Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKOÐUN á mögu- leikum lestarsam- gangna í Reykjavík fer fram á vettvangi Reykjavíkurborgar ef tillaga minnihlutans í borgarstjórn verður samþykkt, að sögn Dags B. Eggertssonar. Tillagan var lögð fyrir fund borgarráðs sem haldinn var í gær og hlaut tillagan jákvæð viðbrögð í borg- arráði. Henni var vísað til umsagnar um- hverfis- og samgönguráðs en búist er við að borgarráð afgreiði hana eftir viku. Skoðun á möguleikum lestarsamgangna var m.a. studd eftirfarandi rökum: Ein meginniðurstaða nýafstaðinnar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar er að fjölmargir þátt- takendur tefla fram lestarsamgöngum sem framtíðarsamgöngumáta fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og tengslin við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. […] Tilkoma Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn, stóraukinn fjöldi ferða- manna og fullkomin ráðstefnuaðstaða hlýtur enn fremur að kalla á að kostir þess að hraðlest gangi milli Keflavíkurflug- vallar og miðborgar Reykjavíkur verði skoðaðir. Áður en varir verður litið á slík- ar lestar sem sjálfsagðan hluta af ferða- lagi til og frá flugvöllum. Lestarsamgöng- ur verði skoðaðar Dagur B. Eggertsson EINN umsækjandi um stöðu forstjóra Tryggingastofnunar hefur óskað eftir rökstuðningi vegna ráðningar í embættið. Félagsmálaráðherra skipaði 6. febrúar Sigríði Lillý Baldursdóttur í embættið, en skipunin er til fimm ára. Að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, hefur Þórey S. Þórðardóttir for- stöðumaður óskað eftir að ráðherra rök- styðji ráðninguna, en alls sóttu fimm um starfið. Ragnhildur segir að umsækjendum um stöður sem þessar sé ávallt bent á það í bréfi eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu að hægt sé að óska eftir rök- stuðningi. Veittur er tveggja vikna frest- ur til að senda inn ósk um rökstuðning og rann sá frestur út 20. febrúar, að sögn Ragnhildar. Hún segir að ráðuneytið hafi nú tvær vikur til að svara óskinni um rökstuðning og það verði að sjálfsögðu gert innan þeirra tímamarka. Vill rökstuðning vegna ráðningar „ÞAÐ var ákveðið að slá til og kanna þetta. Ég held að flestöllum finnist þetta frábær aðstaða og þetta kemur mjög vel út,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður hjá HB Granda á Akra- nesi, en 20 konum, sem nýlega var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, var í gær boðið að kynna sér starfsemi Hrafnistu- heimilanna, en þar vantar fólk til starfa. Skúlína segir að Verkalýðsfélagi Akraness hafi borist skeyti um hvort þær konur sem sagt var upp hjá HB Granda á dögunum hefðu áhuga á að kynna sér starfsemi Hrafnistuheim- ilanna. Konurnar hætta störfum hjá HB Granda 1. júní næstkomandi. Um er að ræða konur á öllum aldri og flestar hafa starfað hjá HB Granda „frá fimm og upp í fjörutíu ár“. Að sögn Skúlínu eru konurnar farnar að líta í kringum sig eftir annarri vinnu á Akranesi en þar séu ekki mörg störf á lausu sem flokkast geti sem hefðbundin kvennastörf. Fiskverkunarkonum hjá HB Granda boðið að kynna sér Hrafnistu Árvakur/Valdís Thor „Ákveðið að kanna þetta“ Kynning Starfskonur HB Granda kynntu sér starfsaðstöðu á Hrafnistu í gær. ÁTAKI á vegum Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) um að stefna að kolefnishlutleysi var sett af stað á ráðherrafundi sem haldinn var í Mónakó í gær. Ísland er eitt af fjórum ríkjum sem taka þátt í átakinu. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra sat fundinn. Tilgangur átaksins er að vekja at- hygli á dæmum um lausnir á sviði loftslagsmála og sagði Þórunn við tækifærið að þótt loftslagsbreyting- ar væru alvarleg ógn væri mikil- vægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun. Auk Íslands taka þátt í átakinu Kosta Ríka, Noregur og Nýja-Sjá- land. Þá taka þátt fjórar borgir og fimm fyrirtæki sem stefna að því að verða kolefnishlutlaus. Ráðherra hafði einnig á orði að Ísland teldi sig eiga heima í fram- varðasveit ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Mikið hefði verið gert hér á landi en þó væri mikið verk framundan við að afkola alla þætti samfélagsins. í því sam- hengi minntist hún t.a.m. á mikla losun frá samgöngum. Þórunn sagði spennandi verk að halda áfram á leið til kolefnishlutleysis og Íslandi gæti lært margt af öðrum, rétt eins og að miðla af reynslu sinni, t.d. á sviði jarðhitanýtingar. Achim Steiner, framkvæmda- stjóri UNEP, sagði m.a. að átakinu væri ætlað að styðja við alþjóðlegar samningaviðræður í kjölfar Balí- fundarins um loftslagsmál í lok síð- asta árs og byggja upp trú á að hægt væri að ná árangri með áþreifanlegum dæmum um afkolun. Með afkolun og kolefnishlutleysi er átt við að starfsemi hafi ekki í för með sér nettólosun á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Átak sem kallar á ný- sköpun og tækniþróun Framvarðarsveit Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat ráð- herrafundinn. Henni á hægri hönd er Erik Solheim og Achim Steiner. „STARFSENDURHÆFINGIN á Kleppi hefur dugað vel sl. áratugi, en við teljum að nú sé kominn tími fyrir annars konar þjálfun og að hún hafi forgang í bili,“ segir Hannes Pétursson, sviðsstjóri lækninga á geðsviði Landspítalans. Vísar hann þar til þess að í stað starfsendurhæfingar og atvinnustarf- semi í Bergiðjunni verði í endurhæfingarmið- stöð á Kleppi aukin áherslu á iðjuþjálfun og færniþjálfun sem geri fólk betur í stakk búið til þess að búa utan spítalans og sjá um sig sjálft. Segir hann þetta haldast í hendur við aukin búsetuúrræði sem boðað hefur verið að skila muni sér inn í kerfið á næstu þremur árum. Fram hefur komið í umræðunni að breyt- ingin á starfsemi Bergiðjunnar sé hluti af sparnaðaraðgerð á geðsviði Landspítalans. Aðspurður vísar Hannes þessu á bug og bendir á að boðuð breyting á búsetuúrræðum fyrir geðsjúka verði ekki ódýrari en vistun á spítalanum. Spurður um hvað taki við hjá starfsmönnum Bergiðjunnar eftir 1. maí, þegar boðuð lokun starfseminnar tekur gildi, leggur Hannes áherslu á að engum hjá Berg- iðjunni hafi verið sagt upp, þó einn hætti af persónulegum ástæðum, enda sé ekki verið að loka Bergiðjunni, aðeins breyta um hlut- verk hennar. Bendir hann á að í stað starfs- endurhæfingar verði boðið upp á færniþjálf- un. Spurður hvort þeir starfsmenn sem nú þegar búi utan spítalans og starfi hjá Berg- iðjunni þurfi á slíkri þjálfun að halda svarar Hannes því neitandi. Vísar á félagsmálaráðuneytið Spurður hvort einhver önnur starfsúrræði bíði þessara starfsmanna þegar Bergiðjunni verði lokað nú núverandi mynd segist Hann- es vonast til þess að þeir geti ráðið sig hjá fyrirtækjum á almennum markaði í stað þess að vinna á vernduðum vinnustað á Kleppi. Spurður hvort búið sé að undirbúa farveg fyrir slíkt segist Hannes ekki þekkja það þó það væri vissulega ákjósanlegt og vísar á fé- lagsmálaráðuneytið um nánari svör og út- færslu. Spurður hvort til tals hafi komið að flytja starfsemi Bergiðjunnar til félagsmála- ráðuneytisins svarar Hannes því neitandi. Undirbúa boðuð búsetuúrræði  Sviðsstjóri lækninga á geðsviði segir að Bergiðjunni sé ætlað nýtt hlutverk  Í stað starfsþjálfunar ætlar Landspítalinn að leggja áherslu á færniþjálfun Árvakur/Golli ÚTHLUTUN fjárveitinga til að- gerða í starfsmannamálum hefst um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrif- stofu borgarstjóra. Þar er rifjað upp að borgarráð samþykkti 7. febrúar sl. tillögu borgarstjóra um að verja 65 milljónum króna aukafjárveitingu til sérstakra aðgerða í starfsmanna- málum Reykjavíkurborgar á árinu 2008. Þetta fjármagn kemur til við- bótar við þær 180 milljónir króna sem áður hafði verið tekin ákvörðun um og nemur því upphæðin samtals 245 milljónum króna. Undanfarnar vikur hefur mann- auðsskrifstofa í samráði við fagsvið Reykjavíkurborgar unnið að nánari útfærslu á því hvernig fénu skuli skipt milli hinna ólíku fagsviða. Ráð- gert er að 160 milljónir renni til grunnskóla, 40 milljónir til leikskóla, 15 milljónir til velferðarsviðs, 15 milljónir til íþrótta- og tómstunda- sviðs og 15 milljónir til annarra sviða og skrifstofa. Í fréttatilkynningunni kemur fram að markmið aukafjárveiting- anna sé að þakka starfsmönnum góð viðbrögð við álagi vegna manneklu síðustu mánaða og ítreka mikilvægi þeirrar þjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar inna af hendi við borgarbúa. Álagsgreiðslum úthlutað fljótlega Morgunblaðið/G. Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.