Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Friðþjófur Þorkelsson, hestamaður og smiður, lést á líknardeild Land- spítalans, Landakoti, miðvikudaginn 20. febr- úar. Friðþjófur fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1932, sonur hjónanna Þorkels Einarssonar húsasmíðameistara og Ölfu Regínu Ásgeirs- dóttur húsmóður. Hann var elstur í sjö systkina hópi sem ólst upp á einu smábýlanna í Krossa- mýri á Ártúnshöfða. Hann nam trésmíði og starfaði við þá iðju allan sinn starfsaldur. En það voru hestarnir sem áttu hug hans all- an. Hann stóð fyrir stofnun ung- lingadeildar innan Fáks og varð fyrsti formaður íþróttadeildar Fáks og í framhaldinu fyrsti formaður íþróttaráðs Landssambands hesta- mannafélaga. Friðþjófur átti í góðu samstarfi við erlenda aðila varðandi kynbóta- dóma, sérstaklega í Danmörku. Kenndi hann á nám- skeiðum þar og sat í dómnefndum. Þá átti hann þátt í stofnun al- þjóðlegra samtaka eig- enda og aðdáenda ís- lenska hestsins; FEIF. Samtökin gáfu út plak- öt með myndum Frið- þjófs og veittu honum sérstaka heiðursviður- kenningu. Upp úr 1970 tók hann gæðingadómara- próf, sá um kennslu á námskeiðum og fram- kvæmd prófa og var yf- irdómari á stærri mótum. Þá tók hann þátt í að skapa keppnisgreinina gæðingaskeið. Þrjár bækur um liti íslenska hestsins með myndum Friðþjófs komu út og skömmu fyrir andlát sitt færði hann Sögusafni íslenska hests- ins myndasafn sitt til varðveislu. Friðþjófur sat í ritnefnd Hestsins okkar um árabil. Eftirlifandi eiginkona Friðþjófs er Louise Anna Schilt. Andlát Friðþjófur Þorkelsson NÝLEGA barst 250 gigtarsjúkling- um bréf frá lyflækningasviði Land- spítalans í Fossvogi, þess efnis að frá 1. mars næstkomandi mun sjúkling- ar gigtardeildar þurfa að greiða gjald fyrir komu og meðferð. Gjald- takan er í samræmi við reglugerð sem sett var í heilbrigðisráðuneytinu í desember síðastliðinn, um hlutdeild sjúkratryggðra í heilbrigðiskostnaði. Í bréfinu segir að gjaldheimtan sé tekin upp á deildinni til samræmis við hliðstæða þjónustu á öðrum ein- ingum LSH. 1.600 komur á deildina út árið Að sögn Önnu Sigrúnar Baldurs- dóttur, fjármálaráðgjafa hjá lyf- lækningasviði, er mjög erfitt að áætla tekjurnar sem deildin mun hafa af téðri þjónustu á þeim tíu mánuðum sem eftir eru af árinu. Töl- ur fyrri ára segi ekki mikið um það, enda sé sjúklingahópurinn mjög breytilegur og þarfir hans þar með. Ekki sé hægt að segja fyrir um það hvers konar þjónustu þeir muni sækja á deildina og hversu oft. „Við gerum ráð fyrir um það bil 1.600 komum á árinu, og tekjum af því ein- hvers staðar á bilinu 4-6 milljónir króna,“ segir Anna Sigrún. Í bréfinu eru tekin dæmi um mis- munandi greiðsluflokka eftir 1. mars. Þar kemur fram að viðtal, lyfjagjöf, röntgenmyndataka og rannsóknargjald munu samanlagt kosta sjúkling, sem hvorki er lífeyr- isþegi né hefur afsláttarkort, 9.844 krónur. Með afsláttarkorti frá Tryggingastofnun mun sama þjón- usta kosta sjúklinginn 4.447 krónur, 200 krónum minna ef hann er öryrki og 1.737 krónur ef hann er öryrki og hefur afsláttarkort. Nefnd tekju- aukning deildarinnar kemur öll frá sjúklingum, enda rukkar hún TR ekki um mismuninn þegar sjúkling- ur framvísar afsláttarkorti, heldur verða tekjur hennar einfaldlega minni við það. Um áramótin hækkuðu komugjöld hjá heilsugæslu- og rannsóknar- stöðvum, sjúkrahúsum og sérfræð- ingum, um leið og þau voru felld nið- ur hjá börnum. Þá hækkaði há- marksgreiðsla sjúklinga með afsláttarkort líka úr 18 í 21 þúsund krónur. Fram kom í Morgunblaðinu í janúar að sú breyting var vegna stefnubreytingar en ekki gerð til að ná fram sparnaði. Engu að síður sagði einn af móttakendum bréfsins frá lyflækningasviði, sem blaðamað- ur ræddi við, að sjúklingar hefðu ekki vitað af þessari auknu gjaldtöku fyrr en bréfið kom. Kostnaðaraukn- ingin væri ansi skörp. Allt annað en jákvæð þróun Emil Thoroddsen, formaður Gigt- arfélags Íslands, segir málið í skoð- un hjá félaginu en að í fljótu bragði sýnist sér hækkun á ársgrundvelli hjá meðalsjúklingi sem ekki er ör- yrki, og notar til að mynda lyfið Remicade, vera á bilinu 30 til 40 þús- und krónur, allt eftir því hvort hann nýtir lyfjakort sitt annars staðar eða ekki. Ef um öryrkja sé að ræða nemi hækkunin á hans kostnaði að lág- marki 11 þúsund krónum og að há- marki 14 þúsund krónum. „Þetta er allt annað en jákvæð þróun. Þetta er hreinn aukakostnað- ur fyrir fólk,“ segir Emil. Hætta sé á að einhverjir hætti núverandi með- ferð, fari fram á önnur lyf eða með- ferð, eða hætti alfarið. Mikill mis- skilningur sé að allir sem verði fyrir þessum kostnaði séu öryrkjar, meiri- hlutinn sé fullvinnandi fólk. Einnig spyr hann sig hvort stýra eigi fólki með þessu inn á að nota ákveðin lyf, sem það getur sjálft tekið heima við, og hvort jafnræðis sjúklinga sé gætt. „Þetta er allt annað en jákvæð þróun. Hreinn aukakostnaður fyrir fólk,“ segir formaður Gigtarfélagsins Gjöld Kostnaður af breytingunni fyrir örorkulausan einstakling með gigt er 30-40 þúsund krónur á ársgrundvelli. Boða gjald- töku af gigtar- sjúklingum Frá 1. mars þarf að greiða fyrir komu og meðferð á gigtardeild Landspítalans. Slík gjöld hjá sjúkra- húsum, sérfræðingum og heilsugæslum hækkuðu um áramótin, nema komugjöld barna, sem féllu þá niður. onundur@mbl.is Í HNOTSKURN »Í bréfi til sjúklinga í lyfja-meðferð á gigtardeild eru tekin dæmi um mögulega greiðsluflokka við einstaka heimsókn á deildina: »Sjúklingar með afsláttarkortgreiða 1.401 kr. fyrir stutt viðtal við lækni, 1.273 kr. fyrir innhellingu í æð, 1.173 kr. fyrir röntgenmyndir af lungum og 600 kr. rannsóknargjald. »Sambærilegt verð fyrir ör-orku- og ellilífeyrisþega með afsláttarkort eru 550 kr. fyrir stutt viðtal við lækni og sömu- leiðis fyrir innhellingu í æð, 337 kr. fyrir röntgenmyndatöku og 200 kr. rannsóknargjald. EKKERT liggur fyrir um hvenær börn og unglingar fá frítt í strætó, en eitt af stefnumálum nýs meiri- hluta í Reykjavíkurborg er að þessi hópur þurfi ekki að greiða fargjald í strætó. „Fargjöld í strætisvagna verða felld niður hjá börnum og ungling- um að 18 ára aldri sem og öldr- uðum og öryrkjum,“ segir í stefnu- yfirlýsingu nýja meirihlutans. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í stjórn Strætó og engin afstaða hafi verið tekin til þess. Hann sagði aðspurð- ur að nokkuð hefði verið um að börn og unglingar hefðu spurst fyrir um hvenær þau fengju frítt í strætó. Óljóst hvenær börn fá frítt í strætó Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM þessar mundir er verið að kynna niðurstöður rannsóknar um framlag 67-85 ára borgara til sam- félagsins, en þær sýna að eldri borg- arar gegna mjög mikilvægu hlut- verki í íslensku samfélagi. 62% þeirra hafa til dæmis sinnt barna- gæslu og um þriðjungur hefur að- stoðað maka vegna veikinda eða fötlunar. Um 66% 16-75 ára svar- enda meta framlag eldri borgara mjög mikils. Rannsóknin var gerð til að kanna framlag eldri borgara til samfélags- ins og einkum það framlag sem ekki verður metið til fjár. Ingibjörg H. Harðardóttir, Amalía Björnsdóttir og Auður Torfadóttir unnu rann- sóknina undir stjórn Ingibjargar með stuðningi frá Sparisjóðunum á Íslandi og í samvinnu við Capacent Gallup. Annars vegar var úrtakið 1.200 eldri borgarar á aldrinum 67 til 85 ára og hins vegar 1.350 16 til 75 ára einstaklingar í Gallup-vagni, en þeir voru spurðir hvort þeir könnuðust við framlag eldri borgara og hefðu notið þess á einhvern hátt. Í því sambandi bendir Ingibjörg á í sam- bandi við barnagæsluna að meira en 50% svarenda í aldurshópnum 35-44 ára hafi svarað því játandi. Fram hefði komið að þeir sem væru með hæstu tekjurnar og væru „ómiss- andi“ í vinnunni nytu helst aðstoðar eldri borgara við barnapössun. Eins væri áberandi að háskólamenntað fólk fengi meiri aðstoð en aðrir. „Þetta finnst mér mjög merki- legar niðurstöður,“ segir Ingibjörg og bætir við að yrði stuðning- urinn reiknaður út í krónum væri framlag aldraðs fólks kannski enn skiljanlegra. „Þau eru svona öryggis- og stuðningsnet,“ segir hún um þennan mik- ilvæga þjóðfélagshóp. Hvetjandi fyrir stjórnvöld Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þó að fólk hverfi af vinnu- markaði leggi það áfram sitt af mörkum til samfélagsins með ýms- um hætti. Ingibjörg segir að þetta séu ánægjulegar niðurstöður og ástæða sé til að halda þeim á lofti. Með því sé alls ekki verið að gera lítið úr þeim hópi aldraðs fólks sem þurfi á stuðningi og hjálp samfélags- ins að halda. Hins vegar sé mik- ilvægt fyrir þennan virka hóp að hann sjáist líka og gleymist ekki, að breiddin í hópnum fái að njóta sín. Niðurstöðurnar hljóti að vera mjög hvetjandi fyrir til dæmis stjórnvöld að sjá hvað margir eru virkir, því það sýni að færri þurfi á aðstoð að halda og þess vegna ætti sú aðstoð að vera auðveldari en ella. Næstu vikur og mánuði verða nið- urstöðurnar kynntar í félögum eldri borgara vítt og breitt um landið með stuðningi Sparisjóðanna. Ingibjörg segir að rannsóknin, sem sé sú fyrsta sinnar tegundar, sýni aðra sýn á eldri borgurum en áður hafi verið haldið á lofti. Í því sambandi nefnir hún sýn eldri borgara á sjálfa sig og staðfestingu hins almenna borgara. Niðurstöðurnar hafi vakið athygli og þegar sé byrjað að vitna í þær í háskólum auk þess sem vart hafi orðið við áhuga erlendis. Tengsl heilsu og launa Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, segir að niðurstöðurnar séu athyglisverðar og þær staðfesti mikilvægi eldri borgara í samfélaginu. Það komi ekki síst fram í barngæslunni, sem hafi aldrei verið viðurkennd sem slík – afar og ömmur væru bara að passa fyrir börnin sín og það talið sjálfsagt því þau væru hætt að vinna. Eins nefnir hún fjárhags- aðstoð eldri borgara en samkvæmt rannsókninni hafa um 46% að- spurðra veitt fjárhagsaðstoð og rúm 20% veð í húsnæði. Munur var á heilsufari eldri borg- ara eftir tekjum og töldu þátttak- endur heilsufar sitt betra eftir því sem tekjurnar voru hærri. Margrét segir þetta mjög athyglisvert. Spurningin sé hvort heilsan sé verri vegna lélegs efnahags eða hvort efnahagurinn sé verri vegna slakrar heilsu. Eldri borgarar mikil- vægt öryggisnet Ingibjörg H. Harðardóttir Í HNOTSKURN » Flestir þátttakendur í rann-sókninni eða 77% töldu sig vera við góða heilsu, en konur mátu heilsu sína heldur verri en karlar. » Auk stuðnings við fjölskyldu,vini og kunningja voru marg- ir viðmælendur virkir í ýmsum sjálfboðaliðsstörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.