Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 6

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands (KRFÍ) hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja sérstaka athygli landsmanna á því þegar kona velst til forystustarfa á sviði þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu fram að því. Sigríður Lillý Baldursdóttir var fyrir skemmstu skipuð forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, fyrst kvenna, og fulltrúar úr stjórn KRFÍ færðu henni af því tilefni blómvönd í viðurkenning- arskyni. Þess má til gamans geta að Sigríður Lillý var formaður Kvenréttindafélags Íslands á ár- unum 1997-1999. Morgunblaðið/Valdís Thor Blóm til fyrsta kvenfor- stjóra TR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is IÐGJALD kaskótrygginga tekur að vissu marki mið af verðmæti bílanna sem eru tryggðir, sam- kvæmt upplýsingum frá Sjóvá og Vátrygginga- félagi Íslands. Bæði félögin hafa það til skoðunar hvort hugsanlega þurfi að kveða fastar að þessu. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nein- um að dýrum bílum og lúxusjeppum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum og er hlutfall fjölgunarinnar a.m.k. í réttu hlutfalli við uppsveifl- una í efnahagslífinu og auðveldara aðgengi að bílalánum. Það er að sjálfsögðu ekkert grín þegar slíkar drossíur skemmast í umferðaróhöppum og reikningurinn frá verkstæðinu getur verið hár. Þannig kosta t.d. framljós á ákveðna bíltegund 260.000 kr. og það getur auðveldlega kostað um 300.000 kr. að skipta um framhurð á lúxusjeppa. Flestir rándýru bílanna eru kaskótryggðir, bæði vegna þess að eigendurnir vilja ekki greiða dýrar viðgerðir beint úr eigin vasa og bílalána- stofnanir gera kröfu um að bílarnir þeirra séu kaskótryggðir. Að sögn Guðmundar Arnar Gunnarssonar, for- stjóra Vátryggingafélags Íslands, tekur iðgjald kaskótrygginga mið af verðmæti bílsins sé hann dýrari en sex milljónir, þ.e.a.s. iðgjaldið hækkar þegar sex milljóna króna markinu er náð, í hlut- falli við verðmæti bílsins. Hjá Sjóvá byrja bíleig- endur að borga aukaálag á iðgjald af bílum sem kosta átta milljónir eða meira. Mikið tap varð af kaskótryggingum trygginga- félaganna árið 2006 eða alls um 720 milljónir á meðan um eins milljarðs króna hagnaður varð af lögbundinni ábyrgðartryggingu ökutækja. Þessar tölur eiga við um öll tryggingafélögin samanlagt. Að sögn Guðmundar var rekstrarniðurstaða kaskótrygginga betri á árinu 2007, þótt þessi tryggingagrein hafi verið rekin með tapi. Í sama streng tekur Auður Daníelsdóttir, framkvæmda- stjóri tjónasviðs Sjóvár. Þau segja bæði að hagn- aður af lögbundnu tryggingunum sé ekki notaður til að niðurgreiða kaskótryggingar. Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja tekur að- eins að takmörkuðu leyti mið af verðmæti bílanna. Guðmundur bendir á að um 70% af tjóna- greiðslum vegna lögbundnu trygginganna séu vegna líkamstjóns. „Tölfræðin segir okkur að stóru og dýru bílarnir koma ekki endilega verr út úr tjónum en ódýru bílarnir,“ segir hann. Þar af leiðandi séu ekki forsendur til þess að láta iðgjald lögbundinna trygginga taka meira mið af verð- mæti bílanna. Iðgjald tekur mið af verði  Eigendur dýrra bíla greiða hærri iðgjöld af kaskótryggingum  Ný hurð á lúxusjeppa kostar um 300.000 krónur og framljós geta kostað 260.000 krónur Í HNOTSKURN » Verðmunur á bílum hefur aukist mjög.» Fyrir um áratug voru fáir á dýrum bílumog það var á margra vitorði ef einhver keypti dýran lúxusbíl. Nú eru fjölmargir bílar í umferð sem kosta langt yfir 10 milljónir. » Þetta er ein ástæðan fyrir því að verið erað endurskoða gjaldskrá kaskótrygginga. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur auglýst eftir framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, en umsókn- arfrestur rennur út 18. febrúar nk. Framkvæmdastjóri starfar með stjórn þjóðgarðsins og fylgir eftir ákvörðunum stjórnar í umboði hennar, auk þess sem hann vinnur náið með þjóðgarðsvörðum garðsins. Starfið er auglýst án staðsetning- ar, en áskilið er að búseta hans þjóni hagsmunum þjóðgarðsins. Í fundar- gerð stjórnar þjóðgarðsins frá des- ember sl. kemur fram að það sé sameiginlegur skilningur stjórnar- manna að orðalag auglýsingarinnar feli í sér að framkvæmdastjóri verði staðsettur í einu af þeim átta sveit- arfélögum, sem eiga land að þjóð- garðinum eða á höfuðborgarsvæð- inu. Jafnframt var samþykkt að staðsetning framkvæmdastjóra yrði endurskoðuð um sama leyti og end- urskoða á stjórnfyrirkomulag fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, þ.e. fyrir 1. janúar 2013. Leita fram- kvæmda- stjóra ♦♦♦ ÞÓRUNN Svein- bjarnardóttir hyggst, að sögn Önnu Kristínar Ólafsdóttur, að- stoðarmanns ráð- herra, ekki tjá sig í fjölmiðlum um væntanlegan rök- stuðning sinn vegna ráðningar í stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. „Við munum svara þessum beiðnum um rökstuðn- ing eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Anna Kristín. Eins og greint var frá í blaðinu í gær hefur einn umsækjenda þegar óskað eftir rökstuðningi auk þess sem Árni Bragason náttúrufræðing- ur hefur lýst því yfir að hann hyggist óska eftir rökstuðningi ráðherra. Rökstuðn- ingur kemur Þórunn Svein- bjarnardóttir ♦♦♦ LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu upplýsti nýverið stuld á jeppa- bifreið í Hafnarfirði. Bifreiðinni hafði verið stolið fyrir utan heimili eigandans um nótt, en strax daginn eftir að kæran barst fékk lögreglan ábendingu um að sést hefði til þriggja ungra pilta á bifreiðinni í Ás- landshverfi. Eftir að lögregla grennslaðist fyr- ir um bifreiðina var rætt við ungan pilt. Kom upp úr krafsinu að þrír sex- tán ára piltar höfðu tekið jeppann, ekið honum um hverfi Hafnarfjarðar og í kjölfarið upp að Hvaleyrarvatni, þar sem bifreiðin festist í snjóskafli. Sextán ára á stolnum jeppa Á SÍÐASTA ári dró nokkuð úr flutningum fólks til landsins miðað við fyrri ár og nam fjöldi aðfluttra umfram brottflutta erlenda rík- isborgara 3.352 einstaklingum en brottfluttir íslenskir ríkisborgarar voru 255 fleiri en aðfluttir. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árin 2005 og 2006 var flutnings- straumur fólks frá útlöndum óvenju mikill og árið 2006 voru aðfluttir umfram brottflutta 5.255 manns. Ef einungis er litið til erlendra rík- isborgara nam þessi tala 5.535 manns árið 2006. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður; brottfluttir voru 280 fleiri en aðfluttir. Það mikla þensluskeið sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár dró til sín mun fleiri karla en konur frá útlöndum, segir í samantekt Hag- stofunnar. Þannig fluttu hingað meira en tvöfalt fleiri karlar en kon- ur árin 2005 og 2006. Þetta var mik- il breyting frá því sem verið hafði tvo síðustu áratugi þar á undan en þá komu allajafna fleiri konur en karlar. Árið 2007 má aftur merkja breytingu en þá var flutningsjöfn- uður meðal karla og kvenna nær jafn. Allmiklar breytingar hafa líka orðið á flutningum innanlands und- anfarin ár. Í fyrra voru flutningar innanlands 58.136 talsins. Þetta er nokkur fjölgun frá árinu áður en þá voru innanlandsflutningar 51.060. Áberandi breytingar hafa orðið á flutningum milli landsvæða und- anfarin ár. Mikið hefur dregið úr því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hafði á aðra landshluta. Ef einungis er litið til innanlandsflutninga flytj- ast nú fleiri frá höfuðborgarsvæð- inu en til þess. Eins og undanfarin ár draga Suð- urnesin til sín flesta íbúa en þar var flutningsjöfnuður 50 á hverja 1.000 íbúa. Flutningsjöfnuður er jákvæð- ur á Suðurlandi og Vesturlandi og munar þar mest um flutninga til sveitarfélaga í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins. Eins og mörg und- anfarin ár fluttust hlutfallslega fleiri frá Vestfjörðum en nokkru öðru landsvæði. Breyting hefur orð- ið í flutningsjöfnuði í milli- landaflutningum til einstakra land- svæða frá síðasta ári, einkum þó á Austurlandi. Í hlutfalli við íbúa- fjölda fluttu mun fleiri einstaklingar til Austurlands frá útlöndum en til annarra landsvæða árin 2004-2006. Nú er þessu öfugt farið og flutnings- jöfnuður í millilandaflutningum er þar nú neikvæður. Tvöfalt fleiri karlar en konur fluttu hingað árin 2005 og 2006                                                              !                                                        Dregur úr flutningum til landsins TAKMÖRKUN andaveiða á linda- svæðum verður skoðuð í tengslum við aðrar tillögur um friðanir, eink- um þær er snúa að fuglum. Þetta segir Anna Kristín Ólafsdóttir, að- stoðarmaður umhverfisráðherra. Í grein sinni sl. sunnudag rifjaði Halldór Blöndal upp að þáverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, leitaði á sínum tíma eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar á málinu. Í skýrslu Náttúrufræði- stofnunar frá 2005 leggur hún til að vetrarveiðar á fuglum verði bannað- ar á alls sex votlendis- og lindasvæð- um sem talin eru upp í skýrslunni. Til skoðunar í ráðuneytinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.