Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 13.02.2008, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „STJÓRN BSRB mótmælir harð- lega þeirri kröfu sem Samtök at- vinnulífsins hafa sett fram á hendur ríkisstjórninni um að hún fylgi þeirri launastefnu sem mótuð verði við samningaborð Samtaka atvinnu- lífsins,“ segir í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í gær. BSRB segir ennfremur að þessi krafa „um forræðisvald atvinnurek- enda er ósvífin og ólýðræðisleg því hún byggir á því að hundsaðar verði kröfur sem fram koma frá hendi samtaka opinberra starfs- manna í kjarasamningum þegar þeir losna í vor“. Þá segir í álykt- uninni að standi vilji SA til þess að semja á einu borði um samræmda stefnu þá sé það sjálfstæð ákvörðun sem semja verður um. „Engin slík ákvörðun hefur verið tekin enda nokkuð í land að samningar aðild- arfélaga BSRB við ríki og sveit- arfélög verði lausir.“ SA hafa lagt áherslu á þátttöku stjórnvalda í kjarasamningunum, m.a. um að hið opinbera hækki ekki laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist í almennum kjarasamn- ingum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði í gær að í samningunum á almenna markaðin- um væru menn að reyna að for- gangsraða kjarabótum miðað við það svigrúm sem fyrir hendi væri og ef hið opinbera semdi um mun meiri hækkanir til starfsmanna sinna myndi það brjóta niður allt það sem aðilar vinnumarkaðarins væru að reyna að gera í komandi samningum. Mótmæla kröfu um launastefnu ROSKINN ökumaður slasaðist tölu- vert í hörðum árekstri tveggja bif- reiða í Kelduhverfi í gær, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Var maður- inn fluttur með sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tildrög slyssins voru þau að mað- urinn hugðist þvera veginn á bifreið sinni en ók um leið í veg fyrir aðvíf- andi bíl sem skall á fyrirstöðunni. Maðurinn sem slasaðist mun ekki hafa verið með bílbelti og kastaðist út úr bifreið sinni. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang og eru tildrög slyssins nú í frekari rannsókn hjá lögreglunni á Húsavík. Harður árekstur ÞEIR deyja ekki ráðalausir, Ís- firðingar. Þó nokkur snjór hefur verið í bænum og yfirleitt er sú aðferð notuð að sturta moksturs- afurðum í sjóinn eftir að götur bæjarins hafa verið hreinsaðar. Erik Newman, nýr eigandi Kaffi Edinborgar, sá sér þó leik á borði og ákvað að nýta snjóinn sem til félli á nýstárlegan hátt. Hann tók formlega við rekstrinum í fyrrakvöld og hellti sér þegar í miklar framkvæmdir við snjó- húsagerð. „Við hittumst í gær, ég og fráfarandi vertinn, vinur minn, og hann sagði mér að hann hefði haft hugmynd um að gera þetta einhvern tímann og við ákváðum bara strax að sjá hvort við gætum þetta ekki,“ segir Erik. Hann fékk nokkra í lið með sér og fyrir kvöldið var húsið risið. Sjö manns tóku þátt í húsagerð- inni og Erik segir að fleiri tonn- um af snjó hafi verið handmokað út úr haugnum sem vinnuvélar höfðu skilað af sér uppi við húsið. Snjóhúsið er tíu metrar á lengd og fimm til sex metrar á breidd. „Við ætlum að vökva það í kvöld [gærkvöld] með vatni og vona að það frysti í nótt. Svo á að hlána, en við ætlum að setja plast yfir þetta og vonum að þetta haldist fram yfir helgi.“ Erik seg- ir að þegar aðstæður leyfi muni áfram stefnt að því að hafa snjó- hús við Kaffi Edinborg. Í því er aðstaða fyrir þá gesti Kaffi Ed- inborgar sem reykja, og þeir þurfa þá ekki að híma úti undir vegg í stormum og stórviðrum. Að sögn Eriks voru grafnir út bekkir til að sitja á, kveikt verður á kertum „… og svona hugguleg- heit. Reykingamenn hafa staðið hérna úti í kulda, vondu veðri og stormum að undanförnu og þeir eru mjög ánægðir í kvöld“, sagði Erik. Hann er stórhuga og bjartsýnn á reksturinn. Í bígerð eru tón- leikar og ýmsar uppákomur á Kaffi Edinborg, Erik nefnir m.a. að Bloodgroup og Ný dönsk muni spila á næstunni. „Svo verður ljóðalestur í kaffihúsinu og ým- islegt fleira um að vera,“ segir hann. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Ráð undir rifi hverju Nýstárleg reykingaaðstaða við Kaffi Edinborg á Ísafirði ♦♦♦ „VIÐ erum mjög ánægð með að KSÍ, sem vissulega hefur verið karlaveldi í gegnum tíðina, leggi vinnu í að breyta sínum áherslum,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, fulltrúi Femínistafélags Íslands, um jafnréttisstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands sam- þykkti á ársþingi sínu fyrr í vikunni. Markmiðið með áætluninni er „að tryggja jafna möguleika allra til knattspyrnuiðkunar á Íslandi“. Áætl- unin byggist á gildandi lögum og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. KSÍ og aðildarfélög munu því í framtíðinni hafa jafnréttismál að leiðarljósi í starfsemi sinni og eiga þau að fléttast saman við alla knatt- spyrnuiðkun á Íslandi. Silja Bára segir sérstaklega ánægjulegt að sjá að með jafnrétt- isáætluninni fylgi aðgerðaáætlun. Það sé nokkuð sem oft vanti þegar slíkar áætlanir séu unnar. „Á vinnu- markaði vantar oft að slíkt sé gert sem vill leiða til þess að jafnrétt- isáætlanir verða aldrei meira en formleg plögg sem hvorki eru lifandi né virt.“ Silja segir því greinilegt að stjórn knattspyrnusambandsins sé al- vara með áætluninni og ástæða sé til að fagna því. Meðal markmiðanna sem KSÍ set- ur sér er að fjölga kvendómurum og þjálfurum, fjölga konum í stjórnum knattspyrnufélaga, skipa sérstakan jafnréttisfulltrúa og veita jafnréttis- viðurkenningu KSÍ á hverju ársþingi félagsins. KSÍ samþykkir jafnréttisáætlun „Ánægjulegt“ segja femínistar GRUNNSKÓLANEMAR og for- eldrar þeirra ræddu örugga netnotk- un á málþingi sem haldið var í gær á Alþjóðlega netöryggisdeginum 12. febrúar og kom þar fram mikill sam- hljómur þátttakenda um kosti og galla netsins. Að sögn Maríu Kristínar Gylfa- dóttur, formanns Heimilis og skóla, voru allir sammála um að netið væri mikil upplýsinga- og samskiptabylt- ing sem hefði aukið aðgengi að námi og rofið einangrun sumra þjóð- félagshópa, ásamt því að styðja lýð- ræðisþróun og bjóða upp á afþrey- ingu, þjónustu og verslun. Þegar gallar netsins voru ræddir tilgreindu nemarnir þætti á borð við villandi auglýsingar og sögðu frá því að mjög auðvelt væri að komast inn á klámsíður og einnig væri auðvelt að sigla undir fölsku flaggi. „Krakkarnir gerðu sér grein fyrir því að slíkt væri ekki rétt,“ segir María Kristín. Foreldrarnir fjölluðu um ójöfnuð í tengslum við tölvueign með því að gert væri ráð fyrir því að allir ættu nettengda tölvu nú á dögum „Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar, t.d. innflytjendur, sem hafa ekki sama aðgengi og geta orðið útundan,“ bendir María Kristín á. Á þinginu var einnig rætt um bloggið og ákveðið tilfinningalegt hömluleysi sem þrifist á þeim vett- vangi. Tilgreint var að ákveðnar ranghugmyndir væru meðal ungs fólks og hinna eldri um að blogg væri einkamál hvers og eins. Gestir á mál- þinginu töldu þá að siðferði væri ábótavant í bloggheimum og erfitt væri að vernda friðhelgi einkalífsins. Á þinginu kom fram sú ósk að fólk sýndi ábyrgð á netinu og jafnframt var fjallað um mikilvægi fræðslu um örugga netnotkun. Veitt voru verðlaun fyrir jafn- ingjafræðsluefni um netið og hlutu þau Háteigsskóli og Síðuskóli. Mikil samskiptabylting en á sér dökkar hliðar Kostir og gallar netsins í brennidepli á málþingi SAFT María Kristín Gylfadóttir Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ELDSNEYTISVERÐ hækkaði í gær og kostar nú lítrinn af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum 137,90 kr. Lítrinn af díselolíu í sjálfsafgreiðslu er á 142,4 kr. Með fullri þjónustu kostar bensínlítrinn 142,90 og díselolía 147,40 kr. Snögg viðbrögð hjá félögunum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir lækkandi gengi krónunnar og hækkun heimsmarkaðsverðs hafa sitt að segja en hitt sé athyglisvert, hversu snögg olíufélögin eru að hækka eldsneytið. „Síð- ustu daga og vikur hefur lækkun á eldsneytisverði ekki skilað sér til neytenda,“ bendir hann á. „Nú hafa orðið hækkanir á heimsmarkaðsverðinu og viðbrögð olíufélaganna eru nokkuð snögg. Þetta er hæsta verð sem við höfum nokkurn tíma séð á bensíni og díselolíu.“ Runólfur segist að vissu leyti bjartsýnn á að hækkanirnar muni ganga til baka, en tekur fram að í raun sé ekkert sérstakt sem styrki þá skoðun sína. Áhrif gengis koma sterkt inn „Áhrif gengis koma sterkt inn, í þessari viku hefur Bandaríkjadalur hækkað um liðlega fjórar krónur sem á eftir að skila sér í hærra eldsneyt- isverði á markaði.“ Runólfur segist horfa til dagsins í dag, miðviku- dags, varðandi það hvort frekari breytingar á eldsneytisverði muni koma fram. Þá sé hægt að meta hvort hækkunin í gær hafi reynst vera „skot“ eða hækkun sem muni vara lengur. Í byrjun ársins 2007 var algengt sjálfsaf- greiðsluverð á 95 oktana bensíni um 111 krónur og síðsumars var verðið komið í 125 krónur. Að fylla jeppa með 70 lítra díselolíutank kostar núna nærri 10 þúsund krónur. Fullur tankur af bensíni á fólksbíl með 50 lítra bensíntank kostar nú tæpar sjö þúsund krónur en kostaði um 5.500 krónur fyrir um ári. „Hæsta verð sem við höfum nokkurn tíma séð á bensíni“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.