Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.02.2008, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík endurreisti síðasta vet- ur kvikmyndaklúbbinn Fjalakött- inn ásamt fagfélögum kvikmynda- gerðarmanna og leikara. Klúbburinn tekur aftur til starfa næstkomandi sunnudag og verður sem fyrr með starfsemi sína í Tjarnarbíói. Vera Sölvadóttir hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð segir að Fjalakött- urinn verði með sama sniði nú og í fyrra. „Það verður kannski aðeins fjölbreyttara myndaval hjá okkur nú. Alls verða um sautján myndir á dagskrá klúbbsins og er dag- skránni skipt í fjóra meginflokka: Erlend djásn, Nýjar þýskar, Norð- urlönd og Truffaut-helgi. Við mun- um m.a. frumsýna nýja íslenska heimildarmynd að nafni Ketill um Ketil Larsen. Þetta verður góð blanda af gömlum og nýjum mynd- um,“ segir Vera. Opnunarmynd Fjalakattarins í ár er heimildarmyndin Joy Divi- sion sem fjallar um breska rokk- bandið Joy Division. Klúbbnum lýkur síðan í ár með sérstakri helgi tileinkaðri franska leikstjór- anum Francois Truffaut með sýn- ingum á fimm myndum eftir hann. Þess má geta að í flokknum Er- lend djásn verður sýnd myndin Hrossaþjófarnir eftir Micha Wald en í henni hljómar tónlist eftir Jó- hann Jóhannsson sem var samin við íslenska leikritið Englabörn. Allt úr sömu áttinni Vera segir að Fjalakötturinn hafi farið hægt af stað í fyrra en þegar á leið hafi aðsóknin verið mjög góð. „Um leið og fólk fattaði Fjala- köttinn í fyrra virkaði hann stórvel og ég held að það sé alveg mark- aður fyrir slíkan klúbb. Mér finnst persónulega ekki vera gott fram- boð af kvikmyndum hér á landi. Það er kannski mikið framboð af myndum en þær koma allar úr sömu áttinni. Ég finn fyrir því að fólk er mjög ánægt með þetta framtak og sammála því að það sé ekki nægilegt úrval í kvikmynda- húsum,“ segir Vera og bætir við að svona kvikmyndaklúbbur þyrfti helst að vera starfræktur allt árið um kring. „Það er langtímamark- mið að hafa Fjalaköttinn í lengri tíma í senn en þetta snýst um pen- inga og húsnæðismál.“ Sýningar Fjalakattarins fara fram á sunnudögum og mánudög- um í Tjarnarbíói frá 17. febrúar og til 24. mars. Hvern sýningardag eru þrjár til fjórar sýningar. Hægt er að kaupa sig á stakar sýningar en einnig er hægt að skrá sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn á heimasíðunni www. filmfest.is. Fé- lagsgjald er 5.000 kr. og veitir það aðgang fyrir einn að öllum sýn- ingum klúbbsins fram til marsloka. Kisi fær enn eitt líf Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn verður starf- ræktur frá 17. febrúar til 24. mars í Tjarnarbíói Djásn Fjalakötturinn sýnir mynd um breska rokkbandið Joy Division. www.filmfest.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EÐA að minnsta kosti í þunga- rokksheimsfréttunum. Þessi síðþungarokkssveit, sem á heima- haga bæði í Breiðholti og Kópavogi, hefur verið að hræra hressilega upp í íslenskum jaðarrokksheimum að undanförnu en fyrir stuttu kom út fyrsta plata sveitarinnar, At The Borders Of Arcadia. Fréttaveitan blabbermouth.net, sem eru undir hinu stóra og stæðilega útgáfufyr- irtæki Roadrunner Records, hefur nú birt frétt þess efnis að Celestine sé búin að skrifa undir samning við útgáfufyrirtækið Milkweed Records sem gerir út frá Bandaríkjunum. Þessi fréttaveita hefur mikið vægi á heimsvísu og er gríðarlega öflug og vel uppfærð en þungarokk- arar hvaðanæva flykkjast þangað inn til að lepja upp fréttir af nýj- ustu þreifingum stórstjarnanna, og því óneitanlega athyglisvert að sjá frétt af Celestine innan um fréttir af Slayer, Metalica og Kiss. Celest- ine er lýst í fréttinni sem íslenskri síðþungarokkssveit (e.post metal) og hún dragi dám af sveitum eins og Isis, Buried Inside og Mes- huggah. Sagt er frá því að nefnd plata komi út á Milkweed Records síðar á þessu ári. Milkweed Re- cords er smátt í vexti en samanber heimasíðu fyrirtækisins stendur mikið til á næstunni og er líklegasta skýringin á að frétt þaðan hafi rat- að inn á blabbermouth. At The Bor- ders of Arcadia kemur svo út hjá Sound Devastation Records í Bret- landi sem er annað smáfyrirtæki og þá er sjötomma í burðarliðnum með þýsku sveitinni Actress. Celestine fer á Evróputúr í sumar en hún hélt útgáfutónleika í Heillinum, TÞM, föstudaginn síðasta er lægðin djúpa lagðist á landið og tré rifnuðu upp með rótum … Árvakur/Golli Eftirtektarverðir Ekki leið langur tími frá því að fyrsta plata Celestine, At the Borders of Arcadia, kom út þar til umheimurinn tók við sér. Celestine í heimsfréttunum … www.myspace.com/celest- inemusic * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Ástríkur á Ólympíul.. kl. 3:30 - 5:40 Walk hard kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 FYRST RAY, SÍÐAN WALK THE LINE... NÚ ER KOMIÐ AÐ DEWEY COX !! FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL FERÐIN TIL DARJEELING SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í REGNBOGANUM Missið ekki af einum flottasta spennutrylli ársins!! Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Darjeeling Limited kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Aliens vs. Predator kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! - S.V. MBL Rambo kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíul.. kl. 5:30 Brúðguminn kl. 8 B.i. 7 ára Atonement kl. 5:30 - 10 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI - V.I.J. 24 STUNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.