Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 6
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PÓLSK stjórnvöld óskuðu í desem- ber sl. eftir því að pólsk kona yrði framseld frá Íslandi til Póllands vegna gruns um að hafa framið auðg- unarbrot þar í landi. Ekki kom til álita í dómsmálaráðuneytinu að framselja konuna enda hafði hún hlotið íslenskan ríkisborgararétt á fyrri hluta árs 2005 og í lögum er bann lagt við því að framselja ís- lenska ríkisborgara. Það er raunar alls ekki víst að kon- an hefði verið framseld jafnvel þótt hún hefði ekki verið orðinn íslenskur ríkisborgari því að samkvæmt upp- lýsingum sem bárust frá pólskum stjórnvöldum munu hafa liðið meira en 10 ár frá brotinu og brotið því fyrnt samkvæmt íslenskum lögum. Í slíkum tilfellum er óheimilt að verða við framsalsbeiðni. Þó var álitamál hvort rof á fyrningarfresti í Póllandi hefði gilt hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðu- neytinu. Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðing- ur í dómsmálaráðuneytinu, sagði að þar sem viðkomandi væri íslenskur ríkisborgari og framsal útilokað, hefði ekki verið grennslast nánar fyrir um málið í Póllandi. Það skal tekið fram ekki lá fyrir dómur í málinu. Konan er einungis grunuð um brotið, að sögn Dísar. Ferill kannaður Áður en útlendingi er veittur ís- lenskur ríkisborgararéttur leitar dómsmálaráðuneytið m.a. eftir um- sögn ríkislögreglustjóra sem hefur aðgang að ýmsum gagnagrunnum og kannar m.a. hvort viðkomandi eigi sér sakarferil eða hvort hann sé eft- irlýstur á Schengen-svæðinu eða af Interpol. Væntanlega hefur þetta verið gert í tilviki konunnar en miðað við að framsalsbeiðnin kom ekki fram fyrr en í desember 2007 er líklegasta skýringin á því að ekkert kom fram í könnun ríkislögreglustjóra sú að málið hafi ekki verið skráð í Scheng- en-upplýsingakerfið þegar verið var að kanna bakgrunn hennar vegna umsóknar um ríkisborgararétt, hafi það yfirleitt verið skráð. Ríkisborgari og sleppur við framsal Beiðni um framsal barst eftir að ríkisborgararéttur var veittur Í HNOTSKURN » Konan fékk ríkisborgararéttá fyrri hluta árs 2005. » Í desember 2007 barst beiðnifrá pólskum stjórnvöldum um að hún yrði framseld. » Brotið var framið árið 1996og því miklar líkur á að það sé fyrnt skv. íslenskum lögum. » Í slíkum tilfellum er framsalbannað. 6 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRHALLUR Tryggvason, fyrrver- andi bankastjóri, and- aðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 17. febrúar á 91. ald- ursári. Þórhallur fæddist 21. maí 1917 í Reykja- vík, sonur hjónanna Tryggva Þórhallsson- ar, prests, ritstjóra, forsætisráðherra og bankastjóra, og Önnu Guðrúnar Klemens- dóttur, ritsímadömu og húsfreyju. Þórhallur ólst upp í Laufási við Laufásveg. Hann varð gagnfræð- ingur frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933 og gerðist einn af fimm starfsmönnum Bún- aðarbanka Íslands í júní það ár. Bankinn var vinnustaður Þórhalls í hálfa öld að undanskildum vetr- inum 1937-38 þegar hann starfaði við Köbenhavns Handelsbank. Þórhallur var skrifstofustjóri Bún- aðarbankans 1941-65, bankastjóri 1965-71, framkvæmdastjóri Stofn- lánadeildar landbún- aðarins 1971-73 og svo bankastjóri þar til hann lét af störfum 1983. Þórhallur sat í stjórn Sambands ís- lenskra bankamanna 1949-50 og var for- maður 1953-55. Þór- hallur var sæmdur gullmerki Sambands íslenskra banka- manna árið 1967. Þá var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir embættisstörf 1987. Þórhallur hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu og sat í stjórn Sögufélagsins 1966-73. Þá hafði hann yndi af spilum og sat í stjórn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur 1946-49. Þórhallur kvæntist 1. júní 1946 Esther Pétursdóttur röntgenfræð- ingi (f. 1922, d. 1996). Þau eign- uðust þrjú börn, Þóru Ellen grasa- fræðing og prófessor, Önnu Guðrúnu beitarfræðing og prófess- or og Tryggva héraðsdómslög- mann. Andlát Þórhallur Tryggvason MILDI þykir að ekki varð stórslys þeg- ar stórt vatnsrör féll af vörubílspalli á Borgarvegi skammt frá gatnamótunum við Víkurveg í Grafarvogi um hádegis- bil í gær. Illa var búið um farminn á palli bílsins og því fór sem fór, en þakka má fyrir að næsti bíll á eftir vörubílnum var ekki alveg aftan í honum. Gerðist mjög hratt Að sögn vegfaranda gaf ökumaður vörubílsins í eftir að hann beygði inn á Borgarveginn. Þá hafi rörin byrjað að renna til og skyndilega hafi eitt þeirra skotist aftan af pallinum. „Það var rosa- legt að sjá þetta og þetta gerðist mjög hratt,“ segir hann og bætir við að öku- maðurinn hafi aðeins hægt á sér en síð- an haldið áfram og ekki stöðvað fyrr en í Gullengi þar sem bíllinn hafi verið af- fermdur. Ökumaður bílsins næst á eftir fylgdi honum eftir, en rörið lá á götunni í um 25 mínútur. Sjónarvottur segir að farmurinn hafi verið mjög illa festur, aðeins með einu bandi fremst. Svo hafi virst sem skjól- borð bílsins hafi verið að láta undan þunganum. Neðstu rörin á pallinum hafi verið níðþung og miðrörið ýtt hin- um út. „Það hefði ekki verið gaman að fá þessi rör inn um framrúðuna hjá sér,“ segir hann. Lögreglan var kölluð til og kom á staðinn um 25 mínútum eftir að atvikið átti sér stað en þá var búið að afferma bílinn og færa rörið á veginum út í kant. Mildi að ekki varð stórslys vegna gáleysis Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Kæruleysi Farmurinn á bílnum var illa festur, aðeins með einu bandi fremst. Þungi Svo virtist sem skjólborð bílsins væru að láta undan. Hætta Rörið lá á miðjum Borgarveginum skammt frá gatnamótum í tæplega hálftíma og að minnsta kosti einn ökumaður ók á það. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STARFSMENN dómsmálaráðu- neytisins hafa ekki fengið svar frá starfssystkinum sínum í Póllandi við beiðni Íslands um að tveir pólskir, karlmenn sem stungu af úr farbanni sl. haust og sáust síðast í Póllandi, verði framseldir hingað til lands. Það má þó nánast slá því föstu að þeir verði ekki framseldir hingað enda banna pólsk lög að pólskir ríkisborg- arar séu framseldir. Það gildir þó ekki um þau ríki sem hafa fullgilt Evrópsku handtökutilskipunina og hafa ekki gert fyrirvara um framsal sinna eigin ríkisborgara. Ísland er ekki aðili að Evrópsku handtökutil- skipunni og framselur aðeins eigin ríkisborgara til hinna Norður- landanna, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Mennirnir eru ásamt einum til við- bótar grunaðir um nauðgun á Selfossi í október sl. Þeir voru handteknir við komuna til Póllands en síðan sleppt. Lögreglan á Selfossi bíður nú eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar og er orðin nokkuð langeyg eftir þeim. Ekki aðilar að tilskipun Eina undantekningin á banni við framsali íslenskra ríkisborgara er gerð samkvæmt samningi milli Norð- urlandanna fimm. Í samningnum er kveðið á um að löndin framselji sína eigin ríkisborg- ara sín á milli sé eftirtöldum skilyrð- um fullnægt: Viðkomandi hafi verið búsettur í landinu sem óskar eftir framsali í tvö ár samfellt áður en brotið var framið og þyngri refsing en fjögurra ára fangelsi liggur við brotinu. Aðildarríki Evrópusambandsins framselja eigin ríkisborgara sín á milli á grundvelli Evrópsku hand- tökutilskipunarinnar. Ísland er ekki aðili að tilskipuninni en hefur ásamt Noregi gert samning við ESB sem byggir á henni. Samningurinn er raunar nánast samhljóða tilskipun- inni með tveimur mikilvægum und- antekningum; Ísland framselur ekki eigin ríkisborgara (og ríki ESB ekki sína ríkisborgara til Íslands) og áfram er gerð krafa um að afbrot sé refsivert í báðum ríkjum, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu. Þessi samningur Íslands við ESB er ekki genginn í gildi þar sem ríkin eiga eftir að fullgilda hann. Ekki sloppnir Það er þó ekki þar með sagt að mennirnir sem struku úr farbanni séu lausir allra mála. Að sögn Dísar Sigurgeirsdóttur, lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, er búið að lýsa eftir þeim í upplýs- ingakerfi Schengen (SIS-kerfinu). Yfirgefi þeir Pólland og fari t.d. til annars ríkis Evrópusambandsins eða annars Schengen-ríkis er hugsanlegt að þeir dúkki upp hjá lögreglu þar. Og yfirvöld í þeim ríkjum myndu að jafnaði framselja þá hingað. Þar að auki getur íslenska ríkið, á grundvelli Evrópusamnings um framsal sakamanna frá 1957, farið fram á að mennirnir verði saksóttir í Póllandi verði niðurstaða rannsóknar sú að þeir verði ákærðir. Ekkert svar frá Póllandi vegna framsalskröfu Framsal auðveldara með aðild að Evrópsku handtökutilskipuninni EVRÓPSKA handtökutilskipunin gerir ráð fyrir því að gefi dómstóll í einu aðildarríkja Evrópusambands- ins út handtökuskipun á hendur sakamanni vegna tilgreindra alvar- legra brota, þá beri yfirvöldum í því landi sem maðurinn dvelst í að handtaka viðkomandi og framselja hann til þess ríkis þar sem hand- tökuskipunin var gefin út, án frek- ari atbeina ráðuneyta eða dómstóla í því landi þar sem sakamaður dvelst. Jafnframt er fallið frá þeirri meg- inreglu að sakamaður skuli ekki framseldur úr landi vegna verkn- aðar sem ekki er refsiverður þar sem hann dvelst (svonefnt skilyrði um tvöfalt refsinæmi) og jafnframt þeirri reglu að ríki sé ekki skylt að framselja eigin ríkisborgara. Einn fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.