Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálning kl. 9 og 13. Árskógar 4 | Bað, handavinna, smíði/ útskurður og heilsugæsla. Upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, glerlist, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 13-16, leikfimi kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10-11.30, s. 554-1226. Skrif- stofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, síðdegisdans undir stjórn Matthildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffi og terta. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður við til kl. 17, glerlist- arhópar starfa fyrir og eftir hádegi, félagsvist kl. 13, söngfuglarnir taka lagið við gítarundirleik Guðrúnar Lilju kl. 15.15, viðtalstími FEBK kl. 15- 16, bobb kl. 16.30, og síðan sér Sigvaldi um danskennslu kl. 18-20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist og ganga kl. 9, hádegisverður, postulínsmálning og kvennabridge kl.13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9 og 10.30, brids kl. 13, karlaleikfimi kl. 9.30, botsía, bútasauma- klúbbur kl. 13, miðar á Ívanov í Þjóðleikhúsinu 20. febrúar seldir í Jónshúsi, skráning í spila- og skemmtiferð á Garðaholt 21 febrúar. Óp- erukvöld í Garðabergi á morgun kl. 17, Carmen, eftir Bizet. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, nemendur í íþróttafræðum við Háskól- ann í Reykjavík í fræðslu og kynnisferð kl. 9.30, dans kl. 10, frá hádegi spilasalur opinn, mánud. 10. mars veitir Skattstofan framtalsaðstoð kl. 9, skráning og uppl. á staðnum og s. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag aðst. við böðun kl. 9, bókband, létt leikfimi kl. 13.15, og kl. 14, framhaldssagan, kaffiveitingar kl. 14. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handavinna kl. 9-16.30, útskurður kl. 9, hádeg- ismatur, brids kl. 13, kaffi kl. 15 15.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, almenn hand- mennt kl.11, línudans kl.11, pílukast kl.13.30, al- menn handmennt kl.13, Gaflarakórinn kl.16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16, hjá Sigrúnu, keramik, taumálun, glermálun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, há- degisverður kl. 11.30, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá alla daga; skapandi skrif, Bör Börsson, bridge, framsögn, spjallhópurinn „Þegar amma var ung …“, söng- ur, línudans, Müllersæfingar, Listasmiðjan alltaf opinn, gönguferðir alla morgna o.s.frv. Uppl. í síma 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu, Dals- mára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rv. kl. 17. Upplýsingar í símum 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10, Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum opin kl. 13-16. Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverðarfundur verður 13. febrúar kl. 20, í sal félagsins, Hamra- borg 10, 2. hæð. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 4. febrúar til: Elísabet s. 553-5858, Ingi- björg s.: 564-3210, Sigríður s. 554 1516. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræð- ingur frá Heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl.11, handverksstofa kl.13, kaffiveitingar kl.14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, handavinnustofa opin kl. 9-16. m/leiðb. kl. 9-12, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofa 588-1288. Fótaaðgerðarstofa 568-3838. Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Félagvist kl. 19, í félagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og aðstoð v/böðun. Handavinna, sund, hádeg- isverður, verslunarferð í Bónus, tréskurður og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handavinnustofan opin all- an daginn, verslunarferð kl.12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14, við undirleik harmónikkuhljómsveitar uppl. í síma 411-9430. Þórðarsveigur 3 | Almenn handavinna kl. 9-13, opinn salur kl. 13, ganga kl. 15, botsía kl. 14, kaffiveitingar kl. 15. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal í dag kl. 11. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holta- koti frá kl. 10-12, allir foreldrar ungra barna á Álftanesi velkomnir, hressing og góð leik- aðstaða. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti frá kl. 13-16. Spilað og spjallað, kaffi og meðlæti. Bæna- og kyrrðarstund verður í Leikskólanum Holtakoti kl. 20. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimili eftir stundina. Spil og spjall, starf eldri borgara kl. 13.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Farið verður í heimsókn til eldri borgara í kirkjunni á Akranesi 13. feb. Lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl. 12.30 og er áætluð heimkoma um kl. 17. Skráning er hjá kirkjuvörðunum í síma 553-8500. Digraneskirkja | Alfanámskeið kl 19. (www.digraneskirkja.is) Dómkirkjan | Bænastundir kl. 12.10-12.30. Létt- ur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bæn- arefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkj- an.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20, prédikun, tónlist og spjall. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, tekið við fyr- irbænum í síma Grafarvogskirkju: 587-9070. Léttur hádegisverður á vægu verði að stundu lokinni. TTT fyrir börn 10-12 ára í Rimaskóla og Korpuskóla kl. 17-18. Grensáskirkja | Samverustund aldraðra á þorr- anum, helgistund og matur kl. 12. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hug- vekja, altarisganga. Morgunverður í safn- aðarsal eftir messuna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 12-13, skrifstofan lokar á meðan. Unglinga- fræðsla er kl. 17.30 og fjölskyldusamveran kl. 18, súpa og brauð, gegn vægu gjaldi, biblíu- kennsla kl. 19, og Royal Rangers skátastarf fyr- ir 5 ára og eldri. Kristniboðssalurinn | Samkoma í kvöld kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, hjónin Birna G. Jónsdóttir og Guðlaugur Gísla- son kristniboðar verða með þátt frá Eþíópíu. Ræðumaður er Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, kaffiveitingar. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl.10, um- sjón hefur sr. Hildur Eir, gönguhópurinn Sólar- megin kl. 10.30, kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl.14.15, umsjón hafa prestar og kirkjuvörður safnaðarins, fermingartímar. kl. 20.30, ung- lingakvöld (8. bekkur) kl. 19.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15. Rafn Jónsson flugstjóri segir í máli og myndum frá kynnum sínum og reynslu af alþjóðlegu hjálp- arstarfi á vegum Rauða krossins, kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Í dag kl. 10.30 koma foreldrar saman í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Fyrirliði: Eygló J. Gunnarsdóttir djákni. Sr. Gunnar Björnsson. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30, fyrirlestur mánaðarlega, kynnt sérstaklega, tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast, pabbar og mömmur, afar og ömmur, heitt á könnunni. 70ára afmæli. Stjötug er ídag 13. febrúar Bryndís Flosadóttir Carl Bødker Nil- senvej 19, 3100 Hornsbæk Danmark. Á afmælisdaginn eru Bryndís og eiginmaður hennar Sigtryggur Benediktz hjá dóttur sinni í Frakklandi. dagbók Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum býður til fyr-irlestrar næstkomandifimmtudag kl. 12 til 13 í Há- skólabíói, sal 4. Þar mun Ólöf Björg Steinþórsdóttir kennslufræðingur flytja erindið Stelp- ur, strákar og stærðfræði: Raddir þátt- takenda um sérstakar niðurstöður Ís- lands úr PISA 2003. „PISA-rannsóknin 2003 var stór al- þjóðleg rannsókn sem skoðaði m.a. stærðfræðigetu 16 ára unglinga. Í rann- sókninni reyndist Ísland eina landið sem sýndi kynjamun í stærðfræði stúlk- um í hag,“ segir Ólöf. „Þetta voru mjög áhugaverðar og óvenjulegar nið- urstöður, og nokkrar getgátur um ástæðu þess lagðar fram. Mig langaði að skoða nánar hvaða viðhorf nemendur hefðu um þessar niðurstöður og stærð- færði almennt, og þá hvort það gæti upplýst okkur um hvað olli þessum mun á frammistöðu kynjanna.“ Ólöf tók viðtöl við hóp nemenda sem tóku þátt í könnuninni 2003: „Þau eru orðin 19 ára þegar viðtölin eiga sér stað, og gátu því litið til baka úr hæfilegri fjarlægð á umhverfi sitt þegar PISA- rannsóknin fór fram.“ Ólöf bendir á að áhugavert sé að skoða niðurstöður PISA-rannsókn- arinnar í ljósi þess að konur eru í mikl- um minnihluta meðal nýnema í flestum raungreinum við Háskóla Íslands: „Í stærðfræði eru 30% nýnema konur og í eðlisfræði aðeins 6%, en einu raungrein- arnar þar sem konur eru í meirihluta eru líffræði, matvælafræði og jarð- og landfræði, en ferðamálafræði er innan jarð- og landfræðinnar. Þetta er þrátt fyrir að íslenskar stúlkur virðist al- mennt standa sig betur í stærðfræði en drengir,“ segir hún. Meðal þess sem Ólöf greindi í svörum viðmælenda sinna í rannsókninni voru sterkar hugmyndir um staðalmyndir kynjanna: „Flest voru þau á þeirri skoð- un að almennt viðhorf væri að drengir væru yfir höfuð klárir af guðs náð. Þar af leiðandi þyrftu þeir ekki að hafa eins mikið fyrir náminu, og væru jafnvel að viðurkenna að greind þeirra væri ábóta- vant með því að sinna náminu, frekar en t.d. að mæta á íþróttaæfingar,“ segir Ólöf. „Drengir sem voru miklir náms- menn, nördar, höfðu einnig á sér stimpil fyrir að vera öðruvísi. Staðalmyndirnar verkuðu því almennt letjandi á pilta að sinna náminu.“ Jafnrétti | Fyrirlestur um staðalmyndir unglinga um dugnað í námi Strákar, stelpur og stærðfræði  Ólöf Björg Steinþórsdóttir fæddist á Blöndu- ósi 1962. Hún lauk B.Ed.-gráðu frá KHÍ 1986, meist- araprófi frá Há- skólanum í Wis- consin, Madison 1997 og dokt- orsgráðu frá sama skóla 2003. Ólöf kenndi við grunnskóla Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, en er nú lekt- or við Háskólann í Norður-Karólínu, í Chapel Hill. Eiginmaður Ólafar er Lee Madden arkitekt og á hann tvær dæt- ur. Tónlist Laugardalshöll | Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Ein merk- asta hljómplata allra tíma flutt í heild sinni á glæsilegum sinfóníutón- leikum í Laugardalshöll laugardaginn 22. mars. Fram koma fremstu söngvarar landsins og rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðasala er hafin á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is. Fyrirlestrar og fundir Landakot | Fræðslufundur RHLÖ verður fimmtud. 14. feb. kl. 12.15, í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti. Kristín Björnsdóttir, frá Rann- sóknasetri í fötlunarfræðum HÍ mun fjalla um það hvernig öldrun og fötlun hafa verið skilgreind á svipaðan hátt út frá félagsgerð sam- félagsins og menningarlegri orðræðu. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Aðalfundur fimmtudag 14. feb. kl. 20, venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á mið- vikudögum kl. 14-17, í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15, sími 5514349 Netfang maedur@s- imnet.is Frístundir og námskeið Árnagarður | Námskeið: Vefinn í verklagið, vertu þín eigin ferðaskrif- stofa verður 13. feb. kl. 19.30-22, í Árnagarði, st. 101. Fjallað verður um hvernig hægt er að nota vefinn til að skipuleggja ferðalagið og finna hagstæða gistingu og flug. Uppl. og skráning á www.ferdalangur.net/ www.infopro.is. Kennari Margrét Gunnarsdóttir. ÁHÖFNIN á alþjóðlegu geimstöðinni fór í boltaleik í gær og hér er það Dan Tani, efst á myndinni, sem er að taka á móti sendingu. Ekki er ljóst hvaða reglur gilda í leiknum, enda hafa fáir spilað við þessar aðstæður. Gefð’ann! BRIDSHÁTÍÐ 2008, Icelandair Open, hefst á Hótel Loftleiðum í dag, miðvikudaginn 13. febrúar. Keppnin hefst með Stjörnutvímenningi klukkan 19 en þar mæta sterkustu keppendur mótsins meðal annarra þekktum mönnum úr íslensku þjóðlífi. Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari eru meðal keppenda á mótinu ásamt Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra í Kópavogi og Birki Jóni Jónssyni þingmanni. Andstæðingarnir hafa sumir hverjir orðið heimsmeistarar í brids. Fimmtudaginn 14. febrúar verður einnig haldin landsliðakeppni, þar sem fjögur landslið eigast við. Íslenska karlalandsliðið, USA 2 kvennalandslið með Hjördísi Eyþórsdóttur, norskt lið með tveimur heimsmeisturum og norska kvennalandsliðið sem er Norðurlanda- meistari í kvennabrids. Tvímenningur og sveitakeppni fara fram á Hótel Loftleiðum dag- ana 14. til 17. febrúar. Stjörnutvímenningur á bridshátíð Í dag er miðvikudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2008. SAGNAKVÖLD verður haldið í Straumi við Straumsvík fimmtudag- inn 14. febrúar kl. 20-22 í boði Hafnarfjarð- arbæjar, Viking Circle og Sjf menningarmiðl- unar. Aðalheiður Guðmunds- dóttir, íslenskufræðingur og aðjunkt við Háskóla Íslands, segir frá æsku sinni í Straumi. Fjöl- skylda Aðalheiðar flutt- ist að Straumi árið 1971, um það leyti sem hún átti að hefja skóla- göngu. Hún segir frá leigubílaferðum sínum til og frá skóla, könnunarferðum um hraunið og nánasta umhverfi, dýralífi í kring- um bæinn, óvæntu hlutverki í heimildarmynd, búrekstri foreldra sinna og ýmsu fleiru, segir í fréttatilkynningu. Haukur Halldórsson, Reykjanesgoði og ábúandi í Straumi, fer vítt og breitt um Reykjanes, þar sem hann fjallar um dísir, álfa, rostunga og jólasveina. Haukur hefur ásamt Sverri Sigurjónssyni listamanni komið upp sýningu Edduheima í Straumi og verður sýn- ingin opin gestum á sagnakvöldinu. Á milli atriða verður fjöldasöngur og heitt á könnunni. Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggist á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld. Sagnakvöld í Straumi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.