Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 26

Morgunblaðið - 21.02.2008, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Krókamýri - Garðabær Vorum að fá í sölu umþb. 220 fm. glæsilegt einbýli á eftirsóttum stað við Króka- mýri í Garðabæ. Allar inn- réttingar eru sérsmíðaðar. Húsið skiptist í 5 svefnher- bergi, 2 stofur, 2 baðher- bergi, eldhús, forstofu, þvottahús og bílskúr. Arin í stofu. Stór sólpallur er í suður. Verð 79 millj. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Sumarhús - Skorradal Sumarhús á frábærum stað í landi Vatnsenda í Skorradal, aðeins um 45 mín frá Reykjavík. Húsið er 85 m2 með ca 50 m2 steyptan kjallara (loft- hæð um 180 cm) nýtist vel sem góð geymsla, er ekki talinn í fermetratölu. Verð 26,5 millj. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fer mikinn í grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. febrúar og lýsir eft- ir dýpri og vandaðri umfjöllun um ál- iðnaðinn. Sjálfur gerir hann sig sek- an um einfaldar og yfirborðskenndar yfirlýsingar um mik- ilvægi atvinnugreina. Formaður Vinstri- grænna virðist taka það óstinnt upp að ein- hverjir blaðamenn hafi bent á þá staðreynd að útflutningsverðmæti áls á þessu ári verði lík- lega meiri en útflutn- ingsverðmæti sjávar- útvegs. Formaðurinn telur sjávarútveginn vega mun þyngra þar sem nettó-gjaldeyr- istekjur greinarinnar eru meiri en áliðnaðarins. Það er vissulega rétt að á bak við hvert út- flutt tonn af áli þarf að flytja inn súr- ál og erlendur kostnaður því meiri en í sjávarútvegi. En er þetta það sem skiptir máli – hvort ein grein er stærri og mikilvægari en önnur? Það sem raunverulega skiptir máli er að með erlendri fjárfestingu í ál- iðnaði á Íslandi hefur okkur gefist kostur á að nýta með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti þá orku sem er að finna í landinu. Að nýta ekki orkuna okkar væri svipað og ef við kysum að nýta ekki fiskistofnana umhverfis landið. Þá væri illa fyrir okkur komið. Miklu skipta einnig þau mörgu, fjölbreyttu og vellaunuðu störf sem skapast hafa bæði beint og óbeint í tengslum við áliðnaðinn. Uppbygg- ing og starfsemi álfyr- irtækja hefur marktæk áhrif á hagvöxt. Út- flutningsgrunnur og áhættudreifing þjóð- arbúsins er betri. Ekki má gleyma því að þegar ál er flutt út frá Íslandi flytjum við í raun út umhverfisvæna orku sem nýtist um ókomin ár því að eiginleikar áls til endur- vinnslu eru afar miklir. Þá hefur upp- bygging áliðnaðar gerbreytt búsetu- skilyrðum og atvinnulífi á þeim svæðum þar sem hún hefur farið fram. Engum dylst, hvort sem menn eru hrifnir af áliðnaði eða ekki, hvílík bylting hefur átt sér stað á Austur- landi síðustu misseri og áður á Vest- urlandi og í Hafnarfirði í kjölfar upp- byggingar álvera. Það sem skiptir hins vegar ekki máli er hvort nettó-gjaldeyristekjur áliðnaðar eru meiri eða minni en einhverra ann- arra greina. Það er vissulega ástæða til að taka undir með Steingrími að umfjöllun mætti vera vandaðri. Það gerist hins vegar ekki þegar umfjöllun um áliðn- að er borin uppi af fólki sem skortir þekkingu á greininni frá fyrstu hendi. Þegar upp er staðið ráðast lífsgæði okkar Íslendinga af því að hér þrífist öflugt og arðbært atvinnulíf. Um þessar mundir hefur sjávarútvegur- inn orðið fyrir áfalli sem vonandi er aðeins tímabundið. Verum þakklát fyrir að atvinnulífið skuli vera nógu fjölbreytt og öflugt til að við getum tekið á okkur slíkan skell án þess að alvarlegar efnahagsþrengingar fylgi í kjölfarið eins og ávallt fylgdi sam- drætti í sjávarútvegi á árum áður. Uppbygging áliðnaðar á Íslandi skiptir sköpum í þessu samhengi. Sterkara efnahags- líf með áliðnaði Bjarni Már Gylfason svarar grein Steingríms J. Sigfússonar » Að nýta ekki orkuna okkar væri svipað og ef við kysum að nýta ekki fiskistofnana um- hverfis landið. Þá væri illa fyrir okkur komið. Bjarni Már Gylfason Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. LÍTIÐ fer fyrir umræðu um upp- eldis- og menntamál í okkar sam- félagi. Því mætti draga þá ályktun að þar værum við í góð- um málum – en er það svo? Fréttir af mörgu sem miður fer í um- gengni, hegðun og samskiptum manna á meðal staðfestir að víða er pottur brotinn. Við höfum bersýnilega útskrifað fólk úr for- eldrahúsum og úr skólakerfinu sem ekki getur fótað sig farsæl- lega. Niðurstöður hinna alþjóðlegu Pisa-kannana staðfesta að grunnskólanemendur okkar ná alls ekki þeim árangri sem við var að bú- ast. Frá árinu 2000 hefur frammi- staða íslenskra nemenda versnað, sem er mikið áhyggjuefni. Og hvaða áhrif mun það hafa síðar meir að margir starfsmenn leikskóla í dag kunna ekki íslensku og börnin eru á viðkvæmasta máltökualdrinum? Kostnaður sveitarfélaga við rekst- ur grunnskólanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þess vegna eru vonbrigðin enn meiri og ýmsar spurningar vakna. Foreldrar eru áhrifamestu fyr- irmyndir og kennarar barna sinna. Það vill alltof oft gleymast að það eru for- eldrarnir sem skipta mestu máli þegar kem- ur að uppeldi og mennt- un barna. Til þeirra sækja börnin sínar fyr- irmyndir og á heimilinu er lagður sá grunnur sem þau byggja á. Áhrifamáttur grunn- skólanna er alls ekki eins mikill og af er látið. Það er alveg sama hvað skólinn og kennararnir eru góðir og vinna vel, þeir gera engin kraftaverk nema í samvinnu við heimilin. Þeir byggja aðeins ofan á þann grunn sem börnin koma með úr foreldrahúsum. Það er veganestið sem ræður úrslitum. Vandi foreldra felst í því að for- gangsraða rétt, meðan börnin vaxa úr grasi og þurfa mest á tíma þeirra að halda. Glanstímaritin og umfjöll- un fjölmiðla um híbýli fólks ýta ekki síst undir þá trú að ytri umgjörð heimilisins sé það mikilvægasta fyrir gott og farsælt fjölskyldulíf. Foreldrar verða að sjá í gegnum auglýsingaskrumið, eyðslu- og efn- ishyggjuna og greina kjarnann frá íburðinum og umgjörðinni. Skilja mikilvægi þess að sníða sér stakk eftir vexti meðan börnin eru ung. Verja með þeim uppbyggilegum samverustundum þar sem tími og næði gefst til að spjalla saman, hlusta á börnin, lesa fyrir þau, fara í gönguferðir og einfaldlega gefa þeim tíma og athygli. Þannig byggjum við upp traust og virðingu barnsins sem er grunnforsenda síðar meir, þegar foreldrar vilja leiðbeina og hafa áhrif á gjörðir og lífsmunstur unglingsins. Hafi þetta samband ekki verið rækt- að gegnum árin verða úrtölur og til- raunir foreldra til leiðsagnar áhrifa- litlar. Tilfinningatengsl milli foreldra og barns verða ekki mynduð á hlaupum, þar sem enginn getur gefið sér tíma eða næði til samverustunda. Tíma- leysi íslenskra foreldra er áberandi og fjölþjóðakannanir sýna að þeir tala æ minna við börn sín. Einnig hefur verið sýnt fram á að börnin okkar dveljast sífellt lengur daglega á stofnunum. Hvað segja ekki börnin sjálf þegar þau eru spurð álits, hvers þau óski sér helst frá foreldrum sínum? Er þá efst á óskalistanum flott föt, stærri bíll, sjónvarp eða farsími til eigin af- nota? Nei, þau segjast óska sér þess að fá meiri tíma með mömmu og pabba, en að stærra húsnæði megi bíða betri tíma! Bragð er að þá barn- ið finnur, mundi einhver segja. Góðir skólar koma aldrei í stað foreldra því að þeir eru áhrifamestu fyrirmyndir og kennarar barna sinna. Foreldrar verða að gefa börn- unum það grunnveganesti sem þau leita til og reiða sig á í lífsins ólgusjó. Foreldrar eru mikilvægustu kennarar barna sinna Sigrún Gísladóttir skrifar um uppeldis- og menntamál Sigrún Gísladóttir » Tilfinningatengsl milli foreldra og barns verða ekki mynd- uð á hlaupum, en tíma- leysi íslenskra foreldra er áberandi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi. MÖRGUM hefur eflaust þótt grunnmynstur verðlaunatillögunnar koma kunnulega fyrir sjónir, í um- fjöllun Morgunblaðinu 15. febr. sl. Ástæðan er sú, að þarna er á ferðinni elsta skipulagsaðferð Evrópu eða reitaskipulagið svonefnda, skipulags- aðferð sem byggir á „carré“ eða „block“-einingum. Hún er núna þekktust fyrir að vera eina skipulags- aðferðin sem notuð er að einhverju marki í Bandaríkjunum, en í sínu ein- faldasta formi er „blokkunum“ raðað saman í ferkantað munstur, með einni breiðgötu horn í horn sem er jafnframt að- algata fyrir skipulags- heildina. Þetta grunnmynstur er afar algengt og heitir aðalgatan oft sömu nöfn- um á milli borga. Á Spáni nefnist hún iðu- lega „Diagonal“, á vesturströnd Bandaríkj- anna „Embarcadero“, en „Broadway“ eða ann- að álíka á austurströnd- inni. Þetta er ekki vond skipulagsaðferð, en í andstöðu við þá hefð sem notuð hefur verið hér, að net af mismikilvægum umferðargötum endi í geislagreinum fyrir íbúðagöturnar. Diagonal eða Broadway Með þessari grein er mynd sem sýnir „næstum“ nýja skipulagið og er klippt út úr loftmynd af gamalli evr- ópskri borg. Eins og sjá má, þá er það eina sem aðskilur að hér eru grunn- fletirnir helmingi smærri eða fer- hyrndir en ekki aflangir. Það getur verið ágætt að Reykjavíkurborg taki upp ameríska siði þótt seint sé, en þá þarf lausnin að virka með því sem fyr- ir er. Engan skal undra, að höfundar verðlaunatillögunnar hafi í bland við allt lofið fengið dálitlar skammir hjá dómnefndinni fyrir umferðarmálin, sem henni fannst ekki að fullu leyst. Gert er ráð fyrir að Hringbrautin fari í stokk og að allri nýrri umferð frá Vatnsmýrarhverfinu verði hellt ofan í það gat. Um aðrar leiðir er hreint ekki að ræða, að miðbænum und- anskildum. Umferðaræðum sem var ætlað þetta hlutverk á eldri skipulag- steikningum er ekki lengur til að dreifa, þar sem þær hafa verið teknar í sundur. Við verðum bara að vona ekki fari fyrir okkur eins og köngulónni sem tók í sundur þráðinn að ofan, með þeim afleiðingum að vefurinn hrundi ofan á hana. Í viðleitni sinni til að bæta sköpunarverk sitt hafði köngu- lóin gleymt því, að það var einmitt þessi þráður, sem hélt vefnum uppi. Gríðarlegur uppsafnaður vandi Það gengur ekki að hella allri um- ferð frá tugþúsunda manna hverfi niður í sama gatið, sem er auk þess stútfullt fyrir. Umferðarteppurnar á Hringbrautinni eru alveg nógu slæm- ar fyrir. En hvernig stendur á því að í borgarstjórn fallast menn í faðma af gleði yfir þessu, jafnt fulltrúar meiri- sem minnihlutans? Svarið liggur í að ekki er hægt að taka á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins svo að öllum líki. Eins og staðan er orðin í dag, verða nauðsyn- legar umbætur ekki unnar án umfangs- mikilla breytinga og því virðist fátt geta af- stýrt viðkvæmum og erfiðum deilum á milli íbúahverfa. Innan sveitarfélaga er þetta nógu erfitt. Á milli þeirra virðist þetta nánast ómögulegt. Við sitjum föst í innbyrðis hverf- adeilum innan sveitarfélaga og lát- lausum skætingi milli þeirra. Hér verður Alþingi að grípa inn í. Önnur lausn er ekki í sjónmáli. Hjúpur þagnarinnar Ef ekkert verður að gert, er ekki annað að sjá en að umferð á höfuð- borgarsvæðinu fari úr vondu í enn verra ástand. Yfir þessari þróun hef- ur hvílt hjúpur þagnarinnar. Lítið sem ekkert er gert til að upplýsa fólk um hvað svona bílaraðir, eins og við upplifum daglega, skaða umhverfið gríðarlega, fyrir utan þann kostnað sem hlýst af óþarfa eldsneytisnotkun. Ríkisstjórnin ætlar sér stóra hluti í loftslagsmálum heimsins, en hún virðist enga stefnu hafa í loftslags- málum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Staðreynd málsins er nefnilega sú, að sá bíll sem mjakast á gönguhraða mengar tvisvar til þrisv- ar sinnum meira en bíll á eðlilegum umferðarhraða og eyðir margfalt meira. Leysum eigin vanda fyrst Það tekur ekki nema 10 mínútur að keyra frá HÍ eftir Miklubraut og Reykjanesbraut upp í Breiðholt, það tekur minnst 10 mínútum meira í „léttri“ umferðarteppu. Ekki mikil töf það í tíma reiknað, en þetta er um 100% aukning í mengun frá þessum bíl. Og ekki bara þessum bíl heldur leigubílum, sendibílum, vörubílum, strætisvögnum og hvað öll þau far- artæki nú nefnast sem eru föst í þess- ari kássu. Ríkisstjórnin þarf ekki að senda fólk til Balí til að finna verkefni í loftslagsmálum. Þar er af nógu að taka í okkar eigin ranni. Þráðurinn að ofan Jónas Elíasson skrifar hugleiðingu um skipulagsmál Jónas Elíasson »Verðlaunahugmynd- in fyrir Vatnsmýrina er gömul og góð. Hún samræmist ekki umferð- arkerfinu, stærsta og al- varlegasta skipulags- og umhverfisvanda okkar Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.