Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÉG ER FASTUR Í HENGIRÚMINU! ...OG MÉR FINNST ÞAÐ FRÁBÆRT! GÓÐURSTRÁKUR ÞAÐ HEFUR ENGINN SÉÐ ÞAÐ! AF HVERJU? AF HVERJU HEFUR ENGINN SÉÐ ÞETTA ASNALEGA GRASKER? HA?!? ÉG NENNI EKKI AÐ TALA VIÐ ÞIG! ÞÚ ERT ALLT OF LEIÐINLEG! ÞÚ ERT HRÆÐILEG SYSTIR! ÉG HEF ALDREI SÉÐ ÞETTA GRASKER! ÉG ER ÚR LEIK MÉR TÓKST ÞAÐ! ÉG GREIP HANN! HRÓLFUR, HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA Í DAG? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... EN ÉG NENNI EKKI AÐ BÚA TIL FLEIRI SANDKASTALA ÉG SKAL FINNA LYKLANA ÞÍNA UM LEIÐ OG ÞESSI ÞÁTTUR ER BÚINN ÞARF ANNAÐ OKKAR AÐ KOMA SNEMMA HEIM ÚR VINNUNNI? NEI, MAMMA SAGÐI AÐ HÚN MUNDI PASSA KRAKKANA FRÁBÆRT! ÞÁ GETUM VIÐ AÐ MINNSTA KOSTI UNNIÐ EINN DAG Í KENNARA- VERKFALLINU ÉG VONA BARA AÐ KRAKKARNIR ÞREYTI HANA EKKI OF MIKIÐ ÞETTA VAR ÆÐISLEGUR DAGUR! VIÐ FÓRUM ÚT AÐ HLAUPA... HJÓLA... SYNDA... SPILA TENNIS... OG HÉRNA HJÁ NÖRNU LEMARR ER MAÐURINN SEM STÓÐ MEÐ HENNI Í GEGNUM ÞETTA ALLT... MÓTLEIKARI HENNAR, ROD RAYMOND! ÉG VAR REYNDAR EKKI Í BORGINNI ÞEGAR ÞETTA GERÐIST... EN ÉG DREIF MIG AUÐVITAÐ HINGAÐ! HANN MUNDI SELJA ÖMMU SÍNA FYRIR TVÆR MÍNÚTUR Í SJÓNVARPINU dagbók|velvakandi Frábær þjónusta Fyrir skömmu varð ég fyrir því óhappi að detta og brjóta lærlegg og í framhaldi af því dvaldi ég á Lands- spítala Fossvogi í eina viku. Ég hafði ekki legið á sjúkrahúsi í rúm fimmtíu ár og aðeins farið þar inn eftir það til að heimsækja sjúklinga og fundist þar allt frekar óaðlaðandi. Reynsla mín af þessari síðustu sjúkrahúslegu kom því verulega á óvart. Móttökurnar á deild B5 voru svo frábærar að ég fylltist öryggi, ég þurfti að fara í aðgerð og það ferli var allt skýrt fyrir mér. Meðan ég beið eftir aðgerðina var fylgst nákvæm- lega með mér sem og að aðgerð lok- inni. Allt starfsfólk deildarinnar var með afbrigðum hlýlegt og natið við að láta mér líða sem best. Er leið að því að ég færi heima voru mér útveg- uð þau hjálpartæki sem ég þurfti til að geta nokkurn veginn bjargað mér sjálf. Einnig var mér boðin heimilis- aðstoð, en ég bý ein. Þessi reynsla mín af sjúkrahúsvist er á þann veg að ég get ekki hugsað mér hana betri. - Það er mikið kvart- að undan lélegri heilsugæslu hér í borg og víðar og er mér því mikil ánægja að segja frá minni góðu reynslu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfsfólki deilar B 5 fyrir frábæra aðstoð og umönnun. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, leikskólastjóri á eftirlaunum. Dagsektir á hús í niðurníðslu Mér er spurn hvernig Reykjavík- urborg skilgreinir hlutverk sitt gagn- vart mannlausum húsum sem stafar hætta af? Borgin hlýtur að hafa að- gang að upplýsingum um það hverjir eiga slík hús. Hvaða ábyrgð ber hús- eigandi á húseign sinni sem er í al- gjörri niðurníðslu og opin hverjum sem þangað vill leita? Er til of mikils mælst að borgin skrái og fylgist með, eða láti viðkomandi yfirvöld sem standa vörð um almannaheill, vita af því að slík hús hljóta að eiga að skapa sem minnsta hættu fyrir nánasta ná- grenni. Verði síendurteknir elds- voðar í yfirgefnum húsum sem þegar er búið að taka allt rafmagn af, hlýtur að gefa augaleið að einhver hefst þar við og skapar með framferði sínu hættu fyrir næstu hús og íbúa. Þar eru eigur einhvers annars sem hlýtur að geta gert kröfu á borgina um virkt aðhald. Um daginn fékk ég bækur lánaðar á Borgarbókasafninu. Ég gleymdi að skila þeim og uppgötvaði það þegar sektin barst inn um lúg- una. Skilvirkt eftirlitskerfi er greini- lega í gangi með bókasafnskost okk- ar Reykvíkinga. Kannski ættu borgaryfirvöld að fara að beita dag- sektum svo menn finni til ábyrgðar sé eign þeirra í borginni í algjörri niðurníðslu svo að hætta stafar af. Verktakar sem eru í biðstöðu með sitt niðurnídda húsnæði skilja ein- ungis slík skilaboð. Mætti ekki bara sekta þá sem viðkemur kostnaði slökkviliðs við hvert útkall ef kviknar sí og æ í rafmagnslausum húsum þeirra? Skráið þessi hús líkt og bóka- kost Borgarbókasafnsins og sendið húseigendum rukkun við öll tæki- færi! Borgarbúi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Það er ýmislegt sem undan hefur látið í veðurofsanum síðustu daga. Unnið er hörðum höndum við að hreinsa göngustíga og götur Reykjavíkur. Hér er verið að laga til á göngustíg við Ægisíðu. Árvakur/Golli Hreinsað til eftir óveðrið FRÉTTIR IÐNMENNT stendur fyrir Íslandsmóti iðn- greina föstudaginn 18. og laugardaginn 19. apríl nk. í anddyri gömlu Laugar- dalshallarinnar. Markmið Íslandsmóts iðngreina er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, kynna þær almenningi – ekki síst ungu fólki – og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum, segir í til- kynningu. Líkt og undanfarin ár sér Iðnmennt um al- mennan undirbúning og skipulagningu mótsins en hefur nú gert samstarfssamning við AP al- mannatengsl sem sjá um kynningar- mál og framkvæmd viðburðarins. Mótið í ár er haldið í tengslum við sýninguna Verk og vit sem haldin er annað hvert ár en héðan í frá verða þessir tveir viðburðir haldnir sam- hliða. Sýningin Verk og vit 2008 verð- ur haldin dagana 17.-20. apríl næst- komandi Fyrirkomulag mótsins í ár er breytt frá því sem verið hefur að því leyti að nú ber það yfirskriftina Ís- landsmót iðngreina í stað Íslands- móts iðnnema. Mótið í ár er einnig undanfari og forkeppni einstakra keppnisgreina fyrir þátttöku í Euro Skills og World Skills sem er alþjóð- leg keppni iðngreina. Íslandsmótið er ætlað iðnnemum og nýútskrifuðum iðnaðarmönnum, 22 ára og yngri. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Dúklagningum, hársnyrtingu, mál- araiðn, stálsmíði, múrverki, pípulögn, rafvirkjun, bílgreinum, snyrtifræði, trésmíði, prentiðn, grafískri miðlun og ljósmyndun. Auk þess verða kynntar ýmsar greinar, m.a. mat- vælaiðn og garðyrkja. Samstarf Erling Erlingsson, framkvæmda- stjóri Iðnmenntar, og Margit Elva Einarsdóttir, forstöðumaður viðburða hjá AP almanna- tengslum og framkvæmdastjóri Verks og vits. Íslandsmót iðngreina og Verk og vit 18.-19. apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.