Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 13 ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOHN McCain, sem verður að öllum líkindum forsetaefni repúblikana, hefur sakað dagblaðið The New York Times um ófrægingarherferð á hendur sér eftir að blaðið birti grein um að hann kynni að hafa verið í óviðurkvæmilegu sambandi fyrir átta árum við konu sem var þá hags- munavörður bandarískra fyrirtækja í Washington. McCain og umrædd kona, Vicki Iseman, sem er nú fertug, neituðu því að þau hefðu verið í ástarsam- bandi en aðstoðarmenn þingmanns- ins reyndu að stía þeim í sundur af ótta við að náið samband hans við fulltrúa þrýstihóps gæti valdið hon- um álitshnekki þegar hann sóttist eftir því að verða forsetaefni repúbl- ikana í kosningunum árið 2000. The New York Times sagði að á þessum tíma hefði Iseman starfað fyrir fyrirtæki sem hefðu átt hags- muna að gæta í viðskiptanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. McCain var þá formaður nefnd- arinnar. Blaðið sagði að skjólstæð- ingar Iseman hefðu gefið tugi þús- unda dollara í kosningasjóð McCains. Iseman var tíður gestur á skrif- stofu McCains á árunum 1999-2000 og var oft á samkomum sem tengd- ust kosningabaráttu hans, sótti með- al annars fjáröflunarkvöldverð í Flórída og fór þaðan með honum til Washington í einkaþotu í eigu skjól- stæðings hennar. „Þar sem þeir voru sannfærðir um að þau væru farin að draga sig sam- an skárust nokkrir af helstu ráð- gjöfum hans í leikinn til að vernda hann frá sjálfum sér,“ sagði í grein The New York Times. Blaðið hafði þetta eftir nokkrum ónafngreindum mönnum sem tóku þátt í kosninga- baráttu McCains. Starfsliði öldungadeildarþing- mannsins var sagt að halda Iseman frá honum á opinberum samkomum og takmarka aðgang hennar að skrifstofu hans. Tveir fyrrverandi samstarfsmenn hans ræddu málið við hann nokkrum sinnum. „Báðir sögðu þeir að McCain hefði viður- kennt að hegðun hans hefði verið óviðeigandi,“ sagði The New York Times. Talsmaður McCains brást hart við greininni og sakaði blaðið um smán- arlega „ófrægingarherferð“ og „göturæsispólitík“. „McCain hefur þjónað landinu í 24 ár með sæmd og ráðvendni. Hann hefur aldrei brugð- ist trausti almennings, aldrei gert sérhagsmunahópum eða hags- munavörðum greiða og ætlar ekki að láta ófrægingarherferð draga at- hyglina frá málefnunum sem eru í veði í kosningunum.“ Talið er nánast öruggt að McCain verði forsetaefni repúblikana og nýj- asta skoðanakönnun Reuters og Zogby International bendir til þess að hann myndi sigra Hillary Clinton en tapa fyrir Barack Obama verði kosið á milli þeirra í komandi for- setakosningum. Verst „ófrægingarherferð“ McCain sakaður um óviðeigandi samband við hagsmunavörð                                         »Ný skoðanakönnun bendir til þess að McCain myndi sigra Hillary Clinton en tapa fyrir Barack Obama verði kosið á milli þeirra í forsetakosningunum í nóvember. FÉLAGAR í Brúðuleikhúsi Jiangxi-héraðs í Kína láta hér brúðurnar leika listir sínar fyrir börn í menningarhöll unglinga í Hanoi í Víetnam en þar fer nú fram fyrsta alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin. Hófst hún síðastliðinn laugardag og lýkur á morgun. Eru þátttakendur frá 11 löndum, þar á með- al frá Kína, Egyptalandi, Brasilíu, Taílandi, Singapore, Svíþjóð, Belgíu, Indónesíu, Filippseyjum og Víetnam. AP Brúðurnar bregða á leik á fyrstu alþjóðahátíðinni SEX mánaða vopnahléi íraska sjíta- klerksins Moqtada al-Sadrs og hreyfingar hans, Mahdi-hersins, lýk- ur á laugardag og er þess beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða ákvörð- un hann tekur um framhaldið. Hann hefur verið Bandaríkjamönnum erf- iður ljár í þúfu en víst er, að vopna- hléð hefur átt stóran þátt í, að veru- lega hefur dregið úr ofbeldisverkum í Írak og einkanlega í Bagdad. Sadr skipaði fyrir um vopnahléð í ágústlok og síðan hefur hann notað tímann til að treysta tökin á Mahdi- hernum og losa sig við þá, sem ekki fóru eftir fyrirmælum hans. Hazim al-Aajari, einn helsti ráðgjafi Sadrs, segir, að Sadr sé nú að ráðfæra sig við klerka, þingmenn og háttsetta menn innan hreyfingarinnar og muni ekki taka neina ákvörðun nema að vel athuguðu máli. Sagði Aajari, að herinn, um 60.000 manns, hefði verið endurskipulagður og óæskileg- um öflum bolað burt. Eins og fyrr segir voru litlir kær- leikar með Sadr og Bandaríkja- mönnum en nú hrósa þeir honum á hvert reipi fyrir samfélagslega ábyrgð og þátt hans í að draga úr væringum og ofbeldi í landinu. Ljóst er hins vegar, að Sadr ætlar sér stór- an hlut í Írak á næstu árum og hann virðist tilbúinn til að berjast um for- ystuna meðal sjíta við aðra sjíta- hreyfingu, Íslamska æðstaráðið, undir forystu Abdel Aziz al-Hakims. Hefur oft komið til blóðugra átaka milli þeirra. Aajari sagði, að Mahdi-herinn hefði ekki fengið neitt í staðinn fyrir vopnahléð, þvert á móti hefðu Bandaríkjamenn og stjórnvöld fang- elsað um 1.000 liðsmenn hans, pynt- að aðra og drepið. Hann lagði samt áherslu á, að þótt liðsmenn Mahdi- hersins væru bardagaglaðir, myndu þeir fara eftir fyrirmælum foringja síns. Sagði hann unnt að beita öðrum vopnum en byssunum einum, til dæmis allsherjarverkfalli, sem myndi lama allt líf í Bagdad. Breski blaðamaðurinn Patrick Cockburn, höfundur bókarinnar „Moqtada al-Sadr, uppgangur sjíta og átökin um Írak“, sem kemur út í maí, telur það ólíklegt, að Sadr muni aflýsa vopnahléinu. Enn um sinn þjóni það best hagsmunum hans hans að halda friðinn. Vopnahléi al- Sadrs að ljúka Afstöðu hans beðið með eftirvæntingu VÍSINDAMENN í París hafa fundið upp efni sem líkist gúmmíi, en hefur þann nýstárlega eiginleika að rifni það í sundur er unnt að gera við það með því einu að þrýsta rifnu end- unum saman í tiltekinn tíma. Ekki er þörf á að hita efnið eða meðhöndla það sérstaklega og engin samskeyti myndast þar sem rifan var. Efnið hefur ekki enn hlotið nafn, en eiginleikar þess eru fengnir með samsetningu sameindanna, sem líkja mætti við litlar hendur er seilast hver eftir annarri þegar efnið rifnar. „Ef þú borar í vegg sem hefur ver- ið meðhöndlaður með efninu mun gatið jafnvel loka sér sjálft,“ segir Ludwik Leibler, sem hefur stjórnað rannsóknunum síðastliðin fimm ár. Eiginleikar nýja efnisins þykja byltingarkenndir og bjóða upp á óteljandi möguleika við vöruþróun. Barnaleikföng, málning, glervörur, nælonsokkabuxur, dekk og bílavara- hlutir eru meðal þess sem framleiða mætti. Efnið er auðvelt til meðhöndl- unar og er búist við að fyrstu vörurn- ar komi á markað eftir tvö ár. Hvorki lykkjuföll né sprungin dekk? TUGIR þúsunda Serba söfnuðust saman í miðborg Belgrad í gær til að mótmæla sjálfstæð- isyfirlýsingu Kos- ovo-héraðs. Skólum var lokað í borginni vegna mótmælanna og boðið var upp á ókeypis ferðir með lestum. Mótmælin voru friðsamleg þar til nokkur hundruð mótmælenda réðust inn í bandaríska sendiráðið um kvöldið og kveiktu í því. Sendi- ráðsstarfsmaður staðfesti við AP- fréttastofuna í gærkvöldi að brunn- ið lík hefði fundist eftir að eldar höfðu verið slökktir. Ekki höfðu verið borin kennsl á hinn látna, en engir sendiráðsstarfsmenn munu hafa verið við störf í gær. Einnig var gerð atlaga að öðrum vestræn- um sendiráðum í Belgrad. Kveikt í sendi- ráði í Belgrad „ÍMYND göf- ugmennsk- unnar“ var yf- irskrift mikillar lofrullu um Ro- bert Mugabe, forseta Zimb- abwe, í rík- isrekna dag- blaðinu Herald í gær en þá varð hann 84 ára. Á það var hins vegar ekki minnst, að verðbólgan í landinu er komin yfir 100.000%, stór hluti landsmanna sveltur heilu hungri og drjúgur hluti flúinn land. Efnahagslífið er nú ein rjúkandi rúst. Ímynd göfug- mennskunnar Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. JARÐSKJÁLFTI, sem var 6,2 stig á Richterskvarða, reið yfir Svalbarða í fyrrinótt og er sá öflugasti sem mælst hefur á norsku landsvæði, að sögn norsku jarðvísindastofnunar- innar Norsar. Skjálftinn olli ekki tjóni. Skjálfta- miðjan var undir hafsbotni um 140 kílómetra suðaustan við Longyear- byen. Skjálftans varð vart í Longyear- byen og hann hefði valdið miklu tjóni ef skjálftamiðjan hefði verið á landi, að því er norska rík- isútvarpið hafði eftir talsmanni Norsar. Mesti skjálfti í sögu Noregs BANNA ætti sölu áfengis í stór- mörkuðum í því skyni að draga úr drykkju, ekki síst unglinga- drykkju. Hefur einn helsti ráð- gjafi bresku stjórnarinnar lagt þetta til. Julian le Grand prófessor og formaður Heil- brigðs Englands segir, að fólk eigi að taka meðvitaða ákvörðun um áfengisneyslu og því sé best, að áfengissala sé í sérstökum versl- unum. Nú sé því hins vegar stillt upp eins og sælgæti í matvöruversl- unum, stundum á niðursettu verði, og fólk í raun tælt til að kaupa það þótt erindið hafi verið allt annað. Vill úthýsa áfenginu Áfenginu otað að viðskiptavinum. STUTT Dalvegi 10-14 • Sími 5771170 Innrettingar Drauma eldhu´s XE IN N IX 08 02 00 9 Ólga Mótmæl- endur með fána Serbíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.