Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Nú kemur í ljós hvor armur flokksins er sterkari. VEÐUR Þorvaldur Gylfason prófessor rit-ar í gær athyglisverða grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Vandamál hvers?“ Þar vísar Þor- valdur til vanda íslensku bankanna um þessar mundir, m.a. vegna gíf- urlega hás skuldabréfaálags og vegna þess að á alþjóðlegum mörk- uðum virðist, a.m.k. um stund- arsakir, hafa verið lokað fyrir frek- ari lánveitingar til Íslendinga.     Prófessorinnspyr m.a. þeirrar spurn- ingar hvort ís- lensku bankarnir séu of stórir til að standa á eigin fótum eða falla.     Þorvaldursvarar sjálfur: „Ég segi nei.“     Orðrétt segir hann svo: „Bank-arnir verða að standa á eigin fótum. Þeir geta ekki verið þekktir fyrir að hlaupa undir pilsfald rík- isins. Í fyrsta lagi er beinni rík- isábyrgð á bönkunum ekki lengur til að dreifa, enda eru þeir nú í einkaeigu […] Í annan stað eru ís- lenzku bankarnir nú með annan fót- inn í útlöndum. Hví skyldu íslenzkir skattgreiðendur þurfa að ábyrgjast viðskipti bankanna erlendis?“     Þetta er hárrétt hjá ÞorvaldiGylfasyni. Bankarnir hafa ver- ið einkavæddir; þeir eru í einka- eigu; þeim hefur gengið hreint af- bragðsvel á undanförnum árum að stækka, eflast og hagnast. Þótt syrti í álinn um stundarsakir hjá bönkunum er það fyrst og síðast þeirra vandamál – ekki ríkissjóðs – ekki íslenskra skattgreiðenda.     Það er skynsamleg og um leiðbiblíuleg hagfræði, að þegar vel gengur leggur maður fyrir, til þess að eiga til mögru áranna.     Ekki satt? STAKSTEINAR Þorvaldur Gylfason Bankarnir og pilsfaldur ríkisins SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                              *(!  + ,- .  & / 0    + -      !  "                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          #  $  % & $          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?      ! "    "   !   !  ! " " " " "                               *$BC           !"    #       $% *! $$ B *! ' ( )*   (  $  & # + & <2 <! <2 <! <2 ' $ * ,  - . &/ CC8- D           B  & %'((%   '  *! !     " *  +  )!   ,    - %( /    . !!   *!  '      ,' )!  #   / %      01  &22 & #  3&  #& ,  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jórunn Frímannsdóttir | 20. febrúar Gervisætuefni fitandi! Í Morgunblaðinu í gær kom fram að vís- indamönnum í Bretlandi hafi tekist að sýna fram á að gervisætuefni geti verið fitandi. ... Eins og vinir mínir vita þá hef ég lengi haldið því fram að sætuefni, sykurlausir drykkir og fleira þess háttar geti jafnvel leitt til offitu. ... Ég hef því miður aldrei haft neinar rannsóknir eða annað slíkt til að styðja við þessa tilgátu mína. Meira: jorunnfrimannsdottir.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 20. febrúar Össur ræðst á Gísla Martein Mann setur hljóðan að hlusta á þá útreið sem Gísli Marteinn, borg- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, fær hjá Öss- uri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra Sam- fylkingarinnar. Hvað vakir fyrir Össuri með þessum skrifum, sem hreinlega virðast sett fram í þeim tilgangi einum að jarða pólitískan feril Gísla Mar- teins? ... Af hverju er Össuri svona uppsigað við Gísla Martein...? Meira: kolbrunb.blog.is Magnús Már Guðmundsson | 21. feb. Eftirsóttasta djobbið í bransanum Nú er Aron Kristjánsson búinn að hafna boði Handknattleikssbands- ins um að taka við þjálf- un landsliðsins. Hann er sá fjórði sem segir nei því áður höfðu nafni minn Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson hafnað starfinu. ... Forysta HSÍ virðist vera búin að gera hressilega upp á bak. ... Spurning hvort að HSÍ athugi ekki hvort að gúrk- an eða Kalli séu lausir. Meira: magnusmar.blog.is Guðmundur Magnússon | 21. febrúar Fékk Kastró hugmynd- ina úr Morgunblaðinu? Skrif mín um Kastró Kúbuforseta eru að breytast í eitt allsherjar boomerang. Um dag- inn gerði ég það að um- talsefni á ekki-blogginu mínu að allir góðir menn með Morgunblaðið í broddi fylk- ingar hefðu fagnað því þegar Kastró braust til valda á Kúbu í ársbyrjun 1959. En svo hefði komið á daginn að hann var úlfur í sauðargæru og þá hefðu menn auðvitað snúið við blaðinu. Ómar R. Valdimarsson gerði at- hugasemd við þessi skrif. Af orðum hans má álykta að vissulega hafi Kastró verið gegn maður og guð- hræddur í upphafi, en svo hafi Banda- ríkjamenn verið svo leiðinlegir að neita að lána honum traktora. Þá hafi hann orðið að gerast kommúnisti. Semsagt: Kastró „lenti í því“ að verða einræðisherra. Allt Bandaríkj- unum að kenna. Ég varð dapur við þessi tíðindi. En svo mundi ég eftir því frá barnæsku minni að Kastró hafði komist í fréttirnar fyrir það uppátæki að fresta jólunum. Það var árið 1969. Kemur þá ekki Ómar Ragnarsson og eyðileggur málið fyrir mér. Upplýsir að það var íhaldskaupmaður í Reykja- vík, Sigurður Skjaldberg, sem fyrstur stakk upp á því að fresta jólunum. Það var í verkfalli fyrir mörgum, mörgum ár- um. Og um þetta fjalli leikritið Del- erium bubonis eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni öðrum þræði. ... Ekki ætla ég að draga í efa orð Ómars að Sigurður Skjaldberg hafi viðrað hugmyndina að fresta jólunum á undan Kastró. En kannski var hann samt ekki fyrstur. Ég fór og fletti gömlum Moggum í tilefni af athugasemd Ómars. Í verkfallinu mikla í desember 1952 gerðist það að sá frægi blaðamaður Morgunblaðs- ins, Velvakandi, hitti kunningja sinn á förnum vegi (eins og hendir frænda hans Víkverja oft á seinni árum). Og hvað haldið þið? Kunninginn skellir fram þeirri hugmynd að fresta jólunum ef verkfallið leysist ekki. „Ég skal játa að mér hnykkti við“, skrifaði Velvak- andi. Nema Sigurður Skjaldberg hafi verið „kunninginn“? Þannig að það gæti ver- ið að hugmyndin um að fresta jólunum á Kúbu árið 1969 væri runnin frá Morgunblaðinu snemma í desember 1952 ... Meira: gudmundurmagnusson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR ÁRLEG ljósmyndasýning Blaðaljós- myndarafélags Íslands verður opnuð á morgun, 23. febrúar, klukkan 15 í Gerðarsafni, Kópavogi. Geir H. Haarde forsætisráðherra mun opna sýninguna og að því loknu mun Ragnar Th. Sigurðsson, einn dómnefndarmanna, tilkynna sigurveg- ara en veitt verða verðlaun í tíu flokk- um; fyrir mynd ársins, fréttamynd árs- ins, íþróttamynd, portrettmynd, tímaritamynd, skoplegustu myndina, umhverfismynd, daglegt líf, þjóðleg- ustu myndina og myndröð ársins. Í tilkynningu segir að eins og í fyrra muni einn aðili veita vegleg peninga- verðlaun fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskilinni, en það er Glitnir sem styrkir blaðaljósmyndara. Dómnefndina skipuðu þeir Pétur Thomsen, Ragnar Th. Sigurðsson, Brooks Walker, Eggert Skúlason og Per Folkver, myndritstjóri Politiken í Danmörku. Um 1.600 myndir bárust í forvalið og valdar voru rúmlega 200 myndir til sýningarinnar. Sýningin stendur frá 23. febrúar til 16. mars og er opin alla daga vikunn- ar, nema mánudaga, kl. 11-17. Frítt er inn á sýninguna. Bestu blaðaljós- myndir ársins 2007 TURID Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti (SF) í Dan- mörku, mætir á flokksráðsfund Vinstri grænna um helgina og segir frá kosningabaráttu þessa danska systurflokks VG. Eins og kunnugt er tvöfaldaði SF fylgi sitt í síðustu al- þingiskosningum í Danmörku sem fram fóru 13. nóvember sl. og taldist sökum þessa einn af sigurvegurum kosninganna. Flokknum tókst einkar vel að ná til ungs fólks og kom áherslum sínum vel til skila í snarpri kosningabaráttu en boðað var til kosninga með þriggja vikna fyrirvara. Flokksráðsfundur Vinstri grænna er haldinn á Loftleiðum dagana 22.– 23. febrúar og mun Turid halda fyr- irlestur sinn og svara fyrirspurnum kl. 10.30 á laugardeginum. Turid tók við framkvæmdastjórn flokksins árið 2002 en áður var hún framkvæmda- stýra Socialistisk Vensterparti í Nor- egi í átta ár. Ræðir kosningabar- áttu SF í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.