Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 51. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
MYNDINA HEIM
94 ÞÚSUND KVIKMYNDIR PANTAÐAR Í
MÁNUÐI HJÁ SKJÁBÍÓI >> VIÐSKIPTI
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VINNA við umhverfismat og skipu-
lagsvinna sem tengist raflínum á
Reykjanesskaga mun taka allt þetta
ár og jafnvel lengri tíma ef miklar
deilur skapast um framkvæmdina.
Þetta segir Guðmundur Ingi Ás-
mundsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Landsnets.
Fyrirhugað er að leggja há-
spennulínurnar vegna áforma um
byggingu álvers í Helguvík. Línurn-
ar liggja í gegnum níu sveitarfélög
og þurfa þau öll að breyta aðalskipu-
lagi og láta vinna deiliskipulag. Þá
er eftir að vinna umhverfismat.
Landsnet lagði upphaflega fram
þrjá valkosti fyrir línulögn, en hefur
nú fækkað þeim niður í einn.
Guðmundur telur hugmyndir um
að setja meginflutningsleiðir í jarð-
streng algerlega óraunhæfar vegna
mikils kostnaðar. Nauðsynlegt sé
að tvöfalda sambandið út á Reykja-
nes því að íbúar þar og fyrirtæki búi
við óviðunandi rekstraröryggi í dag.
Búið er að vinna umhverfismat
vegna álvers í Helguvík og Skipu-
lagsstofnun hefur samþykkt það
með fyrirvara um að ekki verði farið
í framkvæmdir fyrr en fyrir liggi
hvernig orkuöflun verður háttað og
Norðurál hafi fengið úthlutaðan los-
unarkvóta. Landvernd hefur kært
ákvörðun Skipulagsstofnunar að
láta ekki fara fram heildarmat á
áhrifum álvers, virkjunar og línu-
lagna. Ráðherra mun úrskurða í
málinu í næsta mánuði.
Níu sveitarfélög þurfa
að samþykkja raflínur
Árvakur/Einar Falur
Lína Fyrirhugað er að leggja raf-
línu á Reykjanesskaga.
Í HNOTSKURN
»Ef ráðherra tekur kröfuLandverndar til greina mun
það setja strik í reikninginn hjá
Norðuráli sem áformar að hefja
framkvæmdir í Helguvík á þessu
ári. Upp kann að koma lög-
fræðileg óvissa því að samkvæmt
lögum er ekki hægt að kæra um-
hverfismatið sjálft til ráðherra og
Skipulagsstofnun er búin að fall-
ast á matið.
»Norðurál reiknar með að fjár-festingar vegna álvers í
Helguvík nemi 15 milljörðum á
þessu ári. Stærstur hluti er tækja-
kaup sem panta þarf með góðum
fyrirvara. Búið er að bjóða út
jarðvinnu og framkvæmdir við
fyrstu byggingar. Getur | 12-13
SKULDATRYGGINGARÁLAG íslensku
bankanna heldur áfram að hækka og hið
sama á við um íslenska ríkið en álag á
skuldabréf þess
hefur nær þre-
faldast frá ára-
mótum. Í upphafi
árs var álagið
64,7 punktar (100
punktar jafngilda
einu prósentu-
stigi) en í fyrra-
dag var það 185
punktar.
Þessi þróun er
athyglisverð í
ljósi þess að rík-
issjóður er nánast skuldlaus auk þess sem
komið hefur fram að ekki verði ráðist í
neina skuldabréfaútgáfu á alþjóðlegum
markaði á árinu. Verður því að gera ráð fyr-
ir að hér sé um smitáhrif að ræða, t.d. að
fjárfestar óttist að lendi íslensku bankarnir
í vandræðum gæti ríkið þurft að grípa til
skuldabréfaútgáfu til þess að koma þeim til
hjálpar. | Viðskipti
Bankarnir
smita ríkið
Tryggingarálag ríkisins
þrefaldast frá áramótum
FULLT var út úr dyrum á tónleikum gegn kynþátta-
hatri sem Bubbi Morthens stóð fyrir í Austurbæ í
gærkvöldi. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna lagði
málefninu lið, auk Geirs H. Haarde forsætisráðherra
sem tók lagið „Lóa litla á Brú“ með Bubba „kóngi“
við mikinn fögnuð viðstaddra. | 40
Árvakur/Frikki
Kóngurinn og forsætisráðherrann
Sungið gegn fordómum í Austurbæ
LOÐNUVEIÐAR verða stöðvaðar
á hádegi í dag. „Þetta er bara skip-
brot fyrir fyrirtæki eins og okkur,“
segir fram-
kvæmdastjóri
Síldarvinnsl-
unnar. „Þetta
kostar bæjar-
félagið líklega
um 3 milljarða
króna í beinum
tekjum […],“
segir bæjarstjóri Vestmannaeyja.
„Þetta er […] verulegt tekjutap
fyrir okkur, tap upp á um það bil
tvo milljarða króna,“ segir fram-
kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna-
eyja. „Þetta eru bara alveg skelfi-
leg tíðindi og hreint reiðarslag
fyrir sjómannastéttina,“ segir for-
maður Sjómannasambands Ís-
lands. | 4
„Alveg
skelfileg
tíðindi“
Milljarða króna tap
fyrir þjóðarbúið
Skilaboðaskjóðan >> 41
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
Þú leggur línurnar
Létt & laggott!
– Línurnar í lag!
L&L
E N N E M M / S Í A / N M 3 2 1 6 5
NÝGERÐIR kjarasamningar munu hafa
áhrif á bætur almannatrygginga til hækk-
unar. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, fé-
lags- og tryggingamálaráðherra, munu
bætur almannatrygginga hækka um 3-4%
fljótlega, til viðbótar við þá hækkun sem
varð á bótum almannatrygginga um síðustu
áramót.
„Það er þannig að ákvörðun um hina ár-
legu hækkun tekur alltaf mið af launaþró-
un, en þó þannig að þær hækka aldrei
minna en verðlag samkvæmt vísitölu
neysluverðs. Það sem mun gerast núna í
framhaldi af kjarasamningum er að þetta
verður uppreiknað vegna kjarasamninga,
þannig að nýjar greiðslur taki mið af
launaþróun í þessum nýju kjarasamn-
ingum,“ segir Jóhanna og tekur fram að
miðað verði við launaþróun frá 1. febrúar.
„Þessar hækkanir munu koma fram eins
fljótt og hægt er af tæknilegum ástæðum,“
segir Jóhanna og bendir á að starfsmenn
fjármálaráðuneytisins séu um þessar
mundir að reikna breytinguna. Aðspurð
segir hún hækkunina í heild nema um 2
milljörðum á ári fyrir ríkissjóð.
Bætur hækka
um 3 til 4%
♦♦♦