Morgunblaðið - 17.02.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.02.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 B 15 Styrktarfélag vangefinna Þroskaþjálfi óskast til starfa í gróðurhúsi Bjarkaráss. Um er að ræða 100% starf og er staðan laus frá 1. mars. Gróðurhúsið hefur vottun um lífræna ræktun frá Vottunarstöðinni Túni. Bjarkarás er staðsettur í Stjörnugróf 9 og er opinn frá 8.30-16.30 virka daga. Þangað sækja 48 einstaklingar fjölbreytta þjónustu og þjálfun. Starf þroskaþjálfa felst í skipulagningu og umsjón með störfum fatlaðra starfsmanna í gróðurhúsi í samvinnu við garðyrkjufræðing. Hann þarf að aðlaga verkefni í gróðurhúsi að þörfum fatlaðra starfsmanna. Þroskaþjálfi tekur einnig þátt í garðyrkjustörfum sem garðyrkjufræð- ingur skipuleggur. Umsóknir þurfa að berast á Bjarkarás eða skrifstofu félagsins sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og Valgerður Unnarsdóttir yfirþroskaþjálfi í síma 414 0540. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og upplýsingar um Styrktarfélagið á heima- síðu þess, http://www.styrktarfelag.is Arkitekt/verkefnastjóri óskast til starfa hjá FSR Framkvæmdasýslan er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið og hefur umsjón og eftirlit með hönnun og verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins um land allt. Hlutverk FSR er m.a. að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. Markmið FSR er að vera í fararbroddi hvað varðar samræmingu gagna og þróun á sviði verklegra framkvæmda, til dæmis með því að sýna frumkvæði í notkun upplýsingatækni á þessu sviði. FSR vinnur eftir ISO 9001 gæðastjórnunarkerfinu og er auk þess með árangursstjórnunar- samning við fjármálaráðuneytið. Nánari upplýsingar um verkefni Framkvæmdasýslunnar er að finna á www.fsr.is. Leitað er að framsæknum einstaklingum með áhuga á skipulagsmálum, upplýsingatækni, verk- legum framkvæmdum og öguðum vinnubrögðum. Það fer að nokkru eftir áhugasviði og reynslu viðkomandi starfsmanns hverjar verða helstu áherslur í starfi hans, enda taka allir verkefnastjórar FSR þátt í að móta sitt starf. Til dæmis um verksvið er gerð frumathugana, ráðgjöf til ráðuneyta, samningar við hönnuði, umsjón með hönnunarsamkeppnum, rýni útboðsgagna og almenn verkefnastjórnun. Starfið hentar jafnt konum sem körlum, ungum sem öldnum. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólapróf á sviði mannvirkjagerðar.  Reynsla af skipulagsmálum og verklegum framkvæmdum.  Enskukunnátta og helst kunnátta í einu Norðurlandamáli.  Reynsla í notkun almennra tölvuforrita og Internetsins.  Miklir samskiptahæfileikar.  Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Laun eru samkvæmt stofnanasamningum sem byggja á kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi kjarafélaga. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2008. Umsóknir eða óskir um nánari upplýsingar sendist á netfangið oskar.v@fsr.is merktar “arkitekt”. Mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar Leitum að öflugum sérfræðingi til starfa í þróunar- teymi Oracle mannauðskerfis Reykjavíkurborgar. Mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar sér meðal annars um þjónustu, greiningu og þróun á Oracle mannauðs- og launa- kerfi í samstarfi við Skýrr. Starfið felur í sér fjölþætt verkefni sem felast í margvíslegri þjónustu við notendur kerfisins hjá Reykjavíkurborg. Við bjóðum uppá fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi, þátttöku í þróun starfs- umhverfis, verkefna og tækifæri til símenntunar og starfs- þróunar. Helstu verkefni • Fræðsla og ráðgjöf um mannauðskerfið við notendur. • Miðlæg umsjón kerfislægra forsendna. • Gagnavinnsla og greiningar. Menntunar- og hæfniskröfur • Æskileg menntun á sviði upplýsingatækni, viðskipta- eða rekstrarfræði. • Mikil tölvufærni. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Reynsla af þjónustu við notendur tölvukerfa. • Þekking á launa- og starfsmannakerfum er kostur. Við leitum að áhugasömum einstaklingi í tímabundið starf sem getur hafið störf sem fyrst. Hlutastarf kemur einnig til greina með sveigjanlegum vinnutíma og getur því hentað einstaklingi sem er í háskólanámi, t.d. í tölvunarfræðum eða viðskiptafræði. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og við- komandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Borgþórsdóttir, verkefnisstjóri Oracle kerfis (anna.borgthorsdottir@reykjavik.is) og Árni Ragnar Stefánsson, starfsmannastjóri Ráðhúss (arni.ragnar.stefansson@reykjavik.is). Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 3. mars n.k. til mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur eða á ofangreind netföng, merktar “Umsókn um starf sérfræðings á Mannauðsskrifstofu”. Sérfræðingur í mannauðskerfi Oracle Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starf- semi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Sölumaður fasteigna Rótgróin fasteignasala óskar eftir að ráða traustan og öflugan sölumann. Gerð er m.a. krafa um reynslu af sölustörfum, frumkvæði og góða þjónustulund. Boðið er upp á fyrsta flokks starfsaðstöðu og mun sölumaðurinn vinna í nánu samstarfi við reynslumikinn löggiltan fasteignasala. Mjög góðir tekjumöguleikar. Ekki er um verktaka- starfsemi að ræða. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir með mynd og nánari uppl. sendist á netfangið box@mbl.is merktar S-21245 fyrir 23. feb. nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.