Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 25 SVEITARFÉLÖGIN hafa stór- aukið fjárframlög sín til skólahalds. Séu þau mál krufin kemur í ljós að þau felast að stærstum hluta í upp- byggingu glæsilegra skólamann- virkja, lengingu daglegs skólatíma og skólaárs, tölvuvæðingunni, inn- leiðingu skólamáltíða, lengri við- veru barna eftir skóla og fjölgun annars starfsfólks eins og skólaliða. Þetta ber allt að þakka og hefur fært skólahaldið til nútímahorfs. Vandi skólanna, og það á bæði við um leik- og grunnskóla, er hins vegar sá að sveitarfélögin hafa staðið þannig að kjarasamningum þeirra sem í skólunum starfa, bæði kennara og annarra starfsmanna, að skólarnir eru alls ekki sam- keppnishæfir við hinn almenna launamarkað. Meðan stefna stjórnvalda, hér er ábyrgðin ekki bara sveitarfélaga heldur ekki síður ríkisins, er sú að halda uppeldis- og menntastéttum sem láglaunastéttum mun ástandið bara versna og versna enn frekar en nú er orðið. Skólarnir munu áfram verða undirmannaðir, þrátt fyrir stóraukinn fjölda erlendra starfsmanna og réttindalausra sem nú þegar starfa í skólunum. Foreldrar bera að vissu leyti líka ábyrgð á hvernig komið er með af- skipta- og aðgerðaleysi sínu. Að láta það yfir börn sín ganga að þeim sé meinaður aðgangur að skólunum svo mörgum vikum skiptir, ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur, meðan kennarar háðu árang- urslitla kjarabaráttu, auðveldaði vissulega stjórnvöldum að við- halda láglaunastefn- unni. Ríkisvaldið getur ekki firrt sig ábyrgð því þessi vandi var óleystur, þegar sveitarfélögin tóku við skólunum. Fjármagnið sem þeim fylgdi dugði engan veginn til að standa undir öllum þeim breyt- ingum á skólahaldi sem ákveðin voru með lögum frá Alþingi. Þegar starfsmannamálin lenda í ógöngum eins og nú er mun lítið fara fyrir framsæknu og metn- aðarfullu starfi í stofnununum. Stjórnendur reyna það eitt að halda sjó frá degi til dags. Starfsmenn koma og fara á miðju skólaári og börnin njóta ekki þess stöðugleika og festu sem þeim er nauðsynleg. Litlu börnin á leikskólunum bera þess glöggt vitni, með óróa og van- sæld, þegar svona örar manna- breytingar eiga sér stað. Í grunnskólunum fer allt metn- aðarfullt skipulag úr skorðum og þeir sem eftir sitja og bera uppi starfið fyllast vonleysi og uppgjöf. Afleiðingin verður óhjákvæmilega sú, ef ekkert verður að gert, að enn fleiri munu hverfa frá skól- unum. Kennarar tala um síauknar kröfur, þeir njóti minni virðingar og lægri launa, og taka við auknum fjölda erfiðra nem- enda. Íslenskt samfélag breytist af- ar hratt og um leið uppeldisskilyrði barna og unglinga. Umsjónarkenn- arar segja að starfið þeirra sé svo breytt að ekki sé hægt að tala um sama starf og fyrir örfáum áratug- um. Lengra kennaranám = finnskur árangur! Undanfarið hefur mikið verið rætt um lengingu kennaranáms í fimm háskólaár. Vísað hefur verið til góðs árangurs finnskra barna í Pisa-könnunum, en finnskir kenn- arar hafa meistaragráðu. Þetta hljóti að vera leiðin til að ná betri árangri í íslensku skólastarfi. Meiri menntun kennara er alltaf af því góða en að draga þessa álykt- un er ofureinföldun á mun flóknara máli. Finnskt samfélag er á margan hátt mjög ólíkt samfélögum hinna norrænu þjóðanna. Ég hef átt þess kost að heimsækja finnska skóla, ræða við finnskt skólafólk og ekki síst við finnska foreldra, sem einnig hafa búið með börn sín í einhverju hinna Norðurlandanna. Finnskir kennarar njóta mikillar virðingar í samfélaginu. Finnskir foreldrar hafa mikinn metnað fyrir hönd barna sinna. Búa þau vel undir skólagönguna, fylgjast grannt með og axla ábyrgð á hegðun og náms- framgangi barnanna. Með öðrum orðum, þeir hafa ekki eins og hinar þjóðirnar „afhent stofnunum börnin sín til uppeldis og menntunar“. Hver vill mennta sig í fimm ár á háskólastigi til starfs þar sem launin duga vart til framfærslu? Hvernig verður staðan bætt? Til þess að snúa þessari óheillaþróun við verða allir að taka höndum saman, ríki og sveitarfélög, samtök kennara og foreldrar. Engu foreldri hef ég kynnst sem vill ekki barni sínu það besta. En foreldrar verða að skynja og skilja ábyrgð- arhlutverk sitt og forgangsraða í samræmi við það. Kennarasamtökin verða að vera mun sveigjanlegri í allri samningagerð og tilbúnari til nauðsynlegra breytinga, sem miða ekki síst að hækkun grunnlauna, en á þeim byggist nýliðun í stéttinni. Það vekur athygli að mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, bæði skynjar og skil- ur vanda kennarastéttarinnar í launamálum og afleiðingar þess fyr- ir samkeppnishæfi þjóðarinnar, og tjáir sig um það opinberlega. Aðrir ráðherrar og alþingismenn verða líka að horfast í augu við vandann og leita lausna til framtíðar. Hér þarf sameiginlegt átaka allra að koma til, stjórnmálamanna í rík- isstjórn og sveitarstjórnum, at- vinnulífsins og hins almenna borg- ara, því að nú má engan tíma missa, ef ekki á illa að fara. Við vitum öll að framtíð samfélag- ins byggist á uppvaxandi kynslóð. Mistök á þeim vettvangi verða ekki bætt eftir á. Eiga börnin okkar ekki betra skilið? Sigrún Gísladóttir skrifar um stöðuna í uppeldis- og menntamálum og spyr hver sé staða skólanna og hver beri ábyrgð »Meðan stefna stjórn- valda er að halda uppeldis- og mennt- astéttum sem láglauna- stéttum mun ástandið bara fara versnandi. Sigrún Gísladóttir Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi. BRAGÐ er eitt þeirra orða sem fylgt hafa þjóðinni frá upphafi og hefir nánast engum formbreytingum tekið. Það er hvor- ugkynsorð með sterka beygingu sem hefir haldist óbreytt í öllum föllum eintölu og fleir- tölu í 1100 ár og vel það. Ekki verður annað séð en þjóðin hafi farið vel með þessa eign sína allar þessar aldir. Það þætti góð meðferð á dauðum hlut eða lifandi skrokki, ef hann léti ekki á sjá eftir svo langan tíma og látlausa notkun. Þessi formfesta er einn allra dýrmætasti þáttur þess sem við köll- um að „varðveita málið“ og teljum til stefnumála okkar sem þjóðar. En formið er ekki allt. Orð í notk- un hafa merkingu, og hún getur jag- ast til á ýmsan veg, þótt formið standi óhaggað. Merkingarbreyt- ingum fylgir auk þess breytt orðalag. Grannorðin verða sjaldnast þau sömu áfram nema þá að takmörkuðu leyti. Merkingarbreytingum fylgja orðalagsbreytingar. Þegar á miðöldum var bragð notað í ýmsum merkingum og samsetn- ingum. Það er haft um það sem bregður frá hinu venjulega. Dæmi úr gamalli útgáfu Egils sögu (62. kap.): „Gerðisk Egill úkátr, ok var því meira bragð at, er á leið vetrinn“. Nú er fleirtala oftar notuð. Við segjum t.d. að mikil brögð séu að þessu eða hinu. En bragð eða brögð að e–u hef- ir verið venjulegt mál á öllum öldum. Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Ef manni þykir mikið til einhvers koma, er „bragð að því“. Þá er einhver veigur eða mergur í því. En ef það þykir dauft eða til- komulítið, er það bragðlítið eða bragðlaust. Að fornu var lýsing- arorðið bragðmikill haft um mann en ekki um mat, svo að vitað sé. Bragð- mikill maður var svipmikill og karl- mannlegur. Orðið bragð lýtur að út- liti og merkir stundum ‘svipur’ eða ‘ásýnd’, jafnvel sama og yfirbragð. „Sét hefi ek þik með betra bragði“, sagði Mörður gígja við Unni dóttur sína (Njála 6. kap.). Enn er maður sagður „dapur í bragði“ eða „með glöðu bragði“. Áður fyrr var sagt um veikan mann á batavegi, að hann væri farinn að bragðast (nú breytt í braggast), sbr. bragð- legur (> bragglegur). Nú er lýsingarorðið bragðmikill oftast haft um mat eða drykk, en varla er það nýbóla að menn finni eitthvert bragð að því sem þeir láta ofan í sig. Elsta dæmi sem ég þekki um matarbragð að ein- hverju er úr orðabók sr. Björns Halldórs- sonar í Sauðlauksdal. Sú bók var samin að mestu á árunum 1770– 1785 en kom fyrst út 1814, með dönskum þýðingum. Þar er bragð þýtt með orðunum „Smag eller Lugt“, og meðal notkunardæma eru (með minni stafsetningu): Vínið hef- ur gott bragð ‘Vinen har en god Smag’ og Bragð er að því ‘det lugter tilgavns’. Nokkrar helstu orðabækur tveggja síðustu alda eru á einu máli um að bragð sé að einhverju og hafa orðalagið finna bragð að e–u. Nefna má orðabók Konráðs Gíslasonar 1851 (sjá dæmi undir Smag og smage), orðabók Blöndals 1920–1924 og allar útgáfur Íslenskrar orða- bókar 1963, 1983 og 2002. Orðalagið að finna bragð að e–u er því rétt og góð íslenska og á sér djúpar rætur. Hins vegar er tæpast hefð fyrir því að nota af í stað að í þessu sambandi, þótt þess séu dæmi. Berum saman þrjú vers úr þremur Biblíuútgáfum: 1859, 1912 og 2007. 1859: (1) „eda ætla þinn þjón finni smekk af því, sem hann etur og drekk- ur’“ (2Sam 19.35). (2) „Verdur þad bragdlausa etid án salts’ eda er nokkur smekkur þess hvíta í egginu’“ (Job 6.6). (3) „því hafdi hann ætíd sama smekk, og hans lyst var hin sama“ (Jer 48.11). Hér er smekkur hið ríkjandi orð, en bragð sést aðeins í samsetning- unni bragðlaus. Þessu var breytt 1912: 1912: (1) „eða mun þjónn þinn finna bragð af því, sem eg et og drekk“ (2Sam 19.35). (2) „Verður hið bragðlausa etið salt- laust, eða er gott bragð að hvít- unni í egginu’“ (Job 6.6). (3) „fyrir því hefir bragðið af honum haldist og ilmurinn af honum eigi breyzt“ (Jer 47.11). Hér eru sem sé tvö dæmi um af, en eitt um að. Í fyrsta dæminu 1859 sjáum við orðalagið „finna smekk af e–u“. Það er danskættað („smag af ngt“), en úr því var reynt að bæta 1912 með því að nota bragð fyrir smekk. Ekki tókst þó til fulls að losa sig við dönsku áhrifin. En það hefir nú verið gert í nýju Biblíuútgáfunni 2007. Þar eru tvö fyrri versin þannig: 2007: (1) „Getur þræll þinn enn fundið bragð að því sem hann etur og drekkur’“ (2. Sam 19.36). (2) „Verður hið bragðlausa etið salt- laust’ Er nokkurt bragð að hvítu í eggi’“ (Job 6.6). Í þriðja versinu er brugðið á annað orðalag sem er ekki sambærilegt við hinar þýðingarnar að þessu leyti. Þótt svo vel hafi tekist til með þetta atriði í nýju Biblíuútgáfunni, er uppi umtalsverð óvissa um það nú á dögum hvort nota skuli að eða af með orðinu bragð ‘matarbragð’. Þeirri óvissu þyrfti að eyða, því að öll rök hníga í eina átt: Það er bragð að matnum. Þetta má styðja mörgum dæmum úr söfnum Orðabókar Há- skólans. Það er bragð að e–u, mat- arbragð að e–u, nýjabragð að e–u og þar fram eftir götunum, þó að stöku dæmi megi finna um af. Hitt er svo annað mál að orðið bragð hefir fleiri merkingar en nú hafa verið nefndar. Stundum merkir það ‘(vitundar)ögn’ eða ‘vottur’ af e–u. Nefna má dæmi úr Íslenskri orðabók 2002: „má bjóða þér bragð af súpunni’“ Um þessa notkun eru líka mörg dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans, t.d. bragð af kaffi, bragð af tóbaki, bragð af saltfiski o.s.frv., en þau merkja allt annað en bragð að kaffi, bragð að tóbaki og bragð að saltfiski. Þessu má ekki rugla saman. Hvers vegna er bragð að matnum? Baldur Jónsson skrifar um blæbrigði íslensks máls » Þessi formfesta er einn allra dýrmæt- asti þáttur þess sem við köllum að „varðveita málið“ og teljum til stefnumála okkar sem þjóðar. Baldur Jónsson Höfundur er prófessor emeritus. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RÖGNVALDUR Jónsson verkfræð- ingur skrifar grein 6. febrúar sl. og reynir þar enn einu sinni að tala nið- ur tvöföldun Suðurlandvegar. Rögnvaldur og félagar telja 2+1 skynsamlegasta kostinn. Ég skil ekki hvaðan þessir 2 koma, eru menn virkilega að halda að tvær ak- reinar öðrum megin séu einhver kostur, halda menn að umferðin sé meiri á annan veginn en hinn? Á fundi á vegum Lýðheilsustofn- unar sem var haldinn í síðustu viku, svona hvatningarfundur við Vega- gerð ríkisins, kom ekkert nýtt fram, við vitum að enn ódýrara er að setja bara víravirki á veginn eins og hann er núna og tekur enn styttri tíma nú eða minnka hámarkshraðann í 60 km/klst. þetta er eins og að ætla tíu manna áhöfn að sigla með 8 manna bjögunarbát og 8 flotgalla því að það er ódýara og tekur styttri tíma að koma því um borð og myndi mögulega minnka mannskaðann um 80%. Framkvæmdatími tvöföldunar Reykjanesbrautar er nú notaður í áróðurinn, en það er ekki með nokkrum hætti hægt að tala um Reykjanesbraut í þessu samhengi. Sá maður sem reynir það er ákaf- lega takmarkaður og ætti vegagerð- in að skammast sín fyrir sinn þátt í öryggismálum þar síðustu vikur. Banaslys og alvarleg slys sem verða við útafakstur er oftar en ekki vegna þess hve vegir hér eru alltof mjóir og fíflalega lagðir (hannaðir.) Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að vegir hérlendis hafa ekki alltaf verið lagðir á besta stað eða með öryggið í fyrirrúmi heldur frek- ar og nánast alltaf til að halda niðri hraða, hringtorgin á Suðurlandsvegi eru einmitt dæmi um slík vinnu- brögð að ég tali ekki um þann hryll- ing sem Ölfusárbrú er. Andstæðingar tvöföldunar reyndu líka á umræddum fundi að höfða til þingmanna okkar, en það er bara eðlilegt að þingmenn reyni að hafa áhrif á þessar framkvæmdir til þess voru þeir m.a. kosnir, en umræddur þrýstihópur eru allir íbú- ar Suðurlands og Austurlands, nema einn eða tveir og það er hlut- verk þingmanna okkar að vinna þau verkefni sem við umbjóðendur þeirra felum þeim að vinna – það er ekki flókið. Það talar enginn um að það er hægt að flýta verkefnum eins og þessu. Sem dæmi má nefna að það tók ekki langan tíma að byggja Kárahnjúkavirkjun. Með sama áframhaldi þurfum við þyrlu á Suðurland, því í dag er það svo að það er ekki hægt að treysta því að sjúkrabílar komist á sæmileg- um tíma frá Selfossi í bæinn vegna þrengsla á Ölfusárbrú og mikillar umferðar á alltof mjóum Suður- landsvegi milli Selfoss og Hvera- gerðis. Slysin voru ekki á þeim kafla sem nú er 2+1 nema við Þrengslavega- mót, svo það að það hefur verið ekið um 60 sinnum á víravirkið og nánast alltaf þeim megin frá sem ein akrein er – skrítið, hlýtur að teljast aukn- ing óhappa á þessum kafla. Höfundur og fjölskylda hans nota Suðurlandsveg meira en margir en minna en sumir. http//:hogni.is/blogg/hogni/ HÖGNI SIGURJÓNSSON fiskeldisfræðingur. Suðurlandsvegur – hverjir koma og hverjir fara um veginn? Frá Högna Sigurjónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.