangir og niðurstöðurnar eru því rangar. Í sömu matsgerð er því einnig slegið föstu að ávinningur af samráði hafi verið óverulegur eða enginn, sem er mergur málsins þegar kemur að skaðabótamálun- um. Þess vegna segi ég að dómur Hæstaréttar í máli Reykjavíkur- borgar gegn olíufélögunum breytir engu um málshöfðun olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Því er eiginlega drepið á dreif af ríkinu sjálfu vegna þess að núna er verið að vinna að matsgerð að þeirra beiðni, sem mun taka marga mán- uði. Ef Samkeppniseftirlitið ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér miðað við yfirlýsingu lögmanns þess þá ætti að fella þessar matsgerðir nið- ur og kalla eftir dómi í málinu strax, sem ég reikna ekki með að þeir hafi áhuga á,“ segir Kristinn. Nýir eigendur hafa komið að Ol- íufélaginu (nú N1) eftir að Sam- keppnisstofnun gerði rannsókn sína. Að sögn Kristins var búið að taka ákvörðun um að skipta Olíufé- laginu upp skömmu áður en sam- keppnisyfirvöld gerðu húsleit hjá olíufélögunum 18. desember 2001. „Það var búið að taka ákvörðun um að færa rekstur olíufélagsins þ.e.a.s. þann hluta starfseminnar sem laut að innflutningi og sölu á fljótandi eldsneyti og skyldri starf- semi, yfir í sérfélag. Nokkrum dög- um áður, þ.e. 14. desember, var stofnað félag sem heitir Olíufélagið ehf. Það tók yfir þessa starfsemi frá og með 1. janúar 2002. Það var sú starfsemi sem var seld í febrúar 2006 þannig að nýir eigendur voru ekki að kaupa neitt sem kom þess- um rekstri við frá fyrri tíð. Þeir þurfa því ekkert að hafa áhyggjur af þessum gömlu málum. Það er Ker sem heldur á þeim ávirðingum og mun ljúka því máli.“ Einstakur dómur og ekki fordæmi öðrum Bótamálin snúa að Keri, ekki nýjum eigendum Olíufélagsins Árvakur/Kristinn Sala Eignarhaldsfélagið Ker ber kostnað af málarekstri sem beinist að fé- laginu vegna verðsamráðs. Ker seldi Olíufélagið sem í dag heitir N1. CESSNA 310 flugvélar komu fyrst fram á sjónarsviðið snemma á 6. áratugnum og þróuðust mikið fram á þann áttunda. Þær þykja almennt góðar og þægilegar vélar og munu þrjár slíkar vélar vera til hérlendis. Stærsti galli þeirra hefur falist í mjög flóknu bensínkerfi, sérstaklega í eldri vélunum, sem krefst þess að flugmenn gjörþekki kerfið. Gallinn hefur falist í því að töluverður hluti elds- neytis getur runnið af vélinni um yfirfall á bensíntanki ef annar hreyfillinn missir afl. Við þær aðstæður reynir mjög á kunnáttu flugmanns. Þetta vandamál átti einkum við á lengri flugleiðum og í áranna rás hafa orðið nokkuð mörg slys í Bandaríkjum vegna þessa. Cessna 310 er á hinn bóginn hraðskreið vél og miðað við stærð er hún talin fljúga vel og hafa gott flugþol auk þess sem hún þykir góð í vindi. Einkum hafa vélar af þessari gerð verið notaðar í út- sýnis- og leiguflug og fer vel um farþega þótt vélin teljist ekki stór. Saknað Þetta er flugvélin sem fór í sjóinn um 50 sjómílur vestan við Reykjanes. Vélin, sem er af gerðinni Cessna 310, var að koma frá Grænlandi og var einn maður um borð. Víðtæk leit var gerð að vélinni síðdegis í gær. Cessna 310 þekktar fyrir mjög flókið bensínkerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.