Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI STEFNT er að því að hefja fram- kvæmdir við byggingu líknardeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri í vor og taka deildina í notkun snemma á næsta ári. Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og Hjúkrunarþjónusta Eyja- fjarðar ehf. (HE) hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að FSA og HE geri samning um þjónustu og rekstur líknardeildar við FSA. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið stofnuninni að undirbúa og hefja rekstur líknardeildar, Alþingi hefur heimilað FSA að gera leigusamning um húsnæði fyrir starfsemina, og á fjárlögum 2007 og 2008 voru fjárveit- ingar til að undirbúa reksturinn. Hjúkrunarþjónusta Eyjafjarðar byggist á starfsemi Heimahlynning- ar á Akureyri og er sérhæft þjón- ustufyrirtæki í líknandi meðferð. Bryndís Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri HE, segir að líknar- deild muni breyta mjög miklu fyrir þann sjúklingahóp sem ekki hefur átt í nein hús að venda nema bráða- deildir, en þær henti ekki vel. „Við leggjum áherslu á að líknardeild er ekki bara fyrir deyjandi sjúklinga ,“ sagði Bryndís við Morgunblaðið. HE er í eigu sjö hjúkrunarfræð- inga sem standa að Heimahlynningu á Akureyri. Bryndís segir markmið fyrirtækisins að veita öfluga sér- hæfða hjúkrunarþjónustu við ein- staklinga með lífsógnandi sjúkdóma, og fjölskyldur þeirra. Þjónustan sé sjúklingum að kostnaðarlausu og veitt eftir þörfum, á öllum stigum sjúkdóms. Samhliða rekstri líknar- deildar mun Hjúkrunarþjónusta Eyjafjarðar ehf. veita sérhæfða hjúkrun í heimahúsum, sem byggir á núverandi starfsemi Heimahlynn- ingar á Akureyri. Deiliskipulag lóðar FSA sem nú er til umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöld- um bæjarins gerir ráð fyrir að nýtt húsnæði fyrir líknardeild verði sunn- an við nýbyggingu sjúkrahússins. Að skipulaginu samþykktu verður unnt að hefjast handa við frekari hönnun húsnæðis og undirbúning bygging- arframkvæmda. Vonast er til þess að sú vinna geti hafist mjög fljótlega. Líknardeildin í notkun í byrjun næsta árs? Árvakur/Skapti Hallgrímsson Uppbygging Líknardeildin verður á þessu svæði, sunnan við FSA. Í HNOTSKURN »Bjarmi líknarfélag ehf. varstofnað 2005 til að standa að byggingu og rekstri fasteignar fyrir líknardeild í samvinnu við FSA. Að félaginu standa KEA, Sparisjóður Norðlendinga, Odd- fellowstúkurnar á Akureyri, Lionsklúbbar, Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri, Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Sjúkrahúsið á Akureyri. HÚSIÐ að Hafnarstræti 86a er mikið skemmt eftir að heitt vatn flæddi um aðra hæð þess og niður á þá fyrstu. Slökkviliði var gert viðvart um að reyk legði undan þaki hússins, en það reyndist gufa. Skemmda húsið er það með bláa þakinu á myndinni, beint neðan við Sig- urhæðir. Húsið hefur verið mannlaust um tíma. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Ónotað hús mikið skemmt ÖLLUM varúðarráðstöfunum hefur verið aflétt varðandi flutninga á hrossum til og frá bænum Hringsholti í Dalvíkurbyggð. Hross á bænum veiktust en að sögn dýralæknis er ekki lengur talin hætta á að um smit- sjúkdóm sé að ræða. Það var um miðjan janúar að fór að bera á veikindum í hrossum í Hrings- holti og í nokkrum hesthúsum á Ak- ureyri. Hrossin sýndu hrossasóttar- einkenni, þó misalvarleg, voru listarlítil og með hita. Sýni voru tekin til bakteríuræktunar og fleiri rann- sókna en ekkert hefur enn greinst í þeim sem útskýrt getur veikindin. Veikindi eins og að framan er lýst geta verið af ýmsum orsökum og eru í raun ekki óalgeng í hrossum á gjöf. Frá því hitasóttin gekk yfir landið, og varð að líkindum landlæg, má einnig reikna með því að sú veirusýking geti stungið sér niður í hrossum sem ekki hafa myndað ónæmi gegn henni. Ekki er mögulegt að staðfesta það eða af- sanna að hitasótt sé hér á ferðinni en ekkert bendir til að hætta sé á að far- aldur breiðist út á ný af völdum hita- sóttar. Í byrjun febrúar var á ný tilkynnt um nokkur veik hross í Hringsholti og er líklega um svokallaða hræeitrun að ræða; fóðureitrun af völdum bakteríu. Hræeitranir eru ekki óþekktar á Ís- landi þó svo þær séu ekki algengar. Þær eru mjög alvarlegar og valda yf- irleitt mjög miklu tjóni þar sem þær koma upp, jafnvel geta heilu hrossa- stóðin farist. Ekki hefur áður orðið vart við hræeitrun í Eyjafirði svo vit- að sé, en hún hefur í seinni tíð valdið tjóni á afmörkuðum stöðum í Skaga- firði og Vestur-Skaftafellssýslu. Ekki hefur orðið vart hræeitrunar í öðrum húsum að Hringsholti. Ekki talin hætta á faraldri Líklega ekki um smitsjúkdóm að ræða í Hringsholti Egilsstaðir | Alþjóðlega mynd- bands- og kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland 2008 er nú í undir- búningi. Hún hefst 29. mars n.k. og stendur til 5. apríl. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og nýtur hún mjög vaxandi athygli með- al listafólks á vettvangi sjónlista. Kristín Scheving er framkvæmda- stjóri og upphafsmaður hátíðarinnar og segir hún mikinn áhuga vera fyrir viðburðinum og mörg góð verk hafa borist frá öllum heimshornum. Dagskráin er í burðarliðnum og verður að vanda viðamikil. Til stend- ur að opna hátíðina í menningarhús- inu Sláturhúsinu á Egilsstöðum með verkum Tom Goulden (Jiroe) og Sig- rúnar Lýðsdóttur. Erlendir nemar og kennarar „Þetta verður vikulöng veisla með sýningum á verkum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum; gjörningum, innsetn- ingum og öðru skemmtilegu,“ segir Kristín. „Í Galleríi Bláskjá á Egils- stöðum geta listamennirnir hist og talað saman, lesið orð hinna lista- mannanna og bækur. Á Eiðum verð- ur vikulangt námskeið, ásamt öðrum viðburðum, á Skriðuklaustri verða þrjár myndir sýndar þar og á Höfn í Hornafirði er dagská samstarfsaðila okkar í San Francisco. Síðast en ekki síst verður dagskrá á Café Valný á Egilsstöðum þar sem vídeóljós- myndir úr vídeóverkunum verða til sýnis.“ Kristín segir sérstaklega spenn- andi á hátíðinni í ár að fá nema og kennara frá listaháskóla í Manchest- er, Englandi (MMU), Arizona, Bandaríkjunum (ASU), og einnig nemendur úr lista- og kvikmynda- skólum í Noregi og Íslandi. „Þetta er út af námskeiði sem haldið verður á Eiðum í tengslum við hátíðina og er það með þemanu leikur á mynd, (Performance on Camera). Enn er- um við að fá staðfest hverjir kenna, þannig að við munum setja það á vef- inn okkar, www.700.is, eins fljótt og auðið er. 700IS 2007 fór í skemmtilegt ferðalag í fyrra og gengu sýningarn- ar mjög vel og hafa þessir samstarfs- aðilar í St. Pétursborg í Rússlandi, Manchester í Englandi og Arizona í Bandaríkjunum óskað eftir áfram- haldandi samstarfi. Við stefnum á það, sem þýðir að flest þeirra verka sem valin verða til sýninga munu fara í ferðalag til þessara landa ásamt norræna túrnum sem við stefnum á.“ Kristín hefur kynnt hátíðina er- lendis með fyrirlestrum, m.a. í Rúss- landi hjá Filmcentre Bodina, í Man- chester Metropolitan University og Englandi og University of Phoenix í Bandaríkjunum. Alþjóðlegur listvafn- ingur á 700IS í mars Ljósmynd/Katarina Mistal Auðn Úr nýrri stuttmynd sænska listamannsins Katarinu Mistal, Hunter. Hún tekur þátt í 700IS Hreindýraland sem hefst 29. mars á Egilsstöðum. Rússar, Bretar og Bandaríkjamenn á Hreindýralandi ’08 Í HNOTSKURN »Myndbands- og kvik-myndahátíðin 700IS Hrein- dýraland verður haldin í lok mars á Egilsstöðum. »Hátíðin vekur alþjóðlega at-hygli og berast nokkur hundruð verk árlega, en hún var fyrst haldin árið 2006. »700IS stendur í viku og ferfram á Egilsstöðum, Eiðum, í Fljótsdal og Höfn í Hornafirði. Neskaupstaður | Íþróttamaður Þróttar árið 2007 er Miglena Apostolova, sem spilar blak með Þrótti og íslenska landsliðinu. Þrír voru tilnefndir auk Miglenu; Rajko Rajkovic fyrir knattspyrnu, Marteinn Þór Pálmason skíðamaður og Hrönn Hilmarsdóttir fyrir sund. Miglena hefur undanfarin ár verið ein af sterkustu blakkonum landsins og þjálfari yngri flokka Þróttar. Blakdeild félagsins hefur lengi verið afar sterk á landsvísu. Miglena var nýlega útnefnd blakkona ársins hjá BLÍ. Ljósmynd/Þróttur Framúrskarandi Hrönn Hilmarsdóttir, Marteinn Þór Pálmason, Miglena Apostolova og Rajko Rajkovic eru bestu íþróttamenn Þróttar Neskaupstað. Miglena efst hjá Þrótti Egilsstaðir | Ferðafélag Fljótsdals- héraðs áformar að byggja skála í Loðmundarfirði. Fyrir á það gisti- skála í Húsavík og Breiðuvík sunnan Borgarfjarðar. Ferðafélagið hefur sótt um lóð í landi Klyppstaðar, ríkisjarðar í Loð- mundarfirði, og vill byggja þar snyrtingu og aðtöðuhús fyrir skála- vörð, ásamt gistiskála. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fjallaði nýverið á fundi um málið og segir m.a. að bæði framkvæmdir og umgengni á vegum félagsins í hreppnum hafi verið til sóma. Mælt er með því að ferðafélagið fái lóðina á Klyppstað til uppbyggingar þjónustu fyrir ferða- fólk í Loðmundarfirði. Þar var til skamms tíma rekin ferðaþjónusta í Stakkahlíð en er nú aflögð eftir að jörðin var seld í fyrra. Klyppstaður stendur fremur inn- arlega í í Loðmundarfirði og var þar kirkjustaður og prestsetur. Fjörður- inn lagðist í eyði á sjöunda tug síð- ustu aldar. Landbúnaðarráðuneytið fer með forræði Klyppstaðar eins og annarra ríkisjarða. Vilja byggja skála í Loðmundarfirði AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.