Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa hlotið heilaskaða og margir af þess- um einstaklingum hljóta ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Hversu margir þeir ein- staklingar eru er ekki vitað en áætlað er að um fimm hundruð manns verði fyrir heilaskaða á Íslandi á ári af ýmsum ástæð- um. Taka skal fram að hér eru ekki taldir þeir sex til sjö hundr- uð einstaklingar sem þurfa að glíma við sömu eða svipaðar af- leiðingar vegna heila- blóðfalls. Af þessum fimm hundruð skaðast áttatíu „alvarlega“, oft í slysum eða ofbeldisverkum sem fjallað er um á opinberum vett- vangi. Áverkar eru þá þannig að skaðinn fer ekki framhjá neinum frá upphafi og þessir einstaklingar þurfa síðan á mjög sérhæfðri og langvarandi meðferð að halda á stofnunum. Öllum sem til þekkja er ljóst að margir sem ekki lenda í þessum síðasta hópi geta átt við mikla erf- iðleika að stríða og án þess að geta fengið viðeigandi hjálp. En vanda- málið er mun stærra því margir af þessum einstaklingum sem örkum- last á þennan hátt, t.d. vegna um- ferðar- eða vinnuslysa, eru í blóma lífsins og sumir eiga jafnvel fyrir fjölskyldu að sjá. Það er heldur ekki á einfaldan hátt hægt að lýsa þeim erfiðleikum sem aðstandendur eiga oft við að glíma þegar persónuleiki, andleg geta og innsæi ástvinar breytist varanlega á einni svipstundu. Af- leiðingarnar geta auðveldlega verið splundraðar fjölskyldur og ein- angraðir einstaklingar sem ekki njóta þeirrar aðstoðar sem þeir eiga með réttu tilkall til ef heil- brigðis- og almannatryggingakerfið á að standa undir nafni. Augljóslega er aðgerða þörf í málaflokki fólks með heilaskaða og aðstandenda þeirra og ekki síst af því að vandamálið er oft falið. Það er falið í þeirri merk- ingu að ekki er auðvelt fyrir utanaðkomandi að greina á sjúklingn- um við fyrstu sýn að eitthvað sé að. Oft þarf reyndar að skoða vel og kerfisbundið til að greina afmarkaða skaða á einu sviði heilastarfsemi. Slíkur skaði þótt afmarkaður sé getur gert ein- staklinginn óhæfan til að stunda sína vinnu eða eiga eðlileg sam- skipti við aðra. Töluvert algengt er líka að al- menningur og jafnvel fagfólk geti ekki losnað við þá skynvillu að ef yfirborðið er í lagi þá hljóti allt annað að vera í lagi. Dæmi um þetta er t.d. áverki á heila sem veldur því að sjúklingur greinir ekki hættur í umhverfinu eins og eðlilegt er. Slíkur einstaklingur getur á skömmum tíma komið sjálfum sér en ekki síður fjölskyldu sinni í mikil vandræði. Slík vanda- mál verða oftast ekki leyst á við- unandi hátt nema með aðstoð fag- fólks sem skilur vandamálið og er sérhæft til að kljást við afleiðingar heilaskaða. Ofangreind skynvilla gerir það líka að verkum að að- standendur kveinka sér oft undan og hætta jafnvel að reyna að leita aðstoðar í kerfinu því þeim mætir oft skilningsleysi og jafnvel for- dómar. Í þessum vandræðagangi, eftir að fyrstu og augljósustu afleið- ingum höfuðáverka er sinnt af bráðaþjónustu, hefur teymi sem sér um mál heilaskaðaðra á Reykjalundi verið ljós punktur. Vandamálið hefur hinsvegar verið að ekki er hægt að sinna nema hluta þeirra sjúklinga sem leita eft- ir aðstoð og er það mikill skaði. Svo verður að benda á það augljósa að margt það sem á skortir í aðstoð við fólk með heilaskaða og fjöl- skyldur þeirra er ekki á verksviði Reykjalundar. Hér mætti t.d. nefna ráðgjöf vegna lagalegrar stöðu ef hegðun einstaklings sem hlotið hef- ur áverka er ekki eðlileg eða lang- tímaaðstoð sem ætti að koma frá almannatryggingum og sveit- arfélögum svo einstaklingar með heilaskaða geti betur fótað sig. Fyrir tilstuðlan m.a. ofan- greindra fagaðila á Reykjalundi hefur hópur fólks með heilaskaða og aðstandenda þeirra náð saman og stofnað félagið Hugarfar. Félag- ið var stofnað 21. febrúar 2007 vegna brýnna þarfa til að ræða saman og vinna að framgangi mála sem snúa að endurhæfingu, fræðslu og almennum hag fólks með heilaskaða. Og ekki hvað síst að kynna fyrir almenningi og fag- aðilum hvað heilaskaði er. Fyrsti aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 23. febrúar næstkom- andi kl. 11 árdegis í salarkynnum Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Áhuga- fólk sem og aðrir er boðið velkom- ið. Frekari upplýsingar má finna á vefnum http//www.hugarfar.is Hugarfar er aðili að Ör- yrkjabandalagi Íslands og að BIF sem eru Evrópusamtök fólks með heilaskaða og aðstandenda þeirra. Þegar allt breytist óvænt á svipstundu Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar um heilaskaða og ný- stofnuð samtök » Áætlað er að um fimm hundruð manns verði fyrir heila- skaða á Íslandi á ári af ýmsum ástæðum. Aðalsteinn J. Magnússon Höfundur er stjórnarmaður í Hugarfari. MIKIL umræða um íslensku krónuna, veikleika hennar og stöðu, og um hugsanlega upptöku annars lögeyris hefur nánast tröllriðið samfélaginu nú um nokkurt skeið. Því miður hefur það um of ein- kennt þá umræðu að óskhyggja ræður málflutningi fremur en rök- hyggja. Ákafir stuðningsmenn að- ildar Íslands að Evr- ópusambandinu (ESB) finna krónunni allt til foráttu og tala um að við eigum að ganga í Myntbandalagið og taka upp evru, jafnvel einhliða. Á hinn bóg- inn er þeim málflutn- ingi haldið á lofti af hálfu andstæðinga ESB-aðildar að upp- taka evru sé útilokuð fyrir ríki sem stendur utan ESB og vandinn sem blasir við at- vinnulífinu sé ekki krónunni að kenna og myndi ekki hverfa við upptöku evru. Bæði rangt og rétt Í raun má segja að báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls og báðir hafi um leið að hluta til rangt fyrir sér. Ef horft er á gjaldmiðilinn út frá fræðilegu sjónarmiði má vel halda því fram að unnt sé að skipta krónunni út fyrir evru eða annan gjaldmiðil, t.d. bandarískan dollar eða norska krónu, og taka um það einhliða ákvörðun. Á hitt er að líta að þannig einhliða ákvörðun gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér til lengri tíma litið, m.a. vegna þess að evrópski Seðla- bankinn myndi ekki styðja við þá ákvörðun og Íslendingar hefðu því engan bakhjarl í peningamálum. Þá þyrftu Íslendingar að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur og vandséð að nokkur myndi vilja taka þátt í þeim viðskiptum með gjaldmiðil sem opinberlega væri á útleið og þar með verðlítill. Þessu til viðbótar hafa leiðtogar allra stjórn- málaflokka tekið að því er virðist afdrátt- arlausa afstöðu í þessu efni: einhliða upptaka evru er ekki á dag- skrá. Fullyrðingar um að það sé unnt að taka upp evru, einhliða eða með inngöngu í Mynt- bandalagið, án ESB- aðildar eru því ein- ungis til þess að slá ryki í augu fólks og af- vegaleiða umræðuna. Tilgangurinn er augljóslega að beina umræðunni að ESB-aðild eftir þessari króka- leið. Tvíeggjað sverð vissulega því um leið er verið að veikja und- irstöður íslensks efnahagslífs. Þannig má segja að einhliða upp- taka evru sé fræðilega möguleg en hún sé hins vegar í reynd ófær leið. Skilyrði Evrópusambandsins Síðan komum við að þeim skil- yrðum sem Evrópusambandið set- ur um stöðu efnahagsmála í aðild- arríkjum ESB fyrir upptöku evru. Í fyrsta lagi verða öll ný aðildarríki að taka upp evru um leið og þau uppfylla hin efnahagslegu skilyrði, en þau lúta m.a. að verðbólgu og vaxtastigi, skuldum hins opinbera o.fl. Slök hagstjórn undanfarinna ára á hins vegar ríkan þátt í að hér er verðbólga farin á skrið og vextir gríðarlega háir. Við eigum því langt í land að uppfylla skilyrði um upp- töku evru, jafnvel þótt þjóðin ákvæði að ganga í Evrópusam- bandið sem vitaskuld getur orðið í framtíðinni. Það er því fullkomið ábyrgðarleysi, af forystumönnum í stjórnmála- og viðskiptalífi, að tala eins og evruupptaka geti verið inn- an seilingar. Nema tilgangurinn sé einmitt sá að skaða hagsmuni Ís- lands og þröngva okkur inn í ESB með góðu eða illu, aðallega illu. Hvort þjóðin tekur síðan ákvörðun um það að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu á næstu árum er annað mál og sjálfsagt að halda umræðu um það áfram og for- dómalaust. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess hins vegar að tekið sé til í hagstjórninni og stöðugleika komið á, verðbólgunni náð niður og vöxtunum, líkt og vinstri stjórnin gerði í lok níunda áratugarins og byrjun hins tíunda. Áframhaldandi stóriðjustefna er ekki ávísun á ár- angur í hagstjórninni. Á meðan þurfum við á því að halda að standa vörð um krónuna en tala hana ekki niður og gera eins gott úr þeim ágæta efnivið og við frekast getum. Ábyrgð stjórnenda í fjármála- og viðskiptalífi er vissulega mikil í því efni en einnig og ekki síður stjórn- málamanna, að ekki sé talað um forystumenn í ríkisstjórn- arflokkum. Atvinnuástandið ekki síst mikilvægt Loks verðum við að hafa í huga að stjórn peningamála er aðeins einn afmarkaður þáttur hagstjórn- arinnar. Aðrir þættir, eins og rík- isfjármálin og atvinnustigið, skipta ekki síður miklu máli og við sjáum að í löndum Evrópusambandsins hefur hagvöxtur verið lítill sem enginn og atvinnuleysið mikið. Ekki hefur evran dugað til að vinna á þeim vandamálum og það er ekki eftirsóknarverð fyrirmynd. Á sama tíma má líta til Noregs þar sem ríkir stöðugleiki, hagvöxtur, lítil verðbólga og eðlilegt vaxtastig. Ut- an ESB og engin evra heldur norsk króna. Veröldin er nefnilega flókn- ari en svo að hún snúist bara um evru eða krónu eða aðild að ESB eða ekki aðild. Það er alls ekki ein- boðið hvaða leið er hagstæðust fyr- ir okkur Íslendinga og fyrir efna- hags- og atvinnulífið hér á landi en eins og gjaldmiðilsumræðan hefur verið að undanförnu þá er hún á villigötum. Vonandi tekst að ráða bót á því. Gjaldmiðilsumræða á villigötum Árni Þór Sigurðsson skrifar um Evrópu- og efnahagsmál » Í raun má segja að báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls og báðir hafi um leið að hluta til rangt fyrir sér. Árni Þór Sigurðsson Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna. SVEINN Ingi, nýr forystumaður D-listans á Álftanesi, skrifar í Morgunblaðið 19. febrúar sl. um málefni Álftaness, þar sem hann fer óvarlega með staðreyndir. Yf- irskrift greinarinnar er „Einnota bæj- arstjórn“ og er þar átt við að meirihluti Á-lista í bæjarstjórn muni ekki ná endur- kjöri vorið 2010. Sem betur fer á Á-listinn þetta ekki undir Sveini Inga heldur munu Álftnesingar dæma um það vorið 2010. Álftnesingar felldu hins vegar sinn dóm yfir D-listanum vorið 2006 og ákváðu að hann væri útrunn- inn – og tóku hann úr umferð Mælingin byggð á rekstri D-listans Í greininni ræðir Sveinn niðurstöður Vísbendingar um ein- kunnargjöf til sveitar- félaganna sem byggj- ast aðallega á árangri þeirra í rekstri. Í þessum niðurstöðum fellur Álftanes niður um mörg sæti þegar borin eru saman árin 2005 og 2006 og er reksturinn 2006 sýnu lakari en 2005. Þetta telur Sveinn til marks um slaka stjórn Á-lista sem tók við sumarið 2006 og hafði takmarkaða möguleika til að breyta rekstrargrunni ársins. Hér ályktar Sveinn ekki rétt. Vísbending er fyrst og fremst að bera saman tvö ár sem bæði voru á ábyrgð D- listans, þetta er því dómur felldur yfir D-lista. Rétt er að geta þess að hagnaður af rekstri ársins 2005 var ekki vegna góðs rekstrar aðalsjóðs, heldur vegna óreglulegra tekna sem byggðust á sölu eigna. Slakur rekstur ársins 2006 sem var síðasta rekstrarár D-listans má svo fyrst og fremst skrifa á reikn- ing sjálfstæðismanna sem misstu tök á rekstri bæjarsjóðs á fyrri hluta árs 2006. Það kemur fram í úttekt Grant Thorton, endurskoðenda, á rekstrinum fyrri hluta árs 2006 að gjöld hækkuðu frá áætlun D-listans í desember 2005 um 37,8% meðan skatttekjur hækkuðu aðeins um 5,3%. Allir sjá að svona rekstur stefnir í óefni. Í skýrslu Grant Thorton um árshlutauppgjör í sveitarfélaginu við valdaskiptin segir m.a. um rekstur D-listans á Álftanesi: „Rekstrarafkoma sveitarfélagsins á ár- unum 2004 til 2005 var góð en hún er aðallega tilkomin annars vegar vegna söluhagnaðar, vegna sölu vatnsveitu sveitarfélagsins og hins vegar hagnaðar af gatnagerð og lóða- sölu.“ Á öðrum stað segir, þegar lýst hefur verið hagstæðum ytri rekstrarskilyrðum áranna 2004 og 2005: „Þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði hafa rekstrargjöld sveitar- félagsins fyrir utan fjármagnsliði hækkað meira en skatttekjur sveit- arfélagsins og þjónustutekjur vegna málaflokka, – þannig að hag- ræðingu í rekstri hefur ekki verið náð á þessum árum“. Aðgerðaleysi D-lista á löngum valdaferli Eins og þessi umsögn endur- skoðendanna ber með sér var rekstur á Álftanesi í tíð D-listans ekki til fyrirmyndar. Þess má líka geta að nær allar skatttekjur koma frá íbúunum, því að aldrei var hugað að því að koma upp atvinnulífi sem gæti styrkt tekjur bæjarsjóðs. Í samræmi við slakan rekstur D- listans voru uppi fátækleg áform um uppbyggingu þjónustustofnana. Í síðustu þriggja ára áætlun D- listans skorti 1000 milljónir til að fullbyggja Álftanesskóla og íþrótta- mannvirki sem nýr meirihluti Á- lista hefur nú hafist handa við. Nýr meirihluti Á- lista áformar átak á öllum sviðum þjónustu, í skóla- og æskulýðsmálum, málefnum eldri borgara og í umhverfis- og menn- ingarmálum. Varðandi atvinnu- uppbyggingu og öflun nýrra tekna er gert er ráð fyrir að innan fárra ára geti fasteignagjöld af atvinnu- húsnæði numið hærri upphæð en fasteignagjöld einstaklinga. Lang- ur valdaferill D-listans á Álftanesi einkenndist af aðgerðaleysi við uppbyggingu á þjónustu fyrir íbúana og í skipulagsmálum voru það þröngir verktakahagsmunir sem réðu för. Á-listinn mun láta verkin tala og treysta þjónustu á Álftanesi um leið og stórátak verð- ur gert í umhverfismálum. Nú eru nýir tímar þegar kallað er eftir góðri hönnun og metnaðarfullar áætlanir settar fram. Ég hvet stuðningsmenn D-listans og minni- hlutann í bæjarstjórn til að koma að uppbyggingu á Álftanesi af áhuga og hætta niðurrifsáróðri. Það er veikur minnihluti sem hefur uppi rangfærslur í málflutningi sín- um í stað þess að ræða málefni sveitarfélagsins af ábyrgð. Slíkur minnihluti ber ekki hag íbúanna fyrir brjósti heldur er þar eitthvað annað sem ræður för. D-listinn á Álfta- nesi útrunninn Sigurður Magnússon skrifar um bæjarstjórnarmál á Álfta- nesi og svarar grein Sveins Inga Lýðssonar Sigurður Magnússon » Á-listinn mun láta verkin tala og treysta þjón- ustu á Álftanesi um leið og stór- átak verður gert í umhverf- ismálum Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.