Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 22
matur 22 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ É g held engar veislur án þess að búa til bökur. Þær eru fljótlegar, þægilegar og einkar heilsu- samlegar og ljúffengar á bragðið. Þær er hægt að nota á grænmet- ishlaðborðið, sem forrétti eða sem aðalrétti með góðu salati og kaldri sósu og bara bregðast manni aldrei. Sætar bökur er svo hægt að nota sem eftirrétti. Það má eiginlega segja að bök- urnar mínar hitti alltaf jafnvel í markið hjá mér og mínum,“ segir Fríða Sophia Böðvarsdóttir matgæðingur, geðsjúkraliði og heimilis- fræðikennari sem bakaði þrenns konar ólíkar bökur fyrir Daglegt líf í vikunni. Fríða Sophia er önnum kafin kona því að fyr- ir utan það að kenna öllum árgöngum heim- ilisfræði í Víkurskóla í Grafarvogi hefur hún hannað fjölda matreiðslunámskeiða fyrir Kvöld- skóla Kópavogs þar sem hún er að kenna full- orðnum listina að elda þrjú kvöld í viku. Auk þess er hún nú með í smíðum matreiðslubók fyrir karlmenn, en hingað til hefur Fríða skrifað tvær bækur sem út komu á fjórum tungumálum árin 2002 og 2003. Það er bækurnar „Bakað úr spelti“ og „Bakað í brauðvél“. „Sjálf gerðist ég grænmetisæta í þrettán ár sem var bara ansi gott fyrir sál og líkama, en ég er nú farin að borða kjöt á ný fyrir nokkrum ár- um,“ segir Fríða, sem á tvo uppkomna syni, þá Egil og Jakob Jónassyni. „Jakob, sem er tölvunarfræðingur, er fluttur að heiman og býr með kærustu, en Agli finnst enn svo gott að vera á Hótel mömmu, en hann er að læra fé- lagsfræði við HÍ og útskrifast í vor. Svo á ég mér fjarbýlismanninn Kristin Dagsson.“ Var beðin um að leysa af Mataráhuginn hefur alla tíð verið mikið áhugamál hjá Fríðu Sophiu, en sjálf lærði hún til geðsjúkraliða úti í Danmörku og starfaði við það á barna- og unglingageðdeild Landspít- alans í mörg ár eftir að hún flutti heim. „En svo bað kunningi minn mig um það fyrir mörgum árum að leysa sig af við matargerð í Listasafni Íslands og ég hef verið í matarbransanum síðan. Ég rak m.a. mitt eigið fyrirtæki, Grænt og gómsætt, með æskuvinkonu minni Júlíu Sigurð- ardóttur í sjö ár, hef hannað tólf námskeið og kennt þau við Kvöldskóla Kópavogs í sautján ár og nú hef ég verið við heimilisfræðikennslu í Víkurskóla undanfarin sex ár. Þar er ég m.a. að kenna nemendum að endurnýta hlutina, safna íslenskum jurtum sem við notum í te og súpur og rækta grænmeti í skólagörðunum. Þetta áhugamál mitt hefur því svo sannarlega undið upp á sig með árunum,“ segir Fríða Sophia. Hún bætir því við að hitt áhugamálið sitt snú- ist um ferðalög. „Ég hef unun að því að kynna mér fjarlæga matarmenningu, þefa af kryddum á torgum og borða framandi mat á útlenskum veitingastöðum. Svo kaupi ég mér auðvitað allt- af ný pæform eða sæta kökudiska í hverju landi, allt eftir því hvaða burðardýr eru með í för hverju sinni. Einu sinni fór ég til Jórdaníu til að læra arabíska matargerð og fyrir tveimur árum fórum við fjórar systurnar til Puerto Rico til að kynna okkur hráfæðismenninguna. Nú er ég að fara til Kína og Tíbets um páskana og get varla beðið eftir því að kynnast matarmenningu þess- arra fornu þjóða,“ segir Fríða um leið og hún lumar bökuuppskriftunum að blaðamanni og gefur holl ráð í nesti. „Gott er að gera deigið deginum áður en það á að notast, en muna eftir að taka það út til að það mýkist í tæka tíð. Ég set sömuleiðis alltaf 2–3 msk af vatni út í deigið og svo er ekki gott að vera með krydd í botni á sætum bökum. Gott er að koma sér upp laus- botna 24 cm bökunarformum, sem hvorki þarf að smyrja né hylja með bökunarpappír og köldu sósurnar má hiklaust gera deginum áður.“ Grænmetisbaka með sætri kartöflu Deigið 100 g smjör 150 g sigtað spelti ½ tsk jurtasalt hvítur pipar á hnífsoddi 4 msk kalt vatn Fyllingin 1 laukur, smátt saxaður 1 væn sæt kartafla, afhýdd og söxuð smátt 2 msk ólífuolía 1½ dl vatn 1 tsk jurtasalt 1 tsk hunang ½ tsk hvítur pipar kanill á hnífsoddi negull á hnífsoddi 200 g rjómaostur 1 msk gráðostur 5 egg 1 dl matreiðslurjómi Grænmeti til að setja í maukaða fyllingu: 1 rauð paprika, smátt söxuð 150 g spergilkál, smátt saxað smábiti af gulrófu, smátt saxað Blandið saman smjöri, spelti, vatni og tilheyr- andi kryddum og hnoðið deigið saman þar til það er kekkjalaust. Þrýstið deiginu í botninn á forminu og upp með hliðunum. Setjið smátt sax- aða grænmetið, það er paprikuna, spergilkálið og gulrófuna, ofan í deigbotninn. Steikið svo lauk og kartöflu í ólífuolíunni í potti, bætið 1½ dl af vatni og jurtasalti saman við og sjóðið við vægan hita þar til kartaflan er soðin. Maukið saman sætu kartöfluna, laukinn, krydd, rjómaost, gráðost, hunang, egg og rjóma þar til fyllingin er kekkjalaus. Hellið maukinu yfir saxaða grænmetið og bakið bökuna við 170°C í 50 mínútur. Köld sósa 1 dós 10% sýrður rjómi 1 msk ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir, t.d. kóríander eða oregano 1 tsk hunang ½ tsk jurtasalt hvítur pipar á hnífsoddi kanill á hnífsoddi Öllu blandað saman og kælt í ísskáp. Laxabaka Deigið 180 g smjör 100 g spelti 100 g sigtaspelti 4 msk vatn ½ tsk jurtasalt ½ tsk estragon Fylling ½ púrrulaukur hnefafylli af graslauk 400 g reyktur lax Kryddlögur 6 egg 100 g rjómaostur 1 tsk jurtasalt ½ tsk hvítur pipar 1 tsk tímían Öllu hráefninu í deigið hnoðað saman og deig- inu síðan þrýst í botn á formi og upp með hlið- unum. Saxið síðan púrrulaukinn smátt og setjið í botninn á bökunni. Stráið smátt söxuðum gras- lauk þar ofan á og að síðustu reyktum laxi, skornum í sneiðar. Í kryddlöginn skal hræra saman eggjum, osti og tilheyrandi kryddum. Hrærið þar til hræran er létt í sér og hellið í formið. Bakið bökuna við 160°C í 50 mínútur. Berið fram með grænu sal- ati eða ferskum aspas. Köld sósa 1 dós 10% sýrður rjómi 2 pressuð hvítlauksrif 1-2 msk epladjús 1 tsk dijon-sinnep ½ tsk jurtasalt hvítur pipar á hnífsoddi Öllu hrært saman og kælt í ísskáp. Valhnetubaka Deigið 125 g smjör 3 dl hveiti 2 tsk vanillusykur 2-3 msk vatn Fylling 1½ dl ljóst sýróp 1½ dl sykur salt á hnífsoddi 50 g smjör 3 dl valhnetur 4 egg Setjið smjör, hveiti, vanillusykur og vatn í hrærivélaskál með hnoðara og hnoðið öllu vel saman þar til deigið er laust frá skálinni. Þrýst- ið því í botninn á forminu og síðan upp með hlið- unum. Leggið til hliðar. Setjið sýróp, sykur, smjör og salt í pott og sjóðið við vægan hita þar til öllu er vel blandað saman, kælið sykurmassann. Hrærið eggin ljós og létt og bætið sykurmassanum saman við eggin. Hellið hrærunni í formið og stráið val- hnetunum þar ofan á. Bakið bökuna við 180°C í 40 mínútur. Berið bökuna fram með ís eða þeyttum rjóma. Grænmetisbaka Vel krydduð og með sætri kartöflu. Laxabaka Með reyktum laxi, graslauk og púrrulauk. Valhnetubaka Góð með ís eða þeyttum rjóma. Bökurnar mínar hitta alltaf í mark Grænmetisbaka, laxabaka og valhnetubaka voru á borðum hjá Fríðu Sophiu Böðvars- dóttur þegar Jóhanna Ingv- arsdóttir bankaði upp á í leit að léttum réttum. Morgunblaðið/Frikki Matgæðingurinn Matur og ferðalög eru helstu áhugamál Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.