Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 19 AUSTURLAND GEORGE Patrick Leonard Walker kort- lagði jarðfræði Austurlands ásamt nemend- um sínum á árunum 1955 til 1965. Walker skrifaði m.a. merka ritgerð um Breiðdalseldstöðina. Hann var við rann- sóknir á sumrum allt frá Hornafirði til Norðfjarðar og iðulega með konu sína og unga dóttur með sér í tjaldi. Walker fæddist í London 2. mars árið 1926. Hann lauk meistaraprófi frá Belfast 1949 og fékk doktorsgráðu frá Leeds sjö ár- um síðar. Walker kenndi við Lundúnahá- skóla frá 1951 til 1978. Hann stundaði rann- sóknir á Íslandi á árunum 1955 til 1965 og sótti landið auk þess heim árin 1973 og 1988. Síðari rannsóknir Walkers voru einkum á Azoreyjum, Ítalíu, Kanaríeyjum, Nýja-Sjá- landi, Indónesíu og Hawaii. Walker bjó eftir 1978 m.a. á Nýja-Sjálandi, Hawaii og síðast í London og lést snemma árs 2005, 78 ára gamall. Walker skrifaði og birti margar ritgerðir um rannsóknir sínar á Íslandi. M.a. um jarðfræði Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Breiðdals, Álftafjarðar og Þingmúla í Skrið- dal. Hann skrifaði einnig vísindaritgerðir um landmótun, samsetta bergganga, flikru- berg og geislasteinabelti á Austurlandi og almennt um íslenska jarðfræði og landrek. Kortlagði Austurland Ljósmynd/ÓBS Ötull George Walker stundaði merkar jarðfræðirannsóknir á Austfjörðum. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Breiðdalsvík | Stofna á jarð- fræðisetur á Breiðdalsvík í sumar, í minningu breska jarðfræðingsins George P. L. Walker, sem stundaði ásamt nemendum sínum jarðfræði- rannsóknir í Austfjarðafjöllum í áratug um miðja síðustu öld. Safn og aðstaða til fræðaiðkunar verða í elstu byggingu þorpsins, Kaup- félagshúsinu, sem byggt var 1906. Walker fékk m.a. íslensku fálkaorð- una fyrir rannsóknir sínar hér- lendis. „Setrið mun heita Í fótspor George Walkers – Miðstöð um steindir og eldstöðvar og á að verða lifandi þekkingarsetur,“ segir Páll Baldursson, sveitarstjóri Breið- dalshrepps. „Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir, leikmynda- og bún- ingahönnuður í Bretlandi, mun annast uppsetningu sýningar á fjöl- mörgum munum úr fórum Walkers sem tengjast Austurlandi.“ Mikilsverð vísindagögn Ómar Bjarki Smárason jarð- fræðingur og eigandi Stapa- jarðfræðistofu, á hugmyndina að setrinu, enda doktorsnemi hjá Walker í eina tíð og hefur á honum miklar mætur sem vísindamanni og persónu. Ómar Bjarki hefur í sam- starfi við ekkju og dóttur Walkers á Englandi farið í gegnum gögn, ljós- myndir og muni sem fýsilegt væri að hafa í safninu. Walker gaf hon- um skrifborðið sitt og nokkur frum- rit af kortum1978 í tilefni búferla- flutnings til Nýja-Sjálands og verða það fyrstu safngripir jarðfræðiset- ursins. „Við setjum upp safn um þá muni sem Walker lét eftir sig og við getum fengið, þ. á m. þúsundir flokkaðra slidesmynda héðan frá Íslandi, viðamikið sérritasafn um eldfjallafræði og íslensku rann- sóknirnar, bergþynnur, birt og óbirt kort og teikningar og mynda- og dagbækur frá íslensku sumr- unum. Þetta á svo að verða mennta- og fræðasetur alveg frá leikskóla og upp úr.“ Ómar Bjarki segir fulla ástæðu til að gera heimildamynd um Walker og störf hans á Íslandi. Hjörleifur Guttormsson hélt á fimmtudagskvöld fjölsóttan fyr- irlestur í Breiðdal um gildi rann- sókna Walkers fyrir fræðistörf, menningu og ferðamennsku á Aust- urlandi, en Hjörleifur er vel kunn- ugur rannsóknum Walkers. Tveir fyrirlestrar að auki eru fyrirhug- aðir í tengslum við jarðfræðisetrið fram til vors, en það verður form- lega opnað 23. ágúst í tengslum við stóra alþjóðlega jarðfræðiráðstefnu og vísindaferð um austan- og sunn- anvert landið. Breiðdalshreppur auglýsti fyrir nokkrum dögum stöðu verkefnisstjóra jarðfræðiset- ursins og er komin inn ein formleg umsókn og nokkrir hafa sýnt áhuga. Í fótspor merks fræðimanns Safn í minningu G. Walker á Breiðdalsvík Í HNOTSKURN »Á Breiðdalsvík verður ísumar opnað safn og fræða- setur tileinkað breska jarð- fræðingnum Walker, sem stundaði m.a. jarðfræðirann- sóknir á Austurlandi. »Setrið á að þjóna ungumsem öldnum, almenningi, nemum og jarðvísindamönnum. Ljósmynd/ÓBS Brennandi áhugi Walker við jarðfræðirannsóknir á hraunbreiðu á Hawaii-eyjum. Eldfjallajarðfræði var honum m.a. hugleikin. Ljósmynd/ÓBS Keflavík | Knattspyrnuvöllur Kefla- víkur mun framvegis bera heitið Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík. Kom það fram þegar kynntur var nýr auglýsingar- og styrktarsamningur milli Sparisjóðsins í Keflavík og knattspyrnudeildar Keflavíkur. Geirmundur Kristinsson sparisjóðs- stjóri og Rúnar Arnarsson fráfar- andi formaður deildarinnar undirrit- uðu samninginn. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur verið einn stærsti styrktaraðili knattspyrnudeildarinnar undan- farin ár og með þessum nýja samn- ingi verður svo áfram. Samning- urinn gildir í fjögur ár. Nýtt heiti á vellinum Reykjanesbær | „Þetta brýtur upp hefðbunda dagskrá. Nemendur læra fullt og koma svo endur- nærðir aftur í hefðbundið nám,“ segir Kolbrún Marelsdóttir, kenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar stendur nú yfir þemavika. Þeim eitt þúsund nemendum sem stunda nám við skólann stendur til boða að taka þátt í fjölbreyttum námskeiðum, um fjörutíu talsins. Öll tengjast þau sköpun enda er það þema vikunnar. Kennararnir sýna á sér nýjar hliðar því að þeir fá að leiðbeina á námskeiðum sem tengjast þeirra áhugamálum utan vinnu. Þannig var Hrönn Arnars- dóttir íslenskukennari að leiðbeina á námskeiði í leðurtöskugerð. Ann- að dæmi er Bergþór Jónasson sem sjálfur hefur leikið í hljómsveitum en hann var að aðstoða hóp nem- enda við að æfa upp hljómsveit sem sýnir afrakstur erfiðis síns með því að leika á sal skólans í dag. Þá koma fyrrverandi nemendur auk þess sem fengnir eru fyrirlesarar lengra að. Berglind Ægisdóttir og Birna Ásbjörnsdóttir tóku þátt í blóma- skreytinganámskeiði og fannst gaman að kynnast því. Daginn áð- ur voru þær á glerblástursnám- skeiði og fannst það ekki síður gaman enda fengu þær að gera skrautkúlur. „Þetta brýtur upp námið og er smá-tilbreyting,“ sögðu vinkonurnar þegar komið var við hjá þeim í blómaskreyting- unni. Þúsund manns við sköpunarstörf Myndlist Nemendur fengu að skreyta stigagang í skólanum. Hafdís Reyn- isdóttir blandar sér liti en Anita Róbertsdóttir er byrjuð að mála. Töskugerð Hrönn Arnarsdóttir íslenskukennari sýndi á sér nýjar hliðar með því að leiðbeina nemendum á námskeiði í leðurtöskugerð. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Blómaskreyting Berglind Ægisdóttir og Birna Ásbjörnsdóttir höfðu ánægju af því að kynnast blómaskreytingum á þemavikunni. SUÐURNES ÖLL sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að ráðast í sér- stakar aðgerðir í starfsmanna- málum. Álag er greitt út á þessu ári auk þess sem teknir eru upp heilsu- ræktarstyrkir. Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar stóðu saman að undirbúningi og hafa samþykkt samskonar aðgerð- ir. Áður höfðu Reykjanesbær og Grindavíkurbær kynnt sínar að- gerðir í starfsmannamálum. Starfsmenn fá aukagreiðslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.