Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 28

Morgunblaðið - 13.02.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna ElínAðalbjörg Árna- dóttir fæddist á Ak- ureyri 24. júlí 1922. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala, Landakoti, 4. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Hall- grímsson, f. í Hrísey 1888, d. 17.6. 1937 og Ingibjörg Sigríð- ur Þorsteinsdóttir, f. á Bæ á Höfða- strönd 1890, d. 1. maí 1943. Systkini Jóhönnu eru Hallgrímur Ólafur, f. 1914, d. 1927, Björgvin, f. 1916, d. 1985, kvæntur Sigrúnu Sigurpálsdóttur, f. 1918, d. 2001, og Úndína, f. 1923, gift Sveini Kristjánssyni, f. 1922, d. 1994. Jóhanna giftist 1946 Sveini Bergmann Bjarnasyni, sjómanni og bifreiðastjóra, f. 1918, og varð þeim 9 barna auðið. Þau eru: 1) Bjarni Halldór Bergmann, f. 1946, kvæntur Þorbjörgu Kristvins- dóttur, 2) Ingibjörg Hanna Berg- mann, f. 1947, d. 2006, 3) Úndína Bergmann, f. 1948, gift Birni Brynjólfssyni, 4) Ásmundur Guðni Bergmann, f. 1950, kvæntur Hall- veigu Finnbogadóttur, 5) Árni fyrstu sem vinnukona á heimilum heldra fólks (í vist). Hún ól upp 8 af 10 börnum sínum, oft við tak- mörkuð fjárráð og í þröngum húsakosti. Átti fjölskyldan heima víða og fyrst bjuggu þau Sveinn í kjallaraíbúð í húsi Olgu systur Sveins og manns hennar Gunnars á Hrísateigi 21. 1952 var flutt til Akureyrar og búið þar í Hafn- arstræti 29. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur aftur og þá á Tungu- veg 15, síðan á Lindargötu númer 36 en þar bjó fjölskyldan í 11 ár, þaðan í Goðatún í Garðabæ því næst á Háleitisbrautina og þaðan í Rjúpufellið og var það þá fyrst sem hún bjó í eigin húsnæði. 1987 flutti hún síðan ásamt Einari að Furugrund 30 í Kópavogi og bjuggu þau þar, þar til yfir lauk. Þar áttu þau saman mjög góð efri ár. Hann hefur þó verið léleg- ur allra síðustu árin og hefur þurft talsverða umönnun af hennar hendi. Einar dvelur nú á hjúkr- unaheimilnu Sunnuhlíð. Jóhanna fór að vinna utan heim- ilis svo fljótt sem mögulegt var þegar fór að togna úr barnahópn- um og þá fyrst í mötuneyti Tog- araafgreiðslunnar og síðar hjá Eimskip í Faxaskála. Einnig vann hún í nokkur ár sem sníðakona á saumastofunni Skinnfaxa. Mörg síðustu starfsárin og allt til sjö- tugs vann hún í mötuneyti hjá Símanum. Útför Jóhönnu fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hallgrímur Berg- mann, f. 1951, kvænt- ur Sigríði Ólafs- dóttur, 6) Rúnar Bergmann, f. 1953, 7) Sigrún, f. 1958, kjör- foreldrar Friðgeir Ingimundarson og Guðrún Helga Vig- fúsdóttir, gift Loga Úlfljótssyni, 8) Jón Þór Bergmann, f. 1962, í sambúð með Steinhildi Hjaltested, og 9) Róslind Huld Bergmann Bordal, f. 1965, gift Dag Bordal. Jóhanna og Sveinn skildu 1969 og Sveinn lést árið 2000. Fyrir hafði Jóhanna eignast Hauk Örn Björnsson, f. 1944, hann er kvæntur Sigrid Esther Guð- mundsdóttur. Ólst hann upp hjá fósturforeldrum, Olgu Magn- úsdóttur og Hannesi Sölvasyni, á Siglufirði. Árið 1987 giftist Jóhanna, Ein- ari Jónssyni, f. 1913. Barnabörnin eru 25 og barnabarnabörnin 26. Niðjahópurinn er því orðinn 61. Jóhanna ólst upp í foreldra- húsum í Laxagötunni á Akureyri en föður sinn missti hún 14 ára og móður sína tvítug og varð því snemma að bjarga sér sjálf, í Elsku mamma, í dag kveð ég þig með sárum söknuði, þú varst mér allt- af svo góð og ég er svo stolt af að hafa átt þig fyrir móður. Þú varst ákveðin og góð og einstaklega þolinmóð. Það var ekkert sem þú gast ekki gert og það hefur þú kennt mér; alla tíð sagð- ir þú við mig að ef viljinn væri fyrir hendi gæti ég gert hvað sem væri. Þig hafði t.d. lengi langað til að taka bíl- próf og svo þegar þú varst að verða 67 ára léstu drauminn rætast, þú fórst svo á enskunámskeið ári seinna því þig langaði að læra ensku og svona mætti lengi telja. Þú dreifst í hlut- unum; fórst á alls konar námskeið og ferðaðist um heiminn. Elsku mamma, þú varst sko engin venjuleg kona. Þú varst rík því þú eignaðist tíu börn, 25 barnabörn og 26 barnabarnabörn, auk nokkra stjúp- barna og -barnabarna. Það var svo í nóvember fyrir rúmu ári að þú misstir þitt fyrsta barn, þegar elsku Imba systir dó, tæplega sextug að aldri, æi, mamma, hvað það var sárt. Elsku mamma, þú fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast, hvort sem það voru atburðir í stórfjölskyldunni, fréttir utan úr heimi eða tískustraum- ar og barnabörnin sögðu oft að amma væri sko algjör pæja. Ég varð alltaf ofsalega stolt þegar vinkonur mínar og kunningjar sem kynntust þér sögðu við mig: „Rosalega lítur hún mamma þín alltaf vel út“. Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir allar heimsóknirnar til mín til Noregs. Þú komst eða reyndir að koma á hverju ári, öll þau níu ár sem ég hef búið þar, nú síðast í maí á síð- asta ári þegar þú og Sigrún systir komuð. Þú hafðir þann eiginleika að geta gert gott úr öllu, eins og þegar þú komst til mín um áramót fyrir 6 ár- um, þá var hörkuvetur, 20 stiga frost í marga daga og snjór. Við gátum ekki farið út fyrir hússins dyr en þér fannst það allt í lagi og kvartaðir ekki því þér fannst útsýnið svo fallegt úr öllum gluggum hússins. Elsku mamma, ég á svo margar og góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu og ég er dugleg að rifja þær upp, bæði við þá sem þekktu þig og þá sem aldrei fengu að kynnast þér. Þú varst, elsku mamma mín, svo þakklát fyrir allt sem gert var fyrir þig. Þér fannst við börnin þín stjana við þig, enda ekki annað hægt þegar við áttum svona góða mömmu, og við sögðum stundum: ef maður er góður, þá eru allir góðir við mann á móti. Elsku besta mamma mín, þú varst eins og fallegt blóm sem bara varð fal- legra og sterkara með hverju árinu sem leið. Ó, elsku mamma, hvað ég sakna þín mikið en ég veit að Guð og englarnir taka vel á móti þér og þú verður falleg stjarna á himninum sem ég get haldið áfram að horfa upp til. Guð geymi þig, mamma mín, þín dóttir Róslind. Elsku amma er flogin á vit nýrra ævintýra í nýjum víddum. Hún ætlaði aldeilis ekki að fara strax en það er víst ábyggilegt að enginn ræður sín- um næturstað. Amma mín var hörku- tól, hún sat ekki og prjónaði, hún var bara ekki þannig. Hún var ekki þessi amma sem ég las um í barnabókun- um. Amma var hress og skemmtileg, hún elskaði að dansa, hún elskaði líka að spila og var ósigrandi rommímeist- ari. Hún bakaði bestu kleinur í heimi á meðan Einar, hennar seinni eigin- maður, sá um að töfra fram bestu kókostoppa veraldar. Þau voru krútt- leg saman, amma og Einar og hann gerði allt fyrir hana Jóhönnu sína. Þegar ég lenti í eldhúsbasli hringdi ég stundum í ömmu sem var með eldamennskuráð undir rifi hverju og hafði bara gaman að því að aðstoða sonardótturina við kakó eða kleinu- gerð í gegnum síma. Amma mín var alltaf glæsileg til fara, hún fór í lagn- ingu, lét tattúvera á sig augabrúnir og var smart í tauinu. Hún var ein af þessum skvísum sem nota plasthettu yfir fína hárið í rigningu og klikka ekki á varalitnum í veskinu. Hún var ekta pæja og hefði aldrei látið sjá sig ótilhafða eins og druslu, eins og hún hefði orðað það. Það var ekki hennar stíll. Hún hefði fussað og sveiað því hún var pjattrófa. Amma var hreinskilin, hún hafði stálminni og var hörð af sér, hún lét ekkert stoppa sig. Eignaðist heilan tug barna og stjórnaði stóru heimili eins og góður foringi. Alltaf með heit- an mat handa barnaskaranum sínum og þrátt fyrir að börnin væru mörg og plássið lítið var aldrei drasl á heim- ilinu. Börnin hennar ömmu voru ekki í skítugum eða götóttum fötum, hún vildi hafa þau hrein og fín og heimilið líka. Þegar amma tók bílpróf á seinni ár- um fékk hún sér grænan sætan bíl sem pabbi minn sá oft um að dytta að og þrífa fyrir hana. Eitt sinn hringdi amma svo í pabba og bað hann vin- samlegast um að þrífa bílinn fyrir sig því hann væri svo skítugur að hún gæti bara ekki látið sjá sig á honum. Pabbi fór auðvitað því hann gerði allt fyrir ömmu en sagði mér seinna að bíllinn hefði verið nánast því tandur- hreinn. Svona var amma mín, krútt- legt og pjattað hörkutól með óbilandi áhuga á tísku, spilamennsku og dansi. Ég tók eitt sinn viðtal við hana og þá sagði hún mér lítið leyndarmál; hana dreymdi um að verða kvikmynda- stjarna frá því hún var lítil stelpa. Elsku amma, nú ertu komin upp til stjarnanna, skíndu skært og vertu skærasta stjarnan á himininum úr því þú varðst ekki stjarna bíómyndanna á jörðu niðri. Elsku Einar og öll níu börn ömmu, Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram án ömmu sem var höfuð fjöl- skyldunnar. Knúsið hvert annað og njótið þess að vera til, lífið er núna og svo hittum við skvísurnar á efri hæð- inni þegar okkar tími kemur. Guð geymi þig, elsku amma, þín sonardóttir Sigríður Elín Ásmundsdóttir. Elsku amma mín, ég sakna þín mik- ið. Þú verður alltaf í huga mínum og ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst mín kærasta og einasta amma og ég þakka fyrir allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Frá því ég var lítil stelpa hef ég verið mikið með þér; þú sóttir mig oft í leikskólann og skólann og passaðir mig þar til mamma var búin að vinna. Ég man líka þegar ég fór nokkrum sinnum með þér á föndurn- ámskeið, þú hafðir svo gaman af því að mála dúka og alls kyns keramik sem þú gafst svo gjarnan vinum og ætt- ingjum. Svo liðu árin og við mamma fluttum til Noregs þegar ég var 11 ára, þú varst glöð fyrir okkar hönd því við vorum að prófa eitthvað nýtt og þú varst alltaf svo upptekin af því að okk- ur mömmu liði vel í Noregi. Um daginn fann ég nokkur bréf sem þú sendir mér til Noregs og í þeim stendur hvað þú varst ánægð með hvað ég var dugleg í skólanum og hvað ég var stóð mig vel í norskunni. Þessi bréf mun ég geyma vel. Við fengum líka oft símtöl frá þér og svo varstu líka dugleg að koma í heim- sókn og mér fannst alltaf svo gaman að fá þig, hvort sem það var um jól eða yfir sumartímann. Það getur verið erfitt að búa svona langt frá öllum en það var alltaf svo gott að koma heim því þá fór ég alltaf beint til þín í Furugrundina, það klikkaði aldrei og þú beiðst alltaf spennt eftir okkur með kaffi og kök- ur. Mér finnst skrítið að koma heim til Íslands núna og fara ekki beint í kaffi til þín. Þú ert ekki hérna hjá okkur lengur en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ert í huga mínum hvar sem ég er. Að lokum vil ég bara þakka þér enn og aftur fyrir að hafa fengið tuttugu fín ár með þér og allar fínu minningar. Þú munt alltaf verða mín eina og kær- asta og besta amma í öllum heimin- um. Guð og allir englarnir okkar uppi á himninum passi uppá þig. Hvíldu í friði amma mín, þín kær- asta, Auður Árný Bergmann Róslindardóttir. Þegar mér var sagt að hún Jóhanna systir mömmu væri dáin fannst mér það svolítið skrítið þó svo að ég hefði átt von á því á hverjum degi, en Jóhanna var svo sterk að mér fannst alltaf að allir aðrir færu á undan henni. En svona er lífið og langar mig að minnast þess- arar konu í nokkrum orðum. Þar sem ég var fyrsta barn systur hennar varð það þannig að ég varð alla tíð í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur það haldist síðan. Ég man eftir mér þegar við komum til hennar á Lindargötuna og svo síðar í Rjúpu- fellið, alltaf fengum við höfðinglegar móttökur og ég tala nú ekki um eftir að þær systur eignuðust íbúðir í sama húsinu í Furugrundinni. Jóhanna var mjög heilsteyptur persónuleiki, afar dugleg, vinnusöm og ákveðin enda veitti ekki af þar sem hún hafði fyrr á árum fyrir stóru og erfiðu heimili að sjá. Ekki var þar alltaf auður í garði en aldrei heyrði maður það á henni og ekki kvartaði hún en það var gaman að fylgjast með því þegar börnin hennar fóru að vaxa úr grasi og fóru að vinna hvað þau voru dugleg að hjálpa mömmu sinni og eiga þau heið- ur skilið fyrir það. Ég mun ekki gera skil á æviferli hennar hér, það er ann- arra að gera. Ég minnist þess að þeg- ar ég varð 40 ára kom Jóhanna norð- ur til Akureyrar með flugi, þetta var á laugardegi og ætlaði hún að fljúga suður á sunnudagskvöldinu. Afmælið var að sjálfsögðu haldið með pomp og prakt seinnipart laugardags og fram á kvöld en þá var ég að spila í hljóm- sveit á Hótel KEA og komu þær hún og Lilja frænka á ballið og svo heim með mér um nóttina en þá var farið að snjóa. Um morguninn eða undir há- degi þegar ég keyrði þær heim var orðið vitlaust veður og er ekki að orð- lengja það að á miðvikudegi ákvað Jó- hanna að taka rútuna suður því að ekkert hafði verið flogið þessa daga. Hefur þetta oft verið rætt síðan og hún sagði: „Ætli ég komi nokkurn tímann í afmæli þitt aftur“, en aldrei segja aldrei þær, systur komu norður þegar ég varð 65 ára. En þá var gott veður allan tímann og yndislegur tími að eiga með þeim. Við fórum og skoðuðum alla gömlu staðina sem þær rifjuðu upp úr æsku sinni á Akureyri og er þessi tími okk- ur hjónunum afar dýrmætur í end- urminningunni. Eftir að faðir minn dó flutti móðir mín suður af því að hún fékk íbúð í sama húsi og Jóhanna eins og áður sagði því að þær voru mjög samrýndar þó svo að þær hafi verið mjög ólíkar í sér. Ég veit ekki hvernig hún hefði getað komist í gegnum það tímabil ef Jóhönnu hefði ekki notið við og ber að þakka það af alhug svo og börnum hennar sem hafa reynst henni afar vel líka. Ég veit að þessi missir verður móður minni erfiður en hún býr nú á góðum stað þar sem vel er hugsað um hana. Kæra Jóhanna. Sælir eru hjarta- hreinir því að þeir munu Guð sjá. Það er allaf erfitt að kveðja en það bíður okkar allra að fara þessa leið. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér, hún Imba þín hefur örugglega beðið eftir þér og tekið þér opnum örmum. Kæri Einar, börn og barnabörn og aðrir ættingjar. Megi góður Guð veita ykkur styrk í sorginni. Rafn og Kristín, Akureyri. Kveðja frá Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík Okkar góða félagskona Jóhanna Árnadóttir er nú fallin frá 85 ára að aldri. Það var lán fyrir deildina okkar er Jóhanna gekk til liðs við hana um miðjan áttunda áratuginn enda góð félagskona og indæl. Slysavarnakon- ur sem kynntust Jóhönnu bera henni allar vel söguna, hún var hreinskiptin, hlý og traust. Jóhanna sat í stjórn deildarinnar um fimm ára skeið frá 1981–1986, hluta þess tíma sem vara- formaður, hún var ósérhlífin, vinnu- söm og góð fyrirmynd okkur sem yngri vorum. Við þökkum Jóhönnu góð störf í þágu deildarinnar, minningin um góð- an félaga lifir. Elsku fjölskylda, við vottum okkar innilegustu samúð. Fríður Birna Stefánsdóttir formaður. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Við lát Jóhönnu vinkonu minnar kemur margt upp í hugann, minning- ar frá liðnum samverustundum sem eru ótalmargar enda er vinátta okkar búin að standa í 50 ár, þá bjó Jóhanna á Lindargötu en ég á Skúlagötu og við áttum drengi sem léku sér mikið sam- an og þannig kynnstumst við. Síðan gengum við saman í Kvennadeild Slysavarnafélags Íslands eins og hún hét þá, það var árið 1975 og þar var mikið verk að vinna, við vorum saman í stjórn deildarinnar og það var mikið starf, merkjasölur, hlutaveltur, bingó og svo auðvitað kaffisalan á Sjó- mannadaginn, og aldrei lét Jóhanna sitt eftir liggja. Þá var líka oft svo gaman og margar konur sem lögðu hönd á plóginn og á fundum oft 60-100 konur og mikið skemmt sér. Saman fórum við í ferðalög innanlands og sérstaklega var gaman er við fórum og okkar eiginmenn saman austur í Vík í Mýrdal eitt sumarið, en Einar maður Jóhönnu var einmitt ættaður úr Reynishverfinu og hann sagði okk- ur svo margt skemmtilegt. Í gegnum öll þessi ár var alltaf samband og við höfðum alltaf saman borð á fundum og skemmtunum hjá deildinni okkar. Jóhanna var mjög dugleg og sérstak- lega myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Bráðmyndarleg í hönd- um og mikil húsmóðir og að mörgu þurfti að hyggja með stóran barnahóp og svo var alltaf mjög gestkvæmt hjá henni. Jóhanna var afskaplega dugleg og þurfti oft að taka á honum stóra sínum eins og sagt er, að fæða af sér 10 börn er þvílíkur dugnaður og á seinni árum þurfti hún oft að fara í að- gerðir en aldrei kvartaði hún. Jó- hanna á væn og góð börn sem voru og eru henni til sóma, en elstu dóttur sína Ingibjörgu missti hún í nóv. 2006 og var það mikið áfall. Ég þakka vinkonu minni öll góðu árin og ég og börnin mín sendum hennar börnum og þeirra fjölskyld- um, svo og Einari og Undínu systur hennar innilegar samúðarkveðjur. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) „Drottinn, gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona Guðrún S. Guðmundsdóttir. Jóhanna Elín Árnadóttir FEBRÚARTILBOÐ MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Á LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM 10-50% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.