Morgunblaðið - 21.02.2008, Page 45

Morgunblaðið - 21.02.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 45 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI JUMPER kl. 8 - 10 B.i.12 ára MEET THE SPARTANS kl. 8 B.i. 7 ára SWEENEY TODD kl. 10 B.i. 16 ára DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. HVERNIG FINNURÐU RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ? „Hressandi hryllingur“ „...besta mynd Tim Burton í áraraðir.“ R.E.V. – FBL. eee eeee „Sweeney Todd er sterkasta mynd þessa ágæta leikstjóra í háa herrans tíð...“ H.J. MBL O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 "VEL SPUNNINN FARSI" "...HIN BESTA SKEMMTUN." HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR eee VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á JOHNNY DEPP BESTI LEIKARISIGURVEGARI GOLDEN GLOBE® SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V, MBL eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! SÝND Á SELFOSSI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 SÝND Í ÁLFABAKKA MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 8 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára CLOVERFIELD kl. 10:10 B.i. 14 ára BRÚÐGUMINN Sýnd lau. og sun. B.i. 7 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 8 LEYFÐ NO COUNTRY... SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 10 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í KEFLAVÍK VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA S.V., MBL eee Fermingar Glæsilegt sérblað tileinkað fermingum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. febrúar. • Fermingargjafir - hvað er vinsælast hjá fermingarbörnum. • Veisluföng og tertur. • Fermingartíska. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 12, mánudaginn 25. febrúar. Fermingarblaðinu er dreift inn á öll heimili á landinu. Meðal efnis er: • Nöfn fermingarbarna. • Fermingarförðun og hárgreiðsla. • Fermingarskeytin. • Mismunandi fermingar - á að kaupa eða búa til sjálf. • Gestabækur. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÍRSKI leikarinn Daniel Day-Lewis hefur í gegnum tíðina fallið vel í kramið hjá gagnrýnendum og hans nýjasta mynd er sannarlega engin undantekning þar á. Einn gagnrýn- andi sem er sérstaklega spenntur fyrir myndinni er nýstofnaður kvik- myndaklúbbur Samfilm (sem reka Sambíóin), Morgunblaðsins og RÚV, en klúbburinn heitir einfald- lega Gagnrýnandinn og er There Will Be Blood opnunarmynd hans. Sérstök boðsforsýning er í kvöld en almennar sýningar hefjast annað kvöld. Leiðarvísir fyrir bíógesti Að sögn Inga Úlfars Helgasonar hjá Samfilm komu ein 40 nöfn til greina en á endanum var nafnið Gagnrýnandinn ákveðið því að það þótti skýrast, nafnið vísaði í það að þessi kvikmyndaklúbbur eigi að standa fyrir gæði og vera ágætis leiðarvísir fyrir bíógesti sem vilja sjá fleiri vandaðar og krefjandi bíó- myndir. „Margar góðar myndir eiga erfitt uppdráttar á almennum sýn- ingum en markmiðið er að þær fái sína réttmætu athygli.“ Sambíóin eigi sýningarrétt á fjölda mynda sem gætu átt heima í Gagnrýnand- anum og þegar sé búið að ákveða rúmlega tug mynda. En hvernig koma RÚV og Morg- unblaðið að kvikmyndaklúbbnum? „Þetta samstarf er góð leið til að ná til okkar viðskiptavina – enda bæði Morgunblaðið og RÚV mjög virtar stofnanir.“ Samstarfið við fjöl- miðlana er ekki fullmótað enn, enda klúbburinn að stíga sín fyrstu skref, en meðal annars hafa verið gefnir miðar í Popplandi á Rás 2 og síðasta mánudag fylgdi Morgunblaðinu sér- stakur afsláttarmiði á mynd Seans Penn, Into the Wild, en þá mynd segja aðstandendur hafa verið for- skot á sæluna áður en klúbburinn hæfi formlega störf, og framhald verður á álíka tilboðum. Margt spennandi framundan Aðspurður segir Ingi Úlfar klúbbinn ekki vera sérstakt svar við Græna ljósinu þótt áherslur séu vissulega ekki ólíkar. Það verði hins vegar hlé á myndum Gagnrýnand- ans. „Kannanir sýna að Íslendingar vilja hlé,“ segir hann og bætir auk þess við að sumar myndirnar séu líka í lengri kantinum, There Will Be Blood slagar til dæmis hátt í þrjá tíma og var víða sýnd með hléi erlendis. En það sem öllu máli skiptir er þó hvaða bíómyndir klúbburinn ætlar að sýna okkur. Fjórar eru þegar komnar með frumsýningardag. Í áð- urnefndri There Will Be Blood leik- ur Daniel Day-Lewis olíubarón í byrjun tuttugustu aldarinnar sem svífst einskis í baráttunni um svartagullið. Myndin er lauslega byggð á sögu Uptons Sinclair, Oil!, og er leikstýrt af Paul Thomas And- erson, sem á það sameiginlegt með Day-Lewis að vera að snúa aftur úr fimm ára sjálfskipaðri útlegð og út- koman er marglofuð mynd sem til- nefnd er til átta óskarsverðlauna. Þann 14. mars er svo röðin komin að Lars and the Real Girl, en Lars þessi er leikinn af næstum því Ís- landsvininum Ryan Gosling (sem lengi var orðaður við næstu mynd Dags Kára). Stúlkan er hins vegar túlkuð af plastdúkku, sem allir taka þó eins og raunverulegri manneskju til þess að hryggja ekki Lars. Mynd Pauls Haggis, In the Valley of Elah, fylgir í kjölfarið tveimur vikum síð- ar, grimmileg frásögn um baráttu föður hermanns til að komast að hinu sanna um dauða sonar síns. Foreldrar piltsins eru leiknir af Tommy Lee Jones og Susan Sar- andon auk þess sem Charlize Theron er í stóru hlutverki. Loks er kvikmyndagerð sögu Gabriels Garcia Marques, Ástin á tímum kól- erunnar, frumsýnd þann 11. apríl. Meðal annarra mynda sem eru staðfestar (þótt ekki sé kominn end- anlegur sýningartími) eru Happy- Go-Lucky, nýjasta mynd Mike Leigh, Interview, endurgerð Steve Buscemi á mynd hollenska leik- stjórans umdeilda Theos van Gogh, og Talk to Me, þar sem Don Cheadle leikur útvarpsmann sem ber umrædda bón upp við hlust- endur sína. Þá má einnig nefna Smart People, fjölskyldugam- andrama með Dennis Quaid, Sarah Jessica Parker, Thomas Haden Church og nýstirninu Ellen Page (Juno) í helstu hlutverkum, kvik- myndagerð eftir smásögu Haruki Murakami, All God’s Children Can Dance, sem gerist í hverfi kóreskra innflytjenda í Los Angeles, og lág- stemmdan írskan söngleik, Once, sem bjargaði bíóárinu hjá þeim Steven Spielberg og Bob Dylan að þeirra eigin sögn. Gagnrýnandinn og gagnrýnendur En hvað ætli gagnrýnendum heimsins finnist um myndaval þessa nýstofnaða nafna síns? Fullsnemmt er að spyrja íslenska gagnrýnendur en flestar myndirnar má finna á vef- síðunni rottentomatoes.com, þar sem dómum allra bandarískra gagn- rýnanda er safnað saman. Flestar fá hinar myndirnar hina ágætustu dóma. Interview nýtur þó takmark- aðrar hylli (57% jákvæðir dómar) og kvikmyndagerð bókarinnar Ástin á tímum kólerunnar heillaði aðeins 27% gagnrýnanda sem telst ansi lágt skor. Bandarískir gagnrýn- endur eru hins vegar sérstaklega heillaðir af Once (97%) og There Will Be Blood (91%), þannig að byrjunin lofar góðu. Þá er stefnt að því að halda kvik- myndahátíð Gagnrýnandans og lík- legt er að hún verði haldin í apríl eða maí næstkomandi. Gæðamyndir með hléi Nýr kvikmyndaklúbbur Sambíóanna, Gagnrýnandinn, hefur göngu sína í kvöld Hjálplegur Lars hjálpar unnustunni uppblásnu með hnífapörin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.