Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 17 SUÐURNES Suðurland | Eigendur Hótel Sólar, sem eiga og reka nokkur hótel víðs vegar um landið, hafa keypt allt hlutafé í Islandia Hotel ehf. fyrir milligöngu Saga Capital Fjárfestingarbanka. Islandia Hotel rekur Islandia Hótel Núpa sem er staðsett í landi jarðarinnar Núpa við Lómagnúp, um miðja vegu á milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells. Islandia Hótel Núpar er þriggja stjörnu hótel, reist og tekið í notk- un árið 2006. Hótelið hefur ein- göngu verið opið yfir sumarmán- uðina en það er búið 60 herbergjum og er fyrirhugað að stækka um tuttugu. Björgvin Þorsteinsson og Sverr- ir Hermannsson eru eigendur Hót- el Sólar. Nýir eigendur að Hótel Núpum Eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur Vigur | Tæplega aldargömul fjárhús í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi skemmdust mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið síðasta föstu- dag. Vigur er í eigu þeirra bræðra Sal- vars og Björns Baldurssona og segir sá síðarnefndi að um fjórðungur þaksins hafi fokið af húsunum og dreifst um eyjuna. Ekki varð tjón á öðrum mannvirkjum eða búfénaði en húsin hafa ekki verið notuð í nokkur ár. Segir Björn að fjárhúsin, sem rúma 120 til 140 fjár, hafi verið byggð upp úr 1910 af langafa hans, séra Sigurði Stefánssyni. Var hann sóknarprestur í Ögurþingum um áratuga skeið og alþingismaður fyrir Ísafjörð og Ísafjarðarsýslu nær óslitið frá 1886 til 1923. Séra Sig- urður var mikill áhugamaður um bú- skap og útgerð og jókst vegur eyj- unnar mjög í hans búskapartíð. Líklegt að húsin verði rifin Björn segir að fjárhúsin hafi stað- ið af sér nánast öll veður síðan þau voru byggð fyrir tæpum 100 árum. „Reyndar fauk hluti þaksins af fyrir um 15 árum og síðustu ár hefur ein og ein þakplata tínst af í vondum veðrum en það hefur verið lagfært jafnóðum. Það er hins vegar allsend- is óvíst hvort gert verður við húsin núna þar sem þau eru ekki notuð lengur. Þetta er talsvert tjón og við- gerð yrði kostnaðarsöm. Það er því allt eins líklegt að fjárhúsin verði rif- in,“ segir Björn að lokum. Ljósmynd/Björn Baldursson Gömlu fjárhúsin Nærri aldar gömul fjárhús í Vigur skemmdust í óveðrinu. Hluti þaksins fauk af þeim og óvíst er talið að það borgi sig að gera við. Skemmdir á aldar- gömlum fjárhúsum Hornafjörður | Bæjarráð og at- vinnumálanefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa samþykkt að leggja áherslu á verkefni tengd matvælaframleiðslu við ráðstöfun þeirra fjármuna sem félagsmála- ráðuneytið úthlutar vegna mót- vægisaðgerða í kjölfar samdráttar í þorskveiðum. Samþykkt var að 5,8 milljónir kr. færu til matvælaframleiðslu og að sérstök áhersla yrði að þessu sinni lögð á verkefni á sviði sjáv- arútvegs. Þá var ákveðið að tvær milljónir færu til að undirbúa vinnslu og út- flutning á vatni úr héraðinu og ein milljón rynni til atvinnuuppbygg- ingar í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Styðja verkefni í sjávarútvegi Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Sela- seturs Íslands á Hvammstanga og BioPol á Skagaströnd. Samningur- inn kveður á um samstarf fyrirtækj- anna við rannsóknir á líffræði og lifn- aðarháttum sela. Félögin hafa að undanförnu unnið að könnun á möguleikum til sam- starfs á sviði rannsókna. Markmið þeirra með samningnum er að skil- greina og fjármagna sameiginlega ný rannsóknarverkefni sem snúa að líffræði og lifnaðarháttum sela. Í þessu sambandi hyggjast fyrirtækin horfa til rannsóknarsjóða innanlands og erlendis. Samstarfssamninginn undirrituðu í Selasetrinu á Hvammstanga þeir Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Selasetursins, og Halldór G. Ólafs- son fyrir hönd BioPol. BioPol og Sela- setrið starfa saman Ljósmynd/Guðmundur Jóhannesson Samið Pétur Jónsson og Halldór G. Ólafsson innsigla samninginn. Nýjar rannsóknir á lifnaðarháttum sela LANDIÐ FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja vinna að því að gera alla helstu ferðamannastaði svæðisins aðgengilega fyrir hreyfihamlaða. Verkefnið sem Ferðamálasam- tökin hafa tekið að sér nefnist „Að- gengi fyrir alla“ og hefur verið undirbúið í samvinnu við Ferða- málastofu, Öryrkjabandalag Ís- lands og fleiri aðila. Að sögn Krist- jáns Pálssonar, formanns Ferðamálasamtakanna, verða ferðamannastaðirnir teknir út með tilliti til aðgengis fatlaðra og í framhaldinu gerðar nauðsynlegar úrbætur. „Við ætlum okkur að verða fyrsta svæðið á landinu sem vinnur þannig,“ segir Kristján. Verkefnið nær til um þrjátíu staða. Þegar úrbótum lýkur fá staðirnir sérstaka merkingu frá Ferðamálastofu og Öryrkjabanda- laginu og segir Kristján að slíkar merkingar geti nýst stöðunum og svæðinu í heild við markaðssetn- ingu. Reykjanes efst á blaði Fyrstu verkefnin verða við Reykjanesvita og Valahnjúkasvæð- ið, við Gunnuhver og Garðskaga- vita. Stefnt er að því að reisa út- sýnispall við Gunnuhver og að þangað verði lögð brú sem fær er hjólastólum. Þá er hugmyndin að laga veginn í gegnum svæðið. Stefnt er að því að setja upp þjón- ustuhús við Reykjanes og leggja brautir fyrir hjólastóla við Vala- hnjúk og skipuleggja svæðið. Þá er ætlunin að breikka göngubrúna að gamla Garðskagavitanum. Þá eru uppi hugmyndir um að setja flot- bryggjur í Seltjörn og Kleifarvatn, til að auka möguleika fatlaðra til veiða. Kristján tekur fram að nokkrir stórir ferðamannastaðir uppfylli nú þegar öll skilyrði um aðgengi hreyfihamlaðra, eins og til dæmis Bláa lónið og söfn, og fái þessir staðir viðeigandi merkingu um leið og verkefninu verður form- lega hleypt af stokkunum. Lagfæringarnar eru í sumum til- vikum afar kostnaðarsamar. Krist- ján segir að ætla megi að heild- arkostnaður nemi milljónatugum. Ferðamálasamtökin munu sækja um styrki í umhverfissjóð Ferða- málastofu en Kristján segir að sveitarfélögin, opinberar stofnanir og einstök fyrirtæki muni standa undir kostnaði af vissum úrbótum. Bætt aðgengi að ferðamannastöðum Morgunblaðið/ÞÖK Aðgengi Gunnuhver er ofarlega á forgangslista FSS um úrbætur. Í HNOTSKURN »Gerð verður úttekt á aðgengiað helstu ferðamannastöðum á Suðurnesjum og ráðist í úrbæt- ur þar sem þörf er á. »Staðirnir sem uppfylla skil-yrði verða merktir sér- staklega. Talið er að verkefnið geti nýst við markaðssetningu staðanna og svæðisins í heild. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vogar | „Fíkniefnaheimurinn er ótrú- lega nálægt okkur og heggur inn í ýmsar fjölskyldur. Hann getur snert okkur öll,“ sagði Sveinn Alfreðsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla við upp- haf fundar um fíkniefnaforvarnir í Vogunum sem haldinn var í Stóru- Vogaskóla í gær. Mikil umræða hefur verið um for- varnamál og fíkniefnavarnir í Vogum að undanförnu. Á fjölmennum íbúa- fundi í janúar var ákveðið efna til ann- ars fundar í febrúar og var hann hald- inn í gærkvöldi. Að honum stóðu Stóruvogaskóli, tómstunda- og for- varnafulltrúi sveitarfélagsins og sóknarprestur Kálfastrandarpresta- kalls. Þá hefur verið unnið sérstak- lega að vímuefnavörnum í Stóruvoga- skóla. „Við vitum að þetta er vandamál í samfélaginu, allir krakkar kannast við þetta á einhvern hátt,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið. Unnið hefur verið að forvarnaverk- efnum í skólanum og skólastjórinn hefur haft beint samband við foreldra í vissum tilvikum. „Ég tel það skyldu okkar sem skólafólks að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börnin lendi í þessu,“ sagði Sveinn og benti á að enginn væri öruggur í þessum efnum. Á fundinum lagði hann áherslu á samstöðu um að uppræta eiturlyfin og koma þeim út úr bænum. Kynntar voru áherslur þeirra sem að fundinum stóðu. Forstöðumaður forvarnaverkefnisins Lundar kynnti starfsemina og ræddi um afneitun að- standenda og meðvirkni og félagar úr Lundi sögðu frá reynslu sinni. Þá lýsti læknir ástandinu á slysa- og bráða- deild og einkennum og afleiðingum neyslu hjá vímuefnaneytendum. Fíkniefnaheimurinn er ótrúlega nálægt okkur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Forvarnir Erlingur Jónsson kynnti starfsemi forvarnaverkefnisins Lundar á fundi um fíkniefnaforvarnir í Stóru- Vogaskóla í gær. Fundurinn var einkum ætlaður foreldrum en fundarmenn voru á öllum aldri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.