Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Guðný Kristrún Níelsdóttir ✝ Guðný KristrúnNíelsdóttir fædd- ist á Valshamri í Álftaneshreppi á Mýrum 19. sept- ember 1916. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 4. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 13. desember. lag, sá ég að hverju stefndi hjá þér, og kvaddi ég þig með það í huga að okkar sam- verustundum færi fækkandi. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þeirra mörgu gönguferða um gamla vesturbæinn sem við fórum í saman, og ég hlustaði á þann mikla fróðleik sem þú bjóst yfir og mundir svo vel, bæði æskuárin á Vals- hamri og árin í Dan- mörku og svo margt fleira, þó ým- islegt í nálægari fortíð væri ekki jafn skýrt í minningunni. Það sem mér er efst í huga núna, er þakk- læti fyrir þau forréttindi að fá að vera samvistum við þig og fá að lesa fyrir þig öll okkar uppáhalds ljóð og taka lagið saman, því það var með ólíkindum hve mikið þú Elsku vinkona. Mig langar til að minnast þín með nokkrum síðbún- um minningarorðum. Þegar andlát þitt bar að, hinn 4.12. 2007, að heimili þínu að Sóltúni í Reykjavík, var ég stödd erlendis, en Jakob Þór Magnússon hringdi til mín og sagðist þurfa að segja mér þá sorg- arfrétt, að Dúna langamma væri dáinn. Áður en ég fór í þetta ferða- kunnir. Þá fannst mér einnig hreinskilni þín og réttlætiskennd, segja meira en mörg orð um þá persónu sem þú hafðir að geyma. Mig langar að lokum að láta fylgja hér með tvö erindi eftir Jón frá Ljárskógum, sem við héldum mikið upp á, og segja minn hug til þín á þessari kveðjustund, elsku Dúna mín. Og núna þegar haustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn, og ef ég gæti handsamað himins geisla alla, ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veg- inn þinn. Og nú, er leiðir skiljast og vetur sest að völdum, þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín, að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum, og vefji sínu fegursta skarti sporin þín. Far þú friði og friður guðs þig blessi. Þökk fyrir yndislega við- kynningu. Þín vinkona Bergrún (Rúna). ✝ Eiginmaður minn, HJÁLMAR S. HJÁLMARSSON frá Bjargi, Bakkafirði, lést 3. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Laufey Einarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR PÁLMADÓTTIR, Tómasarhaga 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.00 Pálmi Ó. Bjarnason, Anna K. Bjarnadóttir, Þorvaldur Gylfason, Kristinn Bjarnason, Kolbrún Eysteinsdóttir, Sigurður Bjarnason Bjarni Bjarnason, Ásdís Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, LINDA MARÍA BELLERE, Granaskjóli 34, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 2. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.00 Eva Dögg Hallgrímsdóttir, Jón Kristófer Fasth, Anna Norris, Jónas James Norris, Jo Ann Önnudóttir, Brynjar Gunnarsson, Antony Lee Bellere, Gunnar Þór Norris, Helena Norris, og frændsystkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, HALLUR GUÐMUNDSSON, frá Auðsholti Biskupstungum, til heimilis að Vallengi 15, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Súsanna Guðmundsdóttir, Ágústa Hallsdóttir, Agnar Logi Axelsson, Kristín Margrét Hallsdóttir, Guðmundur B. Borgþórsson, Pétur Hauksson, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við útför móðursystur okkar, BÁRU GUÐBRANDSDÓTTUR, Sléttahrauni 15, Hafnarfirði. Sendum starfsfólki á deild 2 á Sólvangi sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Pétursdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, BÁRA HALLDÓRSDÓTTIR, Sæviðarsundi 32, verður jarðsett frá Áskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Vilji fólk minnast hinnar látnu biðjum við um að félag CP á Íslandi sé látið njóta þess. Lárus Fjeldsted, Rúnar, Stefanía, Matthildur, Guðmundur, Sigurjón. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, SVÖVU ÁRSÆLSDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar St. Jósefsspítala. Ásdís Ársælsdóttir, Baldvin Ársælsson, Hreiðar Ársælsson, Sigrún Ársælsdóttir. ✝ Í dag, 12. febr-úar 2008, hefði Anna María Frið- bergsson (fædd Andreasen) orðið 100 ára. Foreldrar Maríu voru þau hjónin Samuel Mikael Andreasen sjómaður, Mikkjal í Tarti, f. 1874, d. 1957, og Katrina Anthoniussen hús- móðir frá Ansa- stovu, f. 1880, d. 1958. Þau hjónin bjuggu alla sína búskapartíð í Tarti í Oyndarfirði. Þeim varð tólf barna auðið sem öll komust til fullorðinsára. María ólst upp frá barnsaldri í Fuglafirði hjá föð- 1902, d. í Reykjavík 30. apríl 1982, var sonur hjónanna Friðbergs Stefánssonar járnsmiðs, f. 1874, d. 1918 og Agnesar Gestsdóttur, húsmóður frá Skúfslæk í Flóa, f. 1878, d. 1965. Þeim Maríu og Gesti Óskari varð fimm dætra auðið, þær eru: Þórunn Alice, f. 1934, maður hennar er Björn Ó. Jónsson, hún á tvö börn og níu barnabörn; Agnes, f. 1936, var gift Donald Martin og eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn; Karen, f. 1939, maður hennar er Rafn Vigfússon og eignuðust þau fimm börn og eiga þrettán barna- börn; Vilborg, f. 1942, maður hennar er Magnús Sædal Svav- arsson og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Kristrún, f. 1946, maður hennar er Ingi B. Jónasson og eiga þau fjögur börn og sautján barnabörn. Auk þessa ólu þau hjónin upp tvö dótturbörn sín, börn Alicar, sem sín eigin, þau eru Ómar, f. 1955, og María Vala, f. 1956. urbróður sínum Sjúrði frá Gjógvará og konu hans Poulinu, en þau áttu fyrir þrjá syni sem urðu uppeldisbræður hennar. María var tvítug þegar hún fluttist til Íslands og réðist sem þjón- ustustúlka á heimili Trausta Ólafssonar prófessors, og Maríu konu hans, sem var frá Klakksvík í Fær- eyjum. Á Íslandi kynntist María Gesti Óskari Frið- bergssyni vélstjóra, síðar yfirvél- stjóra hjá Eimskip. Gengu þau í hjónaband 14. júlí 1934. Gestur Óskar, f. í Reykjavík 7. október Mig langar í fáum orðum að minnast ömmu minnar, Maríu. Hún var sterkur persónuleiki og skildi eftir sig ríka arfleifð sem yljar af- komendum hennar. Falleg handa- vinna, góður matur, það er margt sem minnir á ömmu. Hún tók með sér sinn færeyska arf og blandaði honum vandlega við allt hið íslenska og var hann í hávegum hafður á heimili hennar. Skerpikjöt og spik, frikadellur og knettur, alls kyns smurbrauð sem ekki var mjög vana- legt á þeim árum hér á Íslandi, allt var þetta matur sem við afkomend- urnir vöndumst við og sækjum mik- ið í. Áætlað er að halda minningarhá- tíð vegna aldarafmælisins í sumar í Færeyjum. Séra Óskar Ingi (barna- barn ömmu) ætlar að messa í kirkj- unni í Fuglafirði og síðan verður færeysk veisla af bestu gerð. Þang- að förum við stór og smá, hittum hina færeysku fjölskyldu ömmu, eft- irlifandi systkini hennar og gaman er að segja frá því að elsti bróðir ömmu, Andreas, er á 102. aldursári og fórum við þónokkur héðan frá Ís- landi í heljarinnar veislu sem haldin var honum til heiðurs 1. des. 2006. Hjá börnunum mínum gekk amma undir nafninu Langa-stutta, Langa frá langömmu og svo var hún svo stutt í annan endann að nafnið átti vel við. Þau minnast hennar oft, horfa á myndir af henni og dást að fallegu silfurkrullunum hennar og eru mjög spennt fyrir öllu færeysku og að smakka færeyskan mat og hlakka mikið til að fara í minning- arafmælið hennar í sumar. Mig langar að enda þetta með vísu sem amma fór oft með fyrir mig. Ég veit ekki hver orti hana en Margrét Jónsdóttir sem var þvotta- kona hjá Maríu Ólafsson kenndi ömmu hana og hún var í miklu uppáhaldi hjá henni og ég sé hana fyrir mér við eldhúsborðið í Máshól- um þar sem við sátum við hlaðið kræsingaborð og hún var í essinu sínu og sagði mér sögur af árunum þegar hún var nýkomin til Íslands og nýbúin að kynnast afa og fór síð- an með vísuna nokkurn veginn svona. Lukkan hún er hverful og lánið það er valt og logar heitra hjarta er fljótt að verða kalt Tíminn sífellt breytist og hugur mannsins með, og margt verður að ári sem nú er ekki skeð. Megi minning ömmu Maríu lifa. Anna Björg. Anna María Friðbergsson ALDARMINNING Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.