Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Samkvæmt skilgreiningu erufæðubótarefni matvæli, semætluð eru til viðbótar viðvenjulegt fæði. Til að teljast fæðubótarefni þarf efnið að innihalda hátt hlutfall af vítamínum, stein- efnum eða öðrum efnum, sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif, svokölluðum hollefnum. Hvort vara telst fæðubótarefni eða náttúrulyf ræðst meðal annars af virkni inni- haldsefna. Lýðheilsustöð mælir ekki sérstaklega með fæðubótarefnum, en telur að Íslendingar, eins og aðrir sem búa á norðlægum slóðum, þurfi að taka D-vítamín aukalega að vetri til. Jafnframt er barnshafandi konum ráðlagt að taka inn fólat. Hinsvegar telur Lýðheilsustöð jafnvægi milli næringarefna mjög mikilvægt og mælir með fjölbreyttu og hollu fæði, sem fæst með því að neyta matvæla úr öllum fæðuflokkum enda veita mismunandi fæðutegundir mismikið af hollefnum. Þannig tryggjum við líkamanum öll þau næringar- og holl- efni, sem hann þarf á að halda, segir Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði. Þó telur hún að neysla fæðubótarefna með hóflegum skömmtum af bætiefn- um, sem stuðli að ráðlögðum dag- skammti, geti hjálpað ákveðnum hóp- um fólks. Fæði, fjölvítamín og efedrín Landlæknisembættið telur að neysla fæðubótarefna, annarra en nefnd eru hér að ofan, sé peninga- sóun því flestum dugi venjulegt fæði. Engar vísindalegar sannanir séu fyr- ir því að efni þessi bæti heilsu hjá hraustu fólki, en geti þó gagnast fólki með alvarlega sjúkdóma eins og al- næmi, krabbamein og ýmsa melting- arfærasjúkdóma og hugsanlega fólki sem leggur stund á mjög miklar og erfiðar keppnisíþróttir. Guðrún bendir á að fæðubótarefni eru gríðarlega misjöfn, allt frá venju- legum fjölvítamínum yfir í varasöm efni, séu þau tekin í of stórum skömmtum. Á íslenskum markaði er að finna ógrynni af fæðubótarefnum, sem eru til þess gerð að „bæta heils- una“. Flest þeirra eru ekki skaðleg, en hinsvegar hefur, samkvæmt vef Landlæknisembættisins, borið á smyglvarningi með efnum á borð við efedrín. Efedrín er ólöglegt til al- mennrar neyslu á Íslandi og er það ekki að ástæðulausu þar sem heim- ildir eru um skaðsemi efedríns á mannslíkamann. Lyfjastofnun hefur varað við neyslu á efedríni þar sem hún geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, jafnvel í litlum skömmt- um. Efedrín virkar á miðtaugakerfið, eykur hjartslátt, hækkar blóðþrýst- ing og veldur ýmsum öðrum auka- verkunum. Það er skylt amfetamíni og hefur örvandi áhrif á neytandann. Í gagnabanka Matvæla- og lyfja- stofnunar Bandaríkjanna (FDA) eru m.a. ábendingar um að efedrín valdi taugatitringi, svefnleysi, svima, skjálfta, hækkuðum blóðþrýstingi, óreglulegum hjartslætti, hröðum hjartslætti, höfuðverk, óþægindum í meltingarvegi, brjóstverkjum, hjartaslagi, lifrarbólgu, heilablóðfalli og jafnvel dauða. Árið 2002 var hægt að rekja sautján dauðsföll í Banda- ríkjunum til neyslu á fæðubótar- efnum, sem innihéldu efedrín, að því er fram kemur í grein nokkurra bandarískra lækna á vísindavefmiðl- inum www.pubmed.com. Læknarnir starfa allir við Walter Reed Army Medical Center í Washington DC, en aðalhöfundurinn er Willis L. Scott. Töflurnar ekki hættulausar Hvers kyns megrunarvörur eða efni, sem eiga að auka fitubrennsl- una, eru nú sérstaklega áberandi á ís- lenska markaðnum og dynja auglýs- ingar því tengdar á neytendum, að sögn Guðrúnar. Flestar fitubrennslutöflur, sem seldar eru úti í búð á Íslandi, inni- halda mikið magn af virkum, lögleg- um efnum eins og koffíni, gúrana og/ eða grænu tei. Sem dæmi þá er Hy- droxycut, sem er efedrínfrítt fæðu- bótarefni, til þess ætlað að auka þyngdartap og bæta þol. Fyrsta formúlan innihélt efredrín, sem í inni- haldslýsingu gekk undir nafninu „Ma Huang“ og hafði miklar aukaverk- anir. Árið 2004 var lagt bann við efe- dríni í fæðubótarefni í Bandaríkj- unum. Ekki hefur verið sannað að Hydroxycut brenni fitu hraðar eða meira en aukin hreyfing gerir ein og sér. Rannsókn frá árinu 2005 leiddi í ljós mjög alvarlegar afleiðingar eftir inntöku á Hydroxycut sem fólust m.a. í hækkuðum blóðþrýstingi og hjart- sláttartruflunum, að sögn Guðrúnar. Tveir menn, 27 og 30 ára að aldri, hlutu alvarlegar lifrarskemmdir, ann- ar eftir fimm vikna og hinn eftir að- eins fimm daga inntöku. Ekki var al- veg ljóst hvaða efni í töflunum voru ábyrg fyrir hækkuðum blóðþrýstingi og nýrnatruflunum, en koffín, sem er meginuppistaðan í töflunum, er þekkt fyrir háþrýstingsáhrif. Daglegur skammtur af Hydroxycut inniheldur 600 mg af koffíni, sem samsvarar sex bollum af kaffi á dag. Nýlegar rann- sóknir á fæðubótarefnum, sem inni- halda aðallega koffín, hafa sýnt fram á að þær hækka blóðþrýsting veru- lega. Ekki er vitað með vissu hvort það sé eingöngu koffinið, sem er virki þátturinn í Hydroxycut eða hvort samvirkandi þættir koffíns og ann- arra innihaldsefna eigi þarna hlut að máli. Vangaveltur um grænt te Grænt te í töfluformi er einnig talið varasamt í of stórum skömmtum. Miklu fleiri efni eru á markaði sem eiga að stuðla að þyngdarstjórnun, fitubrennslu og minnkaðri matarlyst. MetaSys er eitt þeirra, segir Gurðún. „Það inniheldur 100% grænt, vatns- meðhöndlað extrakt te í hylkjum, en miklar vangaveltur hafa verið uppi um ágæti græns tes, að því er fram kemur í umfjöllun bandarísku læknanna. Grænt te virðist hafa marga kosti og rannsóknir hafa sýnt að verndandi áhrif græns tes eru hvað mest ef drukkið er mikið af því og það er ekki talið valda neinum aukaáhrifum í þeim skömmtum, sem hægt er að neyta í fljótandi formi. Hinsvegar er talið að inntaka á sam- þjöppuðu grænu tei í töflu- eða duft- formi geti haft skaðlegar afleiðingar þar sem neysla á of stórum skömmt- um getur valdið lifrarskemmdum í mönnum,“ segir Guðrún. Allt er best í hófi Fyrir þá, sem velja það að taka inn fæðubótarefni, þá á hin gullna regla við í því eins og í öllu öðru, að allt sé best í hófi, segir Guðrún. „Áhrifarík- ast í þyngdarstjórnun er fyrst og fremst breyttur lífsstíll og jákvætt hugafar. Á markaði eru engin töfralyf til sem láta umframkílóin hverfa. Til þess að ná langtímaárangri í barátt- unni við aukakílóin verður alltaf að koma til breyting á hugarfari, bætt mataræði og aukin hreyfing. Áhrif umhverfisins og framboð á vörum og auglýsingum framleiðenda eru mikil en að endingu er það einstaklingur- inn sjálfur sem ber mesta ábyrgð á eigin neyslu. Þó að markaðurinn vilji selja ýmsar skyndilausnir í töfluformi er það ekki rétta leiðin í átt að bættri líðan.“ join@mbl.is Töfralyf í töfluformi ólíkleg til árangurs Neysla á misvirkum fæðubótarefnum gagnast fæstum, sem vilja freista þess að missa kíló. Matvæla- og næringarfræðingurinn Guðrún Kristín Sig- urgeirsdóttir sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að maður næði frekar stjórn á eigin þyngd með breyttu hugarfari, bættu mataræði og aukinni hreyfingu. Sérfræðingurinn „Engar vísinda- legar sannanir eru fyrir því að fæðubótarefni bæti heilsu hrausts fólks þó þau kunni að gagnast fólki með sjúkdóma,“ segir Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir. Þetta er önnur greinin af nokkrum í greinaflokki, sem er samstarfs- verkefni Matvæla- og næring- arfræðafélag Íslands og Morg- unblaðsins. TENGLAR ..................................................... www.mni.is Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem er frá 18. feb. til 13. mars. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og fer fram á mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is undir hnappi Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is Um hvað snúast stjórnmál? Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is • borgarmálin • listina að hafa áhrif • flokksstarfið • menntun og menningarmál • velferðarmál • ferða- og samgöngumál • efnahagsmál • umhverfismál • utanríkismál • sjávarútvegsmál • landbúnaðarmál • stjórnskipan og stjórnsýslu • greina- og fréttaskrif • Sjálfstæðisflokkinn • starfshættir Alþingis Fyrirlestrar og umræður um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.