Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OF DÝRT AÐ LÆKNA FÓLK? Í Morgunblaðinu í fyrradag komfram að geðsviði Landspítala ergert að spara rúmar hundrað milljónir á þessu ári. „Eftir vandlega íhugun var ákveðið að draga saman starfsemina í Bergiðjunni og breyta deild 28 í Hátúni úr sólarhringsdeild í dagdeild,“ var haft eftir Lindu Kristmundsdóttur, starfandi sviðs- stjóra á LHÍ, í frétt um málið. Hún segir sviðum innan LSH vera gert að minnka kostnað og „geðsviðið sé engin undantekning þar á“. Nú er það svo að niðurskurður á Landspítala hefur staðið yfir lengi. Rétt eins og í öðrum fyrirtækjum mátti eflaust í upphafi hagræða um- talsvert. En svo kemur að því að ekki dugar lengur að hagræða til að mæta kröfum um sparnað – niðurskurður- inn hlýtur að lokum að koma niður á neytendum eða þeim sem þiggja þjónustuna. Í tilfelli Landspítala er um alla þá landsmenn sem eru veik- astir fyrir í bókstaflegum skilningi að ræða. Nýverið sendi Geðlækna- félag Íslands frá sér ályktun þar sem bent er á að síðustu árum hafi „bráðaplássum og endurhæfingar- og langvistunarrrýmum fækkað um 120 án þess að viðeigandi samfélags- úrræði hafi verið til reiðu“. Og stjórnin beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að hætt verði við að skerða starf við endurhæfingu Berg- iðjunnar og sömuleiðis á deild 28 í Hátúni. Ályktunin gengur svo langt að halda því fram að ef dregið verði úr þjónustu deildar 28 í Hátúni 10 verði „heilsu 60–80 geðfatlaðra ein- staklinga stefnt í voða“. Ályktun á borð við þessa er graf- alvarleg. Hvernig er hægt að halda uppi viðunandi þjónustustigi við sjúklinga þegar búið er að fækka plássum um 120 og skerða síðan svo að um munar helstu endurhæfingar- úrræði fyrir sama hóp? Er það svo að hljómgrunnur fyrir því að veita sjúkum eins góða með- ferð og aðhlynningu og læknisfræðin er fær um sé ekki lengur til staðar innan íslensks heilbrigðiskerfis? Það skýtur þá skökku við, því að í þjóð- félaginu virðist vera mikill einhugur um mikilvægi þess að heilbrigðis- kerfinu sé haldið við af hugsjón. Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við einn starfsmann Bergiðjunnar, Einar Heiðar Birgisson, sem segir pláss sitt hafa „gjörbreytt hlutun- um“ – gefið lífi hans tilgang. Í hans huga er lokun starfsvettvangs hans eins og það „sé hreinlega verið að slá [hann] af“. Hundrað milljónir eru miklir pen- ingar. En heilsa 60-80 einstaklinga er svo dýrmæt að hún verður ekki metin til fjár. Ef dæmið er reiknað til enda ættu vonir um betri heilsu, er síðan verður til þess að fólk getur lagt sitt fram til samfélagsins á nýj- an leik, að vera inni í þessu reikn- ingsdæmi. Sparnaður er bitnar á þeim sem síst skyldi er til vitnis um að þau gildi sem réðu er íslenskt heilbrigðiskerfi var byggt upp séu að láta undan. Hann virðist vera að leiða til þess að sumir þurfi að una því að vera veikir vegna þess að það er of dýrt að lækna þá. Sættir þjóðin sig við að búa í slíku samfélagi? RADDIR KVENNA OG DEILAN FYRIR BOTNI MIÐJARÐARHAFS Nú er enn einu sinni hafið átak tilþess að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Það verður ekki auð- velt að knýja fram samkomulag í deil- um Ísraela og Palestínumanna, en það er nauðsynlegt að það takist. Nógu margar kynslóðir hafa liðið fyr- ir ástandið og mál er að linni. En það dugar ekki eitt og sér að semja um frið. Það þarf einnig að tryggja að hann haldi. Lykillinn að því er að unnið sé að sáttum milli Ísraela og Palestínumanna, ekki aðeins við samningaborðið heldur í grasrótinni. Daniel Barenboim hefur gengið fram í þeim anda með því að stofna hljóm- sveit, sem í eru ungir hljóðfæraleik- arar frá Ísrael og nokkrum araba- ríkjum í nágrenni Ísraels. Hér á landi hafa verið staddir tveir fulltrúar frið- arráðs palestínskra og ísraelskra kvenna, sem áhrifakonur í palest- ínsku og ísraelsku þjóðlífi stofnuðu árið 2005. Samtökin leggja áherslu á nauðsyn þess að konur taki þátt í frið- arferlinu. Anat Saragusti, sjónvarpskona frá Ísrael og önnur gestanna, sagði í er- indi, sem hún flutti á miðvikudag, að ísraelskur almenningur, sérstaklega millistéttin, reyndi nú í auknum mæli að leiða átökin hjá sér og lifa hefð- bundnu lífi og fjölmiðlar endurspegl- uðu þetta að einhverju leyti. Saragusti sagði að ekki mætti gleyma því að Ísrael væri hernáms- ríki, sem oft væri kallað eina lýðræð- isríkið í Mið-Austurlöndum, en það væri ekki „alvörulýðræðisríki sem heldur annarri þjóð hernuminni árum saman“. Svartsýni gætti í máli Maha Abu- Dayyeh Shamas, baráttukonu frá Palestínu. „Átökin eru á afar tvísýnu stigi. Blóðsúthellingar eru í hámarki, hefndarhugurinn meiri, sem og reiði og vonleysi,“ sagði hún og bætti við að Palestínumenn væru nú betur vopnum búnir en nokkru sinni og Ísr- aelar orðnir viljugri til að beita vopn- um á borð við orrustuvélar gegn pal- estínskum borgurum. Þessar tvær konur draga upp ger- ólíkar myndir. Annað samfélagið reynir að loka á átökin, hitt er svo undirlagt af þeim að hvergi verður undan komist nema með því að flytja brott. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði á fundinum á miðvikudag að nú væri meira áríð- andi en nokkru sinni fyrr að finna friðsamlega lausn í málefnum Ísraela og Palestínumanna. Til þess að það sé gerlegt þurfa deiluaðilar að komast upp úr því fari, sem þeir hafa verið fastir í svo árum og áratugum skiptir og því eru kröfur Friðarráðs palest- ínskra og ísraelskra kvenna um að konur taki þátt í friðarferlinu hár- réttar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Halldór Björn á hugmyndina aðsýningunni og segir inntakhennar undirstrika aðstreymi tímans, sem franski heimspekingurinn Henri-Louis Bergson (1859-1941) skilgreindi sem grundvöll frelsis og mótunar allra manna, sé sam- mannlegt fyrirbæri án landamæra. „Ef maðurinn ætlaði að vaka með tím- anum eins og hann vakir með rýminu myndi hann ekki gera annað en horfa á klukkuna allan daginn,“ segir Halldór Björn um kenningar Bergsons. Bergson hafi haldið því fram að það að upplifa tímann sem hann kallaði „la durée“ (þ.e. upplifunin af tímanum) væri það sem gerði manninn að hugsandi tilfinn- ingaveru. Allt væri upplifun í gegnum tíma. Halldór segir að Bergson hafi þótt merkilegur sá hæfileiki mannsins að geta skotist fram og aftur í tíma, m.a. á vit endurminninga, upplifað margar ver- aldir hér og þar, innra og ytra með sér, og hvernig þetta klipptist allt saman líkt og í kvikmynd. Inn í aðra vídd Að þessu sögðu er forvitnilegt að vita hvernig myndlistarkonurnar þrjár koma inn í myndina. Halldór nefnir fyrst Guð- nýju Rósu og þá merkilegu tilviljun að galleristi hennar í Brussel hafi einmitt nefnt kenningar Bergsons í tengslum við verk hennar. „Hann komst að svip- aðri niðurstöðu og ég, að hún væri manneskja sem væri að vinna inni í sér allan tímann,“ segir Halldór og bendir á ótrúlega nostursamlega unnin verk Guð- nýjar, m.a. flóknar klippimyndir, fínlega hekluð smáverk og margunnar teikn- ingar. „Hún fer inn í aðra veröld, aðra vídd. Þannig að það var mjög auðvelt að sjá hana fyrir sér og hún gerir sér mjög vel grein fyrir tímanum […] athygli hennar er mjö sem breytist í Í framhaldi munað eftir v eyjatvíæringn sýndi fyrir hö bandsverkið A vakti athygli m ar sitt nánast óvenjulegum Björn. Antille nánustu fjölsk oft í verkunum sé settur inn táknmyndum, hún alltaf að þörf hennar f hlýju. Undirli er mikil ádeil gefa fólki ekk allri þessari h Þriðja kona Tríó Myndlistarkonurnar Gabríela Friðriksdóttir, Emmanue Sýningin Streymið – La Durée verður opnuð al- menningi í Listasafni Ís- lands á laugardaginn. Þar leiða saman hesta sína tvær íslenskar myndlistarkonur og ein erlend, þær Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og hin svissneska Emm- anuelle Antille. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við listakonurnar og for- stöðumann safnsins, Halldór Björn Runólfs- son, um sýninguna. Þriggja kvenna S ÉG var að ná mér í nokkra hraunmola,“ segir Gabrí- ela Friðriksdóttir þegar blaðamaður nær í hana að morgni miðvikudags. Sýnir hversu fjölbreytt starf listamannsins getur verið. „Ég hef ekki sýnt á Íslandi frá því í byrjun árs 2006, þá var ég að sýna verkið frá Feneyjum,“ segir Gabríela og á þar við verkið Versa- tions Tetralogia frá Feneyjatvíær- ingnum 2005 þar sem hún var fulltrúi Íslands. Á sýningunni Streymi sýnir Gabrí- ela tvö stór mynd- bandsverk frá ár- unum 2006 og 2007, auk skúlptúra, teikninga og mál- verka. Inside the Core heitir annað myndbandsverkið og leika í því Helgi Björnsson og Magn- ea Valdimarsdóttir. „Síðan frumsýndi ég nýtt verk í fyrrahaust í Berlín, það heitir Ouroboros. Það er gríska og þýðir „sá sem gleypir á sér skottið“,“ segir Gabríela um hitt verkið. Það snýst um að búa til hring í kringum nánustu sam- starfsmenn hennar. Verkið með Helga Björnssyni er undir áhrifum frá tölunni 8 og er mjög ljóðrænt að sögn Gabríelu. Í því segir af manni sem er bæði bakari og ljóðskáld. „Hug- myndin er sú að þú farir með honum í huganum í átta mínútur.“ – Vinnur þú þá mikið með hluti sem eiga sér hvorki upphaf né endi, sbr. hringinn og töluna 8? Fellur þetta þannig að þemanu, streymi? „Já, örugglega, það fellur nú held ég allt að þemanu streymi, lífið og dauðinn. Málið er það að maður streymir þegar maður er á lífi, það streymir í manni blóð, þannig að hver og einn sem kemur inn á sýningu passar inn í konseptið,“ svarar Gabríela. Sá sem gleypir á sér skottið Ouroborus Ljósmynd 7 úr Ouroboros eftir Gabríelu Frið- riksdóttur frá árinu 2007. EMMANUELLE Antille vinnur fyrst og f myndbönd í sinni myndlist en þó einnig ljós tónlist við myndböndin. Verkin sem hún sý safni Íslands eru flest hluti af heildarverkin of my Heart frá árunum 2004 og 2005, en í þ myndbandsinnsetningar, 30 ljósmyndir og Rollow. Í þessum verkum vinnur Antille út hvernig það er að vera táningur og þá frá ý um, skoðar m.a. tungumál, siði, vináttu, fjö og sambönd, samfélag unglinga og dagbóka hófst þó á ritun handrits að Rollow en í hen áhugamenn, ungmenni sem voru valin eftir áheyrnarprufur. Í Rollow er dansað á mörkum hins raunv hins skáldaða. Tökuvélin er nær stöðugt í g myndina. Titillinn Rollow er í nafn hvirfilby ur við sögu í myndinni, en leikararnir völdu Ást og hatur Á sýningunni Streymi verða tvær myndban inganna sýndar, Kill me twice, dear friend, og Floating, crashing, spinning, spitting, ki ing over and over, not to stop feeling. Antil myndbandsverkið segja af ástar- og haturs Hvirfilbyljir hjartans GUÐNÝ Rósa Ingimarsdóttir vinnur mikið gömul skólaverk, byggir gjarnan á mörgu þær fram með skurðhníf og býr til flókin m er sterk fyrir stöðugu og löngu ferli í verk stöðugt að, gamaldags að því leyti að hand teikninganna er margra ára vinna að baki gjörbreytt, mörg verk í gangi í einu. „Ég held að Halldór Björn hafi fundið þa haldandi ferli,“ segir Guðný. Þaðan sé ten in. Hún segist leitandi í verkum sínum, sæk hennar séu líklega mjög nostalgísk. „Kann ákveðinn taktur sem ég fer í, þetta er bara ekkert ólíkt því að hlaupa út í rigningu til Guðný. Þá sé tenging við hugleiðslu í verk flókin heimspeki. Áframhaldandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.